Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1983 Það varð margur fagnaðarfundur- inn á Kjalarnesi um síðustu helgi, er hestum félaga hesta- mannafélagsins Fáks var smalað úr haust- göngu og eigendur komu að vitja þeirra og flytja í hús. Alls hafa Fáksmenn haft um fjögur hundruð hross í hagagöngu síðan í september í landi Arnarholts, Dalsminnis og Saltvíkur. En það var í Saltvík sem Morgun- blaðsfólk leit við sl. laugardag, fylgdist með endurfundum hesta og manna og spjallaði lítil- lega við þá síðarnefndu. .. ; S - •/ ■j * '■Vt, * :, X Ljósin. RAX. HEIM ÚR HAUSTBEIT Um síðastliðna helgi smöluðu Fáksfélagar girðingar sínar á Kjalarnesi, til að taka hross sín í hús eftir hagagöngu haustsins. Hvað er betra en að vera nýbúinn að eignast hest? Eflaust fátt að dómi Óskais Þórs Hallgrímssonar, sem keypti þann Ijósa í staðnum. Blessuð vertu, þeir þekktu í okkur raddirnar og komu strax,“ sögðu hjónin Svanur Skæringsson og Unnur Sturlu- dóttir, sem áttu, ásamt syninum Sturlu, þrjá hesta í girðingunni og voru komin með þá alla í taum er blm. bar að. „Já, þetta eru stólpanöfn," sögðu þau, er haft var á orði að saman virtust fara þjóðleg nöfn hesta og eigenda. En klárarnir þeirra heita Randver, Seifur og Jarl. „Þeir eru heldur grannir, svo ætli við tökum þá ekki núna,“ sögðu þau hjón, „en annars er svo misjafnt hvað hross eru holdug á haustin. Randver er t.d. langgrennstur af okkar hestum núna, en hann er líka elstur, orðinn fjórtán vetra. Svo var nú kominn í mann fiðr- ingur, okkur var farið að ganga til að sjá þá aftur, blessaða, þó að maður fari nú ekki að fara á bak fyrir alvöru fyrr en í febrúar," sögðu þessi hressu hjón og bættu því við að þau væru með fleiri hesta austur í Flóa og yrðu þeir á Ragnheiðarstöðum í vetur. En sú jörð er í eigu Fáksmanna og hafa margir þeirra hesta þar í húsi. Nú dreif að fleira fólk og ríkti mikil kátína, jafnt innan sem utan girðingar. Þó var einstaka gæðingur ósáttur við að láta teyma sig inn í gluggalausan flutningabíl eftir allt frelsið í högunum undanfarið. Þannig var því til dæmis farið með einn ljós- an, sex vetra, sem Óskar Þór Hallgrímsson hafði fest kaup á fyrr um daginn. Óskar kvað þann ljósa hálf- taminn og horfði stoltur á eftir honum inn í flutningavagninn. „Ég er sá eini í fjölskyldunni, sem er með hest núna, en ætli ég hafi ekki áhugann frá mömmu,“ sagði óskar, sem er þrettán ára og var mættur á staðinn með föður sín- um. „Það er hægt að versla með hesta alls staðar,“ sagði Jón Leví, sá er seldi óskari þann ljósa, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.