Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.11.1983, Blaðsíða 32
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1983 Jónína S. Filippus- dóttir — Minning Fædd 21. janúar 1909 Dáin 28. september 1983 Föstudaginn 28. október sl. and- aðist Jónína Filipusdóttir, Grett- isgötu 52, Reykjavík, 74 ára að aldri. Jónína fæddist á Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu, dóttir hjónanna Filipusar Vigfússonar frá Vatns- dalshólum og Sveinsínu Ásdísar Sveinsdóttur frá Skagaströnd. Hún dvaldi sín lippvaxtarár í Húnavatnssýslu á heimili foreldra sinna í stórum systkinahópi við þau kjör sem þá voru algengust hjá barnmörgum fjölskyldum, ung að árum hélt hún að heiman, var við störf á Siglufirði um hríð en hélt síðan til Reykjavíkur og átti þar heimili mikinn hluta ævi sinn- ar. Hún giftist Jóni Yngvari Jóns- syni kjötiðnaðarmanni árið 1931 og var heimili þeirra í Reykjavík og síðan í Hafnarfirði. Þau Jónína og Jón eignuðust fjögur börn sem upp komust, þau eru Páll, giftur Oddnýju Kristins- dóttur, Jón giftur Kolbrúnu Sigur- laugsdóttur, Þorbjörn, var giftur Elísabetu Jóhannsdóttur, hann lézt af slysförum fvrir nokkrum árum, og Sveinsína Ásdís gift Jóni Andréssyni. Eftir nokkurra ára hjónaband slitu þau Jón og Jónína samvistum en alla tíð var vináttusamband milli heimila þeirra. Jónína giftist aftur Sigurði Ingimar Arnljóts- syni, hann var ættaður af sömu slóðum og hún, fæddur að Kistu í Vesturhópi í Húnavatnssýslu. Þau Sigurður og Jónína bjuggu lengst af sínum búskaparárum í Reykjavík, nema nokkur ár sem þau voru við búskap í sveit. Fólk sem alist hefur upp í fögrum sveit- um Húnavatnssýslu getur aldrei gleymt töfrum sveitalífsins og þótt þau hjón væru komin nokkuð á efri ár létu þau það ekki aftra sér frá því að flytja í sveit og hefja búskap. Þau fluttu svo aftur til Reykja- víkur og síðustu árin bjuggu þau á Bergstaðastræti þar til Sigurður andaðist, eftir það fluttist Jónína að Grettisgötu 52 og bjó þar til dauðadags. Jónína Sigurbjörg var mann- kostakona, hún var vel greind og mjög vel hagmælt, hún hafði mik- ið yndi af ljóðum og kveðskap og það var ánægjulegt að hlusta á hana fara með vel gert ljóð, það sem var vel sett saman af höfundi varð ljóslifandi og auðskilið í með- ferð hennar. Hún gerði margar góðar vísur, einkum síðustu árin, en eins og fleiri góðir hagyrðingar taldi hún fátt nægilega gott til að halda því til haga. Hún starfaði síðustu árin með Kvæðamannafé- laginu Iðunni og átti þar margar góðar stundir með því ágæta fólki, það er trú mín að félögum hennar í Iðunni þyki skarð fyrir skildi er hún er horfin úr þeirra hópi. Við, sem kynntumst Jónínu, munum hana sem sterkan per- sónuleika, hún hafði ætíð kjark til að láta í ljósi skoðanir sínar og taldi vænlegra til þroska að taka á vandamálum og finna á þeim lausn. Nú þegar Jónína er horfin vil ég þakka fyrir liðnar samverustund- ir. Ég votta börnum hennar og öðrum ástvinum innilega samúð. Ari Arnljóts Sigurðsson Mig langar að minnast móður- systur minnar, Jónínu Filippus- dóttur, fáum orðum, um leið og ég þakka löng og náin kynni og marg- ar ánægjustundir á heimili henn- ar. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinsína Ásdís Sveinsdóttir og Filippus Vigfússon. Hún fæddist að Stóru-Giljá í Torfalækjar- hreppi og í Húnavatnssýslunni sleit hún barnsskónum og lifði unglingsárin. Hún giftist Jóni Ingvari Jónssyni og átti með hon- um fimm börn: dóttur sem fæddist andvana, Pál, Jón Helga, Þorbjörn og Sveinsínu Ásdísi. Þau skildu. Þorbjörn fórst á sjó árið 1972. Seinna giftist hún Sigurði Arn- ljótssyni. Hann lést árið 1973. Eft- ir það bjó hún ein, lengst af á Grettisgötu 52. Það varð ekki hennar hlutskipti að vera einmana. Hún átti áhuga- mál, og á heimili hennar komu margir, krakkar, unglingar og annað fólk. Hún var glaðvær, hress í tali, hnyttin í svörum og veitul. Heimili hennar var vist- legt, því hún var mikið snyrti- menni. Hún var afar frændrækin og gjafmild. Fyrir utan allar tæki- færisgjafirnar voru jólagjafirnar. Eitt sinn er ég kom til hennar skömmu fyrir jól og sá alla pakk- ana, sem áttu að fara norður, austur fyrir Fjall, til Keflavíkur, Hafnarfjarðar og hingað og þang- að um Reykjavík, og ég spurði: „Hvernig hefurðu efni á þessu?“ „Ellilaunin eru svo há,“ svaraði hún og hló. Svo var það ekki meira. Það er ótrúlegt en hún vissi afmælisdaga og fæðingarár flestra skyldra og tengdra okkur að minnsta kosti í annan og þriðja lið, hvernig svo sem hún fór að því. Mér finnst að frænka mín hafi fengið sinn skammt og vel það af erfiðleikum og sorg, sem svo oft fylgja lífinu, ekki síst hjá þeim sem lifað hafa langan dag. En hún festist hvorki í erfiðleikunum eða sorginni. Hún trúði því að hún væri lukkunnar pamfíll. Ég held ekki, að þeir, sem þannig hugsa, séu heppnari en annað fólk, og ekki veit ég til að hún hafi unnið í happdrætti, en þeir eru örðuvisi. Þeir líta fremur til þess sem vel gengur og gleðjast yfir því. Hún átti góð börn og tengda- börn, sem létu sér annt um hana, fylgdust með henni og sáu um að hana vantaði ekkert. Hún talaði oft um hvað börnin hans Sigurðar væru sér góð. Hvorugt var vegna þess að hún ætti það skilið fannst henni. Það var liður í heppninni. Það var liður í heppninni að fá að deyja á þennan hátt, án langrar legu, ósjálfbjarga, fyrir mann- eskju sem var jafn sjálfbjarga í eðli sinu. Við söknum góðrar frænku og vinkonu, sem hélt tengslum við frænd- og tengdafólk af miklum dugnaði og ræktaði vináttu, sem við sem yngri erum mættum taka okkur til fyrirmyndar. Blessuð sé minning hennar. Við vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra samúð okkar. Ásdfs T)lvan sem wx meö vaxandí umsvikjm ð TeleVideo Einkaaöilinn velur TeleVideo einkatölv- una, grunneiningu TeleVideo tölvukerfisins, til aö annast fjármálin og framtíöarspána. Hann getur treyst því aö hversu mikiö sem umsvif hans aukast getur einkatölv- an vaxið í samræmi við það. Smáfyrirleekö velur einnig TeleVideo tölv- una í bókhaldiö, á lagerinn, í vörueftirlitiö, rekstrayfirlitið, afgreiðsluna og alla aöra töl- fræðilega þætti rekstursins. Þegar fyrirtækið stækkar, getur TeleVideo einfaldlega vaxiö meö því upp í kerfi án þess að nokkur hluti þess verði úreltur. Slorfyrírbzkö velur að sjálfsögðu Tele- Video tölvukerfið með öllu tilheyrandi, enda fylgir því öll sú tækni og hæfni sem hæfir stórfyrirtækjum og stofnun- um. Og gleymum því ekki að grunneiningin er enn sú sama. ötvan sem þú rei ot % SKRIFSTOFUVELAR H.F. : x Hverfisgötu 33 — Simi 20560 — Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.