Tíminn - 10.08.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.08.1965, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 10. ágúst 1965 TÍMINN 7 Á VÍÐAVANGI Framhald af bls. 3 sem leiðir af gatnagerð, vatns og skólplögnum o.s.frv. Aftur á móti hafa ísfirðingar, með framlögum úr bæjarsjóði, sem aflað var og er með útsvörum, myndað sérstakan sjóð, Bygg- ingalánasjóð ísafjarðar, sem hefur það hlutverk að lána þeim, sem íbúðarhús byggja í kaupstaðnum, allt að 75 þús- und krótna lán með hagstæðum kjörum — (afborgunarlaus tvö fyrstu árin, vextir lágir, lánað út á 3. og 4. veðrétt). Þetta er mikilvægur stuðning- ur við húsbyggjendur, og mætti m.a. verða öðrum til eftirbreytni, þar á meðal liöf- uðborginni. Af framan'greindu má sjá, að það er næsta villandi, þegar höfundur Reykjavíkurbréfsins og aðrir málsvarar Reykjavík- urflialdsi'ns eru að reyna að telja almenningi trú um, að útsvörin séu lægri þar en ann- ars staðar, enda sést bezt, hve fátt er til fanga, sem af er að státa hjá þessum lierrum, þeg ar þeir seilast svo langt í sjálfs hólinu og blekkingariðjunni, að geta þess sérstaklega sem mikillar tillitssemi við þá snauðu, að þeir hafi fellt nið ur öll útsvör 1500 kr. og lægri þar sem almenmingur veit það vel, að það er skylda sam. kvæmt útsvarslögunum að fella umrædd útsvör niður. Og þetta atriði, að fara í þessu efni eftir landslögum, er aðal- skrautfjöðrin í útsvarsálagn- ingu liöfuðborgar fliald'sins." JAFNVÆGISSPJALL Framhald af 5. síðu . yrði, sem bundin eru við þessi prýðilegu orð. En við þekkjum einnig vel hvernig höfundum „nýsköpunar“ og „viðreisnar" hefur tekizt að leysa þau við- fangsefni, sem „nýsköipunin“ og „viðreisnin” höfðu í för með sér. Reynslan ætti að kenna mönnum að „kunna fót- um sínum forráð”. Það er engin fjarstæða, að erlent fjármagn í' samstarfi við liagnýtingu orkulinda geti verið æskilegt. En í höndum „nýsköpunar“ og „viðreisnar- manna” er hætta á, að svipaður árangur verði eins og af „nýsköpuninni“ og „við- reisninni”. Það verður að beita meiri gjörliygli og yfir. sýn en miverandi valdhafar virðast gæddir. Á það skal bent, að eins og ástatt er og við þá þróun, sem er í byggð landsins á síðari árum, hafa aukizt erfiðleikar, sem ekki er auðvelt að gera sér grein fyrir nú, hvaða afleiðingar kunna að liafa. Sívaxandi mann fjöldi við sunnanverðan Faxa- flóa kallar á ýmsar athafnir sem ekki eru æskilegar frá sjónarmiði uppbyggingar lands ins í heild. Og þegar tekið er tillit til þess, hvað auðlindir eru þar einhæfar, svo að segja eingöngu bundnar við fiskveið- ar, virðist þessi þróun miða til neikvæðrar áttar, Á það var bent hér áður, að vissulega á fólkið mestan þátt í því, hvert hefur stefnt. En margvíslegur áróður forystu- manna gefur þessari hneigð þjóðarinnar byr undir báða vængi. Það væri þó verðugt verkefnj margra efnilegra ungra manna, sem eru í leit að gæfunni suður við Faxa- flóa og hverfa úr álitlegu dreif býli að leitast við að koma á fót atvinnufyrirtækjum til þess að auka fiölbrevtni atvinnu- rekstursins í