Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.1982, Blaðsíða 20
100 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. /fliMDUN UPPTAKA OG VINNSLA MYNDBANDA APRÍL 1982 FLAUTUM ALLT SKIPHOLTI 31 SÍMI21900 GERUM Sýningareintök i ÖLL KERFI s.s. U-MATIC — VHS B-MAX — V-2000. FRAMLEIÐIR Kynningamyndir fyrir sölumenn FRÆÐSLUMYNDIR fyrir námskeið IauglýsingamyndirI fyrir myndbönd og sjónvarp. Öu°?,og23-30eða m 1 koma frá Caracas á leið til New York. Þá þurftum við að fljúga í þrjá tíma með bilaðan mótor, vegna olíuleka. Flugmennirnir voru ekki alveg vissir um staðar- ákvörðun sína og það var eins og við ætluðum aldrei að hafa það af til New York. Það voru truflanir í fjarskipta- sambandinu og siglingafræðing- urinn notaði sextant við staðar- ákvörðun sem var oft erfitt. Við höfðum það þó af að lenda í New York en það var ekki mikið elds- neyti eftir hjá okkur þegar við komum ioks inn til lendingar. Á árinu 1953 var komið á áætl- unarflugi til New York hjá Loft- leiðum. Þær ferðir gátu oft verið langar. Yfirleitt tók það um 14 klukkustundir að komast á leiðar- enda, en væri sterkur mótvindur gat ferðin tekið allt að 20 klukku- stundum. Oft kom það fyrir að slæm ísing settist á vélarnar og fleira sem gerði þetta flug erfitt. En allt tókst þetta hjá okkur. Eftirminnilegasta flugferðin — Það fer nú ekki á milli mála að ein flugferð af öllum þeim fjölda sem ég hef farið er mér minnisstæðari en aðrar. Þessi ferð er að sjálfsögðu þegar Geysisslys- ið varð á Vatnajökli í septem- bermánuði árið 1950. Við höfðum flogið út til London með franskan Grænlandsleiðangur. Flugum síð- an til London og náðum í ýmis- konar varning. Þann 14. septem- ber var síðan lagt af stað heim- leiðis. Nú, það hefur verið svo mikið sagt frá þessu og skrifuð bók um þetta að það er nú að bera i bakkafullan lækinn að fara að tíunda þetta einu sinni enn. — En ferðin stendur mér ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum. Við flugum yfir Færeyjar af ásettu ráði og allt gekk vel. Veðurstofan í Prestvik gaf okkur þær upplýs- ingar að mikil lægð værl á hafinu og því fórum við austar en venju- lega. Við lentum í mjög mikilli úr- komu sem truflaði „loraninn" hjá okkur og mikil ókyrrð var í loft- inu. Það var farin að hlaðast óeðli- lega mikil ísing á vélina og við vorum farnir að missa hæð. Ég ætlaði að fara að hækka flugið Flugtími okkar var alveg eðli- legur. Þá skeði þetta alveg eins og hendi væri veifað og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gífurleg- ur hvellur. Áður en maður vissi af sveif maður í lausu lofti um stjórnklefann, í honum var fimm manna áhöfn. Það leið nokkur stund áður en maður gerði sér nokkra grein fyrir hvað hafði skeð. Það fyrsta sem skaut upp í huga mér var að við hefðum rekist á aðra flugvél. Þegar framrúðurn- ar brotnuðu kom snjófok inn um gluggana og í fyrstu hélt ég að þetta væri sjórok því við áttum undir öllum eðlilegum kringum- stæðum að vera staðsettir yfir sjó. Annað kom nú í ljós. Við höfðum verið í átta þúsund feta hæð þegar slysið skeði, veður var mjög slæmt. Mikið upp- og niðurstreymi í loftinu. Áður en slysið varð höfðum við flogið í mjög miklu skýjaþykkni. Flugvél- in mun fyrst hafa skollið á jöklin- um, rekið niður vinstri vænginn og síðan kastast upp aftur og kom- ið síðan niður á hvolfi. Það var kraftaverk að við skyldum komast lífs af í þessu slysi. Og reyndar alveg óskiljanlegt hversu slétt vél- in kom niður í fyrstu á belginn áður en hún kastaðist til. Það var aðdáunarvert þegar allt var um garð gengið hversu rólegir menn voru, þegar þeir komu til ráðs og rænu, en sennilega misstu allir meðvitund augnablik meðan á hamaganginum stóð. Það fyrsta sem við gerðum var að reyna að komast út úr vélinni. Við gátum komist út um glugga og þá blasti við okkur iðulaus stórhríð og úti var 10 stiga frost. Karlmennirnir voru allir í stjórnklefanum og gátum við komist út um glugga. Flugfreyjan var hinsvegar aftar í vélinni og hjálpaði ég henni út um gat eins fljótt og auðið var. Nú, við vorum fáklædd og þessa fyrstu nótt á jöklinum reyndum við að búa eins vel um okkur og nokkur kostur var. Strax næsta dag var hafist handa við að leita að matvælum og kanna allar aðstæður. Aðal- málið var að komast í loftskeyta- tækin í vélinni. En það var ekki hlaupið að því. Það hafðist þó um siðir. Framhaldið er öllum kunn- ugt. Nú, það þarf ekki að tíunda dvöl okkar þessa daga á jöklinum, það hefur verið gert svo ítarlega í fjölmiðlum. En allt var þetta hrikaleg lífsreynsla. Ólýsanleg er sú tilfinning sem um okkur fór er okkur var bjargað af jöklinum og Bandarískir flugmann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.