Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.07.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚLÍ 1983 17 „Til að túlka tilfinningar með Ijóðasöng verður að hafa tœknilegt vald á röddinni“ — segir Elly Ameling undan. Daginn fyrir þessa tón- leika var ég boðin í veizlu sem ég hefði mjög gjarnan viljað fara í, en það kom ekki til greina. Það að vera í margmenni og þurfa að hækka róminn til að geta talað við næsta mann, eins og óhjá- kvæmilegt er þegar margir eru saman komnir, hefði komið niður á frammistöðunni á tónleikunum. Daginn fyrir tónleika gæti ég þess að hafa hægt um mig. Ég snæði kvöldverð, helzt í einrúmi eða með einni annarri manneskju, og svo fer ég snemma að sofa. Daginn sem tónleikarnir eru fer ég svo í gönguferð helzt langa. Svo ætla ég mér góðan tíma til að hafa mig til fyrir tónleikana, legg mig smá- stund og fer í bað, snyrti mig og þessháttar. Einu sinni var ég í Björgvin og sama dag og ég átti að syngja lagði ég upp í mikla göngu- ferð. Veðrið var unaðslegt og ég rásaði um fjöll og firnindi, miklu lengur en ég hafði ætlað mér. Það endaði nú með því að ég villtist og mér var hætt að standa á sama því að það var farið að líða að kvöldi. Ég var eiginlega farin að sjá fram á það að þegar tónleikarnir ættu að hefjast yrði Elly Ameling ekki viðstödd af því að hún yrði enn að villast uppi á reginfjöllum. Þá kom ég að læk og hugsaði með mér að bezt væri að ganga niður með honum því að þá hlyti ég fyrr eða síðar að komast niður á jafnsléttu, sem reyndist rétt vera. Ég komst svo loks í gistihúsið þremur stund- arfjórðungum áður en tónleikarn- ir áttu að byrja. Tíminn var naumur en ég náði að sofna í tíu mínútur og hafa mig svo til í snatri. Ég kveið því að eftir svona ævintýri mundi ég ekki syngja nógu vel, en hvað gerðist? Ég held ég geti fullyrt að aldrei hafi ég sungið jafnvel og á þessum tón- leikum. Ég held að fjallaloftið og öll þessi fegurð sem ég var um- kringd þennan dag hafi skilað sér í söngnum." „Hvað gerirðu þegar þú ert ekki að iðka tónlist?" „Allt sem ég tek mér fyrir hend- ur helgast eiginlega af tónlistinni. Það má eigintega orða það svo að tónlistin sé í mér og ég í tónlist- inni. Ég les talsvert en það sem ég les er yfirleitt tengt tónlist. Ég hef ákaflega gaman af að lesa ævisög- ur tónlistarmanna. Og svo hef ég yndi af að ferðast og sjá hvernig fólk lifir í fjarlægum löndum. Ég held að maður læri ekki eins mikið á neinu og því að „spekúlera" í fólki. Ég ferðast mjög mikið og er oftast ein mins liðs. Stöku sinnum kemur maðurinn minn með mér, eins og t.d. núna. Mér fannst upp- lagt að taka hann með til Islands. Hann er stór og sterklegur maður, hrjúfur nokkuð, og ísland er hrjúft land, svo mér fannst trúiegt að ísland hæfði honum ágætlega eins og reyndar kom á daginn. En mér mundi aldrei detta í hug að fara með hann til Japans," segir hún og hlær hjartanlega. „Það kynni ekki góðri lukku að stýra. Japanir eru svo fíngerðir og allir þeirra siðir og háttalag svo frá- brugðið því sem tíðkast í okkar heimshluta. Ég hugsa að hann kynni ekkert að meta Japani og enn síður býst ég við að þeir kynnu að meta hann,“ segir hún og hlær enn meir. „Ertu aldrei einmana á þessum ferðalögum?" „Nei. Ég hef mikla þörf fyrir einveru. Kannski af því að ég er einbirni, ég veit það ekki. Menn hafa mismunandi mikla þörf fyrir að vera einir með sjálfum sér. Sumir eiga bágt með að þola ein- veru, öðrum er hún munaður. Vit- askuld hef ég þörf fyrir félagsskap og ég á vini sem ég met mjög mik- ils. En einveran er líka nauðsyn- leg, kannski til þess að geta síðan virkilega notið þess að vera með þeim sem manni þykir vænt um.“ — Á.R. Elly Ameling í heimkynnum sínum í Hollandi. Hundarnir tveir, Florestan og Eusebius, eru nefndir eftir persónum úr tónbókmenntunum. Þetta eru grá- hundar, hálfbræður reyndar, ellefu ára að aldri. Það jafngildir 77 mannsár- um, enda segir Elly að þeir séu orðnir ellimóðir og eigi þvf miður ekki langt eftir. „Við eigum engin börn hjónin," segir hún, „svo það verður tómlegt þegar þeir eru ekki hjá okkur lengur. Maðurinn rainn er því mótfallinn að við tökum þá að okkur nýjan hund. Honum finnst hundahald svo bindandi, en ég er að vona að hann verði svo einmana að hann skipti um skoðun." Við hvetjum alla Kópavogsbúa og aðra velunnara Breiðabliks að fjölmenna á Kópavogsvöll og hvetja til sigurs BREKKU ^^■TAL Breiðabliksmenn í stærri og glæsilegri verslun Brekkuvals Hjallabrekku 2 Hjallabrekku 2, sími 43544. mm v'' _<v Þeir halda merkinu uppi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.