Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 Gerðirðo \y\b> Saurnrjuélinci. vv Hann er miklu oftar hér heima eft- ir að hann gerðist svona sjálfstsð- ur atvinnurekandi! Hann þarf alltaf að vera með ein- hverja sta la, til að vekja á sér at- hygli! HÖGNI HREKKVÍSI " HVAQ et? LAMS-rí VERBUU«AAPSe«t>- IMCrUVA OG- e.ORBAKt-iPPÍNG-UA/A'? •* Af „skemmdarvörg- um“ í Hafnarfiröi Athugasemd við forsíðufrétt Dagblaðsins og Vísis 28. apríl sl. Litlu verður Vöggur feginn varð mér á /orði þegar ég las Dagblaðið og Vísi miðvikudag- inn 28. apríl sl. Yfir meginhluta forstðunnar er þanin frétt ásamt mynd af manni, sem varð fyrir þeirri dapurlegu reynslu að koma skyndilega, að því er skilja má, að bílnum sínum skemmdum á bílastæði í Hafn- arfirði. Við þennan fréttaflutn- ing hef ég undirritaður ýmislegt að athuga og vil þess vegna greina frá tildrögum „atburðar- ins“ eins og þau horfa við mér og öðrum íbúum á Breiðvangi 24, þar sem umrætt bílastæði er. Bíllinn, ef bíl skyldi kalla, hefur nú í marga mánuði staðið á bílastæðinu í óþökk allra, sem ég þekki til. Eigandinn segir, að bílnum hafi verið lagt þarna vegna „smávægilegra biíana“. Þær hafa verið þessar allan tím- ann í mínum augum og margra annarra: Ein eða tvær rúður brotnar, hjólbarðar sprungnir, önnur hurðin opin og í vetur fauk vélarhlífin af. Auk þess hefur kistulokið aldrei viljað tolla aftur þótt ég hafi marg- reynt að loka því. Innandyra hefur bíllinn verið eins og ösku- haugur. í þessu ástandi hefur bíllinn verið í vetur og það er meira en lítið undarlegt, að eig- andinn, eða sá, sem góðfúslega úthlutaði honum bílastæðinu, skuli ekkert hafa gert í málinu fyrr en nú, að það er gert með þessum fréttaflutningi Dag- blaðsins og Vísis. Eigandi bílsins, Sigurgeir Sig- mundsson, segir að „skemmd- arvargar", „pörupiltar“ og „þrjótar" hafi leikið bílinn svona grálega. Við skulum huga nánar að því hvaða voðamenn voru hér að verki. Þeir eru fyrst og fremst börn á aldrinum 3ja til 10 ára. Börn, sem sækja skól- ann skammt frá, og börn, sem eiga heima í húsunum í kring. Margoft hef ég stuggað börnum frá þessum bíl. Dregið þau út úr honum og dregið þau ofan af honum og reynt að skorða hurð- ina aftur svo að þau kæmust ekki inn í hann. Það hefur þó komið fyrir ekki, enda er það segin saga, að þegar bílhræ er skilið eftir umhirðulaust þá sækja börnin í það. Því veldur barnsleg uppátektarsemi, ekki skemmdarfýsn. Sigurgeir Sigmundsson, sem býr í Kópavogi, segist hafa feng- ið leyfi til að geyma bílinn á um- ræddu bílastæði í Hafnarfirði. Hvaða íbúi við Breiðvang hafði umboð til þessarar leyfisveit- ingar fyrir hönd allra hinna, sem rétt eiga á þessu bílastæði? Mér þætti gaman að vita það. Íbúarnir á Breiðvangi 24 hafa ekki minni áhuga á því en aðrir að hafa snyrtilegt í kringum sig og hafa þess vegna sópað bíla- stæðin og þrifið lóðina um það Eigendur húsa við Austurstræti: Vona að þeir sjái sóma sinn á þessum tímamótum 0545—0098 skrifar: „Kæri Velvakandi! Hinn 27. október 1981 skrifaði ég þér og kvartaði undan því, hve eigendur húsanna við Austur- stræti, og þá aðallega gömlu hús- anna, halda framhliðum þeirra illa við. Hinn 2. desember s.á. svaraði 3041—7488 grein minni og ræddi um þá sérstöku skatta á skrif- stofu- og verslunarhúsnæði, er bakað hafa eigendum fasteigna af þessu tagi mikla erfiðleika. Fast- eignaskattur af slíkum eignum mun nú hafa verið lögbundinn. Lítil fegrun hefur enn átt sér stað á húseignum þeim við Aust- urstræti, sem aðallega er um að ræða. Ég spyr 3041—7488: 1) Verður fasteignaskatturinn ekki frádráttarbær til skatts? 2) Er viðhald húsa við mína kæru götu, Austurstræti, ekki frá- dráttarbært til skatts? 3) Þurfa kaupmenn að kvarta svo mikið undan versluninni í dag, að þeir hafi ekki efni á að halda húseignum sínum við? Og hvort er dýrara, þegar allt kemur til alls, eðlilegt viðhald eða hvim- leið niðurníðsla? 4) Af hverju er Persil-klukkan ekki alltaf í lagi? 5) Af hverju er það liðið, að Sölu- turninn, gamalt tákn Reykjavík- ur, skuli vera látinn óhreinsaður dögum saman af óviðeigandi kroti og slettum? Það er komið sumar. Ég vona að eigendur húsa við Austurstræti, einu göngugötu borgarinnar, sjái á þessum tímamótum sóma sinn og hefjist handa nú þegar um fegrun húsanna, sem ekki ætti að vera þeim kostnaðarlega ofviða, ef sparneytni og hófsemi er gætt. Málninguna geta þeir fengið á heildsöluverði og málarar eru röskir iðnaðarmenn. Að öðru leyti er ég sammála 3041—7488 um að þingmenn Reykjavíkurborgar hafa ekki stað- ið vörð um nauðsynleg hagsmuna- mál Reykvíkinga í þessu tilliti. Gleðilegt sumar."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.