Morgunblaðið - 29.04.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1983, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 1983 „í SKÓLANUM / SKOLANUM" Vinnuvikur í skólunum tengja störf nemendanna öðrum almennum störf- um og veita þeim betri innsýn í ýmsa þætti umhverfisins Ljósmynd/ Ljósmyndaklúbbur skólans. Daglegt Valgeröur Jónsdóttir Undantarin ár hafa svonefndar vinnuvikur eöa verkefnavikur notiö vaxandi vinsælda I skól- unum, en meöan á þeim stendur fellur öll heföbundin kennsla niöur og tekin eru fyrir ákveöin verk- efni sem tengjast llfinu utan skólans. Líta má á þessar verkefnavikur sem tilraun skólanna til aö tengja störf nemendanna öörum almennum störfum og um leið fá nemendurnir betri innsýn I ýmsa þætti umhverfis- ins. Fyrir skömmu voru slíkar verk- efnavikur haldnar f tveim skólum I Kópavogi, Vlghólaskóla og Þing- hólsskóla. Viö lögðum leið okkar þangaö, fyrst í Vfghólaskólann en þar stóö þá yfir sýning á þvf sem gert hafði veriö þessa viku. Fyrir utan skólann haföi verið komiö upp dýrasýningu. Þarna voru hundar, hestar, jafnvel, froskar, akurhænsni og gullfiskar. Nemendum haföi verið skipt f ýmsa hópa sem unnu aö mis- munandi verkefnum en sýningin og verkefnavikan gengu undir nafninu: Hvaö er svona merkilegt viö þaö . . .? og tengdust flest verkefnin menningu og nánasta umhverfi mannsins. Hóparnir höföu slðan fengiö til umráöa kennslustofur, en þar mátti sjá hvaöa verkefni höföu verið tekin fyrir. ( einni stofunni var spiluö dynjandi færeysk sveita- ballsmúsík og þar mátti sjá myndir frá Færeyjum ásamt ýmsum lista- Nemendur í Þinghólsskólanum við umferöartalninguna, en bílar voru taldir á 10 gatnamótum í bænum fri klukkan 7—9 að morgni. verkum sem prýddu skólann meðan á sýningunni stóð. Tvö málverkanna seldust reyndar fyrir 850 krónur og nokkur þeirra fóru f skiptum fyrir skiptimiöa. Einn hópurinn nefndist Nýting orkulinda og mengun, þá fjallaði annar um fþróttir og félög æskufólks, Ijósmyndahópur var starfandi, tónlistarhópur, fjölmiöla- hópur og nokkrir fleiri. Viö gáfum einum meölimi fjölmiölahópsins, Öttari Hrafnkelssyni færi á aö spreyta sig f blaðamennskunni og tók hann viötal viö tvo nemendur og einn kennara skólans. Verkefnavikan I Þinghólsskólan- um gekk hinsvegar undir nafninu „A ferli" og meginmarkmið verkefnisins var aö athuga umferöina I Kópavogi og flesta þætti sem tengjast henni. Helstu viöfangsefni vikunnar voru at- hugun á gegnumstreymi bifreiða um Kópavog og umferö á einstökum gatnamótum en þessar athuganir voru geröar I náinni samvinnu viö tæknideild Kópavogsbæjar. Þá var einnig athugaöur útbúnaöur bifreiöa, bílbelti, bifreiöastæði, strætisvagna- leiöir og biöstöðvar SVK, slysatlðni á einstökum gatnamótum, gangstéttir, götulýsing, gangandi vegfarendur, fatlaöir f umferöinni. Það voru ein- göngu 7. og 8. bekkur sem tóku þátt I verkefnavikunni aö þessu sinni, þvf 9. bekkur var ( starfskynningu á hin- um ýmsu vinnustöðum. Viö heim- sóttum skólann á slöasta degi vinnu- vikunnar og voru nemendur þá aö hengja upp veggspjöld meö ýmsum upplýsingum sem þeir höföu aflaö sér um umferðina I Kópavogi. Ntr undu bekkingar voru hinsvegar komnir aftur úr starfskynningunni og voru önnum kafnir viö aö undirbúa árshátlðina sem halda átti þá um kvöldið. Viö lögðum nokkrar spurn- ingar fyrir tvær stúlkur sem voru aö festa niður veggspjöld þarna ( gang- inum og ræddum einnig viö einn kennara skólans. ENGAR KONUR INN Á VINNUSTAÐI KARLMANNA TAKK! Mekka, Saudi-Arabiu, 27. apríl. AP. SKÝRT VAR frá því í dagblaóinu Al-Nadwa í dag, að Fahd kon- ungur Saudi-Arabíu hefði nú skipað svo fyrir, að framvegis yrði komiö í veg fyrir, að konur ynnu við hlið karlmanna hjá hinu opinbera. Segir blaöið ennfremur, aö konungurinn hafi einnig lagt til viö einkafyrirtæki að þau taki þetta til eftirbreytni. Samkvæmt lögum múham- eðstrúarmanna er bannað aö láta konur vinna störf, sem ekki hæfa kvenlegu eðli þeirra. Fyrir- skipan konungsins kom til vegna þess að fyrirspurnir höfðu borist frá nokkrum ríkisstofnunum um hvort ráöa mætti konur, þó þær þyrftu aö vinna við hliö karl- manna. Eitthvaö mun um að slíkt hafi tíökast. Konungurinn hefur til þessa verið hlynntur því aö létta ýmsum kvööum af kvenfólki, sem er mú- hameöstrúar, en er sjálfur mjög strangtrúaöur og vill í einu og öllu breyta samkvæmt skipun Kóransins. Konur í Saudi-Arabíu gegna t.d. kennslustörfum hjá yngstu nemendunum og dæmi er um konur í röðum lækna, hjúkr- unarfræðinga og verkamanna, en þeim er ekki leyft aö vinna viö hliö karlmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.