Tíminn - 24.08.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.08.1965, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 24. ágúst 1965 TÍMJLNN SEND TIL ÍSLANDS JANE GOODELL 53 eins og lexíu í hinum harða skóla lífsins, en það hlýtur hvert skref, sem stigið er á styrjaldartímum, ætíð að vera. ,Við förum heim þann fyrsta.“ Þegar tillit var tekið til allra þeirra annmarka, sem voru á starfi okkar í skólanum, þá mátti það teljast komið á fastan grundvöll, sem allir sættu sig við. Truflanir áttu sér samt stað, sem hvorki gerðu boð á undan sér né var hægt að komast hjá: loftvaraarmerkin. Eftir því sem á sumarið leið, virtist loftvamarmerkjunum fjölga og þau verða lengri. Til að byrja með höfðum við oftast orðið að þola þau að nætur- lagi eða snemma á morgnana, en nú urðum við að grípa gasgrímumar okkar og hjálmana og láta sem minnst fyrir okkur fara rétt í þann mund, er opna átti heimilið. Ef merkin byrjuðu klukkan 12:30 neyddumst við tíl þess að vera um kyrrt í skála okkar þangað til þau hættu, en stundum leið heil klukkustund áður en það varð. Oftast tókst okkur að komast yfir í heimilið í tæka tíð, og nm sinn var skemmtilegt að horfa út um gluggana og fylgjast með viðbrögðum borgaranna. Ætlazt var til þess, að íslendingarnir færu eins að og hermennirnir. Fyrstu daga hemámsins, höfðu loftvamarbyrgi verið gerð og menn vom skipaðir í embætti, og var þeim ætlað að sjá um að koma borgurunum af götunum, þegar loftvarnarmerki heyrðist. En þrátt fyrir það að loftvamar- sírenurnar ýlfraðu og öskraðu allt í kring, hafði það lítil eða engin áhrif á þetta góða fólk. Fáir fóru inn í byrgin, og allt hélt áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Það var eins og fólkið segði: Héma, getur ekkert komið fyrir, við erum hlutlaus. En þegar Focke-Wulf-vélarnar fóra að sveima yfir litlu eyjunni þess og létu eitt og eitt egg det.ta niður, varð fólkinu Ijóst, að „það“ gat komið fyrir hér, og hvar sem var. Það var næstum hlægilegt að fylgjast með hinni snöggu breytingu og viðbrögðum, þegar heyrðist í sírenun- um. Umferðin á götunum tók kipp, reiðhjól þutu niður eftir þröngum strætunum, vörabílar og fólksbílar beygðu fyrir horn með svo miklum hraða að hvein í hjólunum. Kaup- mennirnir þustu út í miðjum klíðum, þótt viðskiptavinur- inn hefði ekki fengið afgreiðslu, vegfarendur hlupu eins og fætur toguðu yfir götumar. Allt leit þetta út fyrir að eiga sér stað án nokkurs skipulags eða reglu, en á furðu- lega stuttri stundu voru öll farartæki horfin af götunum, og á gangstéttunum sást ekki eitt einasta mannsbarn. Meira að segja endurnar á tjörninni fyrir framan skólann virtust leita 1 var, því þær sáust hvergi. Aðeins hljóðið frá P-40-vélunum, þegar þær rufu þögnina hver á eftir annarri og tóku sig á loft af flugvellinum þama skammt frá. Maður gat séð þær, þar sem þær hækk- uðu flugið og flugu yfir borgina. Með því að hálfloka aug- unum, gat maður ímjmdað sér, að þær væru byssukúlur, þær fóra svo hratt. Menn óskuðu þeim góðrar ferðar, um leið og sú síðasta hvarf sjónum úti við sjóndeildarhring reykháfanna. Svo kom þögnin á nýjan leik. Væra hermenn í fárra mínútna fjarlægð frá búðum sín- um, bar þeim skylda til að fara til varðstaða sinna þegar í stað. Þeir mörgu, sem voru í leyfi og höfðu komið frá fjarlægum búðum og gátu ekki komizt þangað aftur, var ætlað að leita til loftvamarbyrgis, og láta þar fyrir berast, þar til allt var um garð gengið. Venjulega voru milli eitt og tvö hundruð menn með okkur á heimilinu þangað til merki var gefið um að allt væri aftur í lagi. í nokkrar klukkustundir gengu mennimir órólegir um gólf, og veltu því fyrir sér, hvað væri að gerast. Hvers fóru þeir á mis? Við bardaga? Kannski beint fyrir ofan herbúðirnar þeirra? Þögnin barst inn frá götunni. Enginn hafði eirð í sér til þess að gera nokkuð nema horfa út um gluggann og hugsa, og fitla órólega við smápeninga í vasa sínum. Þessi lang- varandi þögn boðaði eitthvað. Aðeins gat um eitt verið að ræða. Eitthvað var að gerast einhvers staðar. Þeim fannst þeir hafa verið sviknir. — Uss, sagði einhver. — Ég heyri eitthvað — það er líkast skothríð. Allir stirnuðu upp og lögðu við hlustimar. Við reyndum að fremsta megni að greina þetta fjarlæga hljóð, og um leið gátum víð greint þytinn frá vængjum máfsins, 'sem fláug fíani hjá glöggan- um. — Heyrið þið, gjallandi rödd rýfur þögnina. — Þið ætt- uð að sjá þessar þrjár Focker-Wulf, sem fljúga yfir . . . — Þegiðu, skipar ákveðin og hörkuleg rödd. Aftur fara allir að hlusta, aftur er þögn. Þetta var það, sem ég taldi að myndi gera alla brjálaða, ef þeir yrðu að þola slíkt til lengdar. Bíða, bíða, bíða — og ekkert gerist. Það er bann- vænt. Ef það kemur fyrír oft, fer svo, að maður byrjar að óska þess, að eitthvað komi fyrir, og sama hvað er . . . ÁST 0G STÆRILÆTI MAYSIE GREIG 36 að ég get verið gamansamur, þrátt fyrir allt. — Það var gaman að einhver gat skemmt sér! sagði Ray með kökk í hálsinum. — Þú ert and- styggilegur! Hún var eins og logi. Það glampaði á rauða kjólinn, kinnarnar voru sótrauðar og aug- un skutu neistum. Jafnvel hárið sýndist vera í báli líka. — Já, ég sé ekki betur en að þér finnist það, enda hefurðu ekki reynt að fara dult með það, sagði hann rólega. Hann leit undan. í augum hans var þjáning, sem hann yildi ekki, að hún sæi. — Ég skil ekki hvers vegna þú vilt vera hérna hjá mér áfram, Ray,- sagði hann svo allt 1 einu. Röddin var róleg og hreimlaus eins og áður. — Sagði ég ekki, að ég ætlaði að vera hjá þér til þess að hefna mín á þér fyrir það, sem gerðist forðum í st. Jean-de-Luz? Ray skalf af reiði. Hún vissi varla, hvað hún sagði. Hann hnyklaði brúnimar. And litið var sviplaust. — Það er þá eingöngu þess vegna, sem þú ert hjá mér? Ann- ars hefðirðu farið frá mér? Til Monty Jermaine, er það ekki? Ray sótroðnaði. Hún fann, að hann hafði sjálfur rétt henni eina vopnið, sem hún gat sært hann al- varlega með. Og hún var svo æst, að hún vílaði ekki fyrir sér að nota það. Hún greip það og greíddi höggið. Og hvað svo? Geturðu áfellzt mig fyrir það? Hún reigði höfuðið og hvessti á hann augun. — Hann er þó að minnsta kosti siðaður maður. Hann leikur sér ekki að því að lítilsvirða kvenfólk! Jæja, úr því að þú spyrð, þá máttu gjaman vita, að ég myndi giftast Monty strax á morgun ef ég væri frjáls manmeskja. Nú varð hljótt í stofunní. Óhugn anleiga hljótt. Það var líkast og orðin titmðu í loftinu, eins og deyjandi tónn úr streng sem brest ur. Heil mínúta leið áður en D.uee sagði orð. Hann sneri bakinu eð henni og gekk yfir þvert gólfið. Hendumar vom krepptar fyrir aft an bak og axlimar signar. Andlit- ið eins og gríma. Gríma leyndrar beiskju og örvæntingar, sem haid- ið var í skefjum. Ray fannst hún heyra hjartað i sér slá meðan hún var að bíða eftir, hverju hann svaraði. Sekúnd umar vora eins og langir klukku- tímar. En loks nam hann staðar. Hann rétti úr sér og horfði alvar- lega á hana. — Jú, Ray, ég held, að ég skilji betur núa, hvemig í öllu liggur. Ég skal tala við lögfræðingmn minn um skilnað á morgun. Hann opnaði dyrnar og fór út. Ray stoð í sömu sporum og horfði á eftir honum. Hún var-æstari en svo, að henni dytti í hug að kalla eftir honum. Jæja, hugsaði hún með sér. Þá liggur málið Ijóst fyrir. Og það þykir mér vænt um. Nú vitum við, hvar við höfum hvort amnað. Hún hafði sagt, að hún vildi gift ast Monty, ef hún væri laus og liðug. En vildi hún það í raun og vem? Hún var alls ekki viss um það. En hún hafði verið ástfangin af Monty svo lengi. Og líklega mundi hún ekki þurfa annað en sjá hann, til þess að ástin bloss- aði upp á ný. Af því að hún var svo óstjóm- lega reið Drace, reyndi hún að telja sér trú um, að hún elskaði Monty enn þá, og það lá við að hemmi tækist það. Hún fór að velta fyrir sér, hvað Monty mundi segja ef hann vissi hvað gerzt hefði. Allt í einu greip hana óstjórmleg löng- un til.að ná tali af honum. Núna strax, áður en hún iðraðist eftir því, sem hún hafði sagt við Drace. Hún vissi að Monty bjó í rík- mannlegn ibúð niðri í borginni. Hún hafði oft gengið framhjá hús- inu, og í hvert skipti hafði hún verið að gæla við þá tilhugsun, að gaman væri að líta inn til hans. Og nú datt henni í hug að láta verða úr þessu. n Rest best koddar Endurnýjum gömlu sænguraar Eigum dún og fiðurheld ver. æðardúns. og gæsadúnssængur og kodda af ýmsum stærðum. — PÓSTSENDUM — Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3 — Simj 18740 (Örfá skref frá Laugavegi) Hún hljóp upp í herbergið sitt og hafði fataskipti. Hún valdi sér skósíðan rauðgulan kjól, sem var þröngur og sýndi vel vaxtarlagið. Monty hafði alltaf verið hrifinn af þessum lit. Kjólnum fylgdi lítill, svartur jafcki, fóðraður með silki. Hún nam staðar við dyrnar sem smöggvast og leit í kringum sig í herberginu. Hvenær mundi hún koma hingað aftur? Mundi hún nokfcurn tíma koma hingað aftur? Hún fann kuldatitring læðast nið- ur bakið á sr. Hún vissi ekki af hverju hann fcom- Það var efeki nema eðlilegt, að Monty vildi, að hún færi þegar í stað frá Drace? Hvoragt þeirra setti fyrir sig að aðhafast það sem ekki þótti „viðeigandi" frá al- mennu sjónarmiði. Hann mundi vafalaust nema hana á brott með sér, eims og harnn hafði ætlað sér að gera á Spáni forðum. Þá hafði hún sagt nei. En nú ætlaði hún að segja já. Þau gætu farið til útlanda og verið þar þangað til gengið hefði verið frá skilnaðinum. Ferðast stað úr stað. Á daginn gætu þau notað sjóinn og sólskynið og lifað áhyggjulausu lífi skemmtiferða- fólksins. Á kvöldin mundu þau darnsa. Kvöld eftir kvöld. Dýru næturklúbbarnir vora þeirra rétti samastaður. Montys og hennar. Hún ætlaði að dansa ókomna ævi í faðmi hans. Var það ekki það, sem hún vildi? Hún vissi, að einu sinni hafði hún viljað það. En nú var hún í svo mikilli geðshrær- ingu, að hún gat ebki skorið úr, hvort hún hefði breytzt eða ekki í því tilliti. Hún náði í leigubíl við dymar og bað bílstjórann um að aka hratt. Eins hratt og hægt væri. Hún vissi í rauninni ekki hvers vegna henni lá svona mikið á. Kannske hefur henni fundizt, að ef hún flýtti sér ekki, myndí hún aldrei komast þangað. Hún sat álút í aftursætinu og ríghélt með köld um höndunum um sætisbríkumar. Monty . . . hvað mundi hann gera, þegar hún kæmi? Hvað mundi hann segja við hana? Mundu augu hans verða dimm af ástríðum, mundu hendur hans þrýsta henni fast, fast . . . Mundi hann segja: — Loksins ertu kom- in, ástin mín ... og hef beðið svo lengi. Og hvað mundi svo ske? Hún þorði ekki að hugsa lengra. Hún lokaði augunum, þvingaði hugann til augnabliksins, sem var að líða. Þau óku um Park Aver.ue, hjarta New York-borgar. Ljósin ií þúsundum glugga spegluðust i ‘ augum hennar. Frá breiðum dyra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.