Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.06.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 1983 Hestar Valdimar Kristinsson „Maður verður að vaka yfir svona hestum“ Hér hleypa fyrirliðarnir allt hvað af tekur. Fremstur fer Örn Kjærnested og næstur Bjarni Mathiesen og eftir honum Sigurður Ragnarsson og lestina rekur fyrirliði kvennaliðsins, Arna Sigga. Fyrirliði fimmta liðsins, Sveinn Björnsson, er hvergi sjáanlegur en kannski er hann kominn langt á undan þó meiri líkur séu á að hann reki lestina. Ljmm. vk „Leiruglatt“ á hjalla í Mosfellssveit Hjá hestamönnum í Mosfells- sveit er svokölluð „Leirugleði" að verða að árvissum atburði. Einn góðviðrisdaginn í maí var haldin ein slík gleði en hún felst í því að safnað er í fimm lið og standa val- inkunnir menn fyrir hverju liði. Síðan eru bundnar blöðrur í öllum regnboðans litum á prik vestast á leirunum og er það hlutverk liðs- manna að hleypa að blöðrunum og leysa þær af prikunum og vera sem fljótastir til baka. Vel gekk að hleypa að blöðrunum en heldur fór málið að vandast þegar leysa átti blöðrurnar af prikunum. Um tíu manns voru í hverju liði og fór hver maður eina umferð. Að þessu sinni sigraði lið Arnar Kjærne- sted en í fyrra voru það liðsmenn Aðalsteins Þorgeirssonar sem sigruðu. Annars skiptir það víst minnstu máli hver sigrar heldur er meginmarkmiðið með þessari keppni eða gleði að kitla hlátur- taugar áhorfenda jafnt sem kepp- enda. VK Hér ríða liðsmenn fylktu liði. Fremst eru konurnar með hvíta flaggið en hvert lið hafði sinn lit. Fjær má sjá Svein Björnsson með sitt lið. Spjallað við Ottó í Viðvík um stóðhestana Hrafn 802 og Þátt 722 Ljósm. VK. „Þetta eru vinir mínir og félagar og verið þið nú kyrrir elskurnar mínar.“ Ottó með þá Hrafn og Þátt, Hrafn sá dökki og Þáttur með blesuna. Á FERÐ blaðamanns um Skagafjörð fyrir stuttu brá hann sér í heimsókn að Viðvík í Hólahreppi en þar eru búsettir þrír höfðingjar, það er að segja Ottó Þorvaldsson, bóndi, og stóðhestarnir Þáttur 722 frá Kirkju- bæ og Hrafn 802 frá Holtsmúla. Eins og menn muna stóðu þessir hestar f fremstu röð á síðasta Lands- móti er þeir fengu hæstu einkunnir sem íslenskir stóðhestar hafa fengið fram til þessa fyrir afkvæmi. Má því líta svo að þetta séu fremstu kynbótagripir í íslenskri hrossarækt í dag. Báðir eiga þessir hestar það sameiginlegt að vera með hey- mæði á háu stigi og er því vanda- samt verk að fóðra slíka gripi ef þeir eiga að endast sem segja má að sé áríðandi fyrir kynbótastarf- ið í landinu. Það er mikil ábyrgð lögð á einn mann að hugsa um þessa tvo dýrustu hesta landsins í þessu ásigkomulagi. Þess vegna þótti forvitnilegt að heimsækja Ottó og líta á hvernig vetrarfóðr- unin hefði tekist og eins hitt að fræðast um það hvaða ráðum hann beitti til að halda heymæð- inni niðri. Þess má geta að Þáttur hefur verið í Viðvík hjá Ottó allt frá því að Hrossaræktarsamband Skagfirðinga keypti hestinn eftir Landsmótið ’78. Fyrst var Ottó spurður hvernig hann hefði hagað fóðrun og hirð- ingu á þeim félögum í stórum dráttum? „Ég byrjaði að hýsa þá strax í september á nóttunni en lét þá alltaf út á morgnana áður en ég fór í sláturhúsið en ég var að vinna þar í haust. Ég gaf þeim heyköggla áður en ég setti þá út, svo þegar ég kom heim á kvöldin gaf ég þeim blautt hey, nú og svo voru þeir náttúrulega á beit á dag- inn. Svona hestar mega alls ekki standa úti í bleytu svo ég tali nú ekki um ef vindgjóla fylgir með. Þeir verða alltaf að hafa nóg vatn að drekka því þeir mega ekki „Þörf á öfhigum reiðskóla“ — segir Reynir Aðalsteinsson reiðkennari í stuttu spjalli við Mbl. ÞEGAR vorið gengur í garð og gróður tekur við sér og farfuglarnir koma, færasi hestamenn allir í aukana og eitt af því sera þeir aðhafast á vorin er að gangast fyrir reiðnámskeiðum til að auka kunnáttu hins almenna reiðmanns. Á Stór-Reykjavíkursvæðinu fara námskeið í gang um miðjan apríl og standa yfir út maímánuð. Fyrir skömmu var hestamaðurinn og reiökennarinn kunni Reynir Aðalsteinsson með námskeið hjá hestamannafélaginu Herði í Kjósar- sýslu og notuðum við tækifærið og tókum hann tali og forvitnuðumst frekar um þessi námskeið og fleira. „Það var held ég 1973 sem þessi námskeið byrjuðu og urðu þau fljótt vinsæl og segja má að þau hafi valdið byltingu í reiðmennsku hérlendis. Hestamennskan er í ör- um vexti. Þeim fjölgar sífellt sem hestamennskuna stunda. Hérlendis er enginn reiðskóli eins og allir vita og þau reiðnámskeið sem boðið er upp á anna ekki þeirri þörf sem er á aukinni fræðslu. Á þetta bæði við um byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Það vantar bæði fleiri reiðkennara og hæfari og einnig þarf að bæta aðstöðuna fyrir reið- kennsluna svo hægt sé að lengja kennslutímabilið. Er ég þá að tala um byggingu reiðhalla en erlendis á hvert hestamannafélag sína eigin reiðhöll og ef einhvers staðar í ver- Hér leggur Reynir línurnar fyrir einn áhugasaman nemanda. Ljósm. VK öldinni er þörf á reiðhöll þá er það hér vegna veðurfarsins. Eg tel að þegar fyrsta reiðhöllin rís þá spretti þær upp hver af annarri því ég held að þetta sé ekki eins mikið mál og menn halda." Hvað með stofnun reiðskóla? „Það er full þörf á reiðskóla og tel ég að hann ætti að vera stað- settur einhvers staðar hér á Stór- Reykjavíkursvæðinu því hér er þörfin mest fyrir reiðkennslu eða eigum við að segja að hér sé mark- aðurinn stærstur. Auk kennslunnar í þessum skóla viidi ég hafa reglulega sýningar sem nemendur sæju um, einnig væri hægt að hafa mót og aðrar uppákomur yfir vetrartímann og yrði aðgangseyrir notaður í rekstur skólans. Ég held að slíkur skóli ætti að geta borið sig fjárhagslega. Bjóða þyrfti upp á 1—2 ár fyrir þá sem ætla að gera tamningar að at- vinnu sinni. Einnig yrði að bjóða upp á reiðkennaranám og að síð- ustu styttri námskeið fyrir hinn al- menna reiðmann." Telurðu að þetta ætti að vera ríkisrekinn skóli eður ei?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.