Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.04.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1983 67 Bútasaums-6 námskeið Innritun hafin. VIRKA Klapparstig 25—27 •imi 24747 FRAM TÖLVUSKQLI Sídumúla 27, •. 39566. Frá borgarstjórnarfundi. Stuttfréttir úr borgarstjórn Bókabúð sækir um byggingarleyfi Lagt hefur verið fram í byggingarnefnd borgarinnar erindi frá Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 10, og fleirum, þar sem sótt er um leyfi til húsbyggingar. Um er að ræða stein- steypt verslunar- og skrifstofuhús, sem rísa mundi á lóðinni Álfa- bakka 14. Samkvæmt teikningum er stærð hússins rúmlega 3100 fermetrar. Erindi þessu var frestað í byggingarnefnd, til að unnt verði að athuga málið nánar. * Stjórn Isaksskóla Borgarstjórn hefur kosið tvo skólanefndarmenn í stjórn skóla fsaks Jónssonar og tvo til vara. Þessir hlutu kosningu sem aðal- menn: Anna Arnbjarnardóttir og Helga Einarsdóttir og til vara voru kjörin Áslaug Ottese/i og Geir A. Gunnlaugsson. Stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis Borgarstjórn hefur kosið tvo menn í stjórn Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis til eins árs. Við kosninguna í borgarstjórn komu fram þrír listar með eftirtöldum nöfnum: Ágúst Bjarnason af D-lista, Emanúel Morthens af V-lista og Sigurjón Pétursson af G-lista. í stjórnina voru kjörnir Ágúst Bjarnason og Sigurjón Pét- ursson. Þá voru kosnir endurskoðendur og hlutu kosningu Runólfur Pét- urson af D-lista og Magdalena Schram af V-lista. Stjórn Sparisjóðs vélstjóra Borgarstjórn kaus einn mann í stjórn Sparisjóðs vélstjóra, en sá var Guðmundur Jónsson af D-lista. Jafnframt voru endurskoðendur kosnir af tveimur listum og hlutu kosningu Sigurður Hallgrímsson af D-lista og Pétur Sturlu- son af V-lista. Engar ákvarðanir um byggingar við Skúlagötu Engar formlegar ákvarðanir hafa verið teknar af hálfu borgaryf- irvalda um nýbyggingar meðfram Skúlagötu, að því er segir í svari borgarstjórans í Reykjavík við fyrirspurn fulltrúa Kvennafram- boðs varðandi hugsanlegar nýbyggingar við Skúlagötu. í svari borgarstjóra kemur ennfremur fram að það gefi augaleið að nauðsynlegt sé að breyta nýtingu á svæðinu frá því að vera merkt fyrir iðnað og vörugeymslur í íbúðar- og verslunarbyggð undir heitinu miðbæjarstarfsemi. Rétt sé að taka fram að hverjum lóðareiganda sé frjálst að láta teikna mannvirki á lóðum sínum og koma slíkum teikningum á framfæri við borgaryfirvöld. Þá er þess jafnframt getið að innan tíðar verða lagðar fram tillögur varðandi þessi atriði í skipulags- nefnd. prir fulltrúar minnihlutans, Sigurjón Pétursson Alþýðu- bandalagi, Gerður Steinþórsdóttir og Kristján Bene- diktsson Framsóknarflokki. •§• KOMATSU Vökvagröfur íöllverk Viö getum nú afgreitt meö ^ örskömmum fyrirvara 3 gerðir af gröfum á einstöku verði. Gerö Þyngd kg Hestöfl Skóflustærð Verð PC-120 11.500 90 v/2400sn. 0.55 m3 1.647.200 PC-200 19.500 105 v/2350sn. 0.9 m3 2.449.700 PC-220 23.000 136 v/2350sn. 1.1 m3 3.268.800 gengisskr. 6.4.’83 Allar geróir eru meó vönduóu hljóó- og hitaeinangruöu öryggishúsi, undirvagn er mjög vandaður og vel varinn, og beltabúnaóurinn sams- konarog á KOMATSU jarðýtum og því sérstaklega sterkbyggður. Komatsu vinnuvélar hafa nú þegar sannaó ágæti sitt viö fjölbreyttar aðstæöur á íslandi. Fullkomin varahluta og viðhaldsþjónusta. Hafið samband við sölumenn okkar sem veita fús- lega allar nánari upplýsingar. Aukin hagræðing og minni til- kostnaður með KOMATSU KOMATSU á Islandi BÍLABORG HF. Véladeild Smiöshöfða 23. Sími: 81299

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.