Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.12.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. DESEMBER 1983 Njarðvíkingar unnu Valaara I hörkuleik í úrvalsdeildinni í körfubolta í íþróttahúsi Selja- skóla í gærkvöldi, skoruóu 89 stig gegn 83. í hálfleík höföu Valsarar fjögurra stiga forskot, 44—40, en misstu niöur dampinn í síðari hálfleik og viö þaö tvíefldust Njaróvíkingar og sigruöu örugg- lega og sanngjarnt. Framan af var jafnræöi með liö- unum og eftir fimm mfnútur var staöan 12—12, en þá tóku Valsar- ar mikinn sprett og komust f 25—12 og þar til rátt fyrir lok hálf- leiksins háldu þeir forskoti sfnu. Léku Valsarar vel í fyrri hálfleik, létu knöttinn ganga hratt sín á milli, frá einum kanti yfir á annan og reyndu þannig aö opna glufur í vörn Njarövíkinga eða skapa skytt- um sínum skotfæri. Á sama tíma var hálfgert slen yfir Njarövíking- um. En í seinni hálfleik snerist þetta alveg viö. Njarövíkingar höföu greinilega fengiö tiltal og komu mjög ákveönir til leiks og reyndu nú aö leika saman og berjast af krafti. Tókst þeim fljótt aö jafna, 46—46, og fljótlega tóku þeir aö síga fram úr Völsurum, sem gerö- Valur-UMFN 83—89 ust mjög ráövilltir í sóknarleik sín- um eftir upphafsmínútur seinni hálfleiksins, reyndu helzt hver í sínu lagi aö hnoöast í gegn í staö þess aö spila saman. Einkennilegt að Valsarar skyldu ekki nota tæki- færiö og skipta mönnum inn á þegar tók aö halla undan, þar sem byrjunarmenn þeirra voru farnir aö lýjast og safna villum af kappi. Njarövíkingar tvíefldust í bar- áttugleöinni er þeir náöu forystu og tóku aö síga fram úr, fóru aö nota breidd vallarins í samspilinu, og meö aöstoö Valsara, sem brutu af sér í tíma og ótíma, náöu þeir 10 stiga forystu, 77—67, er tæpar níu mínútur voru eftir. Mestur var munurinn 11 stig, 88—77, er rúm- ar tvær mínútur voru eftir, en nýir menn hjá Val voru þá farnir aö reyna aö bjarga því sem bjargaö varö og minnkuöu muninn i lokin. Fjórir byrjunarmenn hjá Val uröu aö yfirgefa völlinn með fimm villur, Torfi þegar tæpar 10 mínút- ur voru eftir, Kristján þegar fimm mínútur voru eftir, Tómas þegar rúmar tvær mínútur voru eftir og Jón mínútu seinna. Létu Valsarar Staðan STAÐAN er nú þessi í 1. deildar- keppninni í handknattleik: KA — FH FH 9 9 0 0 18—21 277—176 18 Valur 8 5 1 2 172—166 11 Víkingur 8 5 0 3 183—168 10 KR 8 4 1 3 142—133 9 Þróttur 8 3 14 172—188 7 Stjarnan 8 3 1 4 150—179 7 Haukar 8 1 1 6 156—194 3 KA 9 0 18 157—205 1 Rannsóknar- ráð stofnað Á FUNDI heilbrigöisráös ÍSÍ ný- lega var samþykkt aö fara þess á leit vió framkvæmdastjórn ÍSÍ, að komið yröi á fót íþróttarann- sóknaráói innan ÍSI. Verkefni þessa rannsóknarráös á m.a. aó vera: 1. aö stuöla aö hagnýtum rann- sóknum fyrir íþróttahreyfing- una, 2. aö ákvaröa hvaöa rannsóknar- verkefni skuli hljóta fjárstuön- ing hverju sinni, 3. aö hafa samstarf viö hin nor- rænu