Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.09.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1983 17 Kirkjuhátíö á Skarði á Skarðsströnd: Endurbyggingu bændakirkjunnar á þessu elsta óðali á íslandi fagnað Skarðskirkja á Skarðsströnd eftir endurbygginguna. Morgunbiaðia/HBj. árið 1942, þegar um miklar tíma- bundnar verðhækkanir var að ræða. Á tímabilinu 1974—82 hefir verðbólga jafnan verið á bilinu 40—60%. Meginástæður þeirrar stökkbreytingar, sem varð í þessu efni 1974, voru annars vegar utan- aðkomandi verðhækkanir í kjölfar olíuverðshækkunarinnar haustið 1973 og hinsvegar óraunhæfar al- mennar kauphækkanir sem urðu á útmánuðum 1974. Nokkur hjöðnun verðbólgu átti sér að vísu stað árið 1976 og fram á árið 1977 og aftur fyrri hluta árs 1981 vegna efnahagsráðstafana, sem gerðar voru um áramótin 1980—81. Því miður sótti þó fljót- lega aftur í fyrra horf. Þrátt fyrir hið háa verðbólgu- stig, sem hér hefir ríkt síðan 1974, myndi ég þó ekki telja, að enn sem komið er sé um óðaverðbólgu að ræða í þeirri merkingu sem hag- fræðingar leggja venjulega í það orð. En hún er sú, að almenningur missi alla trú á gjaldmiðlinum, þannig að allar aðgerðir stjórn- valda í peningamálum svo sem t.d. ráðstafanir til að minnka peninga- framboð verði haldlausar. Dæmi um slíka óðaverðbólgu er t.d. hrun þýzka marksins eftir fyrri heims- styrjöld og verðbólgan í Ungverja- landi og fleiri löndum, er hernumin höfðu verið af Þjóðverjum eftir síð- ari heimsstyrjöld. Hinsvegar hefir stökkbreyting sú til hærra verð- bólgustigs, sem átt hefir ser stað á þessu ári vissulega skapað mikið hættuástand í þessum efnum, svo sem síðar verður að vikið. Hækkun verðbólgustigsins á síð- ustu misserum hefur breytt for- sendunum, fyrir því að hægt sé að auka kaupmátt launa með almenn- um kauphækkunum, launþegum mjög í óhag. Berum í þessu sam- bandi saman aðstæður þær er í þessum efnum voru fyrir hendi ár- ið 1950 og lágu til grundvallar áliti samstarfsnefndarinnar. Þá hafði gengið verið óbreytt í tíu ár og var það næstu 6 ár eftir gengisfelling- una 1950. Síðastliðið ár hefir fisk- verð fylgt vísitölubótum og gengi verið fellt á 3ja mánaða fresti í samræmi við það. Þá var búvöru- verð ákveðið einu sinni á ári, en nú hækkar það jafnan sama daginn eða daginn eftir að vísitölubætur hækka. Verðbólga á því stigi, sem hún hefir verið um skeið hér á landi, kippir þannig í raun fótum undan því að kaupgjaldsbaráttan geti aukið kaupmátt launa, því að afleiðing hennar verður sú, að ef ekki á að koma til tækra stöðvana í atvinnurekstri, meira eða minna verður allt verðlag að hækka þegar í stað til samræmis við hækkun kaupgjalds. Einhverjir kunna nú að túlka það, sem hér hefir verið sagt þann- ig, að ég haldi því fram að bætt kjör launþega séu meginorsök verðbólgunnar hér á landi. Slíkt er þó alger misskilningur. Kjarabæt- ur geta launþegar aðeins öðlast með því að tekjutilfærsla eigi sér stað frá atvinnurekendum til þeirra. En tekjutilfærslur geta venjulega ekki orsakað verðbólgu, hvort sem þær eiga sér stað milli atvinnurekenda og launþega eða milli annarra aðila í þjóðfélaginu. Það er fyrst þegar kauphækkanir eru orðnar það miklar, að þær verða ekki fjármagnaðar nema á kostnað launþeganna sjálfra, sem þær verða verðbólguhvati. Þetta er það sem ég hefi hér að framan kall- að „snuðtúttuna". Hún getur verið meinlaus