Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 MAÐUR GETUR EKKIALVEG SELT ÚR SÉR SÁLINA Spjallað við Jóhann Hjartarson um skák og skyld mál Viðtal: Hildur Helga Sigurðardóttir I>að er spenna í loftinu þegar komið er inn í salinn í Festi. Fyrstu umferð alþjóðaskákmótsins í Grindavík er að Ijúka. Fjórar af skákunum sex sem verið er að tefla virðast ætla að fara í bið. Haukur er hins vegar að tapa fyrir Christiansen og allt útlit er fyrir að eins fari fyrir Jóhanni Hjartarsyni gegn Ingvari Asmundssyni. Svo fer og menn spyrja hver annan „hvað kom fyrir Jóa?“ líkt og álíti þeir þann möguleika óhugs- andi, að Jóhann taki allt í einu upp á því að tapa skák. En miðað við það sem á undan er gengið má eiginlega segja að Jóhann Hjartarson hafi alveg efni á að tapa einni og einni. Svo rækilega hefur hann sýnt fram á hvað hann getur og ætti að vera óþarfi að tíunda þá afrekaskrá hér. Frammistaða hans á alþjóðlegu mótunum þremur, sem hann hefur tekið þátt í það sem af er árinu, er víst engum úr minni liðin, enda hafa mótin svo að segja rekið hvert annað. Á mótinu er haldið var í Gaus- dal í Noregi í janúar sl. urðu þeir efstir Jóhann og Margeir Pétursson. Síðan sigraði Jóhann eftir- minnilega á móti Búnaðarbankans og lék sama leikinn á Reykjavíkurskákmótinu, þá í góðum fé- lagsskap þeirra Helga Ólafssonar og gömlu kemp- unnar Reshewzkys. Hann er kominn með alla þá áfanga, sem þarf til að hljóta alþjóðlegan meistara- titil og á síðustu mótunum tveimur í Reykjaík tíndi hann upp sinn hvorn áfangann að stórmeistaratitli. Þá er aðeins einn áfangi eftir í stórmeistarann og nái Jóhann átta vinningum á mótinu í Grindavík er sá björn unninn. Ef ekki, hefur hann tímann fyrir sér, því hann er aðeins tuttugu og eins árs gamall og þeir eru ekki margir skákmennirnir í heiminum í dag, sem hafa getað státað af stórmeistaratitli svo ungir. Það er líkt og spennan yfir skákunum hafi hleypt veðurguð- unum í ham því það er skollinn á blindbylur þegar halda á í gisti- húsið Bláa lónið í matarhlé og menn hafa á orði, að bílstjórinn aki eftir minni og engu öðru. Þó að dagurinn hafi ekki fært þeim sigra á silfurfati, er ekki þungt hljóð í „okkar mönnum" — eins og þeir eru kallaðir þegar þeir vinna stórt — í langferðabílnum á leið í Lónið. „Blessaður vertu, ég er ekkert bundinn af þessum bið- leik — finn bara annan betri og fæ að skipta á eftir," segir Jón L. „Það gera þeir í Rúmeníu," bætir hann við og einhver skýtur þeirri spurningu að Helga hvort hrókur- inn hans hafi nokkuð orðið veður- tepptur á milli leikja, enda nær- tæk samlíking eins og á stendur. „Fall er fararheill," segir Jó- hann um sína skák og brosir sínu kankvísa brosi. Fremst sitja móts- stjórinn óþreytandi, Jóhann Þórir Jónsson, séra Lombard og kona hans hollensk og Iáta sér hvergi bregða. Þegar í Bláa lónið er komið, taka menn þá ákvörðun að láta biðskákirnar bíða morguns, vegna veðurs. Skákmenn geta því slakað á stöðunni um stund og blm. gefst gott tóm til að taka Jóhann Hjart- arson afsíðis í spjal), en sá var einmitt tilgangurinn. „Meira sviðsljós en ég hefði kosið“ Jóhann er fæddur í Reykjavík, 8. febrúar 1963, sonur hjónanna Hjartar Magnússonar og Sigur- laugar Magnúsdóttur. