Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1983 NÝ VERSLUN AÐ LAUGAVEGI32 Tölvukennsla — Skráning frá tölvuskermi Óskum aö raöa starfskraft í 5—6 mánuöi frá des- ember aö telja. Starfiö felst aöallega í skráningu gagna frá tölvuskermi. Laun samkv. launakjörum opinberra starfsmanna. Tilboö merkt: „Tölvuskráning — 819“ sendist Mbl. fyrir mánudagskvöld 5. des. nk. AÐALSTRÆTI 9 — SÍMI: 21785-27620 ENDUR 06 NENDUR OPNA VIÐ LAU6AVEG Allt það nýjasta úr tískuheimi barnanna Fundur um fiskveiðar á Norðaustur-Atlantshafi Annar fundur nefndar um fisk- veiðar á Norðaustur-Atlantshafi (NEAFC) var haldinn í London dag- ana 22.—25. nóvember sl. Nærri öll ríki norðaustur-Atlantshafs eiga að- ild að nefndinni, en nefndinni er ætlað að stuðla að vernd og hag- kvæmri nýtingu fiskistofna á norð- austur-Atlantshafi innan þess ramma, sem yfirráð einstakra ríkja yfir efnahagslögsögu setja valdsviði hennar og efla alþjóðlegt samráð og samvinnu um þessar auðlindir. Jón L. Arnalds, ráðuneytis- stjóri, er forseti nefndarinnar, en fundinn sótti einnig af íslands hálfu Stefán Þórarinsson, fulltrúi í sjávarútvegsráðuneytinu. Nefndin hefur náin tengsl við Alþjóðahafrannsóknaráðið og leit- ar eftir víðtækum upplýsingum og ráðgjöf um fiskistofna á svæðinu. Þær friðunar- og verndaraðgerðir, sem í gildi eru hjá einstökum að- ildarríkjum á svæðinu, voru til umfjöllunar á fundinum, svo og fiskistofnar sem flakka um milli svæða, sem eru í lögsögu margra ríkja. Norsk-íslenska síldin og kolmunni voru talsvert til um- ræðu, einkum góðar horfur með endurreisn síldarstofnsins. Sterkir árgangar hafa nú bæst í norsk-íslenska síldarstofninn og því mikilvægt að vel takist til með verndun smásíldar. Kolmunna- stofninn hefur minnkað mikið á síðustu fjórum árum og lýstu margar þjóðir áhyggjum vegna þessa og töldu að grípa þyrfti til aðgerða til verndar stofninum. Munu þessir stofnar verða áfram til umræðu og umfjöllunar hjá nefndinni, sérstaklega þó kol- munni. (Fréttatilkynning.) Fjölskyldu- bók um meðgöngu og fæðingu „Þú og ég og litla barnið okkar“ heitir eins konar fjölskyldubók er fjallar um meðgöngu og fæðingu, sem bókaútgáfan Salt hf. hefur sent frá sér. I bókinni er greint frá því hvernig tvö systkin, María og Tómas, fylgjast með meðgöngu móður sinnar. Þau spyrja spurn- inga um kynlíf og þungun og for- eldrar þeirra greina frá því hvern- ig barn verður til — allt frá getn- aði til fæðingar. Síðan er fylgst með fyrstu mán- uðunum í lífi barnsins og með ein- földum orðum og litmyndum út- skýra höfundar þannig „leyndar- dóm“ lífsins, eins og segir í frétt frá útgefendum. Bókin, sem er i stóru broti, hef- ur verið þýdd á fjölda tungumála og vakið athygli fyrir það hvernig hún getur hjálpað foreldrum og börnum að ræða saman um kynlíf og þungun, meðgöngu og fæðingu. Höfundar eru danskir, Marlee og Benny Alex, en þýðandi Gunnar J. Gunnarsson kennari. Textinn er settur hjá Prentverki Akraness en bókin að öðru leyti unnin í Eng- landi. Meðfylgjandi mynd er af bókarkápunni. Jafnréttisráð með barmmerki Jafnréttisráð hefur látið gera barmmerki í því augnamiði að vekja athygli á tilveru ráðsins og baráttunni fyrir jafnri stöðu kynj- anna. Merkin eru þrenns konar og liggur munurinn í áletrun þriggja ólíkra texta, sem allir minna þó á tilgang Jafnréttisráðs, en textarn- ir eru þessir: „Stöndum við jafnt að vígi?“, „Jöfnum metin!" og „Hallar nokkuð á þig?“ SIEMENS Einvala liö: Siemens- heimilistækin Úrval v-þýskra SIEMENS-heimilistækja þar sem hvert tæki leggur þér lið við heimilisstörfin. Öll tæki á heimiliö frá sama aðila er trygging þín fyrir gþðri þjónustu og samræmdu útliti. SMITH & NORLAND HF. NÓATÚNI 4, SÍMI 28300. Gerðu það sjálfur SPÓl eik, fu mahogjtny 40, 50 é 60 og 2- PIASfH með kvítu, og 60fcm t og 2-fí cm h Pi í vi&arlii fur§ °S 28Æog 5&B crtMí breidi og§55 cnf á lJ§gd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.