Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.06.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚNÍ 1983 Classix Nouveaux eins og hljómsveitin lítur út I dag. Ein af vinsælustu poppsveitum Breta í Höllinni annað kvöld: CLASSIX NOUVEAUX — íslensku hljómsveitirnar Q4U og Iss! „hita upp“ Þótt skammarlega lítið hafi til þessa verið fjallað í íslenskum fjöl- miðlum um væntanlega tónleika Classix Nouveaux í Höllinni annað kvöld, 16. júní (Járnsíðan er þar ekki undanskilin) er engin ástæða til annars en að reyna að uppfræða poppþyrsta örlítið um þessa sveit. Rúmt ár er nú liðið frá því plata hljómsveitarinnar, La Ver- ité, kom út og hún hlaut feiki- lega góðar viðtökur hér á landi sem annars staðar í heiminum. Líklegast verið ein af 10 sölu- hæstu erlendu hljómplötunum á síðasta ári. Annars er það dálítið kyndugt með Sal Solo og félaga, að þeir virðast vera miklir smá- atriðamenn og leggja ekki síður áherslu á að ná vinsældum á litl- um mörkuðum en stórum. Sem dæmi um slíkt nægir að nefna Júgóslavíu, Portúgal og ísland. Á öllum þessum stöðum er Classix Nouveaux mjög virt hljómsveit. Classix Nouveaux er ekki göm- ul hljómsveit, a.m.k. ekki í aug- um þeirra, sem fylgjast grannt með gangi mála í popppressunni. Það var fyrst snemma árs 1981, að hljómsveitin vakti einhverja eftirtekt að heitið geti. Fyrsta smáskífan, sem innihélt lögin The Robots Dance og 623, kom út í ágústlok það sama ár og áður en því ári lauk formlega á daga- talinu hafði sveitin sent frá sér aðra smáskífu með laginu Nasty Little Green Men og Test Tube Babies. Þriðja smáskífan kom svo út í byrjun febrúar árið 1981 og inni- hélt lögin Guilty og Night People. Tíu vikum síðar kom fjórða smáskífan með lögunum Tokyo og Old World For Sale. Þá voru aðeins tvær vikur i útgáfu fyrstu breiðskífunnar, Night People. Upphaflega voru það þeir Sal Solo, söngvari, gítar- og hljóm- borðsleikari, Mik Sweeney, bassaleikari, og B.P. Hurding, trommari, sem stofnuðu Classix Nouveaux á miðju ári 1979. Solo og Sweeney semja bróðurpart laganna. Gary Steadman, gítar- og hljóðgervlaleikari, bættist síðan í hópinn og lék með á fyrstu plötununm tveimur. Eftir útkomu La Verité í fyrra bættist Jimi Sumen gítarleikari í hóp- inn. Steadman hætti síðan og Paul Wilson tók sæti hans. Hann lék áður í hljómsveitinni Cuddly Toys. Þannig er sveitin því skip- uð i dag; Solo, Sweeney, Hurd- ing, Sumen og Wilson. Strax þegar Classix Nouveaux kom til kasta popppressunnar var sveitin sett í flokk með hin- um nýrómantísku sveitum, sem þá höfðu nýverið tekið að ryðja sér til rúms í Bretlandi og áttu umtalsverðum vinsældum að fagna. Þótt blöðin tækju ekki eftir sveitinni fyrr en í ársbyrj- un 1981 hafði Classix Nouveaux þegar náð upp stórum hópi að- dáenda og litla platan með lag- inu Robots Dance þvældist víða um hina óháðu lista, sem til eru á Bretlandseyjum. Snemma árs 1981 hóf Classix mikla tónleikaferð um Bretland og lét sér það ekki nægja, því áður en árið var á enda höfðu þeir lokið við aðra yfirreið inn- anlands. Fyrri ferðin var farin undir yfirskriftinni „2002 Re- view“ og var það hugmynd Solo. Voru þá í för með Classix hljómsveitir á borð við Theatre Of Hate og Shock ásamt fleirum, sem þóttu á þeim tíma efnilegar mjög. Síðari tónleikaferðin var mun yfirgripsmeiri og henni lauk með pomp og pragt í Hammersmith Palais. Þegar hér var komið sögu hafði áhugi fyrir Classix vaknað í öðrum löndum. Afleiðingin var sú, að hljómsveitin fór í tón- leikaferðalag og heimsótti 11 þjóðlönd það sem eftir lifði árs- ins 1981. Þar á meðal voru t.d. bæði Portúgal og Júgóslavía, auk Svíþjóðar og annarra ianda. Það hefur vakið umtalsverða athygli, að plötur Classix hafa selst vel í löndum, þar sem áhugi á vest- rænni popptónlist er ekki al- mennur. Má þar t.d. nefna Bóli- víu, Indland og Filippseyjar. Ný plata er væntanleg frá Classix Nouveaux á markað í Bretlandi þann 4. júlí næstkom- andi. Þar eiga þeir Solo og Sweeney öll lögin sem fyrr. Vinnsla á þeirri plötu hófst strax í byrjun árs eftir stutta en velþegna hvíld í kjölfar hressi- legrar tónleikaferðar. Að sögn Solo settu hann og Sweeney sér það takmark að semja a.m.k. 20 lög fyrir nýju plötuna, sem þeir myndu síðan velja úr. Meira en helmingur þeirra hafnaði í glatkistunni, en hin fá menn að heyra á nýju plötunni. Þessi þriðja plata sveitarinnar var að sögn Solo tvöfalt dýrari en La Verité í vinnslu og var þó ekki beinlínis kastað til höndunum við gerð þeirrar plötu. Það er enginn aukvisi, sem „pródúserar" þessa nýju plötu Classix Nouveaux. Hann heitir Alex Sadkin og er m.a. ábyrgur fyrir útkomu „sánds“ á plötum Grace Jones og Thompson Twins, auk margra annarra, m.a. Robert Palmer og Joe Cocker. Hann hefur einnig unnið með Bob heitnum Marley. Menn verða því bara að bíða spenntir eftir nýju plötunni, en þangað til geta þeir notið þess að hlusta á Classix Nouveaux á tón- leikum í Laugardalshöllinni annað kvöld. Þar verða væntan- lega leikin öll bestu lög sveitar- innar og lög af nýju plötunni kynnt. Sterkir—léttir þægilegir Ný gerö af I gönguskóm á alla fjölskylduna Tískulitir. Stæröir: nr. 28—46. Æ É TKERS TRUMF GEísiP Fura er alltaf falleg og í furu erum við fremstir Greiðslukjör í 6 tíl 8 mánudi HDS6A6NABÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK » 91-81199 og 81410 Gengi 10/6 '83 Wallas 1200 Eldavél m/miöstöö. Verö til báta kr. 12.250.. Eyösla aöeins 0.15 I per'klst. CTX1200 VHF bátastöö. Verö til báta kr. 6.867.- 25 wött, 12 rásir. Áttavitar í úrvali fyrir báta og til fjallgöngu. Verö frá kr. 1.061,- Polaris 7100 Tölvuleitarinn meö stefnuvitanum. Verð til skipa kr. 21.600,- BENCO Bolholti 4. S. 91-21945 og 84077. S Meirn en þú getur ímyndad þér! CD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.