Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 67 Á engan tel ég hallað, þótt ég leyfi mér að fullyrða, að Jónas Jónsson sé sennilega hæfastur þeirra, sem stjórna verksmiðjum, er vinna mjöl og lýsi hér á landi. Auk hins umfangsmikla fram- kvæmdastjórastarfs, hefur Jónas gegnt fjölmörgum trúnaðarstörf- um, og skulu aðeins nokkur þeirra nefnd hér. Hann átti sæti í bæjarstjórn Seyðisfjarðar í átta ár, í stjórn Félags íslenzkra botnvörpuskipa- eigenda, Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna og Félags ís- lenzkra fiskimjölsframleiðenda um margra ára skeið. Hann á sæti í stjórn Vinnuveitendasambands Islands, í stjórn Verðlagsráðs sjávarútvegsins og í stjórn Verð- jöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins. Jón- as var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar 17. júní 1976. Árið 1955 kvæntist Jónas Krist- ínu, dóttur Ingvars Sigurðssonar, cand. phil., og konu hans, Mörtu Einarsdóttur. Þau Kristín og Jónas eiga tvö mannvænleg börn, Jón Gunnlaug, cand. med., en unnusta hans er Birna Sigurbjörnsdóttir, cand. jur., og Ingu Mörtu, hjúkrunar- fræðing, gift Jónasi Teitssyni, vél- stjóra. Hið glæsilega heimili þeirra Kristínar og Jónasar að Laugar- ásvegi 38, er þau þyggðu fyrir rúmum áratug, ber glöggt vitni um smekkvísi og reisn húsráð- enda. Á þessum merku tímamótum árna ég, fyrir mína hönd og fjöl- skyldu minnar, vini mínum, Jón- asi, og fjölskyldu hans allra heilla með ósk um að hann megi eiga langa og farsæla lífdaga. Ingvar Vilhjálmsson Jónas Jónsson, framkvæmda- stjóri, verður sjötugur á morgun, hinn 30. ágúst. Kynni okkar hófust er hann varð framkvæmdastjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar hf. í Reykjavík árið 1953. Höfum við báðir starfað hjá því fyrirtæki síð- an, og er mér fyrir löngu ljóst hver gæfa það var mér, þá ungum að aldri, að fá að kynnast og eiga samleið með svo heilsteyptum heiðursmanni, sem Jónas er. Allir, sem Jónasi hafa kynnzt, þekkja atorku hans og brennandi Benidorm Beint leiguflug, góöir gististaöir Benidorm Brottförm 15. september. Nokkur sæti laus. áhuga í störfum fyrir Síldar- og fiskimjölsverksmiðjuna hf. Það vita engir betur en þeir, sem vinna undir daglegri handleiðslu hans þar. En vegna starfa hans við þetta fyrirtæki og þess trausts sem hann hefur áunnið sér á þeim vettvangi, hefur hann verið kjör- inn til margra trúnaðar- og stjórnunarstarfa, bæði á sviði at- vinnu- og félagsmála. En hæfileikar Jónasar og per- sónulegir mannkostir njóta sín þó e.t.v. hvergi betur en í því fyrir- tæki, þar sem hann hefur verið yfirmaður svo lengi. Öll samskipti hans við starfsfólkið einkennast af hreinskilni og einurð, en eru um leið mótuð af því hlýja hjartalagi og ljúfmennsku, sem eru ríkir þættir í fari Jónasar. Málin eru leyst þegar í stað og allt, sem hann hefur sagt, stendur sem stafur á bók. Vandaðri og hreinskiptnari mann er vart hægt að hugsa sér. Þessir persónulegu eiginleikar Jónasar sem stjórnanda eru án alls efa skýringin á því, hversu margir fastir starfsmenn hafa unnið árum og jafnvel áratugum saman hjá Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunni hf. Sjálfur á ég og fjölskylda mín Jónasi ómældar þakkir að gjalda fyrir órofa vináttu og margháttað- an drengskap. En á þessum tíma- mótum vil ég fyrir hönd starfs- mannanna allra færa honum og ástvinum hans hugheilar árnaðar- óskir, með innlegri þökk fyrir samstarf og samskipti liðinna ára. Megi hann enn um langa framtíð njóta hamingju, heilsu og krafta til starfa í þágu þeirra verkefna sem honum sjálfum eru hugleikn- ust, og sjaldan hafa skipt þjóðina alla meiru en einmitt nú. Þorsteinn R. Helgason. Afmælisbarnið dvelur erlendis. stál-orkaí:s: Leigufyrirtæki Höfðar þjónusta okkar til þín? Veltu því fyrir þér. Viö höfum yfir aö ráöa þjónustubifreið m/öllum bún- aöi, sem við getum sent hvert á land sem er ásamt starfsmönnum. Er fyrirtækið þitt yfirhlaöiö verkefn- um? Hefur þú oröiö aö vísa frá þér verkefnum vegna mannaleysis? Ef svo er, haföu þá samband viö okkur og viö veitum þór tímabundna aöstoö. Athugaðu þaöl! Sérverslun i meira en hálfa öld . . Reiðhjólaverslunin ~ ORNINNP* Spítalastíg 8 og vió Óóinstorg símar: 14661,26888 Allir fylgihlutir sem sjást á myndunum fylgja meó, svo sem, Ijósabunadur, las, standari, pumpa, teinaglit o. fl. o. fl. Gerið verðsamanburð lOaraabyrgö Goðgreiöslukjör MEST SELDU HJÓLIN Það er ekki að ástæðulausu að Kalkhoff-hjólin eru lang mest seldu reiðhjólin á íslandi ár eftir ár. Hjá Kalkhoff fara saman þýsk nák- væmni og vandvirkni og veitir verksmiðjan því 10 ára ábyrgð á stelli og gaffli. Vegna mjög hagstæðra samninga við Kalkhoff-Werke GmbH, stærstu og virtustu reiðhjólaverksmiðju Vestur-Þýskalands, bjóðum við nú í haust Kalkhoff-reiðhjólin á ótrúlega lágu verði. Hér eru örfá sýnishorn af úrvalinu. Gerð nr. 6453 5 gíra, 53 cm stell. Dekk: 27x1 1/4. Litur: Silfur Verðkr. 3.0W.- Gerðnr. 2622 Wgíra, 53cmstell. Dekk: 27x1 1/4. Litur: Burgundy-rautt. Verðkr. 3.515.- Gerð nr. 6411 10 gíra lúxus útgáfa, 58cm stell. Dekk: 27x1 1/4. Litur: Metal-blátt Verð kr. 3. Til vidmióunar um val a stærri reidhjól Gerð nr. 2167, án gíra, kr. 2.013,- Gerðnr. 2171, 3 gira, kr. 2.279,- Gerð nr. 5602, án gira, kr. 1.952.- 58 cm stell. Dekk: 26x1 1/2 nema á gerð nr. 5605:26x1.75 (Mjög breið) Litir: Silfur, blátt. Gerð nr. 6305 5 gíra kr. 2.1,1,5.- Gerð nr. 6309 10 gíra kr. 2.630.- 48 cm stell fyrír aldur frá 9 ára. Dekk: 24x1 3/8 (24x1 3/8) Litir: Silfur, rauð, blá. Gerðnr. 6408 Wgíra, 58cmstell. Dekk:27x1 1/4 Litur: Silfur Verðkr. 2.535,- Sendiim í póstkröíu um allt land Þekking - Þjónusta - Reynsla innaníotarmal 70—73, 74-78, 79 oy hærri j stellhæd í cm 48 cm, 53 cm, 58cm S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.