Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1984 Frá starfsemi skólans. Bernharð Haraldsson, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri. Verkmenntaskólinn á Akureyri tekur til starfa í haust: Nemendur verða allt að 1000 Rætt við Bernharð Haraldsson, skólameistara Akureyri, 17. mar.s. A Eyrarlandshoitinu, þar sem áður var golfvöllur Ak- ureyringa, rísa nú byggingar, sem hýsa eiga Verkmennta- skólann á Akureyri í framtíð- inni. Skólinn mun taka til starfa á hausti komanda og verða þá verulegar breyt- ingar á tilhögun skólahalds á framhaldsskólastigi. Upphaf verkmenntaskólans, í núver- andi mynd, má rekja til þess að á árinu 1981 er gerður samningur milli Akureyrar- kaupstaðar og ríkissjóðs um að á Akureyri skyldi reistur og rekinn verkmenntaskóli og skyldi hann vera annar meginskóli á framhalds- skólastigi í bænum (auk Menntaskólans á Akureyri) og taka við hlutverki eftirtal- inna skóla: Iðnskólans á Ak- ureyri, Hússtjórnarskólans á Akureyri og framhaldsdeilda Gagnfræðaskóla Akureyrar. 29. ágúst 1981 tók þáverandi menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, fyrstu skóflustungu við fyrsta áfanga skólans. Heildar- grunnflötur hússins verður um 8100 fermetrar og rúmmál 31.000 rúmmetrar. Nú þegar hefur verið byggt yfir málmsmíðadeild skól- ans, um 900 fermetra húsnæði, og fokheld er bygging fyrir vélstjóra- nám, um 600 fermetrar, og unnið er að innréttingum þar og mun kennsla geta hafist í því húsnæði næsta haust. Húsnæði málmiðn- aðardeildar var formlega tekið í notkun í janúar 1983. Á næsta vetri verða því í eigin húsnæði skólans þessar tvær deildir, þ.e. málmsmíða- og vélstjórnardeild, auk þess sem verknám rafvirkja og bifvélavirkja fær þar bráða- birgðaaðstöðu. Að öðru leyti mun kennsla við skólann væntanlega fara fram í húsnæði Gagnfræðaskóla Akur- eyrar og í nýju íþróttahöllinni, þar sem innréttaðar hafa verið skóla- stofur til bráðabirgða. Auk þess verður kennt í húsnæði í iðnskóla- og hússtjórnarskólunum gömlu. Bernharð Haraldsson tók við starfi skólameistara hins nýja verkmenntaskóla 1. júní á síðasta ári og hefur síðan unnið að skipu- lagningu skólastarfs í samvinnu við skólanefnd Verkmenntaskól- ans á Akureyri. Bernharð hefur lengst af starfað sem kennari við Gagnfræðaskólann á Akureyri og m.a. gegnt starfi skólastjóra þar í forföllum. Hann var spurður um fyrirhugað skólastarf. — Skólinn verður framhalds- skóli, sem tekur við nemendum að loknu grunnskólaprófi og verður starfræktur samkvæmt námsskrá um framhaldsskóla á Norðurlandi. Eftirfarandi námsbrautir skulu vera við skólann samkvæmt samn- ingi: Heilsugæslusvið, sem út- skrifa á sjúkraliða í samvinnu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og veita nemendum fullgild starfs- réttindi. Hússtjórnarsvið, einkum í formi námskeiða, auk matvæla- brauta. Tæknisvið, þ.e. almennt, samningsbundið iðnnám, verklegt nám í málm-, raf- og tréiðnum auk framhaldsnáms í vélsmíði og húsasmíði, vélstjórnarnám, tvö fyrstu stigin, auk frumgreina- deilda tækniskóla og tækniteikn- unar. Uppeldissvið og viðskipta- svið, auk fornáms fyrir þá nem- endur, sem ekki hafa lokið grunn- skólanámi með fullnægjandi árangri. Námsbrautir verða al- mennt 2—4 ár og eru fyrst og fremst hugsaðar til þess að veita fólki starfsréttindi í atvinnulífinu. Hvað með aðsókn í slíkt nám? — Við framhaldsdeildir Gagn- fræðaskólans á Akureyri hefur nemendum fjölgað um 83% á síð- ustu tveim árum, úr 192 í 351 nem- anda. Þar munar mest um aukn- ingu á viðskiptasviði. Við Iðn- skólann á Akureyri varð aukning nemenda milli áranna 1982 og 183 um 40%. Þetta sýnir okkur að ungt fólk virðist í auknum mæli horfa til slíks náms. Nám í verk- menntaskóla gefur viss starfsrétt- indi, auk þess sem það útilokar ekki áframhaldandi nám, jafnvel á háskólastigi. Ungt fólk virðist í auknum mæli sækjast eftir slíkum valkosti í námi. Hvernig á að koma nemendum skólans fyrir þar til húsnæði er fullbyggt? — Fyrirsjáanlegt er að hús- næðisskortur kemur til með að verða mikill hjá okkur, einkum í bóklegum greinum. í verklegum greinum er þegar vel séð fyrir málmiðnaðardeild og vélstjóm- ardeild, auk þess sem bráða- birgðahúsnæði er fengið fyrir raflagna- og bifvélavirkjadeildir. Bóknámsrými fæst í húsnæði Gagnfræðaskólans og Iðnskólans, auk kennslurýmis til bráðabirgða í nýju íþróttahöllinni. Gerð hefur verið byggingaráætlun fyrir skól- ann til næstu tveggja ára og er þar gert ráð fyrir byggingum upp á um 3000 fermetra undir stjórn- unarálmu, mötnuneyti, bókasafn og lestraraðstöðu nemenda, auk þess sem um helmingur þess rým- is mun tekinn undir bóklega kennslu. Á þessu ári fær skólinn til nýbyggingar frá ríkissjóði 12 millj. kr. og frá bæjarsjóði Akur- eyrar 8 millj. kr. eða samtals 20 millj. kr. Fyrir þessa upphæð von- umst við til að geta gert bók- námsrými fokhelt í haust og full- byggt haustið 1985. Þangað til verður málum bjargað í horn og húsnæði leigt til skólastarfsins. Eitt er víst, að ekki má koma til þess að neita verði nemendum um skólavist vegna húsnæðisvand- ræða. Það má aldrei gerast í skólastarfi. Fyrstu nemendur verkmenntaskólans, sem koma til náms í haust, verða á vinnumark- aði til ársins 2033, þannig að við erum ekki bara að hugsa til morgundagsins. Langtímasjón- armið verða að ráða. Þetta unga fólk á að sjá um rekstur þjóðfélags okkar langt fram á næstu öld, við verðum að sjá því fyrir fullnægj- andi menntunarskilyrðum og auð- velda því þau. Einnig má líta til þess að fyrirsjáanlegt er að full- orðinsfræðsla mun færast veru- lega í aukana á næstu árum og mun færast inn í þennan nýja skóla auk endurmenntunar á ýms- um sviðum, sem á vafalaust eftir að aukast í framtíðinni. Um það eru allir sem nálægt skólamálum koma sammála. Þegar skólinn verður fullbyggður er stefnt að því að húsnæði hans verði í notkun alla daga fram á kvöld, á daginn fyrir almenna kennslu og síðan fyrir endurmenntun og námskeið. Helst af öllu ætti að nýta húsnæð- ið um helgar líka, I slíku húsnæði á helst alltaf að loga ljós sem merki þess að þar sé verið að læra og lesa. Hvað um væntanlegan nemendafjölda? — Gert er ráð fyrir 700—750 reglulegum nemendum fyrsta starfsárið, auk 300 á ýmiss konar námskeiðum. Skólinn á að sinna Norðurlandi eystra á sínu sviði. Við gerum ráð fyrir að 70% nem- enda verði frá Ákureyri, og 30% annars staðar úr fjórðungnum. Og hvað með heimavistarhús- næði handa þessum 30% ? — Starfandi er á vegum skól- anna og bæjarstjórnar Akureyrar nefnd, sem unnið hefur að könnun á húsnæðisþörf aðkomunemenda í bænum. Þar hefur verið unnið nokkurt undirbúningsstarf og væntanlega liggur álit nefndar- innar fyrir bráðlega og við treyst- um á velvilja bæjaryfirvalda þeg- ar ljóst verður til hvaða ráða þarf að grípa til þess að koma þessum málum í gott horf til frambúðar. Þar til svo verður munum við, eins og verið hefur, treysta á bæjarbúa um að leiguhúsnæði bjóðist. Ljóst er þó, að fram til þess tíma að heimavistarmál skólanna verða leyst, munu nemendur þurfa að sæta almennum leiguskilmálum í bænum varðandi kostnað við bú- setu. Hvað um fleiri námsbrautir en þegar eru fyrirhugaðar? — Okkur er ætlað að taka upp fleiri námsbrautir, en meðan hús- næði er ekki fyrir hendi er okkur þröngur stakkur skorinn. Þó má geta þess að menntamálaráðherra gaf út heimild í nóvember sl. til skólans um að hann mætti út- skrifa þegar á fyrsta starfsári sínu stúdenta á viðskiptasviði og síðar á uppeldis- og heilbrigðis- sviði. Sú heimild verður notuð. í lok spjalls okkar við Bernharð Haraldsson, skólameistara Verk- menntaskólans á Akureyri, sagði hann: — Með Verkmenntaskólanum og Menntaskólanum á Akureyri, ásamt öðrum skólum á Akureyri og í fjórðungnum, held ég að vel sé séð fyrir skólamenntun á svæðinu. Stórt átak þarf að gera til þess að merki skólabæjarins Akureyrar verði ekki látið síga, merki sem skólar þeir sem fyrir eru í bænum hafa haldið uppi með miklum sóma undanfarna áratugi. GBerg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.