Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.02.1984, Blaðsíða 32
FÖSTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Tekinn vegna ráns- ins hjá ÁTVR Rannsóknarlögregla ríkisins handtók í gærkvöldi mann vegna ránsins á Laugavegi 77 á fostudag í síóustu viku. Maðurinn er grunaður um að hafa rænt 1.840 þúsund krón- um af tveimur starfsmönnum ATVR með því að ógna þeim með hagla- byssu. Yfirheyrslur stóðu yfir mann- inum og fleirum hjá RLR í nótt. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst blm. Mbl. ekki að ná tali af Þóri Oddssyni, vararannsóknarlögreglu- stjóra, en hann stjórnar rannsókn málsins. Engar játningar lágu fyrir þeg- ar Mbl. fór í prentun í nótt og því ekki ljóst hvort grunur RLR reyndist á rökum reistur. Krafa um gæzluvarðhald hafði ekki verið sett fram í nótt. Albert and- vígur nið- urgreiðslu launa Albert Guðmundsson, fjármálaráð- herra, sagði á Alþingi í gær, efnisiega eftir haft, að niðurgreiðsla á launum fyrirtækja í atvinnurekstri sæm- ræmdist ekki grundvallarskoðunum sínum. Þannig ætti að búa að at- vinnurekstri að hann gæti greitt eigin launakostnað. Hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta kæmi fyrirtækjum til góða. Ríkisstjórnin hafi hins vegar gert sér sem fjármálaráðherra að færa til fjármuni innan fjárlaga- rammans, eins og það væri orðað, til að mæta útgjöldum vegna hliðarráð- stafana af hálfu stjórnvalda, sem fall- ist hafi verið á í trausti þess að heild- arsamningar tækjust á vinnumarkað- inum. Hann muni nú ganga í að grandskoða hvort það dæmi gengi upp, án þess að leggja á nýja skatta eða auka á skuldir, þ.e. innan fjár- lagarammans. Sjá nánari frásögn af utan- dagskrárumræðum í Samein- uðu þingi í gær á þingsíðu Morgunblaðsins í dag. Straumsvíkurdeilan: Bjartsýni rfltti um samkomulag ÞEGAR Morgunblaðið fór í prentun á miðnætti stóð yfir fundur í kjaradeilu ÍSAL og starfsmanna álversins í Straumsvík hjá ríkissáttasemj- ara. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hafði miðað vel í samkomulagsátt og ríkti bjartsýni meðal manna um að samningar tækjust í þessari lotu og jafnvel strax sl. nótt. Morgunblaðið/KÖE. Langflestar hendur voru á lofti er Dagsbrúnarmenn felldu samninga þá sem ASÍ og VSÍ gerðu með sér í vikunni, á fundi í Austurbæjarbíó í gær. Samkomulagið fellt með miklum mun í Dagsbrún „Vænti þess að félögin samþykki almennt þessa samninga,“ segir Ásmundur Stefánsson FÉLAGSFUNDUR í verkamannafé- laginu Dagsbrún í gær felldi svo til einróma þá samninga sem ASÍ og VSÍ hafa gert með sér og fól stjórn félagsins í samráöi við samninga- nefndir vinnustaða að óska nú þegar eftir viðræðum. Þegar niðurstaöa viðræðna liggur fyrir skal boðað til nýs félagsfundar og afstaða til þeirra samninga tekin þá. Á áttunda hundrað manns sátu fundinn að sögn stjórnar og komu fram 17 mótatkvæði gegn því að samning- arnir yrðu felldir. Stjórn félagsins lagði ekki til að samningarnir yrðu felldir að svo stöddu, heldur yrðu hafnar við- ræður og afstaða ekki tekin til samninganna fyrr en að þeim loknum. Hins vegar kom fram til- laga um það að bera samningana undir atkvæði og var vilji fund- armanna eindregið í þá veru. Hjá þeim er til máls tóku, sem og af frammíköllum úr sal, mátti ráða að allt annað mætti túlka sem undanlátssemi við atvinnurekend- ur. „Annað hvort er að standa í iappirnar eða..." heyrðist meðal annars framan úr sal. Stjórn Dagsbrúnar breytti ályktun sinni til samræmis við vilja fundarmanna og verða þær niðurstöður sem út úr viðræðum við viðsemjendur koma, bornar undir félagsfund. „Það er ljóst að ASÍ fer ekki með samningsrétt fyrir aðildarfé- lög sín, hann er í höndum félag- anna sjálfra óskertur og þau hafa rétt til að taka sjálfstæðar ákvarðanir," sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ um úrslit atkvæðagreiðslu um samningana í Dagsbrún. „Formannafundur ASÍ samþykkti að mæla með samþykkt þessara samninga og þá var af- staða forustumanna Dagsbrúnar ljós. Ég vænti þess að félögin muni á næstunni ganga til at- kvæða um samningana og al- mennt samþykkja þá,“ sagði Ás- mundur ennfremur. , Aðspurður um hvort það væri á einhvern hátt táknrænt að Dagsbrún, sem hefur iðulega verið í fylkingarbrjósti baráttu verka- fólks, væri á móti samningunum, sagði Ásmundur: „Það er ljóst að Dagsbrún á að baki sér langa og mikla baráttusögu. Á því er eng- inn vafi að hún hefur í gegnum tíðina skilað miklu hiutverki fyrir verkalýðshreyfinguna alla.“ Sjá ennfremur frásögn af fundinum á bls. 2. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuyeitendasambands íslands: Semjum ekki um hærri laun við einstök verkalýðsfélög „ÉG HARMA mjög niðurstöðu þessa félagsfundar Dagsbrúnar, það er að fella samkomulag það sem ASÍ og VSÍ höfðu gert með sér. Megin- markmiðið með þeim samningi var að bæta kjör þeirra, sem verst eru stadd- ir í þjóðfélaginu í dag,“ sagði Magn- ús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, í samtali við Mbl. „Eins og komið hefur fram í fréttum var það fyrir tilstilli ASÍ, að samninganefnd VSÍ kom til fundar með Dagsbrúnarmönnum fyrir liðlega tveimur vikum. Þar voru ýmis mál reifuð og síðan óskaði samninganefnd VSÍ eftir því, að forystumenn Dagsbrúnar útlistuðu nánar kröfur féiagsins á þessum fundi og sendu síðan til Vinnuveitendasambandsins," sagði Magnús ennfremur. „Á þeim tveimur vikum, sem liðn- ar eru frá fundinum hafa VSÍ ekki borizt neinar kröfur frá Dagsbrún og því furðulegt, að félagið skuli halda því fram, að ekkert tillit hafi verið tekið til krafna þeirra og vinnuveitendur hafi ekkert viljað við þá tala,“ sagði Magnús. „Eg vil sérstaklega taka fram vegna þeirrar ákvörðunar félags- fundar Dagsbrúnar, að fella sam- komulagið, að samninganefnd vinnuveitenda kom eins langt til móts við kröfur verkalýðsfélag- anna og kostur var við þær aðstæð- ur, sem við búum við, eða ívið lengra,“ sagði Magnús. „Þá er það alveg skýr afstaða Vinnuveitendasambandsins, að það mun ekki semja um meiri launa- hækkanir við einstök verkalýðsfé- lög í landinu en gert hefur verið í heildarkjarasamningunum. Við er- um eigi að síður eftir sem áður til- búnir til viðræðna við aðila á skynsamlegum nótum,“ sagði Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands Islands að endingu. Jóhann efstur á Reykjavíkurskákmótinu: Stefnir að stórmeistaraáfanga Karl Þorsteins við að ná alþjóðlegum árangri JÓHANN HJARTARSON vann hollenska stórmeistarann Hans Ree i 8. umferð Reykjavíkurskákmótsins í gærkvöldi. Þar með skortir Jóhann að- eins einn vinning í síðustu þremur umferðunum til þess að ná stórmeistara- árangri, annað mótið í röð. Jóhann stýrði svörtu mönnunum í gærkvöldi og refsaði andstæðingi sínum miskunnarlaust fyrir ónákvæmni og sigraði í 26 leikjum. Annar ungur skákmaður í sviðsljósinu var Karl Þorsteins. Hann sigraði Guðmund Sigur- jónsson og skortir herslumun á að ná alþjóðlegum áfanga, sínum fyrsta. Karl tefldi við sjöunda stórmeistarann í mótinu. Fyrir mótið hafði hann ekki náð að leggja stórmeistara að velli, en hefur nú unnið þrjá stórmeistara. Helstu úrölit í 8. umferð urðu: Jóhann Hjartarson vann Ree, Reshevsky vann Ornstein, Lobron vann Gutman, Schneider vann Chandler og Karl Þorsteins vann Guðmund Sigurjónsson. Jón L. Árnason og Helgi Ólafsson gerðu jafntefli, svo og Balashov og Zaltsman og Byrne og King. Skák- ir Margeirs Péturssonar og De- Firmian, Wedberg og Christian- sen og Geller og Piu Cramling fóru í bið. Staða efstu manna er nú: 1. Jóhann Hjartarsson 7, 2. Reshevsky 6, 3. De-Firmian 5'Á og bið, 4.-7. Lobron, Jón L., Helgi og Schneider 5'A, 8.-9. Margeir og Wedberg 5 vinninga og biðskák. Níunda umferð verður tefld á Hótel Loftleiðum í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.