íþróttarannsóknarráöin. Formaöur heilbrigöisráös ISÍ er Magnús B. Einarsson læknir. • Leikmenn Bayern MUnchen létu sig ekki muna um aö mæta á ráóhúströppurnar ( MUnchen og syngja jólalög fyrir borgarbúa. Mælt- ist þetta vel fyrir. Hór sjáum vió markvöröinn fræga Jean Marie Pfaff og Karl-Heinz Rummenigge hefja raust sína. Framkvæmdastjórn ISI getur ekki haft afskipti af niðurstpðu íþróttadómstóls ISÍ í NÝÚTKOMNU fróttabréfi íþróttasambands íslands er greint frá því aö framkvæmda- stjórn ÍSÍ geti ekki haft afskipti af niöurstöðu íþróttadómstóls. En eins og skýrt var frá á sínum tíma óskuöu Ungmennafélag Selfoss og Ármann eftir því varðandi kærumál í knattspyrnunni síö- astliðiö sumar. Fréttin er þannig hljóðandi í fréttabréfinu: Ungmf. Selfoss og Glímufélagiö Ármann fóru þess á leit viö fram- kvæmdastjórn ÍSi „aö rannsaka og leiöa til lykta“, eins og þaö er orðað í bréfinu, niöurstööur dómstóls ÍSÍ í kærumáli 3. deildar í knattspyrnu. Áöur haföi stjórn KSÍ ritaö framkvæmdastjórninni bréf út af sama máli, þar sem stjórn KSÍ lagði áherzlu á, aö setja yröi skýrari reglur í dóms- og refsi- ákvæöi ÍSÍ, en dómstólar ÍSÍ og KSÍ komust að gagnstæöri niöur- stööu í hliöstæðum kærumálum. Af þessu tilefni samþykkti fram- kvæmdastjórn ÍSf eftirfarandi ályktun á fundi sínum nýlega: „Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur á fundi sínum tekiö fyrir erindi Umf. Selfoss og Glímufélagsins Ár- manns, varöandi dómstól ÍSÍ dags. 20. okt. 1983 og erindi KSÍ varö- andi endurskoðun á dóms- og refsiákvæöum ISI, dags. 24. okt. 1983. í tilefni þessa samþykkir framkvæmdastjórn ÍSf eftirfarandi: Meö þeirri skipulagsbreytingu er gerö var á fþróttasambandi ís- lands áriö 1946, var þaö spor stig- iö með samþykkt dóms- og refsi- ákvæöa ÍSÍ aö aöskilja dóms- og framkvæmdavald innan íþrótta- hreyfingarinnar. Þetta birtist einkum í 5.-9. gr. dóms- og refsiákvæða ÍSÍ þar sem fjallaö er um dómstig og dómstóla. Af ótvíræöu oröalagi 9. gr. 1. tl. samanber 3.-4. tl. er Ijóst, aö dómum íþróttadómstóls iSÍ veröur ekki áfrýjaö né þeim skotiö til framkvæmdavalds svo sem fram- kvæmdastjórnar ÍSÍ. Meö hliösjón af ofanrituöu telur framkvæmdastjórn ÍSÍ, aö hún geti eigi oröiö viö þeim tilmælum, er koma fram í erindi dags. 20. okt. 1983, frá Umf. Selfoss og Glímufé- laginu Ármanni. Hins vegar samþykkir fram- kvæmdastjórn ÍSÍ í tilefni máls þessa og erindis Knattspyrnusam- bands íslands, aö fela þriggja manna nefnd aö endurskoöa dóms- og refsiákvæöi ÍSÍ og aö sú nefnd skuli skila áliti sínu til næsta fundar sambandsstjórnar ÍSÍ 31. mars 1984.