Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.03.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MARZ 1983 19 Sýslumannshjónin Böðvar Bragason og Gígja Haraldsdóttir taka á móti forseta fslands í kalsaveðri við Þjórsárbrú snemma á sunnudagsmorgum. Ljósm. Ragnar AieUson. Margmenni tók á móti forseta íslands í Rangárvallasýslu HEIMSÓKN forseta íslands í Rangárþing á sunnudaginn tókst í alla staði vel, og fagnaði fjölmenni Vigdísi Finnboga- dóttur hvar sem hún kom, þrátt fyrir kalt og heldur leið- inlegt veður mestan hluta dagsins. Heimsóknin hófst klukkan hálf níu um morguninn við Þjórsárbrú, en sýslumaður- inn í Rangárvallasýslu, Böðvar Bragason, og kona hans, frú Gígja Haraldsdótt- ir, tóku á móti forseta og fylgdarliði hans. Eftir ör- stutta viðdvöl við Þjórsá var haldið að Hellu, og þar tók Jón Þorgilsson sveitarstjóri á móti gestunum í hinu nýja elliheimili Lundi. Jón bauð Vigdísi velkomna á Rangár- velli, og færði henni að gjöf bækurnar Rangvellingabók I og II, áritaða af hrepps- nefndinni. Frú Vigdís Finn- bogadóttir þakkaði gjafir og hlý orð í sinn garð, og kvaðst ánægð með að vera komin í svo sögufrægt hérað, þar sem Oddaverjar hinir fornu hefðu forðum gengið um garða. í Lundi þáðu gestir kaffiveit- ingar, og frú Vigdís heilsaði upp á vistmenn elliheimilis- ins og einnig fólk á öllum aldri frá Hellu og nágrenni. Frá Hellu var síðan haldið að Odda á Rangárvöllum, þar sem séra Sváfnir Sveinbjarn- arson prófastur, Stefán Lár- usson sóknarprestur og fleiri klerkar tóku á móti gestun- um. í kirkjunni rakti séra Stefán sögu héraðsins og Oddastaðar sérstaklega í stuttu máli, og síðan var stutt helgistund, þar sem prófastur prédikaði. Frá Odda var síðan haldið í Hér- aðsbókasafnið á Hvolsvelli, þar sem fjöldi fólks fagnaði forsetanum, sem þar skoðaði meðal annars sýningu á verkum Árnýjar Filippus- dóttur fyrrum skólastýru kvennaskólans í Hveragerði. Síðan var snæddur hádegis- verður í félagsheimilinu Hvoli, en þaðan haldið til fé- lagsheimilis Vestur-Eyfell- inga, þar sem frú Vigdís og fylgdarlið hennar var við- statt einn þáttinn í héraðs- vöku Rangæinga, sem nú stendur yfir. Heimsókninni lauk síðan á sunnudagskvöld með því að snæddur var létt- ur kvöldverður í Lambey í Fljótshlíð. Ad lokinni helgistund í Oddakirkju. Frú Vigdís Finnbogadóttir gengur úr kirkju ásamt þeim sr. Sváfni Sveinbjarnarsyni prófasti (t.v.) og séra Stef- áni Lárussyni í Odda. A-listinn á Norðurlandi eystra KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðunokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra hefur birt framboðslista flokksins í kjördæminu vegna Alþingiskosn- inganna 23. apríl næstkomandi. Listann skipa: 1. Árni Gunnarsson, alþingis- maður, Akureyri, 2. Hreinn Pálsson, lögmaður, Akureyri, 3. Arnljótur Sigurjónsson, raf- virkjameistari, Húsavík, 4. Jón- ína Óskarsdóttir, aðstoðar-ráðs- kona, Ólafsfirði, 5. Stefán Matthíasson, læknanemi, Akur- eyri, 6. Alfreð Gíslason, sagn- fræðinemi, Akureyri, 7. Her- mann Grétar Guðmundsson, bóndi Akurbakka, Grýtubakka- hreppi, 8. Hallsteinn Guð- mundsson, fiskiðnaðarmaður, Raufarhöfn, 9. Konráð Eggerts- son, bifreiðastjóri, Húsavík, 10. Jóhann Sigurðsson, sjómaður, Hrísey, 11. Guðrún Sigbjörns- dóttir, tryggingafulltrúi, Akur- eyri, 12. Jón Helgason, formaður Einingar, Akureyri. Þrjú efstu sætin voru ákveðin með bindandi úrslitum í próf- kjöri. Kór Tónlistar- skólans held- ur tónleika KÓR Tónlistarskólans í Reykjavík, heldur tónleika í Norræna húsinu þriðjudaginn 22. mars, kl. 20.30. Á efnisskránni eru lög eftir Brahms, Distler, Kodaly og ítalsk- ir Madrigalar. Stjórnandi kórsins er Marteinn H. Friðriksson, en einnig stjórna nemendur úr Tónmenntakennaradeild. Aðgang- ur er ókeypis. Hoppar Mezzoforte enn upp vinsældalistann? „J/GJA, þá er komið að næstu gestum okkar og þeir koma alla leið frá ís- landi. Þetta er hljómsveitin Mezzo- forte með sína aðra plötu. Hún ber einfaldlega nafnið Surprise, Surprise. I’latan kostar lítil 15 pund uppi á fs- landi, þannig að við getum eftir allt saman prísað okkur nokkuð sæl með að búa á Englandi. En hér koma þeir, gerið svo vel Mezzoforte." Þannig kynnti breski plötusnúð- urinn og ú^varpsmaðurinn, Tony Blackburn, M;zzoforte í sjónvarps- þættinum vinsæla Top of the Pops, sem sýndur var á rás eitt í BBC á fimmtudagskvöld. Mezzoforte kom fram í þættinum ásamt mörgum þekktum hljómlistarmönnum. Má þar nefna Paul Weller, fyrrum í Jam, Joan Armatrading, Bucks Fizz, Bananarama, F.R. David, Taco, Bonnie Tyler og Ultravox. Mezzoforte flutti lagið Garden Party, sem menn þekkja e.t.v. undir nafninu Sprett úr spori á íslensku útgáfu plötunnar. Samkvæmt regl- um sambands breskra hljóðfæra- leikara má ekki nota upptöku af plötu sem bakgrunnstónlist, komi hljómsveit fram í sjónvarpi í eigin persónu. Strákarnir urðu því að hljóðrita lagið að nýju og var það nokkuð styttra en upprunalega útgáfan, auk þess sem Friðrik Karlsson tók gítarsóló á einum stað í laginu, þar sem áður hafði verið sóló á flugel- horn. Þá voru bakraddir lítt áber- andi í útgáfunni, sem leikin var í þættinum. í ljós kemur í dag hvort lagið Garden Party, sem í fyrri viku var í 29. sæti vinsældalistans, tekur frek- ara stökk upp á við. Reglan er nær undantekningarlaust sú, að lögin færast enn ofar á listanum eftir að þau eru kynnt í Top of the Pops, en á þann þátt horfa 12 milljónir manna um allar Bretlandseyjar að staðaldri. Hvað er svona merkílegt við það að mála stofuna fyrír páska? Ekkert mál - með kópal. málninghlf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.