Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.03.1982, Blaðsíða 5
HljóA\arp kl. 1-1.00: Sjónvarp kl. 21.10 á mánudagsk\öld: MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. MARZ 1982 5 Stjarnvísindi í öndverðu „Stjarnvísindi í öndverðu", nefnist fyrsti þáttur í nýjum framhaldsþætti, „Undir blæ him- ins blíðan", sem er á dagskrá hljóðvarps kl. 14.00 í dag. Um er að ræða samantekt úr sögu stjarnvísinda og heimsmyndar eftir Þorstein Vilhjálmsson eðlis- fræðing. „Ég ætla í þessum erind- um að fjalla um sögu stjarnvís- inda og heimsmyndar," sagði Þorsteinn Vilhjálmsson í samtali við Mbl. „í fyrsta þættinum fer ég nokkrum orðum um svonefnda söguskekkju, sem felst í því þegar menn fjalla um hugmyndir fortíð- arinnar um of út frá forsendum þeirrar þekkingar sem við ráðum yfir nú á dögum. Þá tala ég um grundvallaratriði varðandi gang himintungla, og einnig um frum- bernsku stjörnufræðinnar, áður en sögur hófust. í þessu fyrsta er- indi verður einnig fjallað um stjörnufræði í Egyptalandi og Mesópótamíu til forna." Lesari með Þorsteini Vilhjálms- syni er Þorsteinn Gunnarsson, en Karólína Eiríksdóttir velur tón- listina. Þáttaskil „Þáttaskil", sænskt leikrit eftir Jan Guillou, er á dagskrá sjón- varps kl. 21.10 á mánudagskvöld. Lítt kunnum manni, sem stendur með mótmælaspjald á torgi í Stokkhólmi, er boðið í stutt viðtal í sjónvarpsþætti. Viðtalið fer úr böndunum og dregur þetta dilk á eftir sér. „Landlninaóarinál4* kl. 9.45 á mánudagsmorgni: „Draumar rísa“, nefnist þýzk mynd am athyglisverðar nýjungar í húsagerð- arlist í Bandaríkjunum og er hún á dagskrá sjónvarps kl. 22.20 f kvöld. X’ Utflutningur kynbótahrossa og ættbók íslenzka hestsins „Landbúnaðarmál", þáttur í umsjón Óttars Geirssonar, er á dagskrá hljóðvarps kl. 9.45. „í þessum þætti mun ég ræða við Þorkel Bjarnason hrossaræktar- ráðunaut um útflutning kynbóta- hrossa og ættbók íslenzka hests- ins,“ sagði Óttar í samtali við Mbl. „Hrossaútflutningur yfirleitt hef- ur dregist mjög saman að undan- förnu og mumim við ræða það mál. Ættbók íslenzka hestsins er eiginlega ættarskrá íslenzkra kynbótahesta. Hún hefur verið unnin upp úr gögnum sem safnað er af Búnaðarfélagi íslands, og eru þau um ætt hrossa sem hafa kom- ið fram á sýningum. Þessu hefur verið safnað saman um tíu ára skeið. Gunnar Bjarnason hefur gefið út um þetta „Ættbók og sögu íslenzka hestsins" og svo hefur Þorsteinn Bjarnason verið að vinna að framhaldi bókarinnar eftir að hann tók við sem hrossa- ræktarráðunautur. Síðast í þætt- inum komum við svo aðeins inná landsmót hestamanna sem verður í sumar." Nú sty ttist í fyrstu siii lc jrdtmai! Portoroz 20. maí 3ja vikna ferð með gistingu á hinum góðkunnu hótelum Appollo, Neptun og Grand Palace. Strandlífið í Portoroz er á margan hátt heillandi og ekki má gleyma skoðunaríerðunum til Feneyja, Bled, Plitvice, Postojnahellanna og víðar. Rimini 27. maí Fyrsta ferðin af fjölmörgum er 27. maí. Rimini- ferðimar eru 11 eða 21 dags langar, ströndin iðandi af lííi og fjöri og krökkt af kátu fólki að degi sem kvöldi. Rimini er áfangastaður allrar fjöl- skyldunnar og við minnum sérstaklega á barna- fararstjórann sem fitjar upp á ýmsum skemmti- legirm verkeínum. Sumarhús í Danmörku Uppsett lbiðlisti).... ... í flestar brottfarir. Nánari upplýsingar á skrif- stofunni. Orlof aldraóra Grikkland 29. apríl Portoroz 20. maí Rimini 7. júlí Og nú styttist í fyrstu orlofsferðir aldraðra 1982. Við minnum sérstaklega á örugga fararstjórn Ásthildar Pétursdóttur og Íslandsíerð íarþega okkar, en fyrst og fremst vekjum við þó athygli á frábœrum áf angastöðum með fyrsta flokks aðstöðu og aðbúnaði á allan hátt. Toronto 3. júní Við fljúgum til Toronto í Kanada á 11 daga fresti og hefjum reglubundna leiguflugið 3. júní. Það er óhœtt að fullyrða að leiguflugið til Toronto sé ódýrasti ferðamátinn vestur um haí og stórum og smáum hópum hafa nú opnast nýir möguleikar á t.d. tónleika- eða keppnisferðum til Ameríku. SL-kjör til 1. apríl AÖildarfélagsafláttur til 1. ma ^mcwá SáCanÁjvötct iSocl*tatol Munid sumarbæklinga og kvikmyndasýningu í afgreióslusal! Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Grikkland 29. apni 3ja vikna ferð með gistingu í hinum frábœru White House íbúðum eða á Hótel Margi House. Vouliagmeni-ströndin bíður þín með alla sína íriðsœld og örstutt er til höfuðborgarinnar Aþenu. Sólin er komin hátt á loft í Grikklandi og óhœtt að treysta fullkomlega á veðurguðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.