Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.12.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983 9 ÉQamiM ooáD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 222. þáttur Eftir að ég skrifaði síðast um orðið þjóðskáld, merkingu þess og aldur, þótti mér ástæða til þess að leita enn betur en ég hafði þá gert. Þessi leit bar skjótan árangur. í orðabók Johans Fritzners „over det gamle norske Sprog" er orðið þjóðskáld og þýtt svo: „Skald eller Dikter af Betyd- enhed, af særdeles Dygtighed eller Berömthed," það er að segja, sérlega gott eða frægt skáld. Þessu til staðfestingar vitnar Fritzner í Haraldssögu harðráða og Þorleifs þátt jarlsskálds í Flateyjarbók. í Fornmannasögum (Khöfn 1825—1835) segir í sögu Har- alds harðráða: „Var Halli þá með hirðinni vel haldinn, ok er jólaaptann kom, gekk Halli fyrir konúng og kvaddi hann; konúngr tók vel máli hans. Halli mælti: herra! Kvæði hefi ek ort um yðr, ok vildi ek at þér hlýddið. Konúngr mælti: hefir þú nokk- urt kvæði fyrr ort? Ekki, herra! segir hann. Konúngr mælti: þat mun þá sumra manna mál, at þú takist mikit í fang fyrsta sinni, slík þjóó- skáld (auðkennt hér) sem um mik hafa ort; eðr hvat sýnisk þér ráð, Þjóðólfr?" Er hér vitnað til íslensku skáldanna Sneglu-Halla (Grautar-Halla) og Þjóðólfs Arnórssonar. Seinna í Haraldssögu kemur orðið þjóðskáld fyrir öðru sinni og er þá Haraldur kon- ungur reyndar að hæðast að Þjóðólfi. í Þorleifs þætti jarlsskálds er hann afturgenginn látinn nota orðið þjóðskáld, og verður að álykta af þessu öllu saman, að fyrri hluti orðsins hafi merkinguna góð, sbr. þjóðráð og það sem fyrr var sagt í þátt- um þessum. Þá var Ólafur Jó- hannsson í Reykjavík svo vænn að rifja upp fyrir mér það sem stendur á bls. 11—13 í bók Sigurðar Nordals um Hall- grím Pétursson. Björn Þor- leifsson Hólabiskup hafði leyft sér að gera tvær orðalags- breytingar á Passíusálmunum í 6. prentun þeirra 1704. Rigndi þá yfir biskup níðvísum og ávítunarbréfum. Árni Magn- ússon prófessor taldi sér skylt að átelja biskup bæði fyrir það og annað í útgáfunni og þar notar Árni orðið þjóðskáld, þegar hann fjallar um kveð- skap Hallgríms Péturssonar. En ekki skilgreina allir þjóð- skáld á sama veg. Kristján Al- bertsson segir í formála að ljóðaúrvali Bjarna Thoraren- sens (E.P. Briem Rvík. 1934): „Bjarni Thorarensen og Jón- as Hallgrímsson voru báðir af því skáldakyni, sem vér nefn- um þjóðskáld, af því að þjóðar- hagur og þjóðarlíðan fá svo sterkt á hug þeirra, að verk þeirra verður, vitandi og óaf- vitandi, að boðskap þeirrar heimspeki eða þeirrar stefnu, sem hugboð og eðlisfar segja þeim að mestu varði fyrir farnað þjóðarinnar." Ólafur Jóhannsson ræddi einnig við mig um orðasam- bandið Það gefur auga leið = það er augljóst. Ég lærði ekki þetta tal fyrr en ég var ræðu- skrifari á alþingi árin 1946—’50, en sumir þingmenn tóku þá svo til orða. Orðtak þetta er kunnugt frá 19. öld, og um það segir prófessor Hall- dór Halldórsson í bók sinni um íslensk orðtök (undir augaleið): „Orðtakið virðist nú einkum notað á Suðurlandi, aðallega í gervinu „það gefur auga leið“, einnig hefur OB (orðabók há- skólans) eitt dæmi um afbrigð- ið „það gefur auga leið“ úr Strandasýslu. Augaleið, sem í rauninni merkir „leið augans", táknar víst beina stefnu. Af- brigðin auga leið og auða leið eru orðin til fyrir misskilning. Orðtakið merkir þannig í rauninni: „það liggur í augum uppi“. Um frumgerð orðtaksins eru skiptar skoðanir, og er ekki á færi umsjónarmanns að kveða upp neinn úrskurð án frekari rannsóknar. Ónefndur maður sendi mér dæmi um orðtakið að ganga á lagið í eiginlegri merkingu. Hér er „gangurinn á lagið" dá- lítið óvenjulegur, og þykir mér rétt að tilfæra dæmið orðrétt: „Hann sneri eftir Erni og bað hann bíða. Örn nam staðar ok reiddi upp öxi mikla, er hann hafði í hendi. Guðmundr hljóp af baki ok rann at honum með spjótit ok lagði í gegnum hann. En Örn gekk á lagit ok hjó til hans ok yfir öxlina, ok brotnaði í sundr öxarskaftit, en hyrnan kom í herðarblað Guðmundi ok varð hann lítt sárr. Eftir þat fell Örn þar á götunni, ok heitir þar nú Traustagata." Sami bréfritari og sendi þessa tilvitnun er einnig einn af mörgum sem vill leggja sitt af mörkum til þess að skýra lokalínuna í fyrsta erindi kvæðisins á Glæsivöllum, svo sem um var beðið. Hann skilur orðið setningur svo sem það merki taktur eða samstilling og vísi til hljóðfærasláttar. Þessi skýring er ákaflega nærtæk, ekki síst ef menn hafa lesið Þorsteins þátt bæjar- magns, en þaðan er nokkur efniviður fenginn í kvæði Gríms. Þessi var skoðun Sveinbjarnar Sigurjónssonar í skýringakveri hans við Lestr- arbók Nordals, og árum saman fylgdi ég henni athugasemda- laust. En þar sem setningur getur merkt svo margt annað, svo sem hófsemi, aðgæsla, regla og sjálfstjórn, þá hefi ég stund- um leyft mér að gera ráð fyrir fleiri hugsanlegum skýringum. Ekki dregur úr efasemdunum að orðasambandið að slá af er margrætt. Fleiri eru á sama máli og hinn ónefndi bréfritari og Sveinbjörn Sigurjónsson. Fyrstur til að svara mér undir nafni var dr. Jakob Jónsson í Reykjavík. Hann segir: „Tengingin en táknar and- stæður. Trúðar og leikarar eru „skemmtikraftar" hjá kóngi, og leikararnir eru hljóðfæra- leikarar, sem slá hörpur sínar, gígjur og önnur slík hljóðfæri. Það tilheyrir þeirra list að leika af „setningi", þ.e.a.s. eftir reglum listarinnar. Orðið minnir á kvæði Einars Bene- diktssonar um Davíð konung, 5. erindi: 088 dreymir í hæðunum hörpuslag, er hrynur í einu sem kór og l«g, af setning Hamhljóms og raddar. (Ljóðmæli. III. bindi, bls. 213). En — hjá Goðmundi kóngi er „lítt af setningi slegið". Það er aldrei spilað af list og sam- ræmi, heldur með hrottaskap og ólátum. Það er argað og gargað, öskrað og ískrað, ýlfr- að og óskapast. (Skyldi maður kannast við það?) Að lokum er hér ljóðstef sem vinur minn Hlymrekur hand- an sendi mér í minningu góð- mennis og snillings: Þegar horfinn er Jóhann S. Hannesson úr heimi sem tæplega kann þess