Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.10.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1982 31 • „Þaö var ekkert að, eöa svo aö segja ekkert. Viö lékum til úrslita og liösandinn var góöur. Viö vorum sáttir hver viö annan og enginn skandalíseraði. Ekkert var um næturævintýri og menn vöruöu sig á víninu.“ Þessu svaraöi fyrirlíöi v-þýska landsliösins í knatt- spyrnu, Rummenigge, er hann var spuröur að því hvort liösandinn heföi verið í lagi hjá þýska landsliöinu í HM-keppninni í knattspyrnu á Spáni í einkaviötali viö Morgunblaðið, sem birt veröur í íþróttablaði Morgun- blaösins á þriðjudag. Mats Wilander kominn í 6. sæti á heimslistanum MATS Wilander hinn 17 éra gamli tennisleikari hefur heldur betur slegið í gegn í sumar. Hann er kominn í fimmta aæti á heimslist- anum. Wilander vakti fyrst heimsathygli í vor er hann sigraði óvænt í franska opna meistara- mótinu. Síðastliðinn mánudag sigraði svo Wilander í Genf er þar fór fram Grand Prix-tenniskeppn- in. Þetta var þriöji stórsigur hans á árinu. Staða efstu tennisstjarn- anna er nú þessi: Connors Bandar. 3275 stig, Lendl Tákkó- slóvakíu 2188, Vilas Argentínu 2110, McEnroe Bandar. 1350 og Wilander Svíþjóð 1200. Vitas Gerulaites Argentínu er í sjötta sæti með 1160 stig. • Jimmy Connors er í efsta sæti. ammmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmamammmmmmmmmamammmmmt Öruggur Valssigur VALUR vann ÍR með 21 marki gegn 17 í 1. deildinni í hand- knattleik í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Liöin voru mjög áþekk, en það reið baggamuninn, að Valsarar náöu góðu forskoti á ÍR-inga fyrstu tíu mínútur seinni hálfleiks er þeir skoruöu sex mörk og komust í 16—11. ÍR-ingar urðu fyrstir til að skora, en síðan mátti lesa 1 — 1, 2—2, 3—3, 4—4, 5—5, 6—6 og 7—7 á markatöflunni, og eftir rúmlega 20 mínútna leik höföu ÍR-ingar eins marks forystu, 7—6, en þá skor- uðu Valsarar fjögur mörk i röö og komust í 10—7, en ÍR-ingar áttu síöasta orðið. Valsarar skora síðan strax í fyrstu sóknarlotu, og eftir fjórar mínútur er staöan 13—9 fyrir Val. ÍR-ingar minnkuöu muninn á fjór- um mínútum í 11 —13, en Valsarar geröu eiginlega út um leikinn með þremur mörkum á næstu þremur mínútum og komust í 16—11 þeg- ar 19 mínútur voru eftir. Síðustu 20 mínúturnar skiptust liðin síðan á um að skora og tókst ÍR-ingum aö- eins aö minnka muninn um eitt mark. Oft á tíöum brá fyrir ágætum samleik hjá liöunum, en ráðleysi geröi þó stundum vart við sig hjá báöum, eins og reyndar algengt er í upphafi móts. Valsarar léku ef til vill hraöari handknattleik, helzt aö þar skorti hjá ÍR-ingum. Maöur vallarins var án efa Júní- us Guöjónsson markvörður ÍR, sem átti stórleik og varöi m.a. þrjú vítaskot í seinni hálfleik auk ara- grúa annarra skota. Sum marka Vals komu eftir aö Júníus haföi hálfvariö boltann. Þórarinn Tyrfingsson lék meö ÍR Tvö met hjá Sigurði Pétri SIGURÐUR Pétur Sigmundsson langhlaupari úr FH setti ný ís- landsmet í klukkustundarhlaupi og 20 km á innanfélagsmóti ÍR í Laugardal í vikunni. Siguröur hljóp 18.143 metra á klukkustundinni og 20 kílómetra lagði hann aö baki á 1:06.09,6 stundum. Eldri metin í þessum greinum átti Halldór Guöbjörnsson KR frá 1971. Halldór hljóp 17.048 metra á klukkustund og 20 km á 1:10.01,6 klukkustundum. Siguröur Pétur hefur æft vel aö undanförnu og hyggst keppa í maraþonhlaupi í Glasgow eftir rúmar tvær vikur. Hann hefur náö beztum tima fslendinga í mara- þonhlaupi. — ágás. ÍR—Valur 17:21 á ný eftir fimm ára fjarveru. Hann sýndi gamla takta en er greinilega æfingarlitill. Beztir hjá Val voru Július Jónasson og Theodór Gunnarsson, en gamlir jaxlar eru þó kjölfestan í liöinu. Mörk |R: Björn Björnsson og Guöjón Marteins fjögur hvor (Guö- jón 2 víti), Sighvatur Bjarnason 3, Einir Valdimars og Þórarinn Tyrf- ings tvö hvor, Andrés Gunnlaugs og Ólafur Vilhjálms eitt hvor. Mörk Vals: Júlíus og Theodór fjögur hvor (Júlíus eitt víti), Brynjar Haröar og Jón Pétur Jónsson þrjú hvor (Jón Pétur eitt víti), Steindór Gunnars, Þorbörn Guömunds og Jakob Sigurös tvö hver, og Gunn- ar Lúövíks 1. Brottvisanir: Fjórum sinnum voru ÍR-ingar reknir af velli, Guö- jóni markveröi, Eini Valdimars, Andrési