Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1984 3 Arnarflug byrjað að fljúga í Nígeríu ff LEIGUFLUG Arnarflugs fyrir níger- íska flugfélagið International Air hófst í gærmorgun. í frétt frá félag- inu segir, að til flugsins sé notuð þota af gerðinni Boeing 727-100, sem Arnarflug tók á leigu frá Banda- ríkjunum. Ber flugvélin íslenska skráningarstafi, TF-VLS. Auk leigunnar á flugvélinni veitir Arnarflug nígeríska flugfé- laginu einnig aðstoð og ráðgjöf við uppbyggingu og stjórnun flug- rekstrarins og hafa þeir Goði Sveinsson og ólafur Bertelsson umsjón með þessum rekstri af hálfu Arnarflugs. Fjórar flug- áhafnir Arnarflugs eru nú í þjálf- un i Bandaríkjunum vegna þessa verkefnis og fara tvær þær fyrstu til starfa í Nígeríu 15. og 20. febrú- Bfll í vegi manns: Veitti öku- manninum glóöarauga ÞAÐ FÓR í taugarnar á manni nokkrum í Hafnarfirði, að tveir piltar lögðu bifreiðum sínum samsíða á Laufvangi þannig að leigubifreið, sem hann var far- þegi í, komst ekki framhjá vegna snjóruðninga og kom því manninum ekki heim síðasta spölinn. Piltarnir spjölluðu saman í mestu rólegheitum og virtust ekki taka eftir vandræðum leigubílsins. Maðurinn gaf sig á tal við piltana og lauk orð- ræðunum þannig, að hann rak öðrum piltinum bylmingshögg, þar sem hann sat í bifreið sinni, svo af varð mikið glóðar- auga. Pilturinn kærði þetta til lögreglunnar í Hafnarfirði. Atvikið átti sér stað aðfara- nótt sunnudagsins. Segja má að báðir hafi sýnt af sér tillits- leysi. Þess skal að lokum getið, að lögreglan ók hinum ölvaða manni heim síðasta spölinn. Féll af hesti og lenti fyrir bíl SAUTJÁN ára piltur slasaðist alvar- lega þegar hann varð fyrir bifreið á Bústaðavegi, skammt frá biðskýlinu við Bústaðaveg 130, laust fyrir klukk- an hálfsex á sunnudag. Pilturinn var á leið suður yfir Bústaðaveginn á hesti og hugðist komast yfir snjóruðning. Ekki tókst betur til en svo, að hann féll af baki, þegar hesturinn stökk niður af snjóruðninginum og lenti fyrir Plymouth-bifreið, sem ekið var vest- ur Bústaðaveg. Litlu munaði að pilt- urinn hefði einnig orðið fyrir ann- arri bifreið. Pilturinn slasaðist alvarlega. Hann mun hafa höfuðkúpubrotnað, kjálkabrotnað og viðbeinsbrotnað. Lögreglan I Reykjavík biður þá, sem vitni kunna að hafa orðið að slysinu, vinsamlega að gefa sig fram. Spurt og svarað: Síðustu forvöð í DAG eru síðustu forvöð fyrir lesend- ur Morgunblaðsins að koma á fram- færi spurningum til rfkisskattstjóra um skattamál, en framtalsfresturinn rennur út á föstudagskvöld. Vilji lesendur koma spurningum á framfæri við ríkisskattstjóra geta þeir hringt í síma Morgunblaðsins, 10100, á milli klukkan 14 og 15 og beðið um umsjónarmann þáttarins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur niður spurningarnar og kemur þeim til ríkisskattstjóra, og síðan munu svörin við þessum síð- ustu spurningum birtast í Morgun- blaðinu á föstudaginn. ar. Þangað til munu bandarískir flugliðar fljúga þotunni. Meðfylgj- andi mynd var tekin á Schiphol- flugvelli í Amsterdam sl. sunnu- dag, er flugvélin var á leið frá Bandaríkjunum til Nígeríu. Auk bandarísku flugliðanna eru á myndinni tveir starfsmenn Arn- arflugs, þeir Guðmundur Magn- ússon, flugrekstrarstjóri (2. f.v.) og Ellert Eggertsson, yfirskoðun- armaður (3. f.v.). Glæsileg Valentínshátíö og framhalds- stofnfundur FRÍ-klpbbsins — Sumaraætlun KOMIN OG KYNNT A KLÚBB-KVÖLDI ÚTSÝNARí Færri en vildu komust aö á síðustu skemmtun ÚTSÝNAR og stofnfund FRÍ-klúbbsíns. Aliir gestir á Klúbb-kvöldinu eiga þess einnig kost aö teljast stofnfólagar. K0AD Kl. 19.00 Húsiö opnar og kynntur nýr lystauki. Afhending happdrættismiöa og sala bingóspjalda. Húsiö fagurlega skreytt blómum sem koma beint frá Hollandi í tilefni dagslns. Kl. 19.40 Kvikmyndasýning frá Portúgal. Kl. 20.00 Valentinshátíöin hefst með þríréttuöum veislufagnaöi. Verð aöeins kr. 450.-. Danssýning: Nemendur úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Matseöill SALADEPOMPONETTE Rækjukokkteill ★ LE CARRÉ D’AGNEAU ROTI Lamba-roaststeik með ristuöum sveppum, belgbaunum, blómkáli m/ostbráð, bökuöum jarðeplum og rauövínssósu. Hrásalat. ★ POT AU GRUYÉRE Ostkaka meö kirsuberjasultu. ★ LISSER SÝNIR LISTIR SÍNAR Einn fremsti vaxtarræktarmeistari heims, Noröur- landameistari kvenna, Lisser Frost Larsen, kemur fram. Dansararnir ^rry og Ron m.a. nýjasta diskó- Elecyric Boogie Oancing. Aerobic- sýning undir stjórn Jónínu Benediktsdóttur. Hljómsveit GUNNARS ÞÖRÐ- ARSONAR og Gísli Sveinn i diskótekinu halda uppi fjörinu og stemmningunni til kl. 03.00. Dixie-band Svansins leikur létta, fjöruga tónlist. Valið verður par kvöldsins Kynnír kvöldtint veróur hinn bráðfráki og fjörugi Hermann Gunnartton. Tízkusýning: Módel ’79 kynna tískufatnaö frá versl- uninni Flónni Vesturgötu 4. Klúbb-kórinn tekur lagiö meö þátttöku gesta. Feguröar- samkeppni: Ungfrú og herra Útsýn. Glæsileg módel valin úr hópi gesta. Bingó: Spilaö um 3 glæsilegar Útsýnarferöír '84. Happdrætti: Allir matargestir taka þátt í ókeypis happdrætti. Vinningur: Útsýnarferö. Borðapantanir og miöasala í Broadway kl. 10—19 daglega, símar 77500 og 687370.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.