von, ad gott fái sigur og geymd sé hver vigur, ber ég harm eftir Jóhann S. Hannesson. Hitaveita Suðumesja: Jöfnun orkuverðs ólíkleg á næstunni SAMKV. upplýsingum Mbl. er ólfklegt að orkuverð á veitusvæði Hitaveitu Suðurnesja verði jafnað á næstunni. Eins og nú er greiða viðskiptamenn fyrirtækisins ekki sama verð fyrir orku, eftir í hvaða sveitarfélagi við- skiptamenn búa. Getur mismunurinn á milli sveitarfélaga orðið allt að 25%. Hitaveita Suðurnesja selur orku í sjö sveitarfélögum á Suðurnesjum í aðveituæðum verður nokkurt orku- tap, sem kemur með mismunandi hætti niður á viðskiptamönnum fyrirtækisins. Samkvæmt mæling- um sem gerðar hafa verið, kemur í ljós, að hitastig vatnsins er mest í Grindavík, 84°C, en t.d. 79°C í Kefla- vík og 74°C í Vogum. Mælinganar eru gerðar í fyrsta dreifibrunni við bæjarmörk. Viðskiptamenn HS greiða ákveðið verð fyrir 1 lítra á mínútu samkvæmt hemli, en ekkert tillit er tekið til hitastigs vatnsins. í þremur áðurgreindum sveitarfélög- um er upphitun húsa lang ódýrust í Grindavík, en dýrust í Vogum, enda gefur 1 lítri vatns 84°C meiri orku, en 1 lítri af 74°C vatni. Hreppsnefnd Vatnsleysustrand- arhrepps hefur farið þess á leit við stjórn HS að fundin yrði ný verð- viðmiðun til að jafna orkukostnað milli sveitarfélaganna. Stjórn HS telur óeðlilegt að verð orkunnar yrði miðaö við hitastig vatnsins við bæjarmörk, vegna þess að þá greiði t.d. Vogamaður með 74°C lægra verð fyrir vatnið, en t.d. Keflvíkingur með 72°C. Auk þess sem þá yrði að hafa 7—8 gjaldskrár, eina fyrir hvert sveitarfélag. HS telur einu leiðréttinguna sem komi til greina vera þá, að setja í stað hemla kaloríumæla, sem mæli bæði hitastig og magn orkunnar. Þá greiði hver notandi fyrir það orku- magn sem hann fær. Gífurlegur kostnaður er samfara því að nota þessa mæla, en kostnaður við kaup á mælum er áætlaður 45 milljónir kr. Þá á eftir að taka tillit til vinnu við uppsetningu, aflestur og viðhald, sem er kostnaðarsamt. Áætla má að það kosti 7—8 mánaða vatnssölu HS að koma þeirri breytingu á. E.G. Viljum frekar nota íslenskar kartöflur — segir Jón Helgason um innflutning kartaflna til framleiðslu á kartöfluflögum VIÐ VILJUM frekar að innlendar kartöflur verði notaðar til þessarar framleiðslu, sagði Jón Helgason land- búnaðarráöherra í samtali við Mbl., er hann var spurður að þvf af hverju Íslensk-ameríska verslunarfélaginu hf. hefði ekki verið veitt heimild til innflutnings á sérstökum afbrigðum kartaflna til framleiðslu á kartöflu- flögum í verksmiðju sem fyrirtækið hefur verið að undirbúa í Reykjavík. Eins og fram hefur komið í Mbl., varð Íslensk-ameríska að hætta við að hefja kartöfluflöguframleiðslu vegna þessarar neitunar, því þau íslensku kartöfluafbrigði sem nú eru ræktuð henta ekki til framleiðslunnar. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra sagði að aðrir aðilar, það er aðilar á Suðurlandi, væru með það í athugun að hefja framleiðslu á kartöfluflögum úr íslenskum kart- öflum og taldi að með því að leyfa innflutning til Íslensk-ameríska verslunarfélagsins væri verið að kippa grundvellinum undan þeirri Fatamarkað- ur FH í dag Handknattleiksdeild FH gengst fyrir fatamarkaði á Strandgötu 4, Hafnarfirði, klukkan 10 til 20 í dag, laug- ardag. Á boðstólum eru föt af öllum gerðum og stærðum. Markaðurinn er haldinn til að afla fjár til þátttöku FH-inga í Evrópukeppninni í hand- knattleik. tilraun. Taldi hann rétt að athuga þann möguleika fyrst, hvort þetta tækist hjá þeim á Suðurlandi, því annars yrði innflutningurinn til að minnka markað íslenskra kart- aflna. itmmm H Uli ll>X Fasteignasala, HverfiRgötu 49. VERDMETUM SAMDÆGURS Opið í dag kl. 13-18 Erum meö fjölda eigna í ákveöinni sölu. Hringiö og viö finn- um eignina sem yð- ur vantar. SÖLUSKRÁIN Á SUNNUDÖGUM GARÐABÆR — EINBYLISHUS 270 fm á 3 hæðum viö Fífumýri. Á jarðhæö 50 fm bílskúr, geymslur og hobbýherb. Á 1. hæð eldhús, búr, þvottahús, boröstofa, stofa og húsbóndaherb. i risi eru 5 svefnherb. og bað. Húsiö stendur á steyptum kjallara en íbúöarhæöirnar eru einingarhús frá Selfossi. Lrtiö áhvílandi. Laust strax, íbúöarhæft nú þegar. Verö 3,4—3,5 millj. E Fasteignasalan EIGNABORG sf. Hamraborg 5 - 200 Kópavogur Símar 43466 & 43805 Sölum.: Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, Þórólfur Kristján Beck hrl. Heimasími sölumanna: Vilhjálmur 41190. Jóhann 72057. SIMAR 21150-21370 S0LUSTJ LARUS Þ VALDIMARS LOGM JOH Þ0RÐARS0N HOL Til sölu og sýnis auk annarra eigna: Nýleg 2ja herb. íbúö í Kópavogi á úrvalsstaö viö Digranesveg, á jaröhæö um 70 fm. Vönduö innrétting. Teppi, danfosskerfi, sólverönd, útsýni. Laus atrax. Glæsileg raöhús í byggingu í suöurhlíöum i Fossvogi. Annaö húsiö, er um 80x2 fm meö 5 herb. ibúð, á 2 hæöum, selst fokhett með Innbyggöum bílskur. Hitt hú.iö, er um 80x3 fm með 2 ibúöum þ.e. á efri hæö og á rishæö er 5—6 herb. íbúö, séríbúö 2ja herb. á neöri hæö, innbyggöur bílskúr, útsýnisstaður. Teikningar á skrifstofunni. Mjög hagstaeö kjör. Góö íbúö í Kópavogi ó góöu veröi 3ja herb. íbúö um 80 fm I tvíbýliehúsi viö Dalbrekku, næstum skuld- laus, allt sér, góö sameign. Einbýlishús og raöhús Til sölu nokkur einbýlishús og raöhús í borginni, Mosfellssveit, Kópa- vogi og Garðabæ. Ennfremur steinhús á mjög góöum staó í Hafnarfirói meó 5 herb. íbúó auk bílskúrs. Stórar og góöar í borginni Höfum á skrá nokkrar sérhœöir og rúmgóöar (búóir i borginni á úr- valsstöóum. Vinsamlegast leitiö nánari upplýsinga. Einbýlishús — sérhæó — skipti Til kaupa óskast einbýlishús 140—160 fm helst í Smáíbúöahverli. Skipti möguleg á úrvalsgóóri sérhæö um 140 fm I nýlegu þribýlishúsi í Smáíbúöahverfi. Höfum á skrá fjársterka kaupendur aö ibúöum, sérhæöum, einbýlishúsum og raöhúsum. Margskonar eignaskipti möguleg. Sérstaklega éskast góö 3ja—4ra herb. íbúö í Háaleitishverfi eða nágrenni. Rétt eign veröur borguö út. Loaun neesta sumar. Opiö í dag frá kl. 1—5. Lokaö á morgun sunnudag. ALMENNA FASTEIGNASAL AM LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.