Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1982 27 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 130 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 10 kr. eintakiö. Átak í þágu lífs jóðarátakið gegn krabba- meini sem gert var með fjársöfnun á laugardag bar góðan árangur. Enginn vafi er á því, að nú verði á tiltölulega skömmum tíma unnt að byggja nýja krabbameinsleit- arstöð. Þótt læknavísindum fleygi fram og oft berist frétt- ir um nýja sigra í baráttunni við þennan mannskæða sjúk- dóm, er ljóst að forvarnar- starfið er árangursríkast. Hin almenna þátttaka í fjársöfn- uninni og góðar undirtektir undir tilmæli Krabbameins- félags Islands eiga rætur að rekja til þess að Islendingar bera traust til þeirra mörgu færu lækna sem hér starfa og þess mikla starfs sem Krabba- meinsfélagið hefur unnið og er að mörgu leyti einstætt í ver- öldinni. Með því að festa fé í hinni nýju leitarstöð eru menn að fjárfesta í betra og lengra lífi. Engin fjölskylda í landinu hefur komist hjá því að kynn- ast beint eða óbeint, hve þungbært krabbamein getur orðið nái það að búa um sig og breiðast út. Það er skammt á milli lífs og dauða. Læknavísindunum hefur vissulega tekist að lengja þetta bil. En höggið sem menn fá því til sönnunar, hve lífið er þó stutt, verður þyngst þegar slys ber að hönd- um. Þá stöndum við berskjöld- uð og varnarlaus. Á þetta höf- um við enn verið minnt nú síð- ustu daga vegna hörmulegra umferðarslysa, þar sem fimm manns þar af fjögur ungmenni hafa týnt lífi. I frægum út- varpserindum á árinu 1940 ræddi Sigurður heitinn Nordal um líf og dauða og sagði meðal annars: „Það er vissa, sem eg hef fengið staðfesta bæði af eigin reynd og öllu því, sem eg hef haft tækifæri til þess að at- huga og kynnast, að okkur farnist best í þessu lífi, að við höfum sífellda hliðsjón af dauðanum, möguleika annars lífs og undirbúningi þess. Því fer mjög fjarri, að við með því móti færum okkur þetta líf verr í nyt, verðum dugminni eða hamingjusnauðari. Um- hugsunin um annað líf er sjálf eitt af ævintýrum þessarar jarðnesku tilveru, en auk þess er hún besta vegaljósið til þess að greina á milli sannra og falsaðra gæða lífsins. Og jafn- vel dauðinn, þótt ekkert tæki við eftir hann, er hið frjósam- asta efni daglegra hugleið- inga. Það, sem við venjulega köílurn dauða, er ekki nema síðasti áfangi dauðans. Við erum að deyja alla okkar ævi, andartökin fæðast og deyja í senn, hver stund, sem líður, er horfin og verður ekki aftur tekin. Sál okkar er heimtuð af okkur á hverjum degi, í hverri andrá. Alltaf styttist leiðin til grafar við hvert spor, sem við stígum. Dauðinn minnir okkur á að lifa, lifa af alefli, vaxa, starfa, njóta. Ef við finnum ekki, að lífið verði því auðugra og hvert augabragð því dýr- mætara sem ævin styttist meir, þá erum við alltaf að tapa, þá kemur ekkert í tekju- dálkinn móti útgjöldunum. Þá verður lífið í raun og veru alveg óviðunandi." Þessi vísdómsorð voru mælt áður en fyrir lá, að maðurinn réði yfir því afli sem dugar til að gjöreyða öllu lífi á jarð- arkringlunni. Síðan sú stað- reynd lá fyrir hefur dauðinn ekki aðeins verið „hið frjósam- asta efni