Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.03.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MARS 1984 Kvikmyndin „Atómstöðin44 frumsýnd Kvikmyndin „Atómstöðin“, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Halldórs Laxness, verður frumsýnd í Austurbæjarbíói í dag, laugardag, en myndin er framleidd af Kvikmyndafélaginu Óðni hf. Er hér um að ræða fyrstu íslensku kvikmyndina, sem gerð er eftir verki Halldórs Laxness og samkvæmt upplýs- ingum sem Mbl. fékk hjá Örnólfi Árnasyni, framkvæmdastjóra myndarinnar, er Atómstöðin dýrasta kvikmynd, sem Islendingar hafa gert til þessa, en framleiðslukostnaður er áætlaður um 14 milljónir króna. Örnólfur sagði að Atómstöðin hefði verið tekin síðastliðið sumar og haust í Reykjavík, í Skaftafelli í Öræfum og einnig í Hvalfirði. Flest inniatriði myndarinnar voru tekin í upptökusal Aðstöðu í vöru- skemmu við Vatnagarða. Voru þar byggð heil hús, íbúðir og aðrar vistarverur og var flatarmál alls þessa um 900 fermetraf. Allar voru vistarverurnar búnar hús- munum, sem ýmist voru keyptir, leigðir, fengnir að láni eða smíðað- ir sérstaklega. Þá var einnig fjöldi málverka fenginn að láni, bæði hjá listasöfnum, stofnunum og ýmsum einstaklingum og sama á við um önnur listaverk, sem notuð voru í leikmyndina. Sagði Örnólf- ur að útvega hefði þurft fjölda leikbúnina — yfir fjögur hundruð — en þeir voru ýmist saumaðir sérstaklega, fengnir að láni eða leigðir. Þá gat Ornólfur þess að þær gömlu bifreiðir, sem notaðar hefðu verið í myndinni, hefðu fengist fyrir milligöngu Fornbíla- klúbbsins, Þjóðminjasafnsins og Byggðasafns Hafnarfjarðar. Ornólfur sagði um efni myndar- innar að hún gerðist fyrir tæpum 40 árum. Ung sveitastúlka, Ugla Falsdóttir, væri ráðin í vist hjá þingmanninum Búa Arland og fjölskyldu hans, en þó væri hún í Reykjavík einkum þeirra erinda að læra að spila á orgel. Búi Ár- land er hins vegar helsti milli- göngumaður um að fá ríkisstjórn- ina og Alþingi til þess að sam- þykkja að erlent stórveldi fái að setja upp herstöð á íslandi. Á meðan á dvöl Uglu stendur í höfuðborginni kynnist hún ýmsum hliðum lífins þar. Hún kemst í kynni við margt fólk, bæði ráða- menn þjóðarinnar, sem eru heima- gangar hjá Búa Árland og ýmsa kynlega kvisti, sem hún kynnist hjá organistanum, kennara sínum. Ugla lendir í ástarsambandi við ungan mann, ásamt því að sam- band hennar við Búa Árland verð- ur sífellt nánara. í huga Uglu á sér stað togstreita — hún verður að velja á milli tveggja manna — og er sú barátta hennar svipuð baráttu þeirri, sem háð er innan þjóðfélagsins, þar sem valið stend- ur um tvær ólíkar leiðir; að taka afstöðu í valdatafli stórvelda eða vera óháð þjóð. Handrit myndarinnar er skrifað af Örnólfi Árnasyni, Þorsteini Jónssyni leikstjóra og Þórhalli Sigurðssyni upptökustjóra. Aðalhlutverkin leika Tinna Gurinlaugsdóttir (Ugla) og Gunn- ar Eyjólfsson (Búi Árland). Önnur helstu hlutverk leika Arnar Jóns- son, Árni Tryggvason, Jónína Ólafsdóttir, Sigrún Edda Björns- dóttir, Helgi Björnsson, Hannes Ottósson, Sigurður Sigurjónsson, Barði Guðmundsson, Rúrik Har- aldsson, Baldvin Halldórsson, Róbert Arnfinnsson, Herdís Þor- valdsdóttir og Þóra Friðriksdóttir. Örnólfur Árnason sagði að ýms- ir erlendir starfsmenn hefðu unn- ið við „Atómstöðina" og önnuðust mikilverð starfssvið, t.d. sá banda- rísk kona, Náncy Baker, um klipp- ingu myndarinnar og Louis Kram- er stjórnaði hljóðupptöku. Kramer er einn af þekktustu hljóðupp- tökumönnum Bretlands, sá t.d. um hljóð í myndunum „Gregory’s Girl" og „Local Hero“ eftir Bill Forsythe. Hljóð kvikmyndarinnar er í Dolby Stereo. „Atómstöðin" er fyrsta íslenska myndin sem gerð er jafnhliða í tveimur útgáfum, þ.e. á íslensku og ensku og verður enska útgáfan tilbúin í næsta mánuði. Gert hefur verið samkomulag við breskt fyrirtæki um dreifingu myndarinnar erlendis og er ráð- gert að hún verði sýnd á kvik- myndahátíðinni í Cannes í maí nk. Þá sagði örnólfur að um það bil 40 manna fast starfslið hefði unn- ið við töku myndarinnar, auk fjölda íhlaupafólks, t.d. við gerð leikmynda og búninga. Öll meiriháttar hlutverk eru í höndum atvinnuleikara, sem eru um 30 i myndinni, en aukaleikarar voru hátt á fjórða hundrað. Því mætti segja, að um það bil fimm hundruð manns hefðu unnið við sjálfa kvikmyndatökuna. Sigurjón Jóhannsson, yfirleik- myndateiknari Þjóðleikhússins, stjórnaði gerð leikmyndarinnar, en búninga hannaði Una Collins og um öflun þeirra sá Dóra Ein- arsdóttir. Ragna Fossberg annaðist förð- un og Guðrún Þorvarðardóttir hárgreiðslu. Karl Sighvatsson samdi tónlistina við kvikmyndina, en Karl leggur stund á tónsmíðar og kvikmyndatónlist í Boston í Bandaríkjunum. Halldór Laxness: „Ég á von á því, að þetta hafi tekizt vel Þetta eru flínkir og menntaðir menn“ — Já, stendur heima. Nú á að fara að frumsýna þessa mynd. En satt að segja hef ég ekki fylgzt með vinnunni við töku hennar, ég hef aldrei gert það, þegar myndir hafa verið gerðar eftir verkum mínum, sagði llalldór Laxness, þegar blm. Mbl. innti hann eftir því, hvort hann hefði séð kvik- myndina Atómstöðina fullgerða, en myndin verður frumsýnd á laugardaginn. — Ástæðan er sú, að kvik- myndavinna er svo afskaplega mikið annað form en ég er spenntur fyrir — nema svona í hversdagslegum mæli. Mikil ósköp, mér þykir gaman að fara í bíó. Og blessaðir mennirnir hafa verið að bjóða mér að koma. En þetta er ekkert á mínu valdi og auk þess er ég svo ógur- lega smámunasamur og sé alls staðar galla. Þegar ég hef séð myndir eftir bókum mínum hef ég séð galla alls staðar. Ég á von á að almennur áhorfandi hafi aðra afstöðu og horfi á filmuna öðrum augum. Mér nægir að vita að þetta eru framúrskarandi duglegir menn, hámenntaðir og flínkir og ég treysti þeim fylli- lega. — Jú, þetta er reyndar í fyrsta skipti sem íslendingar standa einir að gerð myndar um verk eftir mig. Það er óvæntur áfangi. En mín bók, Atómstöðin, er bara ekki nærri nógu góð. Jú, hún höfðaði líklega til fólks á sínum tíma. Ég rubbaði henni af á svipstundu. Þetta var í þann tíð, þegar sveitin er að segja gúddbæ og flytja til Reykjavíkur á einu bretti. — Og ég á von á því að þetta hafi tekizt vel, því að þessir menn eru svo feikilega flínkir. Nei, sem stendur eru ekki fleiri verk mín að koma á filmu. Þetta dugir í bili, sagði Halldór Lax- ness. Þorsteinn Jónsson, leikstjóri myndarinnar, fylgist með upptöku. Stærra verkefm en ég hef áður fengist við — segir Þorsteinn „ÞETTA var erfitt verkefni og tók langan tíma og margt fólk hefur lagt hönd á plóginn, en þetta gekk allt saman að lokum,“ sagði Þor- steinn Jónsson, leikstjóri kvik- myndarinnar „Atómstöðin", í sam- tali við blm. Morgunblaðið, er hann var spurður hvernig taka myndarinnar hefði gengið. „Það er alltaf erfitt að segja um það eftir á hvernig hlutirnir hafa gengið, það er kannski erf- itt á meðan á því stendur, en maður er fljótur að gleyma erf- iðleikunum þegar vel gengur. Ég held að okkur hafi tekist að gera ágæta mynd," sagði Þorsteinn. „Þetta er miklu stærra verk- efni en ég hef áður fengist við, bæði dýrara og mannfrekara. Það er erfitt að líkja þessari mynd við þá, sem ég hef áður gert. Punktur, punktur, komma, strik var að sumu leyti þrep inn í leiknu myndirnar fyrir mig, en ég lærði heimildarmyndagerð og lagði ekki strax i að fara út í leiknar dramatískar myndir, sagði Þorsteinn. „Vi erum með skáldsögu sem Jónsson leikstjon er mjög þekkt og umdeild, — viðkvæmt efni, — þannig að það var mjög erfitt að koma sögunni í kvikmyndahæft form, þannig að við næðum til kjarnans allir mættu vel við una, bæði þeir sem þekkja söguna og hinir sem ekki hafa lesið hana, en við látum áhorfendum um að dæma um það,“ sagði Þorsteinn. „Ég er mjög ánægður með myndina að mörgu leyti, en hins vegar lærir maður það mikið af svona mynd, að maður getur alltaf haldið áfram að auka kröf- urnar og þegar ég sé myndina nú er alltaf eitthvað sem maður vildi gera öðruvísi og á eftir að gera á annan hátt í næstu mynd- um. En ég get ekki verið annað en ánægður," sagði Þorsteinn. Þorsteinn sagði. að myndin hefði verið sýnd Islendingum í Kaupmannahöfn, í stærsta kvikmyndahúsinu í borginni, og hefðu menn verið mjög ánægðir. „Viðtökur voru langt umfram það sem við þorðum að vona,“ sagði Þorsteinn, „þannig að ég er bjartsýnn."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.