ef hægt er að halda verð- bólgu innan viðráðanlegra marka, t.d. innan við 10% á ári. En þegar verðbólgan er komin a það stig, sem nú er hér á landi, verður snuð- túttan að ófreskju sem ógnar af- komu þjóðarinnar í heild og ekki sízt afkomu launþeganna. Nánari skýring á þessu atriði verður gefin í lokagrein þar sem sérstaklega verða tekin til meðferðar viðhorf í íslenzkum efnahagsmálum í dag. Ólafur Björnsson er prófessor við riðskiptafræðideild Hískóla ís- lands. Hann rar um langt irabil alþingismaður fyrir Sjílfstæðis- flokkinn í Keykjarík og einn helsti talsmaður flokksins í efnahagsmál- um, sro og ráðunautur ríkisstjórn- arinnar um iratugaskeið. KIRKJUHÁTÍÐ var að Skarði á Skarðsströnd síðastliðinn sunnu- dag. Með hátíðarguðsþjónustu í Skarðskirkju var fagnað að endurbyggingu kirkjunnar, sem staðið hefur yfir undanfarin ár, er lokið. Séra Ólafur Skúlason vígslubiskup prédikaði, sóknar- presturinn séra Ingiberg J. Hann- esson flutti ávarp og þjónaði fyrir altari, ásamt séra Jóni Einarssyni prófasti í Saurbæ á Hvalfjarð- arströnd og hjónavígsla var fram- kvæmd. Kirkjukór Skarðssóknar söng ásamt kórfélögum úr öðrum sóknum Hvammsprestakalls, org- anisti var Ólafur Jensson. í lok guðsþjónustunnar flutti Einar G. Pétursson cand. mag. erindi um sögu staðar og kirkju á Skarði. Sóknarpresturinn, séra Ingi- berg J. Hannesson, lýsti í ávarpi sínu endurbótunum á þennan veg: Árið 1977 komst verulegur skriður á hugmyndir um endur- byggingu Skarðskirkju og hefur síðan verið sleitulaust unnið að viðgerð hennar. Kirkjan í nú- verandi stærð var byggð 1914— 1916, var þá reyndar byggð upp úr eídri kirkju sem fokið hafði af grunni sínum. Kirkjan var farin að láta mikið á sjá og erf- itt orðið að þjónusta í henni að vetri til vegna kulda og vegna þess hversu gisin hún var orðin. Þorsteinn Gunnarsson var fenginn í upphafi til að gera áætlun um uppbygginguna en útlit hennar hefur verið látið halda sér og svo til engu verið breytt. Síðan hafist var handa við endurbætur kirkjunnar hef- ur mjög myndarlega verið stað- ið að málum og öllum aðilum til mikils sóma. Kirkjunni var lyft af grunni sínum og nýr grunnur steyptur undir hana í stað hleðslu sem hún stóð á. Hún var einangruð og klædd að utan með stáli í stað bárujárns. Sett nýtt járn á þak hennar, gólfið styrkt og teppalagt, sett í hana rafmagnshitun og ný ljós, hún máluð og annað það gert sem til bóta mátti horfa. Það var hinn kunni kirkju- smiður Þorvaldur Brynjólfsson frá Hrafnabjörgum á Hval- fjarðarströnd sem var smiður við endurbyggingu Skarðs- kirkju en Sigurður Lárusson rafvirkjameistari sá um raf- virkjun og Sigurður Karlsson málarameistari um málun. Þakkaði sóknarpresturinn þess- um mönnum fyrir þeirra þátt í þessu verki, sérstaklega kirkju- smiðnum. Kirkjubóndinn á Skarði, Kristinn Jónsson, en hann er 26. ættliðurinn sem situr Skarð, þetta elsta óðal á íslandi. Þá vék hann að hlut kirkju- bóndans, Kristins Jónssonar, og annarra Skarðverja í þessu máli. „Kristinn hefur með áhuga og dugnaði staðið á bak við þessa framkvæmd og fjár- magnað hana. Það þarf ekki að lýsa því hvað þetta er mikið átak fyrir eina fjölskyldu að standa undir svona framkvæmd en ég veit um þeirra mikla metnað fyrir hönd staðarins og kirkjunnar sem gerir þeim þetta ljúft.