Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 24.07.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 Einar BencdikLsson scndiherra. (Ljósm. ÓI.K.M.) tækjasamvinnu milli íslenskra og nígerískra aðila í sjávarútvegi. Þeir vilja hins vegar ekki selja olíu í vöruskiptum. Helstu fram- leiðsluvörur þeirra til útflutnings þar fyrir utan eru landbúnaðar- vörur ýmsar, svo sem kókó og jarðhnetur. Markaður fyrir þann varning er takmarkaður hér. Þess vegna hljótum við að staðnæmast við fyrirtækjasamvinnuna í vangaveltum um þetta. Samstarf í útgerð myndi felast í því að við tækjum þátt í fiskveið- um undan vesturströnd Afríku, kannski á skipum frá okkur." — Höfum við ekki átt sam- vinnu við Nígeríumenn í flugmál- um? „Flugleiðir hafa stundað flutn- inga á pílagrímum frá Nígeríu til Mekka og auk þess leigt vélar með áhöfnum til innanlandsflugs í Nígeríu. Þessi samvinna hefur gefið góða raun. fslendingar hafa aflað sér mikils trausts í flugmál- um í Nígeríu." — Svo við snúum okkur að Bretlandi. Verður þú var við kala í okkar garð vegna fyrri landhelgis- deilna? „Það gætir mikillar velvildar í garð íslendinga í Bretlandi. Stjórnvöld þar í landi hafa tekið mér með miklum ágætum og sömu sögu er að segja um móttökur annars staðar. Eg varð þess strax var við komu mína til Bretlands í Svarta gullið og skreiðin Texti: BJÖRN BJARNASON Einar Benediktsson, sendiherra ísiands í London, hefur víðtæka reynslu af viðskiptahlið utanríkis- þjónustunnar. Hér er rætt við hann um þau mál og þó sérstaklega skreiðarsölu til Nígeríu. Hvern hug bera Bretar í útgerðarbæjum til íslendinga? Á að sameina utanríkisráðuneytið og viðskiptaráðuneyt- ið? Hver voru áhrifin af heimsókn forseta íslands til Bretlands? „Verkefnin í utanríkisþjónust- unni eru margvísleg en lengst hef- ur starf mitt heima og erlendis að verulegu leyti tengst alþjóðlegri samvinnu í efnahags- og við- skiptamálum,“ sagði Einar Bene- diktsson, sendiherra, í samtali okkar á dögunum og hann lýsti dvölinni erlendis almennt með þessum hætti: „Frá 1956 höfum við fjölskylda mín dvalist þrisvar sinnum lengi i París og einu sinni í Genf, samtals í yfir 20 ár. Þeir eru orðnir býsna margir fundirnir sem ég hef setið í OECD, EFTA, GATT og víðar sem fulltrúi ís- lands. Reyndar var það snar þátt- ur starfsins í París að sinna um- dæmislöndum sendiráðsins þar. Nú erum við nýlega flutt til Lond- on og þar eru verkefnin einungis tengd tvíhliða samskiptum við umdæmislöndin sem eru auk Bret- lands, Holland, írland og Nígería." — Þegar þú varst sendiherra í París sinntir þú meðal annars hagsmunagæslu i Portúgal og frá London gætir þú málefna okkar í Nígeríu. Það hefur verið ályktað um það af skreiðarútflytjendum, að stofna bæri íslenskt sendiráð í Lagos, höfuðborg Nígeríu, hvert er þitt álit á því? „Ég hef alllanga reynslu af því að gegna Portúgal frá París. Eg tel, að sú tilhögun sé góð eins og reyndar einnig að gegna Spáni frá París. Ég þurfti fjöloft að fara til Lissabon til að ræða þar við ráð- herra og háttsetta embættismenn í utanríkisráðuneytinu og við- skiptaráðuneytinu. Þegar Mario Soares var forsætisráðherra fyrr á árum gerði ég mér einu sinni sérstaka ferð frá París aðeins til að ræða við hann um saltfisksölu okkar, vafalaust greiddi hann fyrir þeim málum þá. Portúgalar sýndu því fullan skilning að sendiherra sem bjó fjarri landi þeirra þyrfti að geta hitt sem flesta menn á sem skemmstum tíma. Þeir tóku til- mælum um fundahöld jafnan vel og við allan undirbúning naut ég ómetanlegs stuðnings okkar ágæta aðalræðismanns í Lissabon, Leif Dundas. Þrátt fyrir hin mik- ilvægu viðskipti sem við eigum við Portúgal finnst mér alls ekki þörf á því að stofna sendiráð í Lissa- bon. Sama á að mínu viti við um Nígeríu. Þangað fara sendiherr- arnir frá London þegar nauðsyn krefur og áhersla er á það lögð að skipuleggja ferðirnar eins vel og kostur er fyrirfram. Lítum til dæmis á þá staðreynd, að á þessu ári, 1983, hefur víst meira fallið til okkar fslendinga af innflutnings- leyfum fyrir skreið í Nígeríu en til keppinautanna, Norðmanna, þótt þeir hafi sendiráð í Lagos og þó nokkurt starfslið þar allt árið.“ — Hvert er þitt mat á skreið- armarkaðnum í Nígeríu? „Við Stefán Gunnlaugsson, viðskiptafulltrúi, erum tiltölulega nýkomnir þaðan en viðskiptin við Nígeríu eru verulegur þáttur í starfi sendiráðsins í London. 1981 var metár í skreiðarsölu til Nígeríu. Þá seldust þangað yfir 19 þúsund tonn af skreið fyrir tæp- lega 120 milljónir dollara. Eftir þetta mesta góðæri kom síðan versta tímabilið í viðskiptasögu okkar og Nígeríumanna síðan i Biafra-striðinu. Nú eru í gildi inn flutningshöft og gjaldeyrishömlur í landinu vegna samdráttar i olíu- framleiðslu og lækkunar á olíu- verði." — Skiptir oliuframleiðsla sköp- um fyrir afkomu Nígeríumanna? „Allt að 95% útflutningstekna Nígeriumanna koma frá olíunni. Nígería er sjötta mesta olíufram- leiðsluríki heims. Framleiðslugeta olíufyrirtækjanna, sem öll lúta nigeriskri stjórn, er 2,3 til 2,4 milljónir tunna á dag. Á sínum tíma var framleiðslumagnið í þessu marki. í efnahagslægðinni sem gekk yfir heiminn minnkaði eftirspurn eftir olíu. Samtök olíu- framleiðsluríkja, OPEC, ákvaðu að setja framleiðslukvóta og var hann við 1,3 milljónir tunna á dag fyrir Nígeríu. í fyrra datt fram- leiðslan langt niður fyrir þetta mark og á fyrri hluta þessa árs komst hún niður í 300 þúsund tunnur á dag. Olían frá Nigeríu er talin sú besta í heimi og var verðið á tunnu á sínum tfma 35,50 dollar- ar en er nú 30 dollarar. Nú er efnahagslægðin vonandi að ganga yfir. Eftirspurn eftir olíu hefur aukist. Olíusala gengur til- tölulega eðlilega en á lægra verði en áður. Nígeríumenn framleiða jafnvel meira en 1,3 milljónir tunna á dag og munu hafa leyfi OPEC til að fara upp fyrir kvót- ann vegna þess hve samdrátturinn var mikill fyrri hluta ársins.“ — Vandræðin á skreiðarmark- aðnum munu þá leysast með stöð- ugum hagvexti iðnríkjanna? „Á þessu stig(i verður ekkert um það sagt hvort Nígeríumenn af- létta höftunum og ekki gera menn sér neinar vonir um að markaðs- aðstæður muni gjörbreytast. Hag- ur Nígeríu hefur batnað og vissu- lega er eftirspurnin eftir skreið mikil. Það er óhagstæð þróun al- heimsviðskipta sem veldur vanda skreiðarútflytjenda. Að þessu leyti er um sambærileg atvik að ræða og þegar Miðjarðarhafslönd- in hættu að kaupa af okkur salt- fisk í heimskreppunni miklu á fjórða áratugnum. Munurinn er hins vegar sá, að nú erum við bet- ur í stakk búnir til að taka slíkum áföllum." — Tókst að laga framleiðsluna hér á landi nógu fljótt að þessum breyttu markaðsaðstæðum? „Á síðasta ári, 1982, var verkuð mikil skreið. Birgðir söfnuðust fyrir. Nokkuð hefur gengið á þess- ar birgðir og undanfarið hafa ver- ið gerðar frekari sðlutilraunir. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar, að menn hafa neyðst til að semja um langan greiðslufrest í Nígeríu. Birgðavandinn hér hefur breyst í innheimtuvanda í Nígeríu og vest- rænir bankar neita að staðfesta ábyrgðir Nígeríubanka." — Nýtur Nígería ekki lengur lánstrausts á alþjóðamörkuðum? „Nígeríumenn hafa ekki verið settir í neitt bann hjá viðskipta- bönkum sínum eða alþjóðlegum bankastofnunum og geta til dæm- is gengið að lánum hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum. En forsenda fyrir slíkri lánveitingu yrði vafa- laust, að þeir tækju til hendi í efnahagsmálum og gerðu nauð- synlegar umbætur. Þar kæmi mik- il gengisfelling fyrst til álita. Ekki eru miklar líkur á að til hennar verði gripið fyrir kosningarnar í landinu nú í ágúst — hafta- og skömmtunarkerfinu verður vafa- laust viðhaldið fram yfir þær. Flokkur Shagari forseta þykir sig- urstranglegur og vill líklega ekki taka neina áhættu með róttækum efnahagsaðgerðum fyrir kjördag.“ — Hver er eftirspurnin eftir skreið í Nígeríu? „Eins og ég sagði áður seldum við þangað 19 þúsund tonn af skreið 1981. í fyrra var magnið að- eins um 6000 tonn og í ár er því spáð að við munum selja um 8000 tonn af skreið í Nígeríu. Við þurf- um væntanlega í senn að gera það upp við okkur hvað æskilegt er að verka mikið í skreið af okkar heildarafla og hvernig horfunar eru í Nígeríu. 1981 var þorskaflinn óvenjumikill hér við land eða um 450 þúsund tonn. í ár er líklegt að hann verði um 300 þúsund lestir. Auðvitað hljótum við að taka mið af þessu og markaðsaðstæðum al- mennt. Ég hef heyrt þeirri skoðun hreyft, að hæfilegt sé að miða við það, að árlega séu verkuð hér á landi 6000 til 8000 tonn af skreið til sölu í Nígeríu. Nígeríumenn hafa lýst yfir áhuga á því að við keyptum meira af þeim eða stofnað yrði til fyrir- fyrrahaust, hve heimsókn frú Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, hafði vakið mikla athygli og skipti gífurlega miklu fyrir al- menna kynningu á íslandi." — En hvað segja þeir í útgerð- arbæjunum? „Síðan ég tók við sendiherra- starfinu hef ég farið nokkuð um landið og meðal annars til Grims- by og Fleetwood í boði staðar- manna mér til óblandinnar ánægju. Bæði borgaryfirvöld og það fólk sem ég hitti sýndi mér mikla hlýju og einlægan áhuga á sem nánustu sambandi við ísland. í Grimsby er verið að leggja síð- ustu hönd á stóra verksmiðju og dreifingarmiðstöð á vegum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna. Mikil aukning hefur verið á sölu íslensks freðfisks í Bretlandi hin síðari ár. Þá er töluvert um það, að íslensk skip landi þar fiski, einkum þegar fisk skortir frá breska flotanum. Einnig hefur verið hafinn útflutningur á fersk- fiski í.gámum auk sölu á ýmsum öðrum hefðbundnum sjávarafurð- um. Þarna má sjá með áþreifan- legum hætti, hvernig verslun get- ur þróast eðlilega milli grannríkja sem stofnað hafa til fríverslunar sín á milli. Ekki er áhuginn á við- skiptum við okkur minni í Fleet- wood á vesturströnd Bretlands. Carl Ross, sem er á niræðisaldri og var stærsti togaraútgerðar- maður Bretlands og raunar ræðis- maður íslands í Grimsby um tíma, ræddi við mig í Grimsby. Hann minntist góðs vinfengis við íslend- inga og sagði að nú væri stórút- gerð hans og annarra úr sögunni. En það sem mestu máli skipti fyrir Grimsby, sagði hann, væri ekki útgerðin sjálf heldur að fisk- ur bærist þangað og vinnsla og dreifing stöðvaðist ekki. Ross- fjölskyldan stundaði verslun áður fyrr og tók síðan til við togaraút- gerð, nú væri aðalatriðið að halda versluninni áfram, sagði þessi aldni fulltrúi hennar. f bresku hafnarbæjunum er samkeppni um viðskipti við ís- land, þau hafa þróast mjög ört hin síðari ár.“ — Hvað gerir sendiráðið fyrir útflutningsstarfsemina? „Störf að útflutningsmálum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.