Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.07.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. JÚLÍ 1983 15 lok átta daga ferðar sinnar, kann páfi að hafa viljað gefa vísbend- ingu um að friðar í pólsku þjóðlífi væri því aðeins að vænta að ríki og kirkja næðu samkomulagi. Hvað svo sem mönnunum tveimur kann að hafa farið á milli, var fundurinn Pólverjum áminning um að Jaruzelski er enn hinn raunverulegi leiðtogi landsins. Sú ákvörðun hershöfðingjans að ferðast til Krakow kann að benda til að hann hafi dregið þann lær- dóm af komu páfa um að engar framfarir gæti verið að ræða nema í samráði við páfa og pólsku kirkjuna. Slíkum lærdómi er að sjálfsögðu erfitt að kyngja fyrir leiðtoga kommúnista í Póllandi. Þó er líklegt að mótmæli á götum Krakow hafi gramizt þeim síður en að verða vitni að því er milljón- ir Pólverja biðu klukkustundum saman í rigningu utandyra til þess eins að heyra og sjá páfa. Væru mikil firn ef kommúnistaleiðtogi í Austur-Evrópu nyti viðlíka lýð- hylli. Páfi átti stuttan fund með Lech Walesa, leiðtoga hinnar bönnuðu Samstöðu, í lok heimsóknar sinn- ar og fór fundurinn fram fyrir luktum dyrum. Þegar ljóst varð að hvorki Walesa né talsmenn Páfa- garðs myndu skýra frá innihaldi viðræðnanna komst sá orðrómur á kreik að páfi hefði farið þess á leit við verkalýðsleiðtogann að hann viki sem foringi Samstöðu. Átti kvitturinn upptök sín í ritstjórn- argrein dagblaðsins L’Osservatore Romano, sem gefið er út í Páfa- garði. Þar sagði að Walesa hefði „lotið í lægra haldi" og væri hann um það bil að „hverfa af sjónar- sviðinu". Talsmenn Páfagarðs neituðu að bragði að greinin túlk- aði sjónarmið páfa og sagði höf- undur hennar, séra Virgilio Levi, af sér daginn eftir. Sjálfur kvað Walesa upp úr um síðastliðinn sunnudag að hann væri staðráð- inn í að gegna forystuhlutverki innan Samstöðu enn um sinn. Vekur þó athygli að Walesa lét þess jafnframt getið að hann myndi ekki hreyfa mótmælum, ef einhver annar leysti hann af hólmi. Ekki hefur enn verið skýrt frá innihaldi viðræðna Walesa og páfa. Þrálátar sögusagnir eru þó á sveimi um að páfi hafi gert „kaup“ við pólsk yfirvöld um að Walesa yrði fenginn tii að víkja gegn því að herlögum yrði aflétt og verka- lýðsfélögum gefið sjálfsforræði í einhverri mynd. Þessu hefur þó verið neitað í Páfagarði, þar sem sagt er að orðrómurinn eigi við engin rök að styðjast. Aðrir halda því fram að páfi hafi ítrekað við Walesa að pólsk stjórnvöld myndu e.t.v. aldrei setjast að samninga- borði með honum aftur en það er í samræmi við yfirlýsingar stjórn- valda til þessa. í fréttum bandarískrar sjón- varpsstöðvar, CBS, sem bar fyrir • sig heimildir innan Páfagarðs, sagði í vikunni að Jóhannes Páll II hefði komist að samningum við pólsku herstjórnina um stofnun nýrra verkalýðssamtaka í landinu án þátttöku Lech Walesa. Sagði sjónvarpsstöðin að samtökin kæmu til með að bera heitið „Ný- samstaða" og myndi kaþólska kirkjan í Póllandi hafa hönd í bagga um stjórnun þeirra. Reyn- ast fregnir þessar sannar lítur út fyrir að páfi sjálfur og kaþólska kirkjan hafi axlað ábyrgðina af samningum við herstjórnina í miklu ríkari mæli en gert hafði verið ráð fyrir. Rennir það stoðum undir vangaveltur um aukin um- svif kirkjunnar í pólskum innan- ríkismálum að birtar voru fyrir- ætlanir eftir fund páfa og Jaruz- elskis um sérstakan bændasjóð kirkjunnar. Hugmyndin að sjóðn- um mun þó komin frá Glemp kardínála og var samið um sjóðinn meðan á undirbúningsviðræðum stóð fyrir komu páfa. Tvísýnt um árangur Ein áleitnasta spurningin, sem að ferð páfa snýr, er hvers vegna höfðingja og Lech Walesa er enn- þá óvíst hverju Póllandsför hans kann að hafa komið til leiðar. Þeg- ar er þó ljóst að heimsóknin hefur hrundið af stað harðvítugri deil- um innan pólska kommúnista- flokksins en búist var við í byrjun. Varðandi tilgang Jaruzelskis með því að taka við páfa er deginum ljosara að tilraunir hans til að réttlæta herstjórn sína í augum Pólverja og umheimsins hafa runnið út í sandinn. Förin sannaði að stór hluti pólsku þjóðarinnar lítur á páfann sem leiðarljós bar- áttu sinnar. Þrátt fyrir að yfirlýs- ingar Páfagarðs bendi til hins gagnstæða, er einnig auðsýnt að páfi ætlar kaþólsku kirkjunni í Póllandi að fara með stórt póli- tískt hlutverk — en sú afstaða skýtur skökku við sjónarmið páf- ans í málefnum ríkis og kirkju í ferð hans í Suður-Ameríku fyrir nokkrum mánuðum. Hvað snertir óskir Jaruzelskis um að vestræn ríki taki stjórn hans í sátt er margt undir honum sjálfum komið. í orðsendingu, sem bandarísk stjórnvöld sendu Jaruz- elski í vikunni segir að Bandaríkin muni byrja að losa um viðskipta- hömlur ef yfirvöld í Varjsá geri ráðstafanir í frjálslyndisátt. Sam- kvæmt talsmönnum stjórnarinnar í Washington hafa Atlantshafs- bandalagsþjóðirnar rætt sín á milli að undanförnu hvernig bregðast skyldi við ef pólska stjórnin léti af því verða að sleppa pólitískum föngum og tæki upp viðræður á ný við leiðtoga frjálsra verkalýðsfélaga. Engar opinberar vísbendingar hafa þó verið gefnar í Varsjá eða Páfagarði um að sam- ið hafi verið um slökun á þeim þvingunaraðgerðum, er fylgdu í kjölfar herlaganna 1981. í augnablikinu er ekki annað að sjá en að pólska stjórnin hyggist sitja fast við sinn keip. Hún hefur neitað að taka upp þráðinn í við- ræðum við Lech Walesa eða gefa frjálsum verkalýðsfélögum lausan tauminn. Hershöfðinginn hefur þó látið að því liggja að herlög kunni að verða numin úr gildi í júli í sumar. Tvennt veldur að Jaruzelski er undir meira álagi nú að för páfans lokinni. Annars vegar virðist pólskur verkalýður staðráðnari en áður í að berjast gegn óréttlæti og kúgun stjórnarinnar og hins vegar hefur heimsóknin orðið vatn á myllu harðlínumanna innan kommúnistaflokksins, er telja hvers kyns eftirgjöf við kirkju eða verkalýð glapræði. Hvað svo sem Jaruzelski tekur til bragðs er afar ósennilegt að horfið verði aftur að þeirri tvíræðu stefnu, sem ferð- inni réð fyrir komu páfa. Virðist sem Jaruzelski eigi aðeins um tvo kosti að velja. Hann getur annað hvort reynt að miðla málum í samkomuiagsátt eða reitt hamar- inn til höggs á ný. Margir eru eigi að síður þeirrar skoðunar að stjórnin muni reyna að halda í horfinu enn um sinn. Sjálfur páfi virtist ekki gera ráð fyrir grundvallarbreytingum í bráðina og miðaði boðskap sinn við hægfara umbætur. Hann lagði áherslu á að frelsi yrði ekki keypt án fyrirhafnar og ræddi um ávöxt þjáningarinnar, trú og vongleði. Hann gat einnig um hinar póli- tísku afleiðingar af landafræði- legri stöðu Póllands og viður- kenndi þær hömlur sem bandalag við Sovétríkin hefði í för með sér. Sú yfirvegun og varfærni, sem páfi auðsýndi í för sinni hefur þó ekki fengið hljómgrunn hvar- vetna. Áhrifamikill bandarískur dálkahöfundur, William Safire, gagnrýndi í vikunni siðferðisvit- und páfa: „K'.rkjunni er annað veifið nauðsynlegt að gera kaup við alræðisöflin til að halda velli, en það er rangt af henni að veikja stöðu baráttumanna pólitísks frelsis með því að þykjast hafa umboð þeirra. Hlýðni við drottinn þarf ekki að hafa í för með sér auðsveipni við harðstjóra.” Enn er of snemmt að segja til um hver áhrif Póllandsför páfa mun hafa á aðstæður í Póllandi eða sambúð austurs og vesturs. Páfi kom og sá, en hvort ferð hans verður fagnað sem sigurför ræðst meðal annars af því hvernig til tekst um orrustur sem framundan eru. Aðgát páfa ber þess vitni að líkt og hetjukonungurinn Sobieski sé hann minnugur þess að úrslitin ráðast ekki einungis af athöfnum manna heldur einnig af æðri for- sjón. í kveðjuorðum sínum í Krak- ow komst Jóhannes Páll II svo að orði: „Ég óska þess að á polskri grundu reynist gott öflugra iliu og hafi sigur í krafti hinnar heilögu meyjar í Jasna Gora. Fyrir þessu hef ég beðið." (Heimildir: Observer, Guardian, AP, Newsweek, Herald Tribune). stjórnvöld féllust á að hann kæmi. Eins og áður er getið varð fyrri heimsókn páfa til að gefa frelsis- baráttu verkalýðsins vind í seglin. Seinni heimsóknin virtist einnig til þess fallin að treysta stöðu kirkjunnar og endurnýja baráttu- þrek verkamanna. Frá sjónarhóli Jaruzelskis gat hún á hinn bóginn haft lítið annað í för með sér en áhættu og óvissu. Margt bendir þó til að herstjórnin hafi ætlað að hagnast af förinni. í fyrsta lagi var Jaruzelski án efa umhugað að réttlæta stjorn sína í augum þjóð- arinnar og vonaði hann því að páfi stillti í hóf pólitískri gagnrýni sinni. í öðru lagi virðist Jaruzelski hafa látið sig dreyma um að för páfa kæmi því til leiðar að Atl- antshafslöndin afléttu viðskipta- hömlum sem sett voru á eftir að herlög í Póllandi tóku gildi. Draga má sömu niðurstöðu af ummælum annarra pólskra ráðamanna. Varaforsætisráðherra landsins, Mieczyslaw Rakowski, lýsti því t.d. yfir skömmu fyrir heimsókn- ina að hún myndi gera Pólverjum kleift að brjótast út úr einangrun sinni á alþjóðavettvangi. Meira en vika er nú liðin frá því Jóhannes Páll II snéri aftur til Páfagarðs. Þar sem talsmenn kirkjunnar hafa enn ekki fengist til að leysa frá skjóðunni um við- ræður páfa við Jaruzelski hers- Æðri máttarvöld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.