Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.07.1982, Blaðsíða 30
3 0 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ1982 Einar vann bezta afrekið á Meistaramótinu í frjálsum ■ <f f i I • Einar Vilhjálmsson vann besta afrek meistaramótsins að þessu sinni. • Lewis lendir f sandkassanum eftir risasttfkk meistaramótsins aö þessu sinnL Lewis hjó nærri metinu Einar Vilhjálmsson UMSB vann tvimælalaust bezta afrekið á Meist- aramóti Islands sem fór fram á Sel- fossi um helgina. Kastaði Einar 78,50 metra, sem er hans bezta á þessu ári, og jafnframt næstbezti ár- angur hans frá upphafi, en Einar á sem kunnugt er Islandsmetið, 81,22 metra frá þvi á meistaramótinu í fyrra. I*aó gerir afrek Einars athygl- isverðara, að kastararnir þurftu að kasta undan hliðarvindi, sem dregur frekar úr árangri. Annars einkenndi það mótið, að þar vantaði mjög marga af landsins fremstu frjáls- íþróttamönnum, og var það að vissu leyti synd, þar sem Skarphéðins- menn vönduðu allan undirbúning móksins og framkvæmd þess var þeim til mikils sóma. Ef til vili hefur óhagstætt veður á suðvesturhorni landsins haldið mönnum fjarri, eink- um á sunnudag. Af öðrum markverðum árangri á mótinu má nefna kúluvarp Pét- urs Guðmundssonar HSK, sem bætti sig um tæpan metra er hann varpaði 16,17 metra. Pétur beitir snúningsaðferðinni svonefndu, en bezti kúluvarpari allra tíma, Bandaríkjamaðurinn Brian Oldfield, beitir einmitt sömu að- ferð. Þá stökk Bryndís Hólm ÍR í fyrsta sinn yfir sex metra í lang- stökkinu, múr sem hún hefur verið að kljást við að undanförnu. Því miður var meðvindur of mikill, en rigning og kuldi hlýtur að vega að einhverju á móti þeirri hjálp sem meðvindurinn er. Engin íslenzk kona hefur áður stokkið yfir sex metra, og afrek Bryndísar er meistaramótsmet. Þórdís Gísladóttir ÍR sýndi ör- yggi í hástökkinu, fór allar hæðir í fyrstu tilraun og var ekki fjarri því að vippa sér yfir 1,84 metra. Setti Þórdís meistaramótsmet. Mikið sentimetrastríð var lengi vel í spjótkasti kvenna, þar sem Bryndís Hólm ÍR og Birgitta Guð- jónsdóttir HSK veittu Islands- methafanum Irisi Grönfeldt hörkukeppni. Þá var skemmtileg keppni í 200 metra hlaupi karla, 100 metrum kvenna, 100 m grind kvenna, hástökki karla, 110 m grind karla, þrístökki og fleiri greinum, en veður og aðstæður komu fyrir góðan árangur í mörg- um greinanna. Þegar aðeins er eftir að keppa í maraþonhlaupi er staðan sú, að ÍR hefur hlotið 17 meistara á öllum hlutum meistaramótsins, KR er í öðru sæti með sex, FH í þriðja með fimm, þá koma UMSB og HSK með sína þrjá hvort, þá eign- uðust UBK og UMSE tvo meist- ara, en einn meistara hvort eign- uðust UÍA og Glímufélagið Ar- mann. Yfirburðir ÍR eru áberandi, og þó misstu beztu menn félagsins af 800 og 1500 metrum karla, 400 metra grind, og kúluvarpi. Fyrstu þrír í hverri grein urðu annars sem hér segir: Karlar: 100 metrar: Vilmundur Vilhjálmson, KR 11,2 Jóhann JóhannsonÍR 11,4 Örn Gunnarsson USVH 12,0 200 metrar: Oddur Sigurðsson KR 21,9 Vilmundur Vilhjálmson KR 22,1 Jóhann Jóhannson ÍR 22,5 400 metrar: Oddur Sigurðsson KR 52,0 Jónas Egilsson ÍR 53,7 Ólafur Oskarsson HSK 53,8 • Þórdís Gísladóttir stóð sig vel, setti m.a. meistaramótsmet. 