Morgunblaðið - 15.08.1982, Side 20

Morgunblaðið - 15.08.1982, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 Tvítugur að aldri keypti hann fyrstu bifreiðirnar sem komu austur í Mýrdalssveit. Áratug síðar reisti hann hótel í Vík og rak það um margra ára skeið. Sem verkstjóri í 35 ár á hann öðrum fremur heiðurinn af vegagerð í Vestur-Skaftafellssýslu. Þeir eru fáir vegirnir þar í sveit sem hann hefur ekki lagt. Saga Brands Stefánssonar í Vík, sem margir þekkja betur sem „Vatna-Brand", er saga manns sem tók af skarið í stað þess að velta vöngum. Hann hef- ur sem bifreiðastjóri, sem hótel- stjóri, sem vegavinnustjóri, unn- ið ómetanlegt brauðryðjanda- starf fyrir sveit sína. Nú er Brandur hættur að vaða árnar og situr á friðarstóli austur í Vík. Þangað heimsóttum við hann á björtum júlímorgni í sumar. „Já, mér tókst að lifa á þessari útgerð frá 1928. Rg kom með fyrsta bílinn hingað til Víkur 25. maí 1927. Þetta var eins tonns vörubíll, Ford árgerð ’27. Það þótti nú aldeilis viðburður þegar hann kom hingað með Skaftfell- ingi. Þá voru tómar vegleysur og ófært að komast á bílnum nema hér um sveitina. Ég komst að- eins 12 kílómetra í vestur, þar sem Hofsá rennur, og 5 kíió- metra í austur, áð Kerlingadalsá og Múlakvísl. Vörubíllinn var keyptur alveg nýr upp úr kass- anum hjá honum Sveini Egils- syni og Jóni bróður hans á Laugavegi 126. Þar ráku þeir bílasölu og verkstæði. Bíliinn kostaði mig 2.600 krónur." í samvinnu við Steindór 1928 við mig austur að Hlíðarenda í Fljótshlíð. Frá vorinu ’28 héld- um við uppi reglulegum ferðum tvisvar í viku á þessari leið. Steindór var dugmikill af- bragðskall og ég, strákurinn, gat margt af honum lært.“ — Fylgdi því einhver sjarmi að ferðast með bifreið á þessum tíma? „Maður lifandi! Það var nú lík- ast til. Þegar ég kom hingað austur, eftir að hafa 16 ára gam- all farið akandi frá Reykjavík að Hvolsvelli, þurfti ég að lýsa þeirri lífsreynslu í smáatriðum fyrir fólki. Menn spurðu frétta, því þetta var meira fyrir mig þá en ykkur í dag að fara með þotu. Og ekki voru viðhorfin breytt þegar við Steindór hófum ferðir okkar ’28. Menn puntuðu sig upp áður en lagt var af stað og sungu síðan mikið á leiðinni. Nú er þetta breytt. Mér yrði sennilega ekið beint til læknis ef ég tæki lagið hér á leiðinni í dag.“ — Einhverntíma rakst þú bif- reiðastöð í Reykjavík. „Já, en sjálfur bjó ég þó alltaf hér austan vatna. Það var árið 1929 sem við Jakob Sigurðsson stofnuðum leigubílastöð við Laugaveg númer 42. Við höfðum eina átta bíla á þessari stöð, sem hét Jakob og Brandur. Það var nú nokkuð ákveðið verð hjá „Menn puntuðu sig upp áður en lagt var af stað og sungu síðan mikið á leiðinni.“ RÆTT VIÐ BÍLSTJÓRANN, VEGAGERÐARMANNINN OG HÓTELSTJÓRANN BRAND STEFÁNSSON í VÍK maður, en hann var ekki verri fyrir það. í þá daga skipti nefni- lega meiru hvern mann þeir höfðu að geyma, stjórnmála- mennirnir, en hvar í flokki þeir stóðu." Vötnin og jökulhlaupin geröu okkur óleik Tilurð Hótela Víkur er hug- mynd og framtak Brands Stef- ánssonar. Húsið keypti hann 1939. Tveimur mánuðum eftir þau kaup tekur breski herinn það herskildi og heldur því í þrjú ár. Ekki kvartar Brandur yfir því, enda kveðst hann hafa feng- ið gott leigugjald fyrir. Árið 1944 byggir hann við húsið og rekur þar síðan eitt myndarlegasta hótel sinnar tíðar, allt fram til 1957 þegar hann selur kaupfé- laginu það. „Ég var nefnilega oft í vandræðum með farþega," út- skýrði Brandur þegar við vildum vita hvað hefði rekið þrítugan bílstjóra til að setja upp heilt hótel undir Mýrdalsjöklinum. Það var allt og sumt! Bílaútgerð og hótelrekstur væru sennilega hverjum meðal- manni nægur starfi. í gegnum tíðina voru þetta þó verk sem Brandur Stefánsson vann í hjá- verkum meðfram sinni aðalat- vinnu, vegavinnunni. Hann var verkstjóri í 35 ár og stjórnaði gerð þeirra vega sem enn í dag liggja um sveitina frá Jökulsá á Sólheimasandi, austur í mitt Eldhraun og um allt Meðalland. — Nú hefur þetta verið mikill peningur fyrir tvítugan strák. Hafðir þú talsvert umleikis á þessum árum? „Ekki get ég sagt það. Ég hafði verið á báti í Vestmannaeyjum frá 18 ára aldri. Þar hafði maður þessa vegi í dag,“ segir Brandur, „og það er ekki um að deila að ýmislegt rifjast upp þegar ég fer þessa vegi. Vötnin og jökul- hlaupin gerðu okkur mikinn óleik á Mýrdalssandinum. Hins „Sögnin um og Vatna-Brand u 700 krónur fyrir vertíðina, sem stóð frá áramótum til 11. maí. Þetta na’gði hvergi og ég varð náttúrlega að slá mér út aura. Þetta gekk með hjálp föður míns og annarra góðra manna, en ég var lengi að borga lánið. Upp frá þessu fór ég að kaupa fleiri bíla, því þeir entust illa í þessum vötnum og vegleysum. í apríl '28 fór ég í könnunar- ferð vestur með Eyjafjöllum að Markarfljóti. Þá var komin brú yfir Jökulsá á Sólheimasandi. Hún kom árið 1921 og var eina brúin á þessari leið minni. Nú, með því að vaða yfir og kanna vötnin tókst mér að komast alla leið að Markarfljóti. En það var einmitt þetta vor fyrir 54 árum sem ég setti á fastar ferðir milli Víkur og Reykjavíkur. Ég hafði samvinnu við Stein- dór Einarsson sem ók til móts okkur á kílómetrann, en þó kom fyrir að menn prúttuðu um það.“ l»á skipti meiru hvern mann þeir höföu aö geyma „En eins og ég segi, var ég allt- af hér fyrir austan vötn þar sem ég tók við fólki frá Steindóri og hann frá mér. Þetta breyttist 1934. Þá var ákveðið að veita sérleyfi á þessari leið, þrír sóttu um: Ég, Steindór og Bifreiðastöð Reykjavíkur. En raunverulega var þessi leið ekki til skiptanna. Niðurstaðan varð samt sú að henni var skipt. Ég fékk eina ferð í viku, Steindór eina og BSR tvær. Það var óhugsandi að ég gæti lifað á einni ferð í viku og þess vegna seldi ég Steindóri minn hlut, flutti suður og fór að keyra hjá honum. Arið 1942 lét BSR mig síðan fá hlut sinn í sérleyfinu til Víkur. Frá þeim tíma hélt ég uppi föst- um ferðum milli Reykjavíkur, Víkur og Kirkjubæjarklausturs, eða allt fram til 1957 þegar ég gaf kaupfélaginu eftir sérleyfið." — Hvernig fólk var það sem notaði helst ferðir ykkar Stein- dórs milli Reykjavíkur og Víkur á árunum