daglegra hugleið- inga,“ gegn hinni mestu ógn heimsslita vilja allir berjast. Með stofnun Sameinuðu þjóð- anna átti að^era alheimsátak gegn stríði. Árangurinn af því hefur verið misjafn eins og sagan sýnir frá lyktum síðari heimsstyrjaldarinnar. Full- trúum dauðans á alþjóðavett- vangi hefur verið haldið í skefjum vegna árvekni og auk- ins öryggis. Með þjóðarátakinu gegn krabbameini gátu menn lagt sitt af mörkum með því að veita fjárstuðning. í þessu til- viki átti hann best við. En þjóðarátak í þágu lengra og betra lífs er svo sannarlega unnt að gera án þess að menn opni buddur sínar. „Dauðinn minnir okkar á að lifa, lifa af alefli, vaxa, starfa, njóta,“ sagði Sigurður Nordal og bætti síðar við í erindaflokki sínum um líf og dauða: „Margt mundi fara öðru vísi í heiminum, ef hver maður keppti fyrst og fremst við sjálfan sig, væri alltaf að reyna að gera betur og betur, í stað þess að láta keppnina við aðra vera ríkasta í huganum. Um leið og horfið er af þroska- leiðinni, menn fara að hugsa um að sýnast, vera metnir af öðrum í stað þess að vera sjálfir sínir ströngustu dómar- ar, er háskinn vís: svikin orð, svikin verk, ofbeldi. Enginn mælikvarði er til á gott þjóð- félag annar en sá, hver skil- yrði það býr sem flestum þegnum sínum til sjálfstæðs og óhindraðs þroska." Nauðsynlegt að frysta og salta jömum höndum — segir Síldarútvegsnefnd, en síldarsöltun er nýlokið LjÓMmynd Kinar NÍJ KK nær lokið söltun Suður- landssíldar upp í gerða samninga um fyrirframsölu á henni og var söltun því stöövuð í gær. Alls hafði því í gærkvöldi verið saltað í um 200.000 tunnur og síðustu þrjá söltunardag- ana var saltað meira hvern þeirra en nokkru sinni áður i sögu Nuður- landssíldarinnar. Aðeins árið 1980 tókust samningar um fyrirframsölu á saltaðri Suðurlandssíld í meira magni en nú. Viðbrögð síldar- saltenda eru nokkuð misjöfn, en talsverðar óánægju gætir hjá salt- endum sunnan og suðaustanlands, en þangað hefur nú borizt minna af síld en undanfarin ár. Vegna þessa hefur Morgunblað- inu borizt eftirfarandi frétt frá Síldarútvegsnefnd: Að gefnu tilefni vill Síldarút- vegsnefnd taka fram eftirfarandi: 1. .Á yfirstandandi vertíð hafa tekizt samningar um sölu á meira af saltaðri Suðurlands- síld en nokkru sinni fyrr að ár- inu 1980 einu undanskildu. 2. Síldarútvegsnefnd hefir látið saltendur fylgjast mjög vel með framvindu söltunar- og sölumála og margsinnis bent á að það magn sem þurfi tii að uppfylla gerða samninga nemi um 28—29 þús. lestum af þeim 50 þúsund lestum sem sjávar- útvegsráðuneytið hefir heimil- að að veiða á verðtíðinni. 3. Um síðustu helgi var öllum söltunarstöðvum skýrt frá því með símtölum og í símskeytum að vegna gífurlegrar söltunar síðustu dagana væri söltun upp í gerða fyrirframsamninga, aðra en samninga um sérverk- uð síldarflök, um það bil að Ijúka. í símskeyti nefndarinn- ar var staðan í markaðsmálun- um skýrð sem hér segir: „A) Sænskir og finnskir kaup- endur hafa tilkynnt að þeir eigi í miklum erfiðleikum með að taka við umsömdu samnings- magni vegna þróunar gengis- mála og aukins framboðs á saltaðri síld frá öðrum löndum og hafa þeir farið fram á lækk- un samningsmagns. í