Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.09.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. SEPTEMBER 1983 5 'W 6ETIÐ EKKI 3ENT HHNN Í HRINGFERP i KRIN6UM HNÖTTINN?'1 „Sjómönnum gerð allt of lítil skil í íslenskri höggmyndalistu - segir Ragnar Kjartansson, sem nú heldur sfna fyrstu einkasýningu í tólf ár ÞAÐ eru orðin tólf ár síðan Ragnar Kjartansson myndhöggvari hélt síð- ast einkasýningu. Þá var hann inn- an við fímmtugt en um miðjan ágúst í sumar varð hann sextugur og í tilefni af því heldur hann nú aftur einkasýningu á fimmtíu og fjórum myndverkum í Listmunahúsinu við Lækjargötu. „Eg var vestur á Snæfellsnesi á afmælisdaginn að gera sex metra háa mynd úr hraunhellum af Bárði Snæfellsás,“ sagði Ragnar i spjalli við blm. i tilefni af sýning- unni. „Þessar myndir núna eru allar miklu minni — en gætu ver- ið sex metra háar samanlagt. Helmingur þeirra er lágmyndir, flestar i steinleir en nokkrar i keramik." Ragnar vann myndirnar á sýn- ingunni i Listasmiðju Glits en sú smiðja var tekin i notkun á sið- asta ári til afnota fyrir listamenn. Ragnar varð fyrstur til að njóta þeirrar aðstöðu og ekki illa til fundið, því hann stofnaði Glit á sinum tíma og rak fyrirtækið i tiu ár. Og hann er enginn nýgræðing- ur á þessu sviði, hreint ekki, þvi hann var leirkerasmiður í þrjátiu ár eða allt frá fimmtán ára aldri. Myndefnið á sýningunni i Listmunahúsinu er fyrst og fremst íslenskir sjómenn, sagði Ragnar Kjartansson myndhöggvari með aðstoðarmanni sínum, RagnhiMi Stefánsdóttur við eitt verkanna á sýningunni í Listmunahúsinu. Morgunblaðið/ Ól.K.M. Ragnar, „enda hafa þeim verið gerð allt of lítil skil í islenskri höggmyndalist til þessa. Svo eru iðnaðarmenn viðfangsefni hjá mér og loks hestar. Ég held að þessi sýning verði persónuleg og sérstök að nokkru leyti enda eru þetta keramik- og steinleirsmynd- ir. Ég vona að allir geti haft nokkra ánægju af þvi myndirnar eru smáar og ættu að geta hentað sem stofumyndir." Sýningin, sem er sölusýning, verður opin daglega frá kl. 10—18, laugardaga og sunnudaga kl. 14—18 en á mánudögum verður lokað. Sýningin hefst i dag, laug- ardag, en henni lýkur 2. október. H -|--—------------------------------------- Sýnum nýja kynslóð af vinsælasta bíl veraldar Japanskar veitingar og Verðlaunagetraun. 1. VERÐLAUN: Helgarterð til London fyrir tvo með Flugleiðum Sýning í dag frá kl. 10. —18.00 og á morgun, sunnudag firá kl. 10. — 18.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.