Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.08.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1983 29 VEGNA umræðna undanTariA um breytta lánskjaravísitölu hafa stjórn- ir ASÍ og BSRB samþykkt einróma að koma eftirfarandi atriðum á fram- færi: Afnám verðbóta á laun hefur leitt til stórfelldari kaupmáttar- skerðingar en dæmi eru um í ára- tugi. Standi bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar óbreytt út fyrirhug- aðan gildistíma mun þó enn veru- lega síga á ógæfuhlið í þessu efni. Sá hópur launþega sem verst verður úti vegna efnahagsstefn- unnar eru húsbyggjendur. Þeir sem ráðgert hafa húsbyggingu eða íbúðakaup sjá möguleika sína á því að fjármagna kaupin og standa undir þeim fara síminnkandi. Hin- ir, sem nýlega hafa komið sér þaki yfir höfuðið verða að standa undir verðtryggðum lánum sem á 12 mánuðum hafa hækkað um 25—30% umfram hækkanir launa. Erfiðleikarnir eru þó mestir varð- andi bankalánin. Annars vegar er lánstíminn alltof stuttur, þannig að greiðslubyrðin er óbærileg, hins vegar eru útlán bankanna svo takmörkuð, að tekjulítið launafólk getur ekki reiknað með verulegum lánveitingum úr þeirri áttinni. Þessum vanda, sem er bein af- leiðing efnahagsstefnunnar, hefur lítt sem ekki verið sinnt. Meðal þeirra sem valdið hafa er sú skoð- un ríkjandi, að skuldbindingar þær sem á skuldabréfum standa séu helgari kjarasamningum. Nýlega hefur Seðlabankinn sent frá sér tillögur um endurskoðun lánskjaravísitölu og útreikning sérstakrar vísitölu til notkunar á sviði lána til húsnæðis. Tillögur Seðlabankans um hús- næðislánavísitölu gera ráð fyrir því að þessi vísitala byggi að ein- um þriðja á kauptaxtavísitölu, en að tveimur þriðju hlutum á vísi- tölu framfærslukostnaðar og vísi- tölu byggingarkostnaðar. Ætlunin mun vera að þessi vísitala tengist lánskjaravísitölu nú í sumar eða á haustdögum. í þessu sambandi er ástæða til þess að benda á tvennt. í fyrsta lagi, að tvær vísitölur, húsnæðis- lánavísitala og lánskjaravísitala, hljóta að leiða til spákaupmennsku með skuldabréf. Fjármagn mun þá leita í þau bréf sem talin eru betur verðtryggð á hverjum tíma. Þetta skapar hættu bæði í húsnæðismál- um og í atvinnumálum. I annan stað skal það ítrekað, að kaup- máttur er nú í áratuga lágmarki. Haldi stjórnvöld því fram, að lán- takendur hagnist á að miða af- borganir og vexti við kaup frá 1. ágúst, er það stefnuyfirlýsing þeirra um að kauphækkunum og þar með kaupmætti verði til lang- frama haldið niðri. Sjónarmið launþega er þveröfugt. Launþega- hreyfingin verður á næstunni að sækja launahækkanir sem bæta kaupmátt. Vert er að minna á, að í kosn- ingabaráttunni á sl. vori lýstu allir stjórnmálaflokkarnir yfir afdrátt- arlausum vilja til þess að auka lán til húsnæðismála úr opinberum sjóðum. Jafnframt fylgdu yfirlýs- ingar um lengingu lánstíma. Það er skoðun stjórna ASl og BSRB, að heillavænlegasta leiðin til framtíð- arlausnar á vanda íbúðakaupenda felist einmitt í þessu tvennu. Hús- byggjendur eiga að hafa fullnægj- andi möguleika til langtímafjár- mögnunar íbúðarhúsnæðis i stað þess að eyða orku og tfma í göngu á milli bankastofnana. Vanda þeirra sem nú eru að kikna undan byrðum hárra lána verður að leysa sérstaklega. Mik- ilvægast er að gera fólki kleift að breyta skammtíma bankalánum i lán til lengri tíma jafnframt þvi sem til greina kemur að fresta greiðslum af löngum lánum. Stjórnir Alþýðusambands íslands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja skora á stjórnvöld að gera nú þegar ráðstafanir til þess að vandi þeirra sem á síðustu árum hafa ráðist í húsbyggingar verði leystur á þann veg sem að framan greinir. Jafnframt