ættbyggðum sín- um. En til þess að slíkt megi verða þarf víðsýni og stuðning þeirra, sem ráða fjármagni þjóðarinnar. Ef væntanlegum jafnvægis- sjóði væri ætlað það hlutverk væri hann þörf stofnun og þess virði, að honum væri lagður verulegur styrkur. Við, sem nú erum orðnir gamlir menn og höfum eytt ævi okkar við misjöfn skilyrði myndum fagna því, að upprenn andi kynslóðum væri gert létt ara undir fæti með að fóta sig í því umhverfi, sem þeir eru vaxnir upp við og margir þeirra áreiðanlega óska. Sig. Vilhjálmsson. POSTULI Framhald af bls. 8 „Og aðalatriðið er þá, að kominún istarnir í Peking og Hanoi lækn ist af þeim grillum sínum, að hvítu mennimir (leturbr. mín) muni alltaf gefast upp og láta und an síga.‘ Þorsteinn finnur til hins ar- íska stolts, — „hvftu mennirnir", segir hann: Hvítu mennirnir í Bandaríkjunum hafa orðið að láta undan síga fyrir þeim þeldökku, en það er huggun, að hvítu menn- irnir í Vietnam skulu ekki láta undan síga. Það er vonandi, að Þorsteinn Thorarensen — postuli tilfinninga og hetjuskapar — haldi áfram að skrifa hinar upphöfnu og róman tísku greinar sínar um karl- mennsku hvítu mannanna í Viet- nam og láti íslenzkan skáldskap vísa sér veginn til sannleikans eins og hann hefur gert í hinni merku grein sinni, „Meðan regn- ið fellur." Birgir Sigurðsson. BYLTINGARBRASKARI Framhald af bls. 9 þýzka utanríkisráðuneytinu og einnig aðra gjaldmiðla keypti Parvus vörur í Þýzkalandi og flutti til Rússlands, þar sem verzlunarfulltrúar hans iétu hluta ágóðans renna til by.lt- ingarhreyfingarinnar. Fyrir- tækið útvegaði einnig Þýzka- landi ýmsar vörur mikilvægar í hernaði, og ætíð fékk hann ríflegan kúf af þeim viðskipt- um (hann lét ekki allt renna til byltingarmannanna rússn- esku). í glæsilega einbýlishús- inu hans við Vodroffsvej hreiðr aði hann um sig með öllu því smekklausa prjáli og drasli, sem einkennir nýríka menn. Hátindurinn í ævi Parvusar er tímabil rússnesku bylting- anna tveggja 1917, þegar bin pólitíska athafnasemi var með slíkum firnum, að hann gekk nærri berserksgang. Þá heuti hann firna peningaupphæðum í flokkssjóð bolsévikkanna. Eft- ir þessari nýútkomnu bók að dæma og öðrum heimildum, hlýtur Lenin að hafa vitað eða rennt grun í, hvemig peniag- arnir vora til komnir. Er boisé- vikkarnir höfðu náð völdunuro, bauð Parvus þeim þjónust sína, en henni var hafnað á þeim forsendum, að hann stund aði svo skítugan bisniss. MINNING Arni Daníelsson á Sjávarborg Annála- og ævisöguriturum verða þessar línur sízt að gagni. Til þess brestur mig kunnugleik. En hugur minn og hjartaþel leit ar í dag til Sjávarborgar í Skaga firði er húsbóndinn þar, Ámi Daníelsson, kveður ástvini sína og heimili, líf og land og geng ur á vit móður sinar og löngu horfinna ástvina. Ekki minnist ég þess lengur með neinni vissu hvenær kyani okkar Árna tókust í fyrstu. Ættbönd eiginkonu minnar, Sig urlaugar Margrétar Jónasdóttur og eftirlifandi eiginkonu hans, Heiðbjartar Björnsdóttur frá frá Veðramóti svo og frændsemi og kynni konunnar minnar af Árna sjálfum munu