Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1982 61 Hlutafélag byrjar rekstur strætisvagna 1 Reykjavík Verða bílar framtíðarfarartæki Islendinga? Hallgrímur lýsir þessari óveð- ursnótt þannig í frásögn sinni „Yfir Klettahálsinn": .. Þennan dag komumst við upp undir bröttustu brekkuna austan í hálsinum — skammt ofan við Klett. Þar var tjöldum slegið. Bleytan gerði jarðveg allan gljúp- an og sleipan, og naumast fannst nothæfur tjaldstaður. Og nú var regnið að breytast í snjó. Fjöllin allt umhverfis földuðu hvítu. Það gekk að með fullkomnu illviðri. Leiðin var ofurlítið könnuð fyrir myrkur. Síðan sest að þótt ömur- legt væri. Þetta kvöld bættist Brandur í tjaldið hjá okkur Eyjólfi. Guð- brandur er allra manna glaðastur ferðamaður, og skiptir engu, hvort vel gengur eða illa. Undir miðnætti herti enn veðr- ið, og nú byrjaði tjald Eyjólfs að leka án þess að við yrði ráðið. En þessu til viðbótar hófst vatns- rennsli inn í það að neðan i stríð- um straumum. Blotnaði allt sem blotnað gat. Við Brandur lágum fljótlega í vatni, en Eyjólfur hvíldi hærra og hafði auk þess gúmmi- sæng undir sér. Um sinn fékk ég hana lánaða, en kom fyrir lítið. Buldi slagviðrið á tjaldinu, en vatninu jós inn gegnum dúkinn, og rann inn að neðan. Við Brandur tókum nú að syngja í kapp við veðurdyninn, og fór því fram um stund. Félagi minn hafði mikla og fallega söng- rödd. Mín rödd var líka nokkuð góð, einkum til að setja aðra út af laginu. Gekk þetta um hríð, og undruðust þeir í stóra tjaldinu, hverju þvílíkt spangól sætti. Að lokum þótti sýnt að ólíft væri í tjaldinu, og áttum við þá ekki ann- að ráð fyrir hendi en flýja þennan næturstað og leita afdreps í bíln- um, þótt svefnpláss væri þar ekki fyrir hendi. Brandur féllst á þá tillögu mína, en Eyjólfur mót- mælti slíku undanhaldi og neitaði að yfirgefa tjald sitt á meðan það slitnaði ekki upp eða rifnaði í tætlur. Kvaðst hann myndu fara hér að dæmum frægra skipstjóra, sem afsegðu að yfirgefa skip sitt, jafnvel þótt líf lægi við. Varð hér engu tauti við hann komið. Tókum við hinir svefnpoka okkar, yfirgáf- um þessi vatnaheimkynni og bröltum yfir í vagninn, sem stóð skammt frá. Vissi ég það síðast til Eyjólfs, að hann lá eftir í tjaldinu og hafði útblásna gúmmisængina ofan á sér.“ „Já, við vorum vanir alls kyns slarki, og þetta var góður hópur saman, það var t.d. aldrei rifist, það mættu allir erfiðleikum með bros á vör, Brandur var sérstak- lega duglegur bílstjóri og var með okkur í flestum ferðum af þessu tagi. Brandur var eiginlega alltaf brautryðjandinn, fór fyrstu ferð- irnar og voru bílarnir þá ekki nærri jafn góðir og þeir eru núna. Brandur er látinn fyrir nokkrum árum, og var mjög skemmtilegur ferðamaður og eiginlega því kátari sem verr gekk í ferðunum. Mér er líka minnisstæður dagurinn eftir vatnsveðrið, en þá unnum við að því að koma bílnum upp Klett- hálsinn, en það var erfiðasti hluti leiðarinnar. Við unnum frá því klukkan 7 um morguninn til kl. 9 um kvöldið og hafði okkur þá tek- ist að koma bílnum 200 metra. Þetta var hálfgerð vegavinna, bíll- inn var með keðjur á öllum hjólum og við ruddum burt grjóti og jarð- SJÁ NÆSTU SÍÐU 1 Jlt ] U4> J J I ni n : 1 Nóvember 1931. Félag hefur verið stofnað í þeim tiigangi að reka reglubundnar ferð- ir fyrir almenning um Reykjavík- urborg og nágrenni. Nefnist það „Strætisvagnafélag Revkjavíkur hf.“ Eru strætisvagnaferðir þegar hafnar á leiðinni milli Lækjartorgs og Klepps og ferðir um það bil að hefjast milli Lækjartorgs og Grímsstaðaholts og Skildinganess. Næst verða teknar upp ferðir frá Elliðaám um Lækjartorg og Kapla- 20. maí 1913. Bookless útgerðarmaður, skozk- ur, í Hafnarfirði, flutti hingað bif- reið í vor og hefur margoft ekið í henni milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Rennur hún mjúkt og liðlega um vegina og lætur vel að stjórn. Er það fyrsta bifreiðin, sem að gagni hefur komið hér á skjól. Auk þess er í ráði að hefjaf ferðir innanbæjar, m.a. til þess að samband náist við áðurnefndar að- alleiðir sem víðast að úr bænum. Félagið ætlar að nota átta stórar bifreiðir til ferðanna, 14 manna og stærri. Eru það Studebaker-bif- reiðir, en yfirbygging gerð hér. Formaður félagsins er Ólafur Þorgrímsson lögfræðingur en framkvæmdastjóri Pétur Þor- grímsson. Bærinn hefur veitt félag- inu styrk til rekstursins. landi. Nú er sagt, að félag sé stofnað hér í bænum til þess að kaupa tvær bifreiðar, átta-manna-för, og eiga þær að flytja fólk milli Þing- valla og Reykjavíkur að sumrinu og svo til annarra staða eftir því sem vegir leyfa. 1. september. í vor komu hingað til lands tveir Vestur-Islendingar, Sveinn Oddsson og Jón Sigmundsson, og höfðu þeir með sér frá Vestur- heimi fólksbíl (Ford), sem notaður hefur verið hér í sumar og reynzt allvel. Innan skamms eiga þeir von á öðrum bíl að vestan. Þá er fyrir skömmu stofnað hér í bæ „Bílafélag Reykjavíkur", og er tilgangur þess að annast fólks- flutninga með bílum. Sumir hafa trú á því, að bílar muni í framtíð- inni, þá er vegabótum fleygir fram, verða hentug farartæki hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.