Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.02.1983, Blaðsíða 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBRÚAR 1983 O^I tr Dagatal fylgiblaðanna * ALLTAF Á ÍBIÐJUDÖGUM * nap ALLTAFÁ FIMMTUDÖGUM Alltaf á föstudögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF A SUNNUDÖGUM OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróóleikur og skemmtun Mogganum þínum! Sveinbjörn Kr. Stefáns- son veggfóðrarameistari — Minningarorð Fæddur 21. september 1895 Dáinn 7. febrúar 1983 Þegar mér barst dánarfrétt vin- ar míns, Sveinbjarnar Kr. Stef- ánssonar, veggfóðrarameistara, þá rifjuðust upp margar ljúfar og góðar minningar frá margra ára- tuga samstarfi okkar í Lúðrasveit Reykjavíkur. Raunar hófust kynni okkar/ Sveinbjarnar áður en ég kom í lúðrasveitina, því þeir voru sessunautar í Lúðrasveit Reykja- víkur og miklir perluvinir, faðir minn, Guðjón Þórðarson, og Sveinbjörn, og auðvitað naut ég strax í barnæsku góðs af vináttu þeirra — tenóristanna. Það er löngu vitað mál, að bestu og skemmtilegustu vinina eignast menn í lúðrasveitum. Ég veit, að ég er ekki einn um þá skoðun, að af öllum þeim ágætu og skemmti- legu félögum sem í Lúðrasveit Reykjavíkur hafa starfað, var Sveinbjörn í algjörum úrvals- flokki og þar í allra fremstu röð. Ef eitthvað er að marka kenning- una um annað líf — og allt það, þá hlýtur lúðrasveitin hjá þeim hin- um megin að vera bæði góð og al- veg afburða skemmtileg, svo margir eru þeir komnir í hana — þarna fyrir handan og nú eru þeir áreiðanlega að spila „Leður og gúmmi" marsinn (nr. 55 í bláu bókinni). Sveinbjörn Kr. Stefánsson var einn af stofnendum Lúðrasveitar Reykjavíkur árið 1922 og spilaði á tenórhorn. Hann hafði áður verið í Gígjunni og spilaði þar á trompet. Frásagnargáfa Sveinbjarnar var ljómandi og auðvitað hafði hann frá mörgu að segja eftir meira en 60 ár í lúðrasveitum. Það er (eða var a.m.k.) hlutverk lúðra- sveita að spila á alls konar sam- komum, t.d. framboðsfundum, átt- hagamótum, konungskomum og öðru þvílíku. Sveinbjörn var sérlega næmur á allt hið afkáralega í máli og fram- komu hinna fjölmörgu ræðusnill- inga, sem við þurftum að hlusta á og þær voru ekki ófáar samkom- urnar sem urðu allt að því þolan- legar vegna „genialla" athuga- semda Sveinbjarnar um sterti- mennsku og nonsens síðasta ræðu- manns. Þá gat það oft verið erfitt að komast í gegnum viðeigandi ættjarðarlag, því það er ekkert grín að blása í lúður skellihlæj- andi. Sveinbjörn heitinn átti sér einn- ig annað áhugamál en tónlistina: Ferðalög um landið þvert og endi- langt. Um þennan þátt í lífi hans treysti ég mér ekki til að skrifa um vegna fáfræði, en oft naut ég góðs af reynslu hans og afburða- þekkingu, því margar voru ferð- irnar sem við fórum saman með Lúðrasveit Reykjavíkur, og alltaf var Sveinbjörn sami góði félaginn, óþreytandi að uppfræða okkur fá- vísa um fegurð og tign landsins, og þetta gat hann gert án þess að vera nokkurn tímann leiðinlegur. Og það er meira en sagt er um suma fræðimenn. Og enn er Sveinbjörn lagður af stað. Ég kveð góðan vin og óska hon- um góðrar ferðar og ég bið að heilsa. Björn Guðjónsson + Konan mín, móöir og systir, KARLOTTA SIGURJÓNSOÓTTIR frá Nýjabæ, andaöist 11. febrúar. Jaröað verður í Texas. George Bítle, Henrý Vilhelm Peter, Lilja Sigurjónsdóttir. Móðir okkar, SÓLVHIG MAGNÚSDÓTTIR frá Hólmavík, lést 12. febrúar 1983. Halldór Hjálmarsson, Magnús Hjálmarsson, Ragnheiður Hjálmarsdóttir.lngimar Hjálmarsson, Röfn Hjálmarsdóttir Scala.Sólveig Hjálmarsdóttir, Hlíf Hjálmarsdóttir. + Maðurinn minn, faðir okkar, sonur og bróðir, SVEINBJÖRN ÞÓRHALLSSON, flugvirki, Hagamel 37, er lést 8. febrúar, verður jarðsunginn frá Neskirkju, miövikudaginn 16. febrúar kl. 1.30. Þeir sem vilja minnast hans, láti líknarstofnanir njóta þess. Herdís Jónsdóttir, Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir, Stefán Sveinbjörnsson, Jónína María Sveinbjörnsdóttir, Jón Þór Sveinbjörnsson, Jónína E. Guömundsdóttir, og systkini hins látna. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR JÓNA GUNNLAUGSDÓTTIR frá Stúfholti í Holtum, sem lést 2. febrúar, var jarösungin frá Fossvogskirkju 10. febrúar í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeir sem vildu minnast hennar eru vinsamlegast beðnir aö láta Krabbameinsfélagið njóta þess. Gunnar S. Fjeldsted, Guöbjörg Erlendsdóttir, Sigurlaug Sturlaugsdóttir, Birgir Ingólfsson, Magnús S. Fjeldsted, Gyöa Guöjónsdóttir, Sóley E. Sturlaugsdóttir, Magnús Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. Sveinbjörn Kr. Stefánsson and- aðist á heimili sínu, Njarðargötu 45, 7. febrúar sl. Hann var fæddur 21. september 1895 og var því 87 ára að aldri, þegar hann lést. Útför hans fer fram frá Foss- vogskirkju kl. 1.30 í dag. Það er margt sem minnast mætti á í minningargrein um svo fjölhæfan mann sem Sveinbjörn var, en tilgangur með þessum skrifum er mest sá að koma á framfæri nokkrum þakkar- og kveðjuorðum frá Félagi veggfóðr- arameistara í Reykjavík. Árið 1914 hóf hann nám í bókbandsiðn. Að því námi loknu vann hann á árunum 1918—1920 með enskum dúklagningarmönnum sem hingað voru sendir frá enskri verksmiðju, til þess að leggja gólfefni á gólf í stórum byggingum, sem þá voru í smíðum í Reykjavík. Hjá þessum mönnum fékk hann góða kunnáttu og reynslu, sem hann notfærði sér vel alla tíð síðan. Árið 1928 þegar iðnlöggjöf var sett á íslandi, fékk Sveinbjörn meistararéttindi í iðn, sem þá fékk nafnið Veggfóðrun. Það sama ár var hann einn af stofnendum Fé- lags veggfóðrarameistara í Reykjavík, og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir það félag. Árið 1970 yar hann kjörinn heið- ursfélagi. Á vinnustöðum í bygg- ingariðnaði, var Sveinbjörn oft sá maður sem aðrir fagmenn veittu mesta athygli og sóttust eftir að vera nálægt, þar kom til hans fjöl- breytta þekking á mörgum hlutum og sú list að kunna að segja skemmtilega frá. Þá vakti það oft athygli hvernig hann fór að ef hann þurfti að leysa einhver sér- stök verkefni, hann var undra- fljótur að upphugsa hvernig búa mætti til nýtt áður óþekkt verk- færi og skrapp þá bara heim og smíðaði það. Oft nutu svo stétt- arbræður hans góðs af hans snjöllu hugmyndum. Ég sem þessar línur rita átti því iáni að fagna, að hafa átt sem unglingur heima í nágrenni við Sveinbjörn og á þann hátt kynnst syni hans sem leikfélaga og góðum vini. Þessi sonur Sveinbjörns sem heitir Stefán Kristinn, lærði iðn- ina hjá föður sínum og hefur starfað við hana síðan. Fyrir kynni mín við þá ágætu feðga og með þeirra hjálp, fékk ég á sínum tíma tækifæri til þess að læra þá iðn, sem þeir hafa stundað og hef ég æfinlega verið þeim þakklátur fyrir. Alla tíð man ég Sveinbjörn Kr. Stefánsson sem mikinn heiðar- leikamann, ég man hann sem liðsmann í Lúðrasveit Reykjavík- ur um áratugi, og ásamt því að muna hann sem atorkusaman iðn- aðarmann í byggingariðnaði, man ég þann mikla áhuga sem hann hafði á að kynnast íslensku lands- lagi, enda svo fróður í þeim efnum að eftir var tekið. Félag veggfóðrarameistara í Reykjavík þakkar Sveinbirni Kr. Stefánssyni hans mikla framlag við mótun okkar iðngreinar. Syni hans Stefáni Kristni og tengdadótturinni Ólínu Elínborgu Kristleifsdóttur og þeirra börnum og barnabörnum, vottum við okkar samúð við fráfall þessa ágæta manns. Guömundur J. Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.