Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. JÚLÍ 1983 3 Sólin gekk í lið með veislugestunum, skein án afláts og lagði sitt af mörkum til að gera daginn eftirminnilegan. Ljósm. AGA. Lokuðu götunni og héldu upp á afmæli f BLÍÐSKAPARVEÐRI, tuttugu stiga hita og sól, bar svo við á laugardaginn að haldin var sérstök afmælisveisla í götunni Litlagerði á Húsavík. Var þar haldið upp á afmæli fjögurra ungmenna, sem við götuna búa, þeirra Katrinar Guðjónsdóttur, sem varð fjögurra ára, Halldórs Stefánssonar sem varð 6 ára, Astu Hreinsdóttur sem varð 5 ára og Ragnars Amars Guðmundssonar sem varð þriggja ára. Með leyfi lögreglunnar var götunni lokað í báða enda og síðan sett upp langborð eftir endilangri göt- unni og tjaldvagn, sem gegndi hlutverki eldhúss. Á langborðingu var komið fyrir tertum og kaffi, en úr tjaldvagningum var útbýtt grilluðum pylsum og gosi. Um 60 manns samglöddust afmælisbörnunum í veislunni, en öllum íbúum götunnar var boðið til hennar. Afmælisbörnin fjögur úr götunni. Fyrir framan standa þau Ragnar Arnar Guðmundsson og Katrín Guðjónsdóttir, en fyrir aftan eru Halldór Stef- ánsson og Asta Hreinsdóttir. Flugleiðir: Hætta áætlunar- flugi til Grænlands FLUGLEIÐIR hafa ákveðið að hætta beinu áætlunarflugi milli íslands og Grænlands í kjölfar ákvörðunar samgönguráðuneytisins að veita Helga Jónssyni, flugmanni, heimild til regiubundins áætlunarflugs milli landanna. Vegna málsins sendu Flugleiðir frá sér eftirfarandi greinargerð: Samgönguráðuneytið hefur upplýst, að það hafi veitt Helga Jónssyni leyfi til reglubundins áætlunarflugs til Grænlands og jafnframt falli þá niður áætlun- arleyfi Flugleiða. Með þessari ákvörðun eru allar forsendur fyrir áframhaldandi áætlunarflugi Flugleiða milli Islands og Græn- lands í sumar brostnar. Félagið hefur því ákveðið að hætta flugi til Narssarssuaq þegar i stað og verður send flugvél eftir þeim far- þegum Flugleiða sem þar dvelja. Flugleiðir, og áður Flugfélag fs- lands, hafa um áratugi sinnt Grænlandsflugi. Flugfélagið hóf flug þangað árið 1950 og flutti þúsundir farþega til Narssarssu- aq, Syðri-Straumfjarðar, Meist- aravíkur og Thule. Um árabil voru tvær vélar félagsins staðsettar á Grænlandi og önnuðust ískönnun- ar- og sjúkraflug. Brautryðjenda- starf Flugfélags íslands og Flug- leiða, sem og starfsmanna hefur, hlotið sérstaka viðurkenningu stjórnvalda í Danmörku og Græn- landi. Flugleiðir hafa undanfarin sumur haldið uppi áætlunarflugi til Narssarssuaq í samstarfi við SAS. Hafa Flugleiðir varið veru- legu fé til að auglýsa Grænlands- ferðir víða um heim. Þegar SAS hætti millilendingum á flugleið- inni Kaupmannahöfn-Narssarssu- aq hófu Flugleiðir þegar í stað undirbúning þess að taka upp þráðinn á eigin spýtur svo reglu- bundnar samgöngur milli íslands og Grænlands legðust ekki af. Fé- lagið sótti um og fékk leyfi til að fljúga áætlunarflug tvisvar í viku milli Keflavíkur og Narssarssuaq frá því í júní og fram í ágúst. Flogið hefur verið á Boeing-þotum félagsins og sérstakt átak gert til að auglýsa þetta flug erlendis. Meðal annars var boðið upp á sér- ferðir til íslands og Grænlands- ferð innifalin. Sömuleiðis voru ís- lendingum boðin sérlega hag- kvæm kjör í þessu flugi. Aðsókn í áætlunarflugið til Narssarssuaq var minni en menn gerðu sér vonir um. Hins vegar var ákveðið að halda fast við aug- lýsta áætlun með það i huga, að verið væri að byggja upp flug til framtíðar á þessari leið. Með því að færa öðrum aðila leyfi til að sinna áætlunarflugi milli tslands og Grænlands er búið að svipta Flugleiðir öllum möguleikum til að byggja upp og treysta þennan markað. Félagið á því ekki ann- arra kosta völ en hætta rekstri á þessari áætlunarleið þegar í stað. Farþegar sem eiga staðfestar bók- anir munu eiga völ á öðrum ferð- um í staðinn, til dæmis til Kulus- uk, en leiguflugi verður haldið áfram þangað. Þeir sem þess óska frá farseðla sína endurgreidda. Leyft að veiða 1100 hreindýr ÁÆTLAÐ er að hreindýraveiðar hefjist 20. ágúst nk. og að þeim Ijúki 20. september, samkvæmt þeim upp- lýsingum sem Mbl. aflaði sér hjá Runólfi Þórarinssyni, fulltrúa í menntamálaráðuneytinu. Runólfur sagði að á þessu tíma- bili yrði leyft að veiða 1.100 dýr en í fyrra hefði verið leyft að veiða með öllum viðbótarleyfum 865 dýr. Hins vegar hefðu þá einungis veiðst um 760 hreindýr. Runólfur sagði einnig að í sumar hefði hreppsnefnd Jökuldalshrepps heimild til að sjá um hreindýra- veiðar í hreppnum til reynslu og að hún gæti því veitt íslenskum sportveiðimönnum, sem fullnægja öllum skilyrðum, leyfi til að fella hreindýr undir eftirliti hreindýra- eftirlitsmanns. Þá hefur hreppstjórinn í Helgu- staðahreppi kært veiðimenn fyrir ólöglega hreindýraveiði í fyrra innan hreppsmarkanna. Kæran hefur nú verið send til ríkissak- sóknara. DAIHATSU 850 háþekjusendibíll Nýr og frábær valkostur fyrir þá sem þurfa lítinn, sparneytinn en rúmgóöan sendibíl vegna eigin atvinnureksturs eða annarra nota. Verð aðeins kr. 185.300.- með öllu QAlHATSU J . V Þetta er DAIHATSU 850 3 heteösludyr 3 strokka 850cc 41 hö din vél (hln frábæra DAIHATSll CHARADE vél í nýrri útfærslu) Eigin þyngd 740 kg Buröarþot 680 kg 12“ hjólbaröar Snúningsradíus 4,0 m Lengd 3,20 m Breidd 1,40 m Hæö 1,90 m HaBð undir lægsta punkt 17,5 cm Til afgreiðslu strax Vidurkennd gæði, viðurkennd þjónusta. DAIHATSU-umboðið, Ármúla 23, 85870 — 81733.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.