Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.02.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1984 23 Ráðamenn í Paraguay: Mengele framseld- ur — ef hann finnst New York, 23. febrúar. AP. FRÚ BEATE Klarsfeld, sem kunn er fyrir leit að stríðsglæpamönnum nas- ista, greindi frá því í dag að háttsettir embættismenn í Paraguay hefðu gefið fyrirheit um að framselja Joseph Mengele, sem þekktur er undir nafninu „slátrarinn frá Auschwitz", til Vestur-Þýskalands ef hann finnst í landinu. Frú Klarsfeld var stödd í Ascun- cion, höfuðborg Paraguay, í síð- ustu viku og hitti þá að máli Sab- ino Augusto Montanoro innanrík- isráðherra og Luis Maria Argana forseta hæstaréttar. „Þeir fullyrtu að ef Mengele fyndist í Paraguay yrði engin bið á því að hann yrði sendur til Vest- ur-Þýskalands,“ sagði hún. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem þeir gefa slíkt fyrirheit opinber- lega.“ Frú Klarsfeld kvaðst hins vegar ekki vita hvort einlægni byggi að baki og hvort lögreglan mundi hefja leit að honum. Frú Klarsfeld hafði það enn- fremur eftir mönnum í Paraguay að lausn Mengele-málsins væri þýðingarmikil í augum Alfredo Stroessner forseta landsins, en hann hefði hug á að fara í opinbera heimsókn til nokkurra ríkja í Evr- ópu og vildi ekki að mál Mengele truflaði árangur hennar. Joseph Mengele var læknir í hin- um illræmdu Auschwitz-fangabúð- um í Þýskalandi á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann er talinn hafa unnið ýmis óhæfuverk á fólki, þ.á m. börnum, í nafni vís- inda og ráðið því hverjir lentu í gasklefum búðanna. Mengele flúði frá Þýskalandi í stríðslok og árið 1959 fékk hann ríkisborgararétt í Paraguay og fór ekki huldu höfði þar fyrr en eftir 1962 þegar vest- ur-þýska sambandsstjórnin krafð- ist framsals hans. Mengele var sviptur borgararétti í Paraguay árið 1979 þar sem hann hefði ekki dvalið í landinu í tvö ár, og halda yfirvöld því fram að þau viti ekki hvar hann er niður kominn. Frú Klarsfeld telur sig hafa heimildir fyrir því að Mengele kjósi að búa á sveitasetri í af- skekktu héraði í Paraguay, skammt frá landamærum Brasilíu og Argentínu, svo hann eigi auð- velt með að fara á milli landanna ef hættu ber að. Hún kvaðst álíta að auðvelt væri fyrir lögreglu að hafa hendur í hári hans ef áhugi væri fyrir því. Botninn brast og líkið féll á bflastæðið: Ekkjunni dæmdar 7 millj. í bætur St Petersburg, Flórída, 24. febrúar. AP. EKKJU NOKKURRI og börnum hennar hafa verið dæmdar 240.000 doiiarar (7 milljónir íslenskra króna) í skaðabætur eftir að botninn úr líkkistu eiginmannsins brast og líkið skall á bifreiöastæði fyrir framan kirkju- garðinn skömmnu áður en jarðsetja átti hinn látna. Það kemur í hlut útfararfyr- hafði horft upp á skordýr skríð- irtækisins „Eilíft ljós“ að reiða andi á andliti hins látna. skaðabæturnar fram. Að sögn eins sex dómaranna Eins og nærri má geta varð voru þeir allir sammála um að ekkjunni mikið um þennan at- atburður sem þessi ætti alls ekki burð, sem átti sér stað fyrir að geta átt stað og væri fyrir hálfu fjórða ári. Var hún flutt á neðan virðingu útfararfyrirtæk- sjúkrahús með taugaáfall er hún isins. BIBLÍUDAGUR1984 sunnudagur 26. febrúar Ársfundur Hins íslenska Biblíufélags verður í safnaöarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík á Biblíudaginn — sunnudaginn 26. febr. nk. — í fram- haldi af guösþjónustu í kirkjunni, er hefst kl. 14.00. Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup og forseti HÍB, predikar. Dagskrá fundarins: Aöalfundarstörf, fyrri hluti. Fram- haldsaöalfundur veröur síðar á árinu aö Hólum í Hjaltadal í tilefni 400 ára afmælis Guöbrandsbiblíu (1584—1984). Sá fundur veröur nánar auglýstur síö- ar. í tilefni Biblíuársins verður sýning á öllum frumút- gáfum ísl. Biblíunnar nk. sunnudag í Hallgríms- kirkju, forkirkjunni. Þar veröa og til sýnis ýmsar fágætar biblíubækur; Leikmanna-Biblian, prentuö aö Hólum í Hjaltadal ár- iö 1599, frönsk Biblía frá Sturlungaöld, svo og ný- prentaðar arkir úr nýrri útgáfu Guðbrandsbiblíu, Ijós- prentaöri, sem út kemur nú á Biblíuárinu, svo og nýjar Ijósprentaðar arkir úr STJÓRNar-handriti, sem út kemur væntanlega á næsta ári. Heitið er á alla landsmenn aö styðja og styrkja starf Hins ísl. Biblíufélags. Stjórnin azonyjum einbýlishúsum dagog á moigun frá kl.13-18 í sýningarsal okkar að Ármúla 7 sýnum við teikningar af 20 nýjum MÁT einingahúsum eftir arkitektana: Albínu og Guðfinnu Thordarson, Áína Friðriksson og Pál Gunnlaugsson. Komið og kynnið ykkur nýjar leiðir í íslenskum byggingariðnaði og lægri byggingarkostnaö. Lítil hús — stór hús Aferöáuppsettum húsumftákr.600j000-L000.000 M4T Armúla 7

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.