“ Þakkaði hann fjöl- skyldunni á Skarði sérstaklega þeirra miklu fórnfýsi og áhuga á þessu máli svo og öðrum sem hlut hafa átt að máli. Skarð á Skarðsströnd er elsta óðal á íslandi. Kristinn Jónsson sem þar býr nú er 26. ættliður- inn sem þar býr en sama ættin hefur setið staðinn í aldaraðir, eða óslitið í meira en 800 ár að því er talið er, eða síðan um 1100, á dögum þeirra Jóns bisk- ups Ögmundssonar og Sæmund- ar fróða. Meira að segja eru all- ar líkur til þess, að jörð þessi hafi aldrei gengið úr ættinni síðan hún varð fyrst byggt ból á landnámstíð. Skarð er einn af elstu kirkjustöðum á landinu en þar er talið að kirkja hafi verið allt frá landnámstíð. Kirkjan er eign Kristins á Skarði og allt sem í henni er og er hún orðin ein af fáum bændakirkjum sem eftir eru í landinu. í kirkjunni er margt gamalla og sögulegra muna. Þar má nefna altaristöflu frá 15. öld sem talið er að Ólöf ríka Lofts- dóttir hafi gefið til minningar um bónda sinn, Björn hirðstjóra Þorleifsson, sem drepinn var af Englendingum á Rifi. Einnig er predikunarstóll kirkjunnar frá 1636 en hann var gefinn kirkj- unni til minningar um Daða og Arnfríði Bjarnardóttur en þau eiga að hvíla undir honum. Ólöf ríka og Björn hirðstjóri eiga líka að hvíla undir kirkjugólf- inu, Ólöf undir altaristöflunni en Björn undir tröppunum. Þeg- ar grafið var fyrir nýjum grunni kirkjunnar í þeirri endurbyggingu sem nú er lokið staðfestist þessi trú, því kirkju- smiðurinn varð var við kistur á þessum nefndu stöðum. „Það fór svo að ég tók hér við búi þegar afi minn heitinn dó, að hans ósk, og gerði ég þá strax upp við mig að kirkjan og það sem í henni er færi ekki héðan og að ýmsar skyldur fylgdu því að sitja þessa jörð,“ sagði Krist- inn Jónsson á Skarði í samtali við Mbl. en eins og fram hefur komið er hann 26. ættliðurinn sem situr Skarð og stóð hann fyrir og kostaði endurbyggingu kirkjunnar. Sagði Kristinn að það væri vissulega mikið átak að gera þetta en ekki hefði verið um annað að ræða því kirkjan hefði verið að brotna niður og hann hefði verið orðinn hrædd- ur um að hún fyki þá og þegar og þeir verðmætu munir sem í henni væru skemmdust. Sagði hann að ríkissjóður hefði styrkt framkvæmdina með 40.000 króna framlagi og einnig hefði verið gefinn út platti til fjáröfl- unar en hann hefði sjálfur kost- að framkvæmdina að öðru leyti. „Hún ætti núna að geta geymt þá gömlu og sögulegu muni sem í henni eru um einhverja fram- tíð enda er það mín skoðun að þeir eigi að vera í kirkjunni áfram og hvergi annarsstaðar," sagði Kristinn Jónsson á Skarði. HBj. Prestarnir ganga frá kirkjunni eftir hátíðarguftsþjónusta ásamt vígslubisk- upnum. Fremstir ganga vígslubiskup Skálholtsstiftis hins forna, séra Ólafur Skúlason, og sóknarpresturinn, séra lngiberg J. Hannesson, prófastur aft Hvoli í Saurbæ. Þá er einnig á mvndinni séra Jón Einarsson, prófastur á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, séra Björn Jónsson á Akranesi, séra Geir Waage í Reykholti og séra Þorbjörn Hlynur Árnason á Borg. Þessi alabastursaltaristafla er frá 15. öld og er mjög merkur forngripur. Hún var meftal annars send á heimssýninguna í París 1910 en Ólöf ríka Loftsdótt- ir gaf kirkjunni altaristöfluna til minningar um bónda sinn, Björn hirftstjóra Þorleifsson, sem veginn var á Rifi, en þau eiga bæfti aft hvíla undir kirkju- gólfinu, Ólöf undir altaristöflunni og Björn undir tröppunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.