Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.06.1982, Blaðsíða 39
Hestaíþrótta- mót Mána MÓT íþróttadcildar hestamannafé- lagsins Mána á Suðurnesjum var haldið á Mánagrund 15. maí sl. í frétt frá íþróttadeild Mána segir, að úrslit hafi orðið eftirfarandi: 4 gangtegundir stig 1. Haki, 7 v., rauðbles., knapi: Maja Loebell 51 2. Stígandi, 11 v., grár, knapi: Þórarinn Þórarinsson 48,5 3. Drottning, 9 v., brún, knapi: Bragi Sigtryggsson 47,67 4. Flugar, 6 v., jarpur, knapi: Hallgrímur Jóhannesson 42,34 5. Hrefna, 8 v., brún, knapi: Guðmundur Sæmundsson 42,17 5 gangtegundir 1. Laski, 8 v., rauðbles., knapi: Maja Loebell 66,7 2. Víkingur, 8 v., moldóttur, knapi: Hallgr. Jóhannesson 60,34 3. Gassi, 14 v., leirljós, knapi: Kristinn Skúlason 54,67 4. Svanur, 7 v., leirljós, knapi: Grétar Guðmundsson 54,17 5. Blesi, 6 v., rauðbles., knapi: Vilberg Skúlason 43,85 Töltkeppni 1. Haki, 7 v., rauðbles., knapi: Maja Loebell 88 2. Víkingur, 8 v., moldóttur, knapi: Hallgrímur Jóhannesson 74 3. Samber, 14 v., brúnn, knapi: Þröstur Einarsson 71 4. Hrefna, 8 v., brún, knapi: Guðmundur Sæmundsson 70 5. Drottning, 9 v., brún, knapi: Bragi Sigtryggsson 62 Gæðingaskeið 1. Laski, 8 v., rauðbles., knapi: Maja Loebell 64,5 2. Flikka, 8 v., jörp, knapi: Gunnar Eyjólfsson 60 3. Ljóri, 6 v., grár, knapi: Hallgrímur Jóhannesson 47 Ungl.keppni — Tölt 1. Funi, 8 v., jarpur, knapi: Hlynur Kristjánsson 68 2. Brúnn, 20 v., brúnn, knapi: Þórir Ásmundsson 56 3. Óspakur, 8 v., leirljós, knapi: Jón Á. Arnoddsson 48 4. Muggur, 9 v., mósóttur, knapi: Snorri Ólafsson 33 5. Vinur, 9 v., jarpur, knapi: Sigurður Kolbeinsson 31 Ungl.keppni — 4 gangtegundir 1. Brúnn, 20 v., brúnn, knapi: Þórir Ásmundsson 37,4 2. Kvistur, 6 v., bleikálóttur, knapi: Hlynur Kristjánsson 34 3. Óspakur, 8 v., leirljós, knapi: Jón Á. Arnoddsson 33,15 4. Æsa, 7 v., rauð, knapi: Snorri Ólafsson 30,6 5. Gáski, 6 v., rauður, knapi: Sigurður Kolbeinsson 28,05 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ1982 3 9 Jón Axelsson kaupmaður 60 ára Jón Axelsson kaupmaður, Nón- vörðu 6, Keflavík, venjulega kall- aður Nonni, verður 60 ára á morg- un mánudaginn 14. þ.m. Nú á tímum eru 60 ár ekki kall- aður hár aldur, en í mínum huga er þessi afmælisdagur merkisdag- ur í ævi hvers manns. Jón Axelsson fæddist í Sand- gerði, sonur hjónanna Axels Jónssonar, verslunarmanns, og Þorbjargar Einarsdóttur. Þau eignuðust 5 börn, 2 syni og 3 dæt- ur. Eftir barnaskólanám stundaði Jón nám í 2 vetur í Laugar- vatnsskóla. Jón fór fljótt að vinna fyrir sér, við hverskonar störf sem buðust. Verslunarstörf féllu hon- um þó best. Jón var strax mjög viljugur til hjálpa og fórnfús og naut margur hjálpar hans á ýmsan veg. Árið 1944 verða tímamót hjá Jóni, því þá stofnaði hann, ásamt félaga sínum, Þorbirni Einarssyni úr Keflavík (venjulega kallaður Bubbi), verslun í Sandgerði. Auð- vitað var verslunin kölluð verslun Nonna og Bubba, því báðir eigend- urnir voru vel kynntir undir þess- um nöfnum. Verslunarnafnið kom því eiginlega af sjálfu sér. Jón, og þeir báðir félagarnir, fengu strax á sig gott orð, fyrir lipurð og orðheldni og gekk fyrir- tækið því vel hjá þeim félögum. Sandgerðisverslunina ráku þeir til 1974, að þeir seldu hana. 1952 stofnuðu þeir verslun í Keflavík, sem auðvitað fékk nafnið Nonni og Bubbi. Fyrst í stað sá Bubbi um versl- unina í Keflavík en Jón hélt áfram í Sandgerði en við sölu verslunar- innar þar flutti Jón til Keflavíkur. Ráku þeir félagar þá aftur sam- eiginlega eina verslun — Nonni & Bubbi — í Keflavík og ráku hana þannig, þar til um síðastliðin ára- mót, að þeir seldu verslunina. Ég og mitt heimili höfum versl- að töluvert við Nonna & Bubba. Þeir hafa alla tíð verið vandlátir með það sem þeir selja og hægt að treysta því, að þeir séu aðeins með góðar vörur. Afgreiðslan hefur alltaf verið mjög góð. í svona fyrirtækjum koma kostir eigenda vel fram, t.d. lipurð, orðheldni og vandað hugarfar. — Jón Axelsson hefur alla þá kosti sem með þarf í svona starf, enda hefur árangur orðið eftir því. En það er lýjandi að vera í búð allan daginn við að þramma fram og til baka og sinna viðskipta- mönnum, enda er Jón orðinn þreyttur á því. Fá störf eru þegar til lengdar lætur jafn lýjandi. Árið 1952 kvæntist Jón hinni ágætu konu, Bergþóru Þorbergs- dóttur, Guðmundssonar frá Jaðri í Garði. Þau eiga 5 börn, synina Guðmund, Axel, Vigni, Þorstein og dótturina íris. Það er gaman að ræða við Jón, hann er glaðlyndur og fróður um margt. Hann hefur tekið eftir lífinu í kringum sig, enda alltaf í miðri hringrásinni. Jón — þú ert nú bara sextugur. Þó þú sért hættur verslunarrekstri, þá bíður þín fjöldi áhugamála, bíður manns sem er duglegur, fljótur til, samviskusamur, hjálp- fús og velviljaður — rétt eins og þú. Okkur vantar alltaf svona menn. — Til hamingju með tíma- mótin. Til hamingju með ný áhugamál. Huxley Ólafsson P.S. Jón tekur á móti gestum á heim- ili sínu þann 19. júní nk. milli kl. 16 og 19. frá kr. 299.00 frákr. 69.95 frákr. 99.95 frákr. 79.95 frá kr. 179.00 kr. 249.00 Herrastrigaskór stærðir 40-43 kr. 79.95 Dömustrigaskór frákr. 129.00 Sumarjakkar frá kr. 349.00 Sendum í póstkröfu um land allt. Buxur Stuttermabolir Langermabolir Herraskyrtur Bómullarkjólar Lambsullarpeysur HAGKAUP Skeifunni15 Sumar tískan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.