Gunnlaugs og Birni Bjarna var vikiö af velli en engum Valsara. Dómarar: Ósamræmis gætti í dómum þeirra Rögnvalds Erlings- sonar og Árna Sverrissonar, og högnuöust Valsmenn umfram ÍR- inga á því. — ágás. Stórleikur í Höllinni í kvöld: Stjörnuleikmenn: ÍR: Júníus Guðjónsson ★★★ Guöjón Marteinsson ★★ Björn Björnsson ★★ Þórarinn Tyrfíngsson ★ Sighvatur Bjarnason ★ Valur: Júlíus Jónasson ★★ Theodór Gunnarsson ★★ Steindór Gunnarsson ★ Þorbjörn Guðmundsson ★ Opið hús hjá Val VALSMENN verða í vetur með opiö hús á laugardögum frá kl. 10.30 til 13.00, þar sem menn geta keypt getraunaseðla og skilað af sér. Boðið verður uppá kaffi og sýndir leikir úr þýska boltanum og frá íslandsmótinu í sumar af myndböndum. Old Boys hafa æfingatíma í íþróttahúsinu frá kl. 9.00 til 10.30 og þangaö eru allir velkomnir. Skoraö er á alla Valsmenn aö sameinast í átaki til aö auka sölu getraunaseöla á vegum félagsins. KR mætir Víkingi STÓRLEIKUR fer fram í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik í kvöld, en þá mætast í Laugar- dalshöllinni Víkingur og KR. Hefst leikurinn klukkan 20.00. KR hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og unnið alla leiki sína til þessa, síðast Þrótt meö tíu marka mun. Víkingar hafa ekki verið eins sannfærandi, þeir töpuðu 17—27 fyrir FH í fyrsta leik sínum, en hafa síöan að vísu unnið tvo leiki, en það voru ósannfærandi sigrar gegn ÍR og Stjörnunni. Spurning hvort Víkingarnir smelli saman, eða hvort KR heldur sínu striki. Svar fæst í kvöld. Strax aö leiknum loknum hefst leikur Fram og Þórs frá Akureyri í 1. deild kvenna. Einn leikur er einnig á dagskrá í 2. deild karla, UMFA og Þór Vestmannaeyjum mætast í Vestmannaeyjum og hefst leikurinn klukkan 20.00. Loks er einn leikur í 3. deild í kvöld, ÍA og Þór Akureyri og eigast við á Akranesi og hefst leikurinn klukk- an 20.30. Fram úr leik FRAMARAR eru úr leik í UEFA- keppninni, töpuöu 0—4 fyrir Shamrock Rovers í Dyflinni í gærkvöldi. i hálfleik var staðan 1—0 fyrir Shamrock. Shamrock hefur því unniö báöa leiki þessara félaga meö sjö mörkum gegn engu, og halda því áfram í aöra umferö keppn- innar. Morgunblaöinu tókst ekki aö ná sambandi viö Framara eftir leikinn, en samkvæmt skeyti AP-fréttastofunnar báru írarnir Framara ofurliöi. Sagöi AP aö Guömundur Baldursson heföi verið langbezt- ur hjá Fram og stundum variö snilldarlega. Mörk Shamrock skoruöu O’Carroll, Buckley, Beglin og Gaynor. — ágás. • Wilander heima hjá sér f Waxjö. Hann á nú þegar álitlegt safn verölaunagripa eins og sjá má þó að hann sé aðeins 17 ára gamall. Sænski ,ef tir litsdómar inn gaf Ola Olsen toppeinkunn! EINS OG frá var skýrt í Mbl. fyrir nokkru, voru norsk dagblöð æf út í Óla Ólsen vegna frammistöðu hans sem dómara í Evrópuleik Lilleström og Rauöu Stjörnunnar frá Belgrað fyrir tveimur vikum. Var Óli borinn þungum sökum og sagður hafa dæmt afleitlega. Tíndu blööin til ýmsilegt Óla til foráttu. Línuveröir Óla rituðu nokkrar línur honum til varnar í Mbl., sögöu frásagnir norsku blaðanna bull og vitleysu. Nú hef- ur Mbl. borist skýrsla eftirlita- dómarans, Svíans Lars Ake Björk og umsögn hans um frammi- stöðu Óla og einkunn sú sem hann gefur honum bendir til ótakmarkaðra sárinda Norð- manna vegna þess aö júgóslav- neska liðið burstaði Lilleström. Hæsta einkunn sem dómarar eiga völ á fyrir frammistöðu sína er 4. Óli fær hjá Svíanum 3 plús, en hægt er aö fá allt niður i núll. Þaö er jafnframt tekiö fram í skýrsl- unni, að leikurinn hafi veriö auö- dæmdur, bæði liöin hafi lagt sig fram viö aö leika knattspyrnu og leikurinn hafi ekki veriö grófari en svo, aö engin ástæöa var til þess aö hreyfa við spjöldunum. Eru þessar athugasemdir hlutlauss aö- ila eins og hvítt miðað við svart ef boriö er saman viö harmakveinið i norsku blööunum. Þá segir Svíinn að samvinna Óla og línuvarða hans hafi veriö til fyrirmyndar og engin vandræði hafi skapast vegna óíþróttamannslegrar framkomu eöa grófrar knattspyrnu. Sem sagt, Óli dæmdi alls ekki illa, þvert á móti, hann stóö sig meö miklum sóma eins og hans var von og vísa. Línuveröirnir voru þeir Guömundur Haraldsson og Hreiöar Jónsson. — 99- I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.