Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.03.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MARZ 1982 Ingemar Stenmark: „Ég þoli illa að sigra ekki en þaö sést máske ekki á mér“ Ingemar Stenmark þykir vera engum líkur. Líklega hefur enginn skíðamaður verið uppi honum snjallari. Þó vinnur hann ekki heimsbikarkeppnirnar, en þaö er ein- ungis vegna þess aö hann setur sjálfum sér takmörk. Hann vill ekki keppa í bruni vegna hinnar miklu iíkam- legu hættu sem er samfara því. Heimsbikarsigurvegar- arnir eru skíöamenn sem eru jafnvígir á brun, stórsvig og svig. Stenmark hefur um árabil veriö kóngur í ríki sínu hvaó varöar svig og stórsvig. Þaö er bara nú upp á síðkastiö, aö Bandaríkjamaðurinn Phil Mahre vegur aö honum. En þó þykir Stenmark enn vera betri. Stenmark vill vinna heimsbikarinn og hann þykir afar metoröagjarn. En áriö 1977, um haust, keppti hann í bruni í Schnalstal og féll illa. Var hann fluttur meövit- undarlaus og slasaður á sjúkrahús. Síöan hefur hann aðeins einu sinni brotiö eigin reglu og keppt í bruni, í Kitzbuhel 1981. En hvers vegna gerði hann þaö? Danska mánaóarritið Alt om Sport lagði þá spurningu fyrir hann og reyndar fleiri. Verður nú litiö á sumt af því. Ilvers vegna kepptir þú í bruni í Kitzbiihel? „Ég var ekki undir hinum minnsta þrýstingi að keppa í bruninu. Astæðan var sú að ég átti erfitt með æfingar í svigi fyrir keppnina vegna veðurs. Mér datt þá í hug að keppa frekar í bruninu, ekki síst vegna þess að ég ætti þá möguleika á því að hreppa nokkur aukastig í samanlögðu stiga- keppninni." Margir sögðu að þú hefðir með þátttöku þinni í Kitzbiihel viljað mótmæla stigagjafarkerfinu sem er við lýði. „Það var alls ekki ætlunin þó það sé yfirlýst skoðun mín að regl- urnar séu ósanngjarnar. Tökum sem dæmi Hans Enn, sem mætti til Kitzbuhel með þeim einlæga ásetningi að sigra í bruninu. Hann fékk langbesta millitímann, en féll svo neðar í brekkunni og var þar með úr leik. Ég renndi mér hægt og rólega niður og fékk engu að síður dýrmæt stig. Nú er Hans Enn sterkari í bruni en öðrum greinum og mér þykir ósanngjarnt að þegar þannig er í pottinn búið, neyðist menn til að hætta lífi og limum óþarflega mikið til þess að ná sem flestum stigum." En þú hefðir getað unnið heims- bikarinn með því að keppa í bruni í St. Anton nokkrum dögum síðar og • Stenmark í brunkeppninni í Kitzbuhl 1981 greinunum sama keppnistíma- bilið. Tökum sem dæmi Phil Mahre. Hann fór ekki að sigra í svigi og stórsvigi fyrr en hann var búinn að keppa í nógu mörgum brunmótum og gat einbeitt sér að hinum greinunum." I»ú ert þá sáttur við að einbeita þér að svigi og stórsvigi? „Ég vil vera meira en bara góð- ur skíðamaður, en meira verð ég ekki meðan ég kýs að keppa ekki í bruni. Ef ég myndi fara að keppa í bruni næði ég kannski að skila sæmilegum árangri, en ég ætti aldrei möguleika í menn eins og Harti Weireither, Peter Múller, Steve Podborski og Ken Read, menn sem hafa sérhæft sig í bruni árum saman. Ég myndi aldrei hætta lífi og limum bara til að bruna aðeins hraðar en þeir." Ef við vcndum okkar kvæði í kross, þá réðstu nýlega Björn Wagnson sem fjárhagsráðgjafa og umboðsmann. Hvað hefur þetta í för með sér? „Ótrúlega mikið, við vinnum vel saman og erum samhentir. Fyrir vik- ið get ég einbeitt mér mun meira og betur að íþrótt minni.“ llvað hafði það að segja fyrir þig fjárhagslega að Phil Mahre vann hcimsbikarinn en ekki þú? tryggt þér þar nokkur stig. Hvers vegna gerðir þú það ekki? „Þegar ég keppi, ætla ég mér að sigra, en það geri ég ekki í bruni nema til komi sérstök þjálfun. Vissulega hefði ég getað hreppt heimsbikarinn með þessum hætti, en þó ég hafi keppt í bruninu í Kitzbúhel breytti það ekki skoðun minni um það hættuspil sem brunið er.“ Sagt var að brunbrautin i Kitz- buhel hafi verið þess eðlis að hún útheimti mikla tækni skíðamanna og því hafi hún hentað þér mjög vel sem slík. „Brautin útheimti tækni, það er rétt, en sannast sagna var ég mjög smeykur allt frá upphafi til enda og ég þorði ekki að keyra upp hraðann. Ég fór svo hægt, að ég fór jafnvel að hafa áhyggjur af því að sá keppandi, sem lagði af stað 30 sekúndum á eftir mér, myndi ná mér og fara framúr." (Þess má geta, að Stenmark kom í mark á 10,76 sekúndum lakari tíma held- ur en sigurvegarinn, Steve Pod- borski. Hann hafnaði í 34. sæti af þeim 39 sem luku keppninni, 53 hófu keppni, en 14 manns féllu hér og þar í brautinni.) Þér var vel fagnað er þú komst í markið, hvernig varð þér við það vit- andi að tími þinn var lélegur? „Satt best að segja hélt ég fólkið vera að gera grín að mér. Þó fann ég til mikils léttis að hafa lokið þessu án þess að skráma mig og ég man að ég hugsaði með mér að þetta myndi ég aldrei gera aftur." Varstu kannski búinn að ákveða að keppa reglulega í bruni þegar þú kepptir í Kitzbúhel? „Nei, það var ég ekki, þvert á móti var ég klár á þvi að þetta myndi vera undantekning. Ég get hreinlega ekki hugsað mér að keppa í bruni, það er of hættulegt og útheimtir sérstaka þjálfun. Þá er útilokað að sigra í öllum alpa- „Það hafði ekkert að segja fyrir mig fjárhagslega, ég lifi mjög góðu lífi og varð ekki fyrir tekju- skerðingu vegna þessa." Nú hefurðu kvartað undan eymsl- um í baki og hnjám, hvernig lýsir þetta sér? „Ég fæ kvalir í hrygginn er ég æfi mig í stórsvigi og eymsli í hnjám gera vart við sig er ég æfi og keppi í svigi. Ég veit um fleiri skíðamenn sem eiga við svipað vandamál að stríða." Hefurðu ekki áhyggjur af þessu? „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur, hver vill enda feril sinn örkumlað- ur af völdum íþrótta? Hins vegar hverfa eymsli þessi ef ég fæ næði til að hvíla mig í nokkra daga." Nú hefur þú svokölluð B-réttindi, sem gera þér kleift að hafa auglýs- ingatekjur af íþrótt þinni. Hvernig kemur það sér? „Pressan vegna þessa hefur ekki verið meiri en ég reiknaði með, en auðvitað er þetta erfiðara þegar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.