Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 17. APRÍL 1984 53 Æ- Islandskynning- ar í tvo áratugi Fyrsta tölublað Iceland Review 1984 komiö út FYRSTA tölublað þessa árs af Ice- land Review er nú komið út og er efni þess að vanda hið fjölbreyti- legasta. Meðal efnis í þessu blaði má nefna grein um Stjórnarráðshús- ið í Reykjavík eftir Illuga Jökulsson, frásögn af veiðitúr á togara, einnig eftir Illuga, viðtal og grein um gler- listamennina Sigrúnu Ó. Einarsdótt- ur og Sören Larsen í Bergvík eftir Aðalstein Ingólfsson, samantekt Að- alsteins um Hitaveitu Suðurnesja á Svartsengi með Ijósmyndum eftir Guðmund Ingólfsson og grein eftir Don Brandt um teistuna með Ijós- myndum Sigurgeirs Jónassonar. Sigurður A. Magnússon skrifar um þýðingar sínar á íslenskum ljóðum yfir á ensku og birtar eru þýðingar hans á ljóðum eftir Nínu Björk Árnadóttur, Hannes Pét- ursson, Matthías Johannessen, Sigfús Daðason, Steinunni Sigurð- ardóttur og Stefán Hörð Grímsson Opnuð hefur verið bílaþvotta- Þar geta bílaeigendur fengið stöð í Kolaportinu; bílageymslunni vagna sfna þrifna að utan sem nýju í Seðlabankahúsinu við Kalk- innan. Geta þeir skilið þá þar ofnsveg. Eigandi hennar er Trausti eftir á meðan þeir fara til vinnu Bergsson. Þvottastöðin er opin alla eða versla í miðbænum og sótt virka daga frá kl 8.00 til 18.30 alla þá þangað aftur síðar um dag- virka daga. inn. Bflaþvottastöð opnuð með grafíkmyndum eftir Valgarð Gunnarsson. Kynntur er leður- fatnaður eftir íslenska hönnuði og birtar eru ljósmyndaðar hugleið- ingar Max Schmid um vetur á ís- landi. Iceland Review hefur ætíð gert sér far um að kynna íslenskan iðn- að og atvinnulíf á erlendri grundu, en frá og með þessu tölublaði verða skrif um íslenska verslun, viðskipti og þjóðarhag aukin til muna. Fjallað er um 70 ára af- mæli Eimskips, fyrirhugaða sjáv- arútvegssýningu, „Icelandic Fish- eries ’84“ í Laugardalshöll í sept- ember nk., flutninga með flugi til og frá íslandi, uppgang fyrirtæk- isins Hildu hf., nýja prenttækni á Morgunblaðinu og aukin umsvif Arnarflugs. Loks fjallar Björn Matthíasson hagfræðingur um hjöðnun verðbólgu á íslandi. Ýmislegt annað efni er í blað- inu, sem er 88 bls. að stærð. Ice- land Review kemur út ársfjórð- ungslega. Iceland Review hefur nú verið gefið út í meira en tvo áratugi. Ritstjóri og útgefandi er Haraldur J. Hamar. Stjórnunar námskeið með Dr.Alec McKenzie IMPROVING MANAGERIAