Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.04.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1983 53 „Ég vil sýna hörmungar stríðsins og ekki láta hægri- og vinstrisinna eina um umræðuna“ — SKELFINGAR MANNRÁN Stjórarnir fara nánast huldu höfði Ahverjum degi verða þeir að finna sér njja og nýja leið til vinnunn- ar. Þeir voga sér ekki lengur að borða úti og þeir eru hættir að fara út f sveit um helgar. í fjarritunum þeirra má hejra hávært suðið þegar þeir flytja fjarlægum skrifstofum bænaskjal um brottfiutning. Með öðrum orðum. Starfsmenn er- lendra fyrirtækja í Kólombíu eru sem á nálum. Ástæðan er sú, að í engu landi í Suður-Ameríku eru mannrán al- gengari en í Kólombíu. Þar var 102 mönnum rænt árið 1981,136 í fyrra og það, sem af er þessu ári — vafa- laust metári — eru þeir orðnir 50. Það eru raunar opinberar tölur. Aldrei er sagt frá mörgum mann- ránanna og þess vegna eru þau í raun miklu fleiri. Ottinn er í al- gleymingi meðal ríka fólksins og ekki síst eftir að Kenneth Bishop var rænt, en hann var fram- kvæmdastjóri fyrir Texas Petrol- eum í Kólombíu og var stranglega gætt. Allt kom þó fyrir ekki. Frá miðborg Bogota, höfuðborg Kól- ombíu. Þrír karlmenn og kona réðust á bíl hans um hábjartan dag í Bogota, höfuðborginni, skutu lífverði hans til bana og tróðu Bishop inn í stol- inn Mercedes-bíl. í tvo sólarhringa létu mannræningjarnir ekkert frá sér heyra en þá loks sendu þeir mynd af Bishop til síðdegisblaðs eins, sem birti hana á forsíðu. Á myndinni hélt Bishop á borða þar sem á voru letraðir upphafsstafirn- ir ORP. 1 nóvember sl. fannst lík Gloriu Lara de Echeverri, eiginkonu kunns stjórnmálamanns, og var það vafið inn í sams konar borða. Hún hafði verið skotin til bana sex mánuðum eftir að henni var rænt. Fjölskylda hennar, ein sú ríkasta í Kólombíu, HÚSNÆÐISMÁL^kt^ Lífið er fallvalt í egypsku fjöl- býlishúsunum Ef fólk ætlar að kaupa sér íbúð í Kairó borgar sig að sýna ýtr- ustu varkárni, því að slíkri fjárfest- ingu er mjög hrunhætt, ef svo mætti orða það. Það er nánast daglegt brauð að ný stórhýsi í borginni hrynji og stundum fara íbúarnir sömu leið. Fyrir skömmu hrundi 10 hæða íbúðarhús í Heliopolis, sem er út- hverfi Kairó. Þar týndu 18 manns lífi og þar á meðal var aðstoðar- ferðamálaráðherra Egyptalands. Síð- an þessi atburður varð hefur ríkis- stjórnin látið ýmsar tilkynningar frá sér fara og fyrirskipað tafarlausar ráðstafanir um öryggiseftirlit með húsum. Blöð í Egyptalandi hafa skýrt frá því, að tölvur verði notaðar til að komast að raun um, hvers vegna ný hús hrynji. En raunar hafa allir skýringuna tiltæka, — það er gróðafýsnin. íbúðir í Kairó eru dýrar og húsnæðisskortur mikill. Húseigendur, sem vilja öðl- ast skjótfenginn gróða, þurfa ekki annað en að bæta einni hæð ofan á húsin sin, enn einni og þannig koll af kolli. Þetta athæfi stríðir gegn lögum, en beri borgaryfirvöld fram kæru er hægt að kippa mál- SVONA VAR ÞAÐ, SKO . . . Rússar sjá einhver ósköp — eftir Nixon Við skulum blása á allt tal um „pípulagningamenn**, vafasam- ar aðferðir í baráttunni fyrir endur- kjöri Nixons, á „svarta listann" í Hvíta húsinu og á einhver paragröff í bandarísku stjórnarskránni. Látum líka segulbandsspólurnar, hleranirn- ar og baktjaldamakkið í Demókrata- flokknum og Repúblikanaflokknum fara sömu leið. Watergate-hneykslið snerist nefnilega alls ekki um þetta. Það var ekkert nema samsæri „svar- inna óvina slökunarstefnunnar" og til þess gert að koma Nixon á kaldan klaka ásamt vingjarnleg- um og víðsýnum viðhorfum hans til Sovétríkjanna. Nixon: „Fórnarlamb afturhaldsafl- anna“ að sögn vikuritsins. Sovéska vikuritið Ogonyok hef- ur að undanförnum verið að birta mikinn greinaflokk um Water- gate-hneykslið fyrir tíu árum og þykir hann athyglisverðastur fyrir þá glórulausu innilokunarkennd, var reiðubúin til að borga næstum hvað sem var fyrir að fá hana heila á húfi, en lausnargjalds var þó aldr- ei krafist. Við líkskoðunina kom í ljós, að hún hafði verið pyntuð, nauðgað og svelt. Á þessum tíma vissu fáir fyrir hvað ORP stóð en loksins fundust þó upplýsingar um það hjá leyni- þjónustu hersins. ORP er spænsk skammstöfun og merkir Bylt- ingarsamtök fólksins. Nú, þegar sjö helstu forsprakkar samtakanna hafa verið handteknir og bíða dóms, gumar herinn af því að vera búinn að leysa málið. Ránið á Kenneth Bishop er óleyst enn. Þeir, sem nú bíða dóms fyrir morðið á Gloriu Echeverri, segja ránið á honum sanna, að þeir séu saklausir, enda hafi þeir verið neyddir til að játa á sig morðið á konunni með pyntingum. Myndirn- ar af þeim Bishop og Echeverri eru þó alveg eins og bæði halda þau að því er virðist á sama borðanum. Starfsmenn erlendra fyrirtækja í Kólombíu eru búnir að fá nóg og taugar þeirra þola ekki meira. „Ég skal sko koma mér héðan. Ég hef sagt fyrirtækinu að koma mér burt eða segja mér upp ella. Ég er búinn að afplána minn tíma í Kólombíu," er haft eftir starfsmanni við banda- rískt fyrirtæki í landinu. — GEOFFREY MATTHEWS inu í liðinn með því að reiða fram laglega fúlgu í mútur. Þegar verst lætur fá menn smávægilega fjár- sekt. Og húsin halda áfram að hækka. Yfirlætislaus fimm hæða hús eru skyndilega orðin 12 hæðir á veikum undirstöðum. Egyptar eru vanir að treysta því að Allah haldi verndarhendi yfir húsunum þeirra. Þess vegna fást þeir lítið um að treysta undirstöð- urnar sjálfar. Það er örðugt að komast yfir sement og stál. Hvort tveggja þurfa menn að kaupa við okurverði á svörtum markaði. Þess vegna reyna þeir að komast af með eins lítið af því og mögu- legt er. Leigjendur eða nýir kaup- endur eru yfirleitt í sjöunda himni yfir því að fá íbúðir, svo að þeir gera sér enga rellu út af því, hvað er undir gólfdúknum. Egypzkir skopmyndateiknarar eru frægir fyrir hnyttni og hafa að sjálfsögðu hent þessa atburði á lofti. Ein grínmynd sýnir bygg- ingarmann ásamt fjölskyldu sinni að snæðingi, en á borðum er basb- usa, egypzk kaka úr grjónum og sírópi, — límkennd og seig. Bónd- inn segir við konu sína: — Ekki henda afganginum af kökunni. Það er hægt að nota hann í næstu undirstöður. sem sovéskir stjórnmálamenn og fréttaskýrendur eru stundum haldnir. í þeirra augum er þá eng- inn atburður svo ómerkilegur að hann sé ekki annaðhvort með eða á móti Moskvuvaldinu. „Gildran í Potomac" heitir greinaflokkurinn og er skrifaður af tveimur sovéskum blaða- mönnum. Þeim tekst það ótrúlega, að skrifa hasarkenndan stíl en verða þó aldrei fótaskortur á flokkslínunni. í sex síðustu greinunum komast höfundarnir að þeirri niðurstöðu, að „ýmislegt" hafi stuðlað að hrapi Nixons en þó fyrst og fremst „áhrifamiklar klíkur gagnbylt- ingarmanna og frjálslyndra" í Washington. Fjandmenn hans voru „sáróánægðir með slökun- arstefnuna, sem Nixon fylgdi" og loksins, þegar CIA kom til skjal- anna, tókst þeim að ræna alla heimsbyggðina sannkölluðu stórmenni. — RICHARD OWEN STOREBRO 34 — ALHLIÐA BÁTUR Bátur til hvers konar vinnu á sjó. Tilvalinn til vlnnu við strendur og út af landi. Storebro 34 er afkastamikill og hægt að nota hann á stórum svæðum vegna þess hve hraöskreiöur hann er þrátt fyrir mikinn farm. Stórt vinnudekk, opnanlegur gafl og vökvakrani, sem hægt er að sérpanta, eru mikilvægir þættir. Fiskveiðíbátur Hentar til fiskveiöa viö strendur og út af landi sem og sportveiöa. Viö útbúum Storebro 34 samkvæmt óskum yðar og þörfum. Lestin er 2,3m3 Ein eöa tvær vólar eftir vali. Meö tveimur Volvo Penta TAMD 60 diesel- vélum, stilltum til almennra nota, nær Storebro 34 yfir 20 hnúta hraöa með tveggja tonna farmi. Öryggisbátur við köfun Þessi sérstaka útgáfa er búin afþrýstiklefa og er sérhönnuö fyrir kon- unglega sænska sjóherinn, sem notar hann viö köfunarvlnnu. Hann er talinn nauösynlegur við þjálfun froskmanna. Ef slys ber aö höndum vlö köfun er hægt aö hlúa aö kafaranum fáeinum sekúndum eftir aö hann kemur upp á yfirboröiö. f afþrýstiklefanum er einnig pláss fyrir lækni sem getur veitt hjálp á leiöinni til lands. Storebro 34 hentar einnig til: Löggæslu, hafnsögu, fólksflutninga, hafnarvinnu, slökkvistarfa, flutn- inga, sjúkraflutninga og björgunarstarfa, til strandgæslu, kapallagna og viöhalds á siglingamerkjum og baujum. Verö frá s.kr. 519.600 fob. Storebro 31PC Hentugur fólksflutningabátur meö sætum fyrir allt aö 12 farþega. Verö frá s.kr. 493.200 fob. Storebro 31 Biscay Glæsllegir sportbátar meö öllu. Verö frá s.kr. 447.500 fob. Laugavegi 178, sími 86700.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.