hafa leitt til þeirra kynna fyrir mörgum tugum ára. En tímalengd skiptir ekki máli í þessu falli. Svo fyr irferðarmikill varð Árni Daní elsson í hópi þeirra manna, sem ég tel mér hafa orðið ávinning og sálubót af að kynnast, að mér finnst ég hafa átt hann sem náinn vin alla stund síðan ég komst til vits og árs. Ævi Árna Daníelssonar varð mörkuð þungum atburðum og stórum átökum. Faðir hans, Daníel Andrésson, drukknaði frá konu sinni og fjórum son- um í ómegð. Þá var Árni þriggja ára. Hlíf, móðir Árna, Jónsdóttir frá Háagerði, al- systir Björns á Veðramóti, var hin mesta ágætiskona. Hún hélt saman heimili og búi unz synir hennar komust á legg, en fór til Vesturheims árið 1899 er Árni var 15 ára. Tveir bræður Árna önduðust i Vestur heimi. Árið 1907 kom Árni aft ur heim ásamt móður sinni. Keypti hann þá Sjávarborg og bjó þar til ársins 1920, að hann fór ásamt konu sinni aftur til Vesturheims og dvaldist þar nokkur ár. En hugurinn leitaði enn á heimaslóðir. Og 1926 hóf hann aftur búskap á Sjávarborg og dvaldist þar til æviloka. Oerð ist hann hreppstjóri og sýslu nefndarmaður sveitar sinnar c-g stundaði kaupsýslu á Sauðár- króki jafnframt búskapnum. Atvikin höguðu því svo að Hlíf móðir Árna átti athvarf hjá honum í elli sinni. Er af þeim, er til þekktu, enn til þess tekið, hversu ástríkur og. umhyggjusamur sonur hann reyndist móður sinni. ★ Við Árni Daníelsson ástund uðum gagnkvæma gistivináttu, þegar annir og atvik leyfðu. Við engan mann hefi ég meira rætt á jafnskömmum stundum og okk ur gáfust til samvista. Bar það einkum til að hann var ákaf- lega ræðinn, gæddur frábærri greind, stórfelldum áhuga á líf inu, almennum þjóðhagsmálum og enn dýpri hugðarmálum mannlegs farnaðar bæði þessa heims og annars. Hann var víð sýnn, fordómalaus, frjáls og ánetjaðist aldrei neinum klík- um. Hispurslaus var hann í dómum um menn og málefni en jafnframt glöggskyggn á rök og málsbætur. Eigin orð og loforð virti hann jafnan mest, en var eftirgangssamur um það, að aðrir menn ástunduðu þá hina sömu dyggð. Allar viðræðustundir okkar Árna Daníelssonar urðu jafn- HESTAR OG I framt miklar skemmtistundir. Honum var létt um að koma auga á hina skoplegu hlið sér- hvers máls og atviks og hann var ör til gamanmála. Loks var Árni gæddur ríkri samúð og góðvilja gagnvart þeim sem fóru halloka í baráttu lífsins. Hann vár hjálpfús, úr- ræðagóður og hollráður þeim, sem til hans leituðu með vanda mál sín. Þegar ég nú með allt það í huga, sem að framan er ritað, lít til baka, virðist mér að fáir eða engir menn hafi orðið á leið minni gæddir ríkari al- hliða mannkostum en Ámi Dan íelsson á Sjávarborg. ★ Kæri vinur minn. Ég hefi var ið þessari morgunstund til þess að minnast þín og þakka þér góðvild _ og næsta hugþekk kynni. Ástvinum þínum eftirlif andi votta ég dýpstu samúð mína. Það var táknrænt um líf þitt að síöasta deginum varðir þú til þess að gleðjast sérstak lega með barnabörnum þínum. Næstu nótt andaöist þú í svefni. Það var líknsönl lausn og þér verðug. Ég bið Drottinn alls herjar og ástvini þína lífs og liðna að umvefja þig hinum mikla kærleika. Ég þakka þé'r samfylgdina. Hittumst lieilir í betri heimi. 6. ágúst 1965. Jónas Þorbergsson. ATHUGIÐ! IYfir 15 þúsund manns Iðsa Timann dagjega. Auglýsingar i Timanum koma kaup* endum samdagura i samband vi5 seljand- ann. Sunnudaginn 1. ágúst s. 1. hélt Hestamannafélag Snæfell inga í fyrsta skipti góðhesta- sýningu og kappreiðar á Kald- ármelum. Þeir liggja meðíram jaðri Barnaborgarhrauns, sunn an Kaldár í Kolbeinsstaða hreppi. Félagið hafði nyiokið við að fullgera skeiðvöli á scaðnum og áhorfendasvæði er frá nátt úrunnar hendi mjög ákjósan- legt í jaðri hraunsins. Veður þennan dag var fag- urt og milt, og fjöldi fóiks var saman kominn á mófsstaðnvm. Mótsstjóri var Leifur Jóhann esson, ráðunautur, Styíkis- hólmi. Dómnefnd góðhesta: Símon Teitsson, Borgarnesi, Einar E. Gíslason, Hesti, Marínó Jakobs son, Skáney. Dómnefnd kappreiða: Alex- ander Guðbjartsson, Stakk- hamri. Narfi Kristjánsson. Ho!' túnum, Guðmundur Guðmunds son, Dalsmynni. Kynnir: Alexander Guð- mundsson, Reykjavík Mótið setti Leifur Jóhaunes son með stuttri ræðu, og því næst flutti séra Árni Páissm í Söðulholti hugvekju Þá vígði völlinn hinn goð- kunni hestamaður Juilus Jóns- son, bóndi í Hítárnesi, :neð því að ríða hann á hinum aldna gæðingi sínum, Flink. Kaiði fólk mikla ánægju af að horla á mann og hest, sem báðir beia aldurinn vel, Júlíus er nýskeð 80 ára, og samanlagður aldur knapa og hests er 100 ái Þá fóru fram kappreiðar, og voru alls skráðir til þátttöku 22 hestar, og urðu úrslit sem hér segir: 250 m skeið: 1. Þytur á 24.4 sek. Eigandi Jóhannes Guðmundsson, Jörfa. 2. Jarpur á 24.8, Eigandi Magn- ús Guðbrandsson, Álfá 3. Skolur á 26.1. Eigandi ingi- björg Friðgeirsdóttir, Hofsstöð um. 250 m folahlaup: 1. Hrímnir á 21.5 sek. Eig- andi Einar Karelsson, Borgar- nesi, 2. Loftfari á 21.5, eig- andi Magnús Jónsson, Rauða- mel, 3. Gnýfari á 21.5, eigandi Guðbjartur Gíslason, Ölkeldu. 300 m stökk. 1. Faxi á 24.2, eigandi Páll Egilsson Borgarnesi, 2. Reykur á 24.2, eigandi Guðmundur Halldórsson, Rauðamel, 3. Mósi á '24.2, eigandi Jóhann Kristj- ánsson, Fáskrúðarb. Næst var lýst úrslitum í góð hestakeppni. f henni tóku þátt 15 hestar, og var sá hópur hinn glæsilegasti. 1. verðlaun hlaut Þytur, 12 vetra gæðingur, eign Jóhann esar Guðmundssonar, bónda á Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi. (Sami hestur sigraði í skeiði.) 2. verðlaun hlaut Skjóna, 6 vetra, frá Yztu-Görðum í sömu sveit. Eigandi Markús Benja- mínsson, Borgarnesi. 3. verðlaun hlaut Gustur, 5 vetra, eigandi Haukur Svein björnsson, bóndi á Snorrastöð um í Kolbeinsstaðahreppi. Mótsstjórn var mjög ánægð með hina almennu þátttöku í mótinu, og einnig prúðmann- lega framkomu mótsgesta. Hestamannafélag Snæfellinga hefur ákveðið að á þessum stað fari árlega fram góðhestasýn- ing og kappreiðar um verzlun- anmannahelgina, og telur stað- inn ákjósanlegan, sérstaklega með tilliti til þátttöku úr nær liggjandi héruðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.