800 metrar: Magnús Haraldsson FH 2:03,3 Sigurður Haraldson FH 2:05,0 Gunnar Birgisson ÍR 2:06,5 1500 metrar: Magnús Haraldsson FH 4:14,3 Sigurður P. Sigmundson FH 4:15,3 Bóas Jónsson UÍ A 4:26,0 5000 metrar: Ágúst Ásgeirsson ÍR 15:45,5 Sigfús Jónsson ÍR 16:00,5 Einar Sigurðsson UBK 16:23,0 3000 m hindrun: Ágúst Ásgeirsson ÍR 9:22,8 Ágúst Þorsteinsson UMSB 9:38,3 Einar Sigurðsson UBK 9:59,9 110 m grind: Stefán Þ. Stefánson ÍR 15,4 Þráinn Hafsteinsson HSK 15,7 400 m grind: Sigurður Haraldsson FH 61,9 4x100 Sveit KR 44,3 Sveit HSK 47,5 4x400 Sveit ÍR 3:33,4 Sveit FH 3:37,7 Kúluvarp Pétur Guðmundsson HSK 16,17 Vésteinn Hafsteinsson HSK 15,83 Þorsteinn Þórsson ÍR 13,03 Kringlukast: Erlendur Valdimarsson ÍR 51,80 Vésteinn Hafsteinsson HSK 50,36 Einar Vilhjálmsson UMSB 42,86 Sleggjukast: Erlendur Valdimarsson ÍR 51,02 Birgir Guðjónsson lR 37,30 Stefán Jóhannsson Á 35,22 Spjótkast: Einar Vilhjálmsson UMSB 78,50 Hreinn Jónasson UBK 62,48 Unnar Garðarsson 62,46 /------------------------------------\ Frliisar Ibröttlr Langstökk: Kristján Harðarson Á 7,30 Stefán Þ. Stefánsson ÍR 6,99 Einar Haraldsson HSK 6,54 Þrístökk: Guðmundur Sigurðson UMSE 14,31 Friðrik Þ. Óskarsson ÍR 14,27 Guðmundur Nikulásson HSK 14,17 Hástökk: Unnar Vilhjálmsson UIA 1,90 Hafsteinn Þórisson UMSB 1,90 Stefán Þ. Stefánsson ÍR 1,85 Stangarstökk: Sigurður T. Sigurðsson KR 4,50 Sigurður Magnússon ÍR 3,80 Torfi R. Kristjánsson HSK 3,80 Fimmtarþraut: Þráinn Hafsteinsson HSK 3,400 Konur: 100 metrar: Oddný Árnadóttir ÍR 11,9 Geirlaug Geirlaugsd. Á 12,0 Kristín Halldórs. KA 12,2 200 metrar: Oddný Árnadóttir ÍR 24,5 Kristín Halldórsdóttir KA 24,7 Geirlaug Geirlaugsdóttir Á 25,3 400 metrar: Hrönn Guðmundsdóttir UBK 58,6 Sigríður Kjartansdóttir HSK 60,0 Berglind Erlendsdóttir UBK 61,3 800 metrar: Hrönn Guðmundsd. UBK 2:14,3 Ragnheiður Ólafsdóttir FH 2:16,9 Aðalbjörg Hafsteinsd. HSK 2:24,4 1500 metrar: Ragnheiður Ólafsdóttir FH 4:57,3 Aðalheiður Hafsteinsd. HSK 5:07,7 Hildur Björnsdóttir Á 5:14,3 100 m grind: Þórdís Gísladóttir ÍR 14,9 Valdís Hallgrímsdóttir UMSE 15,0 Ragna Erlingsdóttir HSÞ 15,8 400 m grind: Valdís Hallgrímsdóttir UMSE 64,2 Linda B. Loftsd. FH 70,3 Linda B. Ólafsd. FH 71,4 4x100 metrar: Sveit ÍR 49,5 Sveit HSK 51,3 Sveit UMSE 51,8 4x400 metrar: Sveit FH Langstökk: Bryndís Hólm ÍR 6,06 Hafdís Rafnsdóttir UMSE 5,45 Ragna Erlingsdóttir HSÞ 5,36 Hástökk: Þórdís Gíslad. ÍR 1,80 María Guðnad. HSH 1,65 Þórdís Hrafnkelsd. UÍA 1,65 Kringlukast: Margrét Óskarsdóttir ÍR 36,49 Helga Unnarsdóttir UÍA 35,86 íris Grönfeldt UMSB 31,78 Spjótkast: íris Grönfeldt UMSB 43,74 Bryndís Hólm ÍR 42,80 Birgitta Guðjónsdóttir HSK 41,08 Kúluvarp: íris Grönfeldt UMSB 11,93 Helga Unnarsdóttir UÍA 11,43 Hildur Harðardóttir HSK. 9,80 ÞEGAR Bandaríkjamaðurinn Bob Beamon sveif 8,90 metra í lang- stökkskeppninni í Mexíco City árið 1968, var það mál manna að þar færi met sem aldrei yrði slegið. Nú er Ijóst að til er sá maður sem getur slegið metið og sá þarf ekki að fara í þunna loftið í MC til þess. Hér er um hinn frábæra Carl Lewis að ræða, en á frjálsíþróttamóti í Indi- anapolis um helgina hjó hann afar nærri hinu klassíska meti Beamons. Besta stökk Lewis reyndist vera 8,76 metrar, eða aðeins 14 sentimetrum styttra en heimsmetið fræga. Lewis, sem einnig er einn af fremstu spretthlaupurum verald- ar, sagði í samtali við AP og fleiri, að það væri undarleg tilfinning að skipa nafni sínu á bekk meðal þeirra frægustu eins og Jesse Ow- ens og Bob Beamon, „en því verður ekki neitað, mér hefur tekist það og ég ætla mér að gera enn betur, veit ég get það.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.