skora stjórnirnar á stjórnmálaflokkana að fylgja yfir- lýsingum kosningabaráttunnar eftir með raunhæfum aðgerðum á Alþingi á hausti komanda. (Fréttatilkynning frá Alþvðusambandi íslands og Kandalagi starfsmanna ríkis og bæja.) Fréttatilkynning frá ASÍ og BSRB: Sérstök húsnæðislána- vísitala ekki æskileg V Vestfrost FRYST1K1STUR eru DÖNSK gceóavara LÍTRAR 201 271 396 506 BREIDD cm 72 92 126 156 DYPT cm án HANDFANGS: 65 65 65 65 HÆÐ cm 85 85 85 85 FRYSTIAFKÖST pr SÓLARHRING kg 15 23 30 30 ORKUNOTKUN pr SÓLARHRING kWh. 1,2 1,4 1,6 1,9 VESTFROST frystikisturnar eru búnar hinum viðurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1-2 geymslukörfur. Aukakörfur fáan- leggtr á hagstæóu veröi. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraðfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. Innrabyrði er úr rafgalvanhúðuðu stáli með inn- brenndu lakki. VESTFROST verksmiöjurnar i Esbjerg er ein af stærstu verksmiðjum sinnar tegundar á Norðurlöndum. jTJ í&Ujf- M 201 Itr. kr. 13.809,- 271 Itr. kr. 15.132,- 396 Itr. kr. 17.171 506 Itr. kr. 19.996,- Siðumúla 32 Sími 38000 AfsTattarverð vegna útlitsgalla radauglýsingar raöauglýsingar raöauglýsingar húsnæöi óskast —i Utan af landi Tvær stúlkur, 21 og 22 ára, óska eftir íbúö frá 1. september. Góöri umgengni heitiö, fyrir- framgreiðsla ef óskaö er. Upplýsingar í síma 97-5681 og 97-5635 eftir kl. 7 á kvöldin. Gullfiskabúðin óskar aö taka á leigu 4ra—5 herb. íbúö á Seltjarnarnesi eða nágrenni þess. Uppl. í síma 14115 — 11757 á daginn eöa 45193 á kvöldin. tilkynningar Hreinsum — snyrtum Safnaöarfélag Áskirkju hvetur alla sem vettl- lingi geta valdiö aö mæta viö Áskirkju í kvöld, fimmtudaginn 11. ágúst kl. 19.30, í regngall- anum og meö vinnuvettlinga og hjálpa okkur við aö hreinsa og snyrta í og viö kirkjuna. Um leið minnum viö á aö viö erum farin aö taka á móti munum og fatnaöi á næsta flóa- markaö. Hringið í síma 82775, 85970, 29540 og 31121. Stjórnin. Pli0ir0mwíal»íl> G(')dan daginn! ■ bátar — skip Fiskiskip Höfum til sölu m.a. 30 rúmlesta eikarbát, smíðaöan 1975 með 300 hp. Mitsubishi-vél 1983. Mjög vel útbúinn. Skipti á 60—80 rúmlesta bát koma til greina. ZKRAtUTVEGS SKIPASAIA-SKIPALEIGA, . JÓNAS HARALDSSON, LÖGFR. SÍML 29500 feröir — feröalög Stokkseyringafélagið í Reykjavík fer í skemmtiferö laugardaginn 20. ágúst nk. Brottför kl. 9 frá Hlemmi. Vinsamlegast látiö vita um þátttöku fyrir 15. ágúst. Upplýsingar í símum 37495 Sigríöur, 41564 Stefán, 77701 Einar og 40307 Sigríður. vinnuvélar T raktors-sturtu vagn óskast á leigu í tvo til þrjá mánuöi. Upplýsingar í síma 53443. Sturla Haraldsson, byggingaverktaki. SUS-þing Stjórnarskrármál 1. fundur um málefni SUS-þings um stjórn- arskrá verður haldinn i Valhöll 2. hæö fimmtudaginn 11. ágúst kl. 18.30. Þeir SUS-félagar sem vilja taka þátt í aö móta ályktun um ofangreint efni eru boöaöir til fundarins. Inglbjörg Rafnar Vestfjarðakjördæmi Aöalfundur kjördæmisráös Sjálfstæöis- flokksins í Vestfjaröakjördæmi verður hald- inn á Núpi, Dýrafirði, dagana 19. og 20. ágúst 1983. Fundurinn verður settur föstudaginn 19. ágúst kl. 21.00: Skýrsla formanns. Ávörp þingmanna. Setningarfundurinn er opinn öllu sjálfstæöis- fólki — frjálsar fyrirspurnir. Laugardaginn 20. ágúst hefst fundurinn kl. 09.30. Framsöguerindi um atvinnumál — umræöur. Venjuleg aöalfundarstörf. Breyting á lögum kjördæmisráös. Hvöt — Hvöt Hópferö Hvatar til Newcastle meö ms. Eddu er 31. ágúst. Þær Hvatarkonur sem ætla í ferðina eru beönar að láta skrá sig á skrif- stofu Hvatar í síma 82900 eöa hjá Valgeröi Einarsdóttur hjá Farskip í síma 25166. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.