“ mótlætiö mjög á sig fá og kom þaö þeim fljótt í koll. Ósanngjarnt væri af þeirra hálfu aö halda því fram aö dómararnir hafi veriö hliöhollari Njarövíkingum, ef svo skal til orös taka. Torfi og Kristján voru lang- beztir hjá Val, voru beztir á vellin- um í fyrri háifleik, en döluöu síöan. Hjá UMFN voru Valur Ingimund- ar og Gunnar Þorvaröar buröarás- ar sem fyrr og léku vel. Kristinn Einarsson sýndi snilldartakta í seinni hálfleik og er þar framtíöar- maöur mikill á ferö. Stig Vals: Kristján Ágústsson 26, Torfi Magnússon 18, Björn Zoega 12, Jón Steingríms 9, Tóm- as Holton 6, Leifur Gústafs 4, Páll Arnar 4, Helgi Gústafs 2, Valdimar Guölaugs 2. Stig UMFN: Valur Ingimundar 30, Gunnar Þorvaröar 24, Kristinn Einars 13, ísak Tómasson 9, Sturla Örlygs 7, Júlíus Valgeirs 4, Helgi Ragnars 2. Maöur leiksins: Kristinn Einars- son. — égás. • Torfi skorar fyrir Val. Á STJÓRNARFUNDI ( Knatt- spyrnusambandi íslands ( gær- kvöldi var ékvaöiö aö verkaskipt- ing í stjórn sambandsins yröi óbreytt fré því í fyrra. Ellert B. Schram var endurkjörinn form- aöur é þinginu é Húsavfk og er þetta ellefta ériö sem hann stýrir KSÍ. Árni Þ. Þorgrfmsson er vara- formaður, Friöjón B. Friðjónsson gjaldkeri og Gylfi Þóröarson rit- ari. Þá voru kosnir formenn nefnda á vegum KSl. Gylfi Þóröarson er formaður landsliösnefndar, Þór Ragnarsson formaður tækninefnd- ar, Helgi Daníelsson formaöur aganefndar, Árni Þorgrímsson for- maöur kvennanefndar, Sveinn Sveinsson formaöur dómara- nefndar, Helgi Þorvaldsson for- maöur unglinganefndar, Yngvi Guömundsson formaöur móta- nefndar, Gylfi Þóröarson formaður laga- og leikreglunefnda og Gunn- ar Sigurðsson formaður áróöurs- nefndar. — ÞR. ItlovjiimMnMti nrraniinj Köld eru kvennaráð: Ef ég yrði nú ófrísk og myndi missa af leik Ahuga fólks é knattspyrnu eru engin takmörk sett. Og þaó er auöséö aó ekkert fær aftraö áhorfendum þegar þeir taka til sinna réöa. Sem betur fer eru til skemmtileg dæmi um þaó hvern- ig fylgismenn liöa hreinlega sleppa sér. Betty Felgate er 60 éra gömul kona og býr í Holbrook í Ipswich. Hún er gífurlegur aó- déandi Ipswich og fer é alla leiki liósins ésamt 37 éra gömlum syni sínum. „Vegna sjúkdóms varö ég aö hætta aö vinna, en öllum pening- um minum eyöi ég í feröalög til aö sjá liöiö mitt. Ég reyki hvorki nó drekk og boröa mjög ódýra fæöu. Kaup á fötum reyni ég aö foröast eftir fremsta megni, en fæ mestallt frá dóttur minni sem hún er hætt aö nota. Hún er 32 ára. Maöurinn minn hefur aldrei fett fingur út í þetta áhugamál mitt þó svo aö allir okkar peningar fari í þetta. Viö höfum aldrei fariö í feröalag sam- an, svo dýrt er þetta áhugamál." Ýmsum kann aö finnast þetta fullmikiö af því góöa hjá Betty kerl- ingunni, en hún er samt ekki sú er slær öll met hjá Ipswich. Skötuhjú ein sem þaö gera segjast ekki fyrir nokkra muni vilja mlssa af leik meö liöinu og af þeim sökum hefur karlmaöurinn látiö gera sig ófrjóan. En af hverju? „Hugsaðu þér nú," sagöi konan, „ef ég yröi ófrísk á miöju keppnistímabili, og myndi missa af leik meö liðinu.“ Gylfi Þórðarson form?ður landsliðsnefndar KSI Valsmenn misstu móðinn og Njarðvíkingar sigruðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.