fyrir 1930? „Alls konar fólk, blessaður vertu. Oft voru þetta menn sem voru að koma úr verinu. Þeir voru iðulega með í staupinu og kyrjuðu mikið á leiðinni. Nú, þá notuðu þingmennirnir okkar þessar ferðir mikið. Ég fór oft með þá Gísla Sveinsson, Lárus Helgason og Jón Kjartansson. Þetta voru afbragðs kallar, hver öðrum betri. Gísli var af gamla skólanum og frekar konservatívur. Hann lét jafnvel þéra sig, en var þó alveg hættur því undir það síð- asta. Ég studdi Gísla í forseta- kosningunum á sínum tíma og er viss um að hann hefði sómt sér vel sem forseti. Annars var Gísli þannig maður að hann hefði þurft að hafa meiri völd en okkar forseti hefur — helst eins og Bandaríkjaforseti, því ásamt góðum gáfum var hann ráðríkur mjög. Gísli átti ekki skilið að tapa svona stórt. En svo við tölum um Jón Kjartansson, þá var hann mun frjálslyndari maður en Gísli. Jón varð þingmaður okkar kornung- ur, aðeins 26 ára gamall. Hann var ákveðinn á sína vísu og þótti snemma skæður penni. Ásamt Gísla og Lárusi gamla á Klaustri vann Jón sýslunni mikið gagn. Lárus var reyndar framsóknar- vegar var hraunið alveg fyrir- taks undirstaða." Á einum veggnum í stofu Brands hangir kveðja, greypt í leður, sem Jóhann Magnússon sendi honum sjötugum. Upphaf hennar er svofellt: „f sögu um okkar sérstæöa land er sögnin um Ford og Vatna-Brand, þeir velktust saman um veglaus stig, váleg stórfljót og sanda. I»eir tókust á hendur aö tcngja band um tröllasti^u og veglaust land, og brautryöjandans bjartasta sviö var aö buga hinn stærsta vanda.“ Ekki virðist Brandi Stefáns- syni hafa orðið meint af því volki sem Jóhann lýsir hér að framan og víst er, að þessa hóg- væra gamla manns verður minnst sem mannsins sem með ósérhlífni flutti nútímann í sveit sína á fyrri hluta þessarar aldar. — G.Sv. ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? _______$2 TENERIFE Hin fagra sólskinsparadís Sjórinn, sólskiniö og skemmtanalífiö eins og fólk vill hafa þaö. Stórkostleg náttúru- fegurö og blómadýrö. Fjöldi skemmtilegra skoöunarferöa. Lofthiti 23—28 gráður. Hvar annars staóar er svona ódýrt? 22 dagar kr. 8.760. 28 dagar kr. 9.985. 22 dagar á lúxus 4ra stjörnu hóteli meö morgunmat, hádeg- ismat og kvöldmat kr. 11.345. 28 dagar kr. 12.890. (jú, jú, flugferöirnar eru líka innifaldar.) Frítt fyrir börn Okkur hefir tekist aö fá alveg frítt fyrir prinsinn eöa prinsess- una aö 12 ára aldri í allar feröirnar I íbúö meö tveimur fullorönum. Brottför alla þriöjudaga frá 7. júní. Þér veljiö um dvöl í tvær, þrjár eöa fjórar vikur En pantiö snemma, því pláss er takmarkaö á þessum líka kostakjörum. ///lírtOUr (Flugferöir) AÐRAR FERÐIR x OKKAR Grikkland — Aþenustrendur, alla þriöjudaga Amaterdam — Paría 15. dagar. Franska Rivieran, flesta laugardaga Lrndiö helga og Egyptaland, október Brasilíuferöir, október, nóv. Malta, laugardaga Amsterdam, lúxusvika. ÞL AIGLYSIR LM ALLT LAND ÞEGAR ÞL ALGLYSIR I MORGl NBLADINL Aöalstræti 9, Miöbæjarmarkaönum 2. h. Símar 10661 og 15331.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.