Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 15.12.1983, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 1983 Svartsengi: 15 megawött rjúka út í loftið blátt Fyrsta eintakið af Stuðmannabókinni „Draumur okkar beggja“ kemur út úr húsi prentsmiðjunnar Odda og er þeim viðburði fagnað ákaflega af aðstand- endum bókarinnar eins og sjá má. (Ljósm. Mbi. KEE). Stuðmenn senda frá sér jólaglaðninginn: Draumur okkar beggja bók, hljómplata og spil STUÐMENN gera það ekki enda- sleppt og nú hafa þeir sent frá sér jólaglaðninginn í ár, sem er bók, hljómplata og spil. Stuðmenn boð- uðu fréttamenn á sinn fund þegar ÚT ER komin Ijóðabókin Opus Alfa eftir Jón Steinar Ragnarsson og er þetta fyrsta Ijóðabók höfundar. Aður hefur leikrit hans „Hjálparsveitin" komið út á bók og verið sýnt á ísa- firði og Neskaupstað. Höfundur gef- ur bókina sjálfur út. Jón Steinar er 24 ára gamall ís- firðingur og hefur hann lengi ver- ið viðloðandi lista- og menningar- líf þar, segir í frétt frá útgefanda. í „Opus Alfa“ er tekið á gaman- og alvörumálum líðandi stundar með kímni en kraumar undir í öllum ljóðunum. Bókin skiptist í tvo hluta, þ.e. „Vond ljóð“ og „Skrautfjaðrir". Höfundur myndskreytti öll ljóðin í bókinni. Bókin er rituð á tímabilinu 1975-83. fyrsta eintakið af bókinni kom út úr húsi prentsmiðjunnar Odda og við það tækifæri höfðu þeir félagar á orði, að hér vsri tvímælalaust um að ræða jólapakkann í ár, enda vsri í Jón Steinar Ragnarsson honum allt sem þarf til að halda vel heppnaöa jólahátíð. Bókin sem ber heitið „Draumur okkar beggj a“ er efnismikil og af- ar vönduð að allri gerð, prentuð í lit, á vandaðan ljósmyndapappir. í bókinni er rakinn ferill Stuð- manna í skrásetningu Uluga Jök- ulssonar og er þar að finna mikinn fróðleik og skemmtilegar frásagn- ir af viðburðaríku tímabili í ís- lensku popptónlistarlífi. í bókinni kennir ýmissa grasa auk sögu Stuðmanna og má þar nefna sýn- ishorn af kveðskap þeirra félaga, nótur af nokkrum vinsælum lög- um þeirra, drög að ágripi um Stuðmannalögin eftir Ríkarð Örn Pálsson, auk fjölda mynda og teikninga sem prýða bókina og er þá ýmislegt ótalið. Fyrstu útgáfu „Draums okkar beggja“ fylgir hæggeng tíu tommu hljómplata: „Tórt verður til tralls- ins“ og er hún tekin upp á dansleik hjá Stuðmönnum og lýsir vel þeirri stemmningu sem þar ríkir jafnan. Að auki fylgir með spilið „Að slá í gegn“, spennandi fjöl- skylduleikur fyrir unga sem aldna, sem lýsir hinum þyrnum stráða vegi popptónlistarmannsins á leið hans til frægar og frama. Það er alheimssamsteypan Bjarmaland og bókaforlagið Iðunn sem gefa út þennan jólapakka Stuðmanna. HÆGT ER að auka raforkufram- leiðslu Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi um tæp 15 mW með betri nýtingu á þeirri orku sem þegar fæst úr borholum virkjunar- innar, að sögn Jónasar Matthías- sonar, vélaverkfræðings á verk- fræðiskrifstofu Guðmundar og Kristjáns, sem gerði athugun á þessu efni fyrir stjórn hitaveitunn- ar. „Þetta væri ódýrari virkjun- arkostur en tilsvarandi eining í vatnsafli," sagði Jónas. „Þessi kostur væri hagkvæmur fyrir Suðurnesin, ef við tökum þau út úr, en einnig fyrir landskerfið. Þetta yrði einkum hugsað sem toppafl frekar en sem grunnafl; notkunartíminn yrði skammur og þetta væri hægt að gera án þess að taka meiri orku upp úr svæðinu. Það er þarna sex mW- vél, sem sett var upp 1981, fyrst og fremst til að létta undir með Landsvirkjun meðan virkjað var á hálendinu. Það er gufan frá þeirri vél sem yrði nýtt í þessu tilfelli en sem stendur rýkur hún út í loftið. En það er rétt að leggja áherslu á að þetta var að- eins könnun, sem gerð var til að gefa hugmynd um þennan mögu- leika. Könnunin bendir til, að rétt sé að skoða þennan mögu- leika betur,“ sagði Jónas. Ingólfur Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Hitaveitu Suður- nesja, sagðist í samtali við blm. Morgunblaðsins ekki reikna með að lagt yrði út í nýtingu á þess- um aukaforða í Svartsengi. „Þetta yrði mikil fjárfesting og það er ekki fyrirsjáanlegt í augnablikinu, að nokkur vilji kaupa þessa orku. Það er ekki orkuskortur í augnablikinu — en við vitum í dag, að þessi mögu- leiki er fyrir hendi," sagði Ing- ólfur. Vigdís Grímsdóttir „Tíu myndir úr lífi þínu“ — Smásögur og Ijóð eftir Vigdísi Grímsdóttur BÓKAFORLAGIÐ Svart á hvítu hef- ur sent frá sér bókina Tíu myndir úr lífi þínu. Sögur um þykjustuleiki og alvörudrauma eftir Vigdísi Gríms- dóttur. f þessari bók eru tíu smásögur, tengdar saman með ljóðum. Við- fangsefni höfundar er konur, og eru frásagnirnar skrifaðar með ljóðrænu ívafi og draumkenndu, þótt raunsæjar séu. Þetta er fyrsta bók höfundarins. Vigdís Grímsdóttir er íslenskukennari að atvinnu og um þrítug að aldri. Filip Franksson hannaði kápu, bókin er 96 blaðsíður að stærð og unnin hjá Prentsmiðjunni Viðey, Félagsbókbandinu og Prentþjón- ustunni Metra. "vÍGDÍS ÍÍMSDÓTT^ Tiu air \ííi lP^u Tiu tUV^1 . úr lííi WJ. GIi0.sd6tt»t-^öguI ev» 1 ^VMAÐ_ GEBUMVœ 1 „Opus Alfa“ Ljód eftir Jón Steinar Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.