Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.02.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRÚAR 1984 Viðskipti og stjórnmál í augum Sovétmanna Norðmenn hafa mikla reynslu í leit að olíu á hafsbotni. eftir Arne Œav Brundtland Um áramót varð ljóst að finnskt verktakafyrirtæki hafði orðið hlutskarpara sænsku byggingarfyrirtæki í samkeppni um nýjar hafnarframkvæmdir í Tallin í Sovétlýðveldinu Eist- landi. í sjálfu sér er það ekkert merkilegt. Þegar keppt er um verkefni samkvæmt útboði er það yfirleitt svo að einn vinnur og annar tapar. Að þessu sinni var það sem sé finnskt verktaka- fyrirtæki sem kallaði sig Portal Group sem vann og sá sem tap- aði var sænska stórfyrirtækið Johnson Construction Company. Þó hafði Johnson virzt standa betur að vígi. Það fyrirtæki lauk nýlega framkvæmdum við stækkun hafnarinnar í Rostok og hlaut mikið lof fyrir. Ekki varð séð að Portal Group hefði sambærilega reynslu á þessu I sviði en þó kann vel að vera að tilboð Portal Group hafi verið aðgengilegra en tilboð Johnsons. Pólitískar ástæður Það sem einkum gerir það að verkum að þetta mál vekur at- hygli er röksemdafærslan sem hin svokallaða hálfopinbera sov- éska fréttastofa Novosti hefur haft í frammi. Hinn 30. desem- ber í fyrra sendi Novosti frá sér harkalega árás á Svía sem sak- aðir voru um móðursýki í sam- bandi við njósnir. Vitnað var til eftirmála sem orðið hafa vegna kafbátaferða Sovétmanna við Svíþjóð og þess atburðar er Sví- ar stöðvuðu sendingu á háþróuð- um tölvubúnaði fyrir jól og voru þessi mál tengd hafnarfram- kvæmdunum. Novosti sagði að Finnar hefðu fengið samninginn í heiðarlegri samkeppni en þegar um svo viðamikil viðskiptamál væri að ræða yrði að vissu leyti einnig að taka tillit til þess hvernig búast mætti við að viðskiptaaðili kæmi fram í fram- tíðinni, sagði fréttastofan. Því var með öðrum orðum lýst yfir skýrt og skorinort að í þessu sambandi væri tekið tillit til pólitískra ástæðna en ekki ein- ungis viðskiptalegra hagsmuna. Þannig var virtu sænsku einka- fyrirtæki refsað vegna póiitískra aðstæðna heima fyrir. Það kom niður á Johnson- fyrirtækinu að stjórn Palmes hafði tekið af öll tvímæli um að Svíar sætta sig ekki við að Sov- étmenn haldi áfram að senda kafbáta í njósnaferðir inn á sænskt yfirráðasvæði. Hér var mikið í húfi. Samningurinn, sem um var að ræða, var upp á einn og hálfan milljarð norskra króna, eða sex milljarði ís- lenskra króna eða þar um bil. Það er ekki laust við að það skjóti skökku við að þessi refsing skuli bitna á Johnson, sem hefur átt mikil viðskipti við Sovétríkin sl. 65 ár, en fyrirtækið flytur inn sovézka olíu fyrir milljarða króna á ári hverju. Venjulega eru Sovétmenn alltraustir við- skiptaaðilar og yfirleitt gera þeir sér far um að halda áfram viðskiptasamböndum sem þeir eru ánægðir með. Gabb? Skýringin kemur frá hinni hálfopinberu fréttastofu Novosti en ekki sovézkum yfirvöldum. Ljóst er að Novosti var komið á fót til að koma á framfæri sov- ézkum sjónarmiðum, en á hinn bóginn hefur fréttastofunni ver- ið fengið þetta hálfopinbera hlutverk til að firra sovézk yfir- völd ábyrgð ef á þarf að halda, því að yfirlýsingu Novostis er hægara að láta liggja á milli hluta en þegar um er að ræða yfirlýsingar beinlínis á ábyrgð opinberra aðila. Eigi að síður er það tilgangurinn að Novosti endurspegli skoðanir Sovét- stjórnarinnar. Það kann að vera að í þessu máli séu það ekki pólitískar ástæður sem liggja að baki. Sov- ézk yfirvöld kunna að hafa valið Portal Group vegna viðskipta- legra hagsmuna, en það breytir því ekki að eftir á er málið sagt I eiga sér pólitískar forsendur og það er nokkuð sem ekki er hægt að láta liggja milli hluta. Hvort sem pólitískar ástæður hafa ráð- ið úrslitum eða ekki verður það að metast þegar málið í heild er komið fram í dagsljósið. Og ef þetta er gabb af hálfu Novostis þá verður gabbið að pólitískri staðreynd. Traustur viðskiptaaðili Sovétmönnum er mikið í mun að vinna Sovétríkjunum það álit að þau séu traustur viðskiptaað- ili með risastóran markað sem sé ekki háður sveiflum á sama hátt og vestrænn markaður sem háður sé kapítalskri spákaup- mennsku. óskað er eftir gagn- kvæmum viðskiptum innan ramma opinberrar efnahags- legrar áætlanagerðar stöðug- leikans. Pólitísk verzlunarvara Þegar tilgreindar eru pólitísk- ar ástæður fyrir því að auka beri gagnkvæm viðskipti er því gjarnan haldið fram að gagn- kvæm viðskipti séu í þágu friðar og slökunar. Oft er þetta við- kvæðið ef sambúð austurs og vesturs er hlaðin spennu. Á slök- unartímum er svo sagt að aukin gagnkvæm viðskipti séu í þágu meiri slökunar. Þannig er lang- oftast litið á viðskipti sem póli- tíska verzlunarvöru. Hugmyndin um að nota megi viðskiptasambönd sem pólitískt vopn er oft gagnrýnd af hálfu Sovétmanna, sem telja þó ekki ástæðu til að láta svo vítavert athæfi af hálfu vestrænna kapí- talista koma á óvart. Allt frá styrjaldarlokum hafa Sovét- menn kvartað undan því að Vesturveldin fylgi af hugsjóna- ástæðum efnahagslegri þvingun- arstefnu í samskiptum sínum við Sovét. Samkvæmt hinni sovézku línu á að halda hugsjónum og viðskiptum aðskildum. Þessari röksemdafærslu er einnig ætlað að hvetja til viðskipta við Sov- étríkin og draga úr ótta við að Sovétmenn gangi á gerða samn- inga af pólitískum ástæðum og komi hinu vestræna fyrirtæki þar með í vandræði. Með tilliti til þessa eru skýr- ingar Novostis á því að Portal Group skuli hafa verið tekið fram yfir Johnson-fyrirtækið af- ar óheppilegar fyrir Sovétmenn. Hér er um að ræða mál sem þarf að gefa gaum, ekki einungis í Svíþjóð og Finnlandi heldur og í öðrum löndum þar sem fyrirtæki hafa hug á að taka þátt í sam- keppni á sovézkum markaði. Vinnsla á landgrunni Ýmislegt bendir til þess að framundan séu mikil verkefni við vinnslu auðlinda á land- grunni Sovétmanna. Finnar hafa þegar komið ár sinni vel fyrir borð með því að selja Sovét- mönnum skip og útbúnað til notkunar við olíuboranir. Sú þróun er út af fyrir sig eðlileg. Eftir stríð áttu Finnar ekki um annað að velja en að byggja upp eigin málmiðnað til að geta stað- LOÐNUBRÆÐSLA hefur gengið vel að undanförnu og í verksmið- jum hringinn í kringum landið hefur loðna verið brædd af krafti síðustu vikur. Meðfylgjandi mynd er frá Reyðarfirði, en þar steig loðnureykurinn hátt til lofts í blíðviðrinu síðastliðinn sunnudag. Morgunblaðiö/Albert Kemp Foreldrasamtök barna með sérþarfír: Lokaátak í byggingu sumarbústaðar Á SL. ÁRI reistu Foreldrasamtök barna með sérþarfir sumarbústaö í landi Skógræktarfélags Kjalarness og Kópavogs að Fossá í Hvalfirði, en skógræktarfélagið léði samtökunum góðfúslega land undir bústaðinn. Er hér um að ræða byggingu fyrsta sumarbústaðar hér á landi, sem er sérhannaður fyrir fatlaða. Áformað er að þar geti fjölskyldur fatlaðra barna notið sumardvalar Leiðrétting FÖÐURNAFN Jennu Jensdóttur misritaðist í blaðinu í gær er birt- ur var listi yfir þá rithöfunda, sem hlutu starfslaun Launasjóðs. Stóð þar Jónsdóttir. — Biðst blaðið velvirðingar á þeim mistökum. JNNLEN-T um lengri eða skemmri tíma ásamt þessum börnum sínum, sem mörg hver búa við mikla fötlun og eiga ekki kost á slíkri sumardvöl annars staðar. Maður, sem ekki vill láta nafn síns getið, gaf samtökunum 50 þúsund krónur og varð það til þess að hrinda framkvæmdum af stað. Félagsmenn öfluðu fjár m.a. með sölu happdrættismiða sl. sumar. Ennfremur hafa eftirtaldir aðilar veitt samtökunum rausnarlegan fjárhagslegan stuðning vegna þessa verkefnis: Verslunarmanna- félag Reykjavíkur, Lionsklúbbur- inn Týr, Lionsklúbburinn Njörður, Lionsklúbbur Bolungarvíkur, Lionsklúbburinn Svanur, Breið- dalsvík, Gísli Sigurbjörnsson, Grund og fyrirtækin BM Vallá, Reykjavík og fspan, Kópavogi. Kunna samtökin þessum aðilum bestu þakkir fyrir ómetanlegan stuðning. Ennþá er ólokið að innrétta bústaðinn og stendur fjáröflun yf- ir vegna þess. Vonast er til að unnt verði að taka bústaðinn í notkun á sumri komanda, og er ekki að efa að hann verður veruleg lyftistöng fyrir fötluð börn og fjöl- skyldur þeirra. (FrétUiilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.