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð í vor sem leið. Aður var hann í Álftamýrarskóla, en sá skóli var einmitt á þeim tíma sig- ursæll á norrænum unglingaskák- mótum. „Ég man ekki hver kenndi mér mannganginn, en ég er einkabarn svo það var a.m.k. ekki stóri bróð- ir, eins og oft er,“ segir hann. „Áhuginn á skákinni kom bara hægt og rólega fram hjá sjálfum mér. Ég var ellefu ára þegar ég gekk í Taflfélag Reykjavíkur en var farinn að tefla nokkru áður. Og svo fylgdist ég auðvitað með einvíginu ’72 eins og öll þessi kynslóð, sem er að koma fram núna, og má segja að sé sprottinn upp úr því. — Nú tapaðir þú skákinni í kvöld. Tekur þú slíkt nærri þér? „Það þýðir ekki annað en að taka tapi með jafnaðargeði. Gleyma því sem fyrst og láta það ekki hafa áhrif á næstu skák, en læra af mistökunum." — Finnst þér sviðsljósið, sem þú hefur verið í að undanförnu, hafa aukinn þrýsting í för með sér? „Nei, ekki beint. Og þó — það fer stundum svolítið í taugarnar á mér. Ég hef verið meira í sviðs- ljósinu að undanförnu en ég hefði kosið. Það var gaman til að byrja með en það verður hálfþreytandi til lengdar að lesa alltaf sömu „frasana" í blöðunum." — Uppáhaldsskákmaðurinn? »Ég er nú hálfgerður fjöl- hyggjumaður í þeim efnum. Reyni að kynna mér bestu kosti hvers og eins og tileinka mér þá. En af þessum gömlu er ég einna hrifn- astur af Pólverjanum Rubinstein. Hann dó árið 1962, að ég held, en hætti að tefla um 1930 þegar hann var kominn í fremstu röð þó hann yrði aldrei heimsmeistari. Hann hafði stórkostlega endatafls- tækni." „Tölvur hafa ekkert innsæi“ „Ég hef verið mikið viðloðandi Búnaðarbankann, enda er hann sannkallaður „skákbanki". Ég fór að vinna á sumrin fyrir fimm ár- um og vann þar í vetur fram að jólum. Þeir hafa verið mjög hjálp- legir í bankanum, en skákmenn eru ofurseldir því að tillit sé tekið til þeirra í vinnu og skóla. Það var óvænt ánægja að vinna Búnaðar- bankamótið og kom mér gífurlega á óvart. En framfarir skákmanna koma í stökkum, sem maður veit sjaldnast sjálfur hvenær verða. Eg er búinn að vera að basla við að verða alþjóðlegur meistari í mörg ár og svo koma þessir tveir áfang- ar að stórmeistaratitlinum eins og þruma úr heiðskíru lofti." — Áttu von á því að fá þessa átta vinninga, sem þú þarft á þessu móti til þess að fullkomna árangurinn? „Það er lítil hætta á því. Maður getur nú ekki alveg selt úr sér sál- ina og þetta er búið að vera nógu ótrúlegt undanfarnar vikur. Það er um að gera að búast við nógu litlu — þá gefst maður síður upp þó á móti blási. Það er ákaflega slæmt þegar menn fara að halda að þeir séu betri en þeir eru. Þá fer allt úr böndunum eins og dæm- in sanna. Þeir eiginleikar, sem ég held að góður skákmaður þurfi að búa yf- ir, eru fyrst og fremst áhugi á skák, og andlegur og líkamlegur styrkur, sem verða að fara saman. Svo verða menn að vera vinnu- samir og í góðu jafnvægi, sama hvort þeir eru að vinna eða tapa. Skap verða menn líka að hafa, en geta tamið það. Þó ekki það vel að þeim verði sama hvernig gengur. Það eru til dæmi um skákmenn, sem hafa aldrei náð fullum styrk- leika vegna þess að þá skortir skap til að vilja alltaf vera að gera enn betur.“ — Bobby Fisher, og reyndar fleiri, hafa haldið því fram, að skákin sé ekkert nema vinna og aftur vinna. „Skákin er 90% vinna. En það er ekki nóg þegar fram í sækir. Til þess að menn verði virkilega góðir þurfa aðrir eiginleikar en vinnu- semin ein að koma til. T.d. hæfi- leikar og innsæi til þess að gera sér grein fyrir því á stundinni hvað á að gera án þess að þurfa að hafa rök fyrir því. Það, sem skilur menn frá tölv- um er einmitt það að tölvur hafa ekkert innsæi." — Hvernig myndir þú lýsa sjálfum þér sem skákmanni? „Ég reyni að temja mér rökrétt- an skákstíl. Sumir vilja tefla meira fyrir augað og eru þar af leiðandi ekki alltaf jafn praktísk- ir. En ég held, að til þess að ná árangri í skák, verði maður að vera praktískur og reyni því að vera það.“ „Kynslódaskipti“ — Fer allur tíminn á milli skáka á svona móti í að undirbúa þá næstu? „Já, það má segja það. Þetta er „full time job“. Það fara alltaf fimm tímar í fyrstu setu. Svo fær maður biðskákir og svo þarf að hugsa fyrir andstæðinginn. Annars er ákaflega misjafnt hvað ég eyði miklum tíma í skák- ina. Ég hef ekki verið í þeirri að- stöðu að geta helgað mig henni, fyrr en nú eftir að ég hætti í bank- anum, en ég gæti trúað að að jafn- aði færu svona þrír tímar á dag í skák.“ — Ætlar þú í lögfræði í haust? „Ég er ekki alveg búinn að gera það upp við mig. Ég læt örugglega innrita mig, en árangurinn að undanförnu hefur óneitanlega verið mér hvatning í þá átt að hugsa bara um skákina, svo það er ekki að vita hvað verður." — Eru einhverjir svipaðir þætt- ir í skákinni og lögfræðinni, sem höfða til þín? „Já, í lögfræðinni þarf alltaf að rökstyðja það sem gert er, líkt og í leikjum. Þetta útskýrir kannski hvers vegna svona margir íslensk- ir skákmenn eru lögfræðingar. Ég er minna gefinn fyrir raungreinar. í þeim er oftast bara eitt rétt svar, en í skákinni er erfitt að finna nokkuð, sem er algilt og alltaf rétt. Að vísu eru margir stærð- fræðingar góðir skákmenn en ég held að þar sé um að ræða stærð- fræðinga, sem fá áhuga á skák, frekar en öfugt." — Nú verður mönnum tíðrætt , mmrng Jóhann Hjartarson um að kynslóðaskipti séu að verða í íslenska skákheiminum. „Ég vil nú ekki meina, að hægt sé að tala um bein kynslóðaskipti. Hins vegar hafa verið að koma fram menn að undanförnu, sem eru hálfgildings atvinnumenn í greininni, skrifa um skák jafn- framt því að tefla sjálfir o.s.frv. Fyrir því hefur ekki verið grund- völlur fyrr en á allra síðustu ár- um. Þeir eldri gátu ekki leyft sér að helga sig skákinni jafn mikið og við gerum nú, þegar þeir voru á okkar aldri.“ — Það ætti víst að vera óhætt að halda því fram að þessi alþjóð- legu mót, sem verið er að halda á íslandi um þessar mundir, komi sér vel fyrir ykkur ungu mennina. „Það er auðvitað mikilvægt, að haldin séu mót á íslandi. Á undan- förnum árum hafa verið haldin al- þjóðleg mót hér annað hvert ár, en nú eru þrjú búin að vera hér á árinu og það fjórða á leiðinni. Þetta er mönnum vissulega hvatn- ing. Búnaðarbankamótið var líka athyglisvert fyrir þær sakir að þar var það fyrirtæki, sem hélt mót og gaf því mjög gott fordæmi, sem við strákarnir bindum vonir við að aðrir fylgi eftir. Sigrarnir á þessum mótum hafa líka verið kærkomin staðfesting á því, að maður hefur ekki verið að strita þetta til einskis. En manni hættir stundum til þess að fá efa- semdir og spyrja sjálfan sig: „Til hvers er ég að þessu?““ „Það ætti að leggja FIDE niöur“ — Ert þú mikill keppnismaður í þér? „Já, frekar er ég það. Menn eru voðalega misjafnir í þessum efn- um. Sumir hafa mest gaman af að stúdera skák, en minna þegar á hólminn er komið. Það, sem ég dáist að hjá Victor Kortsnoj, er hve mikill keppnis- maður hann er — einhver sá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.