telex- skeytum frá Samtökum sænskra síldarkaupenda segir að verð frá Norðmönnum á stærri og feitari síld úr norsk- íslenska stofninum sé nú um 25 prósentum lægra en íslenska verðið og írska, skoska og kan- adiska verðið sé um 40 prósent- um lægra. Þá segja samtökin Frá sildarsöltun í Höfn í Hornafirði. ennfremur að kryddsíld, sem söltuð er í vaxandi mæli í Sví- þjóð, sé um 50 prósentum ódýr- ari en íslenska síldin. Kaupendum hefur verið til- kynnt að ekki sé unnt að verða við óskum þeirra um lækkun á umsömdu magni. B) Unnið hefur verið að því að undanförnu, bæði beint og fyrir milligöngu viðskiptaráðu- neytisins og sendiráðs Islands í Moskva að fá Sovétmenn til að auka kaup sín en þær tilraunir hafa engan árangur borið. Sendiherra íslands i Moskva tilkynnti viðskiptaráðuneytinu og SÚN sl. föstudagskvöld að afioknum fundi með forsvars- mönnum Prodintorg að frekari saltsíldarkaup komi alls ekki til greina m.a. vegna gjaldeyr- isskorts. Þá hafa Sovétmenn eins og Svíar og Finnar margsinnis til- kynnt að þeim standi til boða að kaupa saltaða sild frá ýms- um öðrum löndum á um 40 pró- sent lægra verði en samið hef- ur verið um við íslendinga. Það skal fram tekið að Sovét- menn hafa fyllilega staðið við öll fyrirheit varðandi saltsíld- arkaup frá íslandi. C) Sölur til landa Efnahags- bandalags Evrópu eru útilok- aðar vegna hárra tolla á salt- aðri síld frá íslandi auk þess sem mikið framboð er í ýmsum iöndum bandalagsins á langt- um ódýrari síld. D) ítrekaðar tilraunir hafa verið gerðar til að selja saltaða síld til ýmsra annarra landa svo sem Bandaríkjanna, A-Þýskalands og Póllands en án árangurs m.a. vegna þess að ekki er unnt að framleiða salt- aða síld á íslandi fyrir það verð sem kaupendur í þessum lönd- um geta sætt sig við. E) Með tilliti til framanritaðs er hér með brýnt fyrir saltend- um að víkja í engu frá þeim reglum sem settar eru hverju sinni um söltunarmagn hverr- ar tegundar og hvers stærðar- flokks. Mistök í því efni geta valdið stórfelldu fjárhagslegu tjóni fyrir viðkomandi söltun- arstöð." 4. Þrátt fyrir ástandið á síldar- mörkuðunum og þau viðbrögð kaupenda sem fram koma hér að framan, hefir tilraunum til viðbótarsölu á saltaðri síld ver- ið stanzlaust haldið áfram og í dag tókst í símtali við V/O Prodintorg í Moskva munnlegt samkomulag við Sovétmenn um fyrirframsölu á 10.000 tunnum. í símtalinu settu Sov- étmenn það fram sem ófrá- víkjanlegt skilyrði að viðbót- armagnið verði eingöngu heil- söltuð síld úr ódýrasta stærð- arflokki og hefir saltendum þegar verið tilkynnt með sím- skeyti um þetta viðbótarsam- komulag. Það skal tekið fram að auk þessa viðbótarmagns er eftir að salta nokkuð af sér- verkuðum síldarflökum. 5. Enda þótt Síldarútvegsnefnd sé óviðkomandi skipulag veið- anna og sala á frystri síld, hef- ir hún hvað eftir annað bent á nauðsyn þess að taka síldina frá upphafi vertíðar jöfnum höndum til söltunar og fryst- ingar þannig að ekki skapist vandræði hjá síldveiðibátunum þegar söltun upp í gerða samn- inga er lokið. Þrátt fyrir þessar aðvaranir Síldarútvegsnefndar hefir svo til allur síldaraflinn til þessa fariö til söltunar og síðustu þrjá dagana hefir verið saltað meira hvern dag en nokkru sinni fyrr í sögu Suðurlands- sildarinnar. AA lokum skal sérstök athygli vakin á því, að markaður fyrir salt- aða síld er mjög takmarkaður og hvergi í heiminum hefir á undan- Fornum árum verið hlutfallslega salt- að jafn mikið af síldaraflanum og á íslandi, enda er saltsíldarframleiðsl- an meiri á íslandi en í nokkru öðru landi að Sovétrikjunum einum und- anskildum. Liðlega 12,8 milljónir króna söfnuðust í „Þjóðarátaki gegn krabbameini“: „Söfnunin sannkallaö þjóðarátaku „SÖFNUNIN reyndist sannkallað þjóðarátak og hún gekk vonum framar," sögðu þau Eggert Ás- geirsson og Elsa Hermannsdóttir hjá Landsráði gegn krabbameini í samtali við Mbl., er þau voru innt eftir því hvernig landssöfnun ráðs- ins um helgina hefði gengið. „AIIs söfnuðust liðlega 12,8 milljónir króna um helgina, en fjárframlög eru ennþá að streyma inn.“ í Reykjavík söfnuðust 4.403 þús- und krónur, eða 52 krónur á mann, í Reykjanesi söfnuðust 2.193 þúsund krónur, eða 42 krónur á mann, á Vesturlandi söfnuðust 933 þúsund krónur, eða 62 krónur á mann, á Vestfjörðum söfnuðust 648 þúsund krónur, eða 62 krónur á mann, í Norðurlandi vestra söfnuðust 596 þúsund krónur, eða 56 krónur á mann, í Norðurlandi eystra söfnuð- ust 1.416 þúsund krónur, eða 55 krónur á mann, á Austui h ndi sofn- uðust 855 þúsund krónni eða 66 krónur á mann, og á Seði'rhndi söfnuðust 1.102 þúsund krónur, eða 56 krónur á mann. Óstaðsett söfn- uðust 658 þúsund krónur. Kostnað- ur vegna söfnunarinnar var um 410 þúsund krónur, eða um 3,20% af því sem kom inn. Það kom fram í spjallinn við þau Eggert og Elsu, að stefnt h fði verið að því, að safna a.m.k 70 krónum á hvern mann í landinu. Nokkrir rtsð- ir náðu því. í öxnada! sö'm'.ðastu 189 krónur á mann, 37- któnur að Laugum, 116 krónur I Bakkafirði, 107 krónur á Reyðarfirði, 105 krón- ur í Grítnsey, 95 krónur á EsHfirði, 89 krónur á Þórshöfn, 85 krórur á Breiðdalsvík, í Borgarnesi og Húsa- vík, 74 krónur á Stöðvarfirði, 73 krónur í Búðardal og 71 króna á Vopnafirði. Þau Eggert og Elsa vildu koma á framfæri sérstökum þökkum til landsmanna, sem tóku söfnunar- fólki í langflestum tilfeilum mjög LANDSrFIRLIT 1 KJBRDffhl ÞUS KR kr/mann reykjavik reykjrnes vesturland 1 VE8TFIRDIR nordurland v N0RDURLAND E RUSTURLAND SUDURLAND 0STADSETT 4403 2198 933 648 596 1416 855 1102 658 52 42 62 62 56 55 66 56 | 8AHTALS 12809 55 kostnadur 410 kostnadur * 3 »20 vel. „Söfnunin tókst í raun mun bet- ur heldur en við höfðum þorað að vona,“ sögðu þau Eggert og Elsa ennfremur. Aðspurð um hvort safnazt hefði nægjanlegt fjármagn til að byggja hina nýju krabbameinsleitarstöð Krabbameinsfélags íslands, sögðu þau Eggert og Elsa, að nokkuð vant- aði ennþá þar á. „Þetta fór hins veg- ar mjög langt og gert er ráð fyrir, að hafizt verði handa þegar í vor.“ Aðstandendur söfnunarinnar vildu koma á framfæri sérstöku þakklæti til fjölmargra fyrirtækja og auglýsingastofa, sem gáfu ýmist gerð auglýsinganna eða birtingu þejrra. í kjölfar söfnunarinnar nú er ver- ið að hrinda af stað sérstakri söfnun meðal fyrirtækja landsins, en áætl- að er, að sú söfnun standi yfir næstu þrjá mánuðina. Á slysstað í Ólafsfirði Mikil hálka var á veginum þegar tvíburabræðurnir Nývarð og Frí- mann Konráðssynir biðu bana í Olafsfjarðarmúla. Bifreiðin kastað- ist um 100 metra niður hlíðina. Mor^unMaAiA Svavar Maj'nús.son Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins: Kennsla í ýmsum þáttum þjóðmála — ræðumennsku og framkomu í sjónvarpi STJORNMÁLASKÓLI Sjálfstæðisflokksin.s hefst á mánudaginn, og mun skól- inn að þessu sinni starfa dagana 8. til 13. nóvember. Að þessu sinni er skólinn heilsdagsskóli, sem starfar daglega frá kl. 9 til 19, með matar- og kaffihléum. Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins hefur nú verið starfræktur í 44 ár, að sögn Hönnu Klíasdóttur á skrifstofu fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, sem unniö hefur að undirbúningi skólans að þessu sinni. „Stjórnmálaskólinn hefur að öllu jöfnu verið starfræktur tvisvar á ári,“ sagði Hanna í samtali við blaðamenn Morgunblaðsins, „bæði vor og haust. Annars vegar hefur verið um að ræða dagskóla, og hins vegar kvöld- og helgarskóla, og á þann hátt hefur verið hægt að gefa fólki kost á að velja á milli eftir því hvort formið hentar betur. Skólinn hefur notið vinsælda og yfirleitt hafa nemendur verið á milli 20 og 30 talsins. Aðsókn hefur heldur aukist en hitt á síðari árum, og það er gleðilegt að sjá, að það fólk sem hér hefur sótt nám hefur oft orðið leiðandi í félagslífi á eftir í hinum ýmsu félögum og á mörgum sviðum þjóðlífsins. Auknar vinsældir skól- ans eru okkur hvatning til að halda áfram, og reynsla síðustu ára sýnir ljóslega að þörf er fyrir skóla af þessu tagi.“ — Er skólinn ætlaður sjálfstæð- ismönnum einvörðungu? „Nei, það er ekki skilyrði að nem- endur þurfi að vera flokksbundnir sjálfstæðismenn. Skólinn er ætlað- ur öllum þeim sem áhuga'hafa á íslenskum þjóðmálum, og við höf- um lagt áherslu á að fá sem leið- beinendur kunna menn úr hinum ýmsu stéttum þjóðfélagsins og menn sem vegna starfa sinna eða menntunar búa yfir einhverri sér- Vestmannaeyjar: Vélhjól og bif- reið í árekstri Vestmannaevjum, 1. nóvember. UMFERÐARSLYS varð hér um há- degisbilið í dag, þegar vélhjól lenti á bifreið, sem sveigði í veg fyrir vél- hjólið. Pilturinn kom akandi norður Hlíðarveg, en bifreiðin kom suður götuna og hugðist ökumaður hennar beygja yfir að netaverk- stæði við götuna. Skipti engum togum, að bifhjólið skall á hlið bif- reiðarinnar og kastaðist öku- maður þess í götuna. Meiðsl pilts- ins urðu sem betur fer ekki alvar- leg, þar sem hann hafði öryggis- hjálm á höfði. — hjk. þekkingu er að gagni megi koma við kennslu á þessum vettvangi. Hinu er svo ekki að neita, að sjálf- sagt nýtist þessi þekking þeim best sem fylgja grundvallarhugsjónum Sjálfstæðisflokksins, enda flokkur- inn sá sem að skólanum stendur. En að venju verður lögð áhersla á það í skólastarfinu að kynna nem- endum hina ýmsu þætti þjóðmála svo sem uppbyggingu launþega og atvinnurekendasamtaka, stjórn efnahagsmála, utanríkis- og örygg- ismál, starfshætti og sögu ís- lenskra stjórnmálaflokka, stjórn- skipan, stjórnsýslu, kjördæmamál, sveitastjórnarmál. Auk þess er ræðumennska stór hluti í kennsl- unni, ásamt fundarsköpum, al- mennu félagsstarfi og uppbyggingu og formi greinaskrifa. Þá gefst nemendum tækifæri til að heim- sækja, undir leiðsögn, Alþingi, Morgunblaðið, fundarsal borgar- stjórnar og sjónvarpið, en einn lið- urinn í kennslunni er einmitt þátt- ur fjölmiðla í stjórnmálabarátt- unni og þar gefst nemendum tæki- færi til að reyna sig í sjónvarpi." Innritun í skólann stendur nú yf- ir, en að sögn Hönnu verður að takmarka fjölda nemenda og eru þeir sem áhuga hafa á námi við skólann að þessu sinni, því beðnir að láta skrá sig sem fyrst. Skrán- ingar eru teknar niður í síma 82900, en skólagjaldið er 450 krón- ur að þessu sinni, og er í því inni- falin greiðsla fyrir skólagögn og kaffiveitingar. Ilanna Klíasdóttir á skrifstofu full- trúaráðs sjálfsta'ðisfélaganna, en hún hefur annast undirhúning Stjórnmála- skólans að þessu sinni. I.josm.: Kmilía Hj. Kjörnsdóliir Eru afmælisgreinar ótíma- bærar minningargreinar? Eftir Leif Sveinsson lögfrœðing Minningargreinar og afmælis- greinar hafa lengi verið sérís- lenskt fyrirbæri, sem hvergi á sér hliðstæðu í blaðaheiminum ann- ars staðar. Minningargreinar eiga sér þó svo fastan sess, að líklegt er, að þær verði langlífar í dag- blöðum hér á landi. Menn ættu þó að hafa í huga að nákomin ætt- menni eða tengdafólk geri sem minnst af því að rita um sína nán- ustu. Það hefur aldrei þótt við hæfi. En um afmælisgreinar gegnir gerólíku máli. Þeim er ég andvíg- ur og svo tel ég vera um flesta lesendur Morgunblaðsins. Afmæl- isgrein er ekkert annað en ótíma- bær minningargrein. Til er hópur manna, sem hefur það að atvinnu, að skrifa afmælis- greinar um fólk, en hér er sýnis- horn af auglýsingu sem birtist í Dagblaðinu fyrir nokkru: „Tek að mér að skrifa eftirmæli og afmæl- isgreinar. Viðtalstími frá kl. 11—12 f.h. Helgi Vigfússon, Ból- staðarhlíð 50, sími 36638.“ Þessir menn taka ríflegar greiðslur fyrir Leifur Sveinsson greinar sínar, en dagblöðin birta þetta ókeypis. En nú er að birta til. Mér er fullkunnugt um það, að ritstjór- um Mbl. er meinilla við að birta afmælisgreinar um fimmtuga og sextuga menn og hafa aldrei frumkvæði að slíku. Þegar menn hafa náð sjötugs aldri hafa þeir iðulega fengið birta um sig af- mælisgrein, t.d. í Mbl. Síðan hefur komið ný afmælisgrein á fimm ára fresti meðan líf entist. Með vaxandi lífslíkum íslendinga hljóta allir að sjá, að hér stefnir í hreint óefni. Fyrir daga útvarps og sjón- varps, á tímum samgönguleysis og allsleysis, var það skiljanlegt, að menn vildu halda upp á afmæli sín með eftirminnilegum hætti. En nú eru gerbreyttir tímar. Af- mælisgreinarnar standa eftir eins og nátttröll í blaðaheiminum. Lesendur Mbl. eiga kröfu á læsi- legra efni en þessum ótímabæru minningargreinum. Fyrir allmörgum árum fann einhver snillingurinn upp á því, að panta um sig afmælisgrein í dagblaði einu, en lét þess getið, að afmælisbarnið yrði að heiman á afmælisdaginn! Þetta þótti svo bráðfyndið að í áramótaskaupi út- varpsins á gamlársdag þetta ár klykkti Ómar Ragnarsson út með þessari tilkynningu: „Afmælis- barnið var aftur að heiman { nótt.“ Reykjavík, 1. nóvember,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.