Morgunblaðið - 28.04.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.04.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1983 31 Lagerhúsnæði Alko í Helsinki, sem lýst er í greininni. Mannshöndin kemur þar hvergi nærri. og sjálfir segja forráðamennirnir, að fullkomnari verksmiðjur af þessari gerð finnist ekki í heimin- um. Eftir að hafa skoðað húsa- kynni verksmiðjunnar í Helsinki, Salmisaari, er varla hægt annað en að leggja bókstaflegan trúnað á orð þeirra. Ekki aðeins er tæknin við fram- leiðsluna fullkomin heldur og allt annað er málið snertir. Átöppun- arvélin í Salmisaari afkastar t.d. 24.000 flöskum á klukkustund. Sérstaka athygli blm. vakt 500 metra langt færiband, sem flytur framleiðsluna frá verksmiðjunni yfir í geymsluhúsnæðið. Færi- bandið er um 25 metrum undir yf- irborði sjávar í geysilega miklum jarðgöngum, sem lokið var við að gera fyrir fimm árum, og þegar komið er að enda þess tekur við fullkomnasti lager sem blm. hefur nokkru sinni séð. Húsnæðið er um 40 metrar á hæð, 25—30 metra breitt og tals- vert á annað hundrað metra langt. Þar kemur mannshöndin hvergi nærri. Tölvustýrðir kranar flytja allt áfengi á þar til gerðum brett- um um bygginguna þannig að nýt- ingin er geysilega góð. Pekka Hoppania, aðstoðarframleiðslu- stjóri, tjáði mér að 7 milljónir flaska væru í byggingunni daginn, sem ég heimsótti verksmiðjuna. Honum stökk aftur á móti ekki bros þegar ég minntist á að það væri eins gott að Finnland lægi ekki á virku jarðskjálftasvæði. Harri Fagerlund gat hreint ekki svarað því hvað lægi að baki ákvörðun manna um að kaupa finnskt vodka öðrum tegundum framar. Hann var helst þeirrar skoðunar, að umbúðirnar um vör- una svo og kynning hennar vægi þyngra en sjálfur drykkurinn. Vodka væri í sjálfu sér næstum sami drykkurinn nær alls staðar í heiminum. Finnska vodkað sagði hann þó hafa einn kost umfram margar aðrar tegundir og það væri af- bragðsgott vatn. Gat hann sér þess til, að þar væri kannski að finna skýringuna á finnsku vodka á íslandi. Wiener Festwochen VIKUFERÐ TIL VINARB0RGAR FYRIR AÐEINS 12.800 KRONUR! Eitt glæsilegasta ferðatilboð sumarsins Ferðaskrifstofan Farandi efnir til sérstakrcir hópferðar til Vínarborg- ar, dagana 2. til 9. júní næstkomandi. Hér er um að ræða einstakt tækifæri, sem varla gefst aftur fyrir þetta verð. Vínarborg, ein fegursta borg í heimi, býður farþega okkar velkomna með mikilli listahátíð, Wiener Festwochen. Á þessari hátíð gefst tækifæri til að sjá Rigoletto, Ástardrykkinn, Sígaunabaróninn og My Fair Lady í Vínaróperunni, Svanavatnið, Romeo og Júlíu, o.fl. með Bolschoi Ballettinum rússneska, hlýða á Vínar- drengjakórinn flytja hámessu, sækja kammertónleika, sin- fóníutónleika, og margs konar leikhús, jazzklúbba og kaffihús. Vínarborg er í fegursta vorskrúða á þessum tíma árs. Vínarbúar eru líka í hátíðaskapi með vín, söng og kæti á hverju homi. Vínar- stemmningin er engu lík. Farþegum Faranda er auðvitað frjálst að verja tíma sínum í Vínarborg eins og þeim best hentar, en Farandi verður með íslenskan fararstjóra til taks, sem er þaulkunnugur borg- inni. Þetta ferðatilboð til Vínarborgar verður ekki endurtekið. Verðið er ótrúlegt, aðeins 12.800.00, en það innifelur beint flug til Vínarborgar og til baka, gistingu á þægilegu austurrísku hóteli, morgunverð og aðstoð við öflun aðgöngumiða á tónleika, ópemsýningar, balletta, söngleiki, skoðunarferðir í Austurríki eða jafnvel til Ungverjalands, - dagsferð til Budapest. Þetta er eitt glæsilegasta ferðatilboð sumarsins. Verðið er ótrúlega viðráðanlegt. Aðeins takmarkaður fjöldi kemst með! Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Ifaiandi Vesturgötu 4 - sími: 17445. Sérfræðingar í spennandi sumarleyfisferðum JANE FONDA jantf runua 9 worKOUl aiDUm Fáar hljómplötur hafa vakið annað eins umtal og athygli síðustu árin og æfingaplatan henn- ar Jane Fonda. Salan hefur verið slík aö nú vermir þessi einstaka plata poppvinsælda- lista um víöa veröld. Nú er tækifærið að gera leikfimisæfingarnar með Jane Fonda sjálfri, hvar og hvenær sem er. Fæst á plötu og kassettu. &KARNABÆR stdoor HLJÓMPLÖTUDEILD HLJÓMPLÖTUDEILD Austurstræti 22, Laugavegi 66. Rauöarárstig 16. Glassibæ Mars. Hafnarfiröi, Ptðtuklubbur/ Póstkröfusími 11620

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.