Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.07.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 9 máD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 200. þáttur Nú ætla ég að leitast við að gera nokkur skil því mikla bréfi sem ég fékk frá Ríkharði Pálssyni í Reykjavík og birtist í síðasta þætti. Um nauðsyn fræðslu um skyldleika og uppruna orða er ég honum sammála. Mér finnst þessi fræðigrein af- skaplega skemmtileg, en viður- kenni á hinn bóginn að hún er mjög erfið og vandmeðfarin. Orðsifjar eru ekki alltaf ljósar, og því verða tilgátur mikill hluti orðsifj'. • ðinnar. Jan de Vries hefur um það skemmti- legar tilbreytingar í orðavali (á þýsku), þegar hann veit ekki fyrir víst í sinni ágætu bók um orðsifjar í fornnorrænu máli, Altnordisches Etymologisches Wörterbuch. Fyrir mér stendur þetta þannig, að upprunaskýring sé „rétt“, ef hún brýtur ekki gegn lögmálum hljóðfræðinnar né heldur á móti heilbrigðri skynsemi. Þá er að vísu eftir sá mikli vandi að koma sér saman um mörk og skilgreiningu „heilbrigðrar skynsemi". En mér þykir til dæmis skýring, sem ég sá einhverju sinni á orðinu Fenrisúlfur, brjóta gegn margnefndri skynsemi. Skýr- ingin var eitthvað á þessa leið: Fenrisúlfur stendur fyrir eldra ★Fen-hrís-úlfr og merkir þá úlfur sem hefst við í hrísi vöxnu feni. Látum hljóðfræð- ina í þessu liggja milli hluta, en hvar er að finna hrísivaxið fen og þó öllu fremur þann úlf sem vildi vera vistfastur í því- líku feni, ef það fyndist? Fleiri eru að vísu upprunaskýringar á Fenrisúlfi, en slíkar, að ekki er furða, þótt Jan de Vries segi um úlfsheitið Fenrir að merkingin sé „unsicher". Prófessor Alexander Jo- hannesson varði drjúgum hluta ævi sinnar til þess að semja stórvirki sitt á sama sviði og Jan de Vries, en hjá Alexander eru skýringar einn- ig á þýsku, svo að notagildi bókarinnar fyrir okkur íslend- inga er takmarkað. Vöntun íslenskrar orðsifja- bókar er mjög bagaleg, og hlýt ég að taka hiklaust undir með Ríkarði Pálssyni í þessu efni. Ég líki því ekki saman hvað enskar orðabækur með upp- runaskýringum, t.d. Cassels, eru mér miklu gagnlegri og skemmtilegri heldur en þær sem ekki geta orðsifja. Ríkarður Pálsson lagfærði svolítið hjá mér stílinn, þar sem ég skýrði orðið valkyrja, en það breytir engu um merking- una. Valur táknar í þessu sam- bandi fallnir menn á vígvelli, vafalítið rótskylt velja, og kyrja (skylt kjósa) er þá sú sem kýs. Orðið kostaboð skýrir Sig- urður Nordal svo í Eglu (70. kap.): „boð, þar sem mönnum eru gerðir kostir". En eins og bréfritari heldur, hefur orðið kostaboð breytt merkingu á síðari öldum. Þó skal þess get- ið að Sigurður Nordal telur í Egluskýringum að nútíma- merkingin, sem brátt getur, komi einnig fyrir í fornu máli. í hinni miklu orðabók Jo- hans Fritzners yfir fornnor- rænt mál eru tekin 4 dæmi úr sögum: Vopnfirðinga sögu, Heilagra manna sögum. Sturl- ungu og Maríu sögu. I öllum þeim dæmum merkir kostaboð „Tilbud hvorved der gives nog- en Valg mellem to Ting“. Sem sagt, um eitthvað tvennt er að velja, en ekki kemur fram hvers eðlis. í orðabók Sigfúsar Blöndals merkir kostaboð að- eins „udmærket, fordelagtigt Tilbud", það er hið ágætasta og hagfelldasta boð, og sama er uppi á teningnum í orðabók Menningarsjóðs. Þannig hefur hin hlutlausa merkingorðsins kostur horfið í þessari sam- setningu, gæðamerkingin ein eftir, sbr. mannkostir. Hvers vegna veit ég ekki. Þá eru það orðin handverks- bakari, kraftlyftingar, öldrunar- ráð, nýburi og fólkv -:gur. 1. Handverksbakari. Þetta orð mun til komið, eftir pð vél- tækni ruddi sér til rúms í bak- araiðn. Tóku þá vélar ýmiss konar ómak af mönnum sem áður höfðu notað hendurnar til verksins. Var þetta einkum í stórfyrirtækjum. Þegar gamla aðferðin er viðhöfð, einkum í litlum fyrirtækjum, verður til orðið handverksbakari til að- greiningar. Orðið er reyndar hrá danska, segir mér Páll Stefánsson á Akureyri. Mér þykir það ekki viðfelldið. Væri hægt í bili að hugsa sér stytt- inguna handbakari? Sbr. hand- setjari og vélsetjari í prent- verki. 2. Kraftlyftingar. Bernharð S. Haraldsson á Akureyri fræddi mig svo: Upphaflega var þetta allt saman kallað lyftingar, en síðan var farið að greina á milli þess sem nú er kallað ólympískar lyftingar eða bara lyftingar, þ.e. snörun og jafn- höttun, og hins vegar kraftlyft- ingar sem eru hnébeygja, bekkpressa (stundum ranglega nefnd bakpressa) og réttstöðu- lyfta. 3. Öldrunarráð. Eftir því sem ég kemst næst, þegar þetta er skrifað, á slíkt ráð að fást við málefni þeirra sem ná háum aldri, ekki að „aldrast", eins og Ríkarður spyr að vonum. Ég veit ekki betur en orðið öldrun sé nýyrði fyrir enska orðið ag- ing sem mér skilst að merki það að verða gamall. Ef þetta er réttur skilningur, væri munurinn á öldrun og elli sá, að fyrra orðið merkti það að verða gamall, en hið síðara að vera gamall. Það má vera sér- viska úr mér, að orðið öldrun hefur ekki fallið að mínum málsmekk. Eru ekki allir alltaf að eldast, á meðan þeir lifa, og ef við höfum ríka þörf fyrir orð sem samsvari e.aging, e.gum við þá ekki að reyna aftur? Ég bið lesendur hér liðsinnis vegna fáfræði minnar og úr- ræðaleysis. 4. Nýburi. Ég sé ekki þörf fyrir þetta orð, ef það merkir sama og ungbarn eða reifa- barn. Ef við viljum láta í ljósi að barn sé mjög ungt, jafnvel alveg nýfætt, væri þá ekki ein- faldast og nærtækast að nota hið stutta, gamla og laggóða orð jóð? Þar af kemur jóðsótt sem heitir léttasótt öðru nafni. Það er eins og önnur kenni- mynd af sögninni *auða — jóð — jóðum — auðið sama sem fá eða hljóta. Hún lifir nú aðeins í fjórðu kennimynd, en reynd- ar mjög góðu lífi, t.d. í orða- sambandinu að verða svo og svo margra barna auðið. 5. Fólkvangur. Svo segir í Grímnismálum: Fólkvangur heitir, en þar Freyja ræður sessa kostum í sal. Hálfan val hún kýss hverjan dag, en hálfan Óðinn á. Hér er Freyja valkyrja. En Fólkvangur merkir orustuvöll- ur. Mér hefur því fundist, eins og Ríkarði, að of mikill bar- dagabragur væri enn á því orði til þess að láta það tákna úti- vistarsvæði friðsams fólks. Mér finnst, eins og honum, að lýðvangur væri betra orð um það fyrirbæri, jafnvel þótt orð- ið lýður hafi stundum fólgna í sér niðrandi merkingu. Að lokum tek ég undir hvatningu Ríkarðs til nýyrða- smiða að láta í upphafi fylgja nýsmíðinni hið erlenda orð, sem þeir hafa gert annað ís- lenskt í staðinn fyrir. Dæmi: greinargapi í staðinn fyrir fag- idiot. Framkvæmdastjórn Alþýðusambands Suðurlands: Mótmælir harðlega af- námi samningsréttar „Framkvæmdaastjórn Alþýðu- sambands Suðurlands mótmælir harðlega afnámi samningsréttar og skerðingu umsaminna verðbóta á laun með bráðabirgðalögum," segir í upphafi samþykktar sem gerð var á fundi framkvæmdastjórnar Alþýðu- sambands Suðurlands 25. júní sl. Þar segir ennfremur: „Á sama tíma og verkalýðshreyfingin er svipt samningsrétti er stefnt að þvílíkri rýrnun kaupmáttar að næstu samningar þyrftu að fela í sér um 40% kaupmáttaraukningu ef vinna ætti upp það sem tapast hefur frá meðaltali síðasta árs. Boðaðar hafa verið mildandi að- gerðir með þessari kjaraskerð- ingu. Ennþá bólar ekkert á þeim og verðlag hækkar hröðum skref- um, því skorar framkvæmda- stjórnin á aðildarfélög sín að segja upp gildandi kjarasamning- um eigi síðar en fyrir 1. ágúst nk. Framkvæmdastjórn Alþýðu- sambands Suðurlands beinir þeirri eindregnu áskorun til stjórnvalda og stfórnmálaflokka, að nú þegar verði brotið blað í efnahagsstjórn og að sem víðtæk- astri samstöðu verði náð um stefnu sem taki mið af ástandi þjóðmála hverju sinni, í samráði við verkalýðshreyfinguna." Hafnarfjörður Nýkomið tii sölu: Hraunbrún, vandaö tveggja hæöa steinhus, alls um 160 tm. Á neöri hæö tvær samliggjandi stofur, eldhús og þvottahus. Á efri hæö fjögur herb., baö og skáli. Ný eldhúsinnrétting. Fal- leg lóö. Inréttaöur bilskúr. Til greina kemur aö skipta á minni íbúð. Noróurbraut, litiö og vandað járnvariö timburhús, hæö og ris, alls um 70 fm. Laust strax. Ný eldhúsinnrétting. Sléttahraun, 3ja—4ra herb. mjög vönduö og falleg íbúö um 100 fm. Nýleg teppi og góöur bílskúr. Öldutún, 2ja herb. íbúö á jarö- hæö. Sér inngangur. Ný eldhús- innrétting og ný teppi. Sér- þvottahús. Lækjargata, 3ja herb. falleg risíbúö í timburhúsi á góöum stað. Fallegt útsýni. Vitastígur, einbýlishús, stein- hús. 3 herb. og eldhús á hæö og tvö herb. Skáli, baö og þvottahús í kjallara. Rólegur staður. Hornlóð. Álfaskeið, 3ja herb. ibúö á 2. hæð. Bílskúr. Barmahlíð Reykjavík, 6 herb., aöalhæö um 170 fm. Keflavík, 3ja herb. 80 fm íbúö við Hringbraut. Ennfremur til sölu ýmsar aðrar eignir í Hafnarfirði og víðar. Opiö kl. 1—4 í dag. FASTEIGNASALA Árna Gunnlaugssonar Austurgötu 10 — S: 50764 VALGEIR KRISTINSSON, HDL. f------------\ Opið frá 1—3 2ja herb. Braaðratunga — Kóp., ca. 50 fm ósam- þykkt. 3ja herb. Skaiðarvogur, 85 fm ibúö á jaröhaað. Skipti á 2ja herb. íbúö meö paninga- milligjöf. Goðatún, ca. 60 fm m. 45 fm bílskúr. Sólheimar, ca. 96 fm i lyftublokk. Sörlaskjól, ca. 70 fm í kjallara. Kríuhólar, ca. 90 fm á 7. hæö m/bil- skúr. 5 herb. Vesturberg, ca. 110 fm á 3. hæö. Sér- lega falleg ibúö. Kleppavegur, ca. 117 fm. 25 fm ein- staklingsibúö i kjallara Álfheimar, 118 fm íbúö á 3. hæö i skipt- um fyrir 2ja—3ja herb. ibúö í sama hverfi. Fornhagi, ca. 100 fm i blokk. Hraunbaar, ca. 100 fm i blokk Njarðargata, 68x2 fm hæö og ris. Verö 1300 þús. Moagerði, ca. 90 fm m. bilskúr. Stelkahólar, 100 fm á 3. hæö Skipti æskileg á jaröhæö. Dvergabakki, ca. 140 fm á 2. hæö. Sérhæöir Njörvaaund, 100 fm m/bilskúr. Radhús og einbýli Einbýli Vogum Vatnsleysuströnd, 2x113 fm meö btlskur. Skipti möguleg á 4ra herb. ibúö i Hafnarfiröi. Verö 1,8 millj. Bollagaröar, 230 fm m/bílskúr. Sæviðarsund, raöhús ca. 150 fm m/bílskúr. Arkarholt, 143 fm. 43 fm bílskúr. 4 svefnherb. Ræktuö lóö. Tunguvegur kjallari og tvær hæöir. Alls 130 fm. Bilskúrsréttur. Vantar Höfum kaupanda aö einbyli i Vesturbæ eöa úti á Nesi. Höfum kaupanda aö sérhæö i austur- bænum. Höfum kaupanda aö söluturni. Veist þú um einhverja H’_________góóa frétt? ringdu þá í 10100 Vantar allar geröir eigna á skrá. MARKADSPÍÖNUSTAN INGÓLFSSTRÆTI 4, SIMI 26911 Róbert Árni Hreiðarsson hdl Halldór Hjartarson Anne E. Borg. J SIMAR 21150-21370 S01USTJ IARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0ROARS0N HDL Til sölu og sýnls auk annarra eígna: Endaraðhús — úrvals eign 5—6 ára við Fjarðarsel um 155 fm á 2 hæöum. Neöri hæö: 2 saml. stofur, eldhús, þvottahús, skáli, snyrting og forstofa Efri hæö: 3 rúmgóö svefnherb., glæsilegt baö. Rúmgóöur sjónvarpsskáli. Stór geymsla. Suöursvalir. Allar innréttingar sérsmiöaöar. Bilskúrsréttur. Glæsileg fullfrágengin lóö. Ákv. sala. Teikning á skrifstofunni. Sérhæö — skammt frá Háskólanum 6 herb. neöri hæð viö Tómasarhaga um 150 fm. Sérþvottahús. Sérhita- veita. Sérinngangur. Bílskúr um 30 fm. Ákv. sala. 3ja herb. góðar íbúðir við: Dalsel, 3. hæð um 100 fm. Óvenjustör bílhýsi. Laus fljótlega. Engihjalla, 3. hæð. 80 fm. Parket, lyfta. Útsýni. Laus 1. sept. nk. Blikahóla, 3. hæö, 87 fm. Stór og góð. Laus strax. Útb. aöeins 825 þús. 4ra herb. íbúöir við: Hlemmtorg, hæö og ris um 80 fm. Sórhiti. Sérinng. Laus slrax. Góó kjðr. Sólvallagötu, 1. hæö. 90 fm. Sór hiti. Endurbætt. Sanngjarnt verö. Laugateig, aðalhseö um 117 fm. Þríbýli. Bilskúr. Skuldlaus. Álftahóla, um 105 fm mjög góö, Bílskúr. 3ja hæða blokk. Lindarbraut, 1. hæö. 125 fm. Sérhiti, sérinng., sérþvottahús. Álftamýri, 4. hæö 105 fm. Suöuríbúö. Bílskúr. Mikiö útsýni. í smíðum án vísitölu Glæsilegt endaraöhús á 2. hæðum á útsýnisstaö i Selási. Innbyggöur bilskúr. Afh. fokhelt eftir nokkrar vikur. Ákv. aala. Teikning á skrifstof- unni. 6 herb. glæsileg íbúð með bílskúr í háhýsi viö Asparfell um 136 fm. 4 rúmgóö svefnherb. Sérinng. af gangsvölum. Lyfta. Mikið útsýni. Næstum akuldlaus. Laus strax. Eyrarbakki — hagkvæm skipti Til sölu nýtt einbýlishús, íbúöarhæft, ekki fullgert meö 4—5 svefnherb. Skipti möguleg á á 3ja—4ra herb. ódýrri íbúð i Reykjavík eöa nágrenni. Ákv. sala. Teikning á skrifstofunni. Góð 4ra herb. íbúö óskast í Garðabæ helst i Móahverfi. Mjög góó útb. Þurfum að útvega m.a.: 4ra—5 herb. íbúö á 1. hæö í Háaleitishverfi. Húseígn með 2—3 íbúóum i Hafnarfiröi. Húseign í smíðum, helst i Suöurhliöum. Sérhæó eöa einbýli i vesturborginni eöa á Nesinu. Mikil og góð útb. fyrir rétta eign. Opið í dag, laugardag, kl. 1—5. Lokaó á morgun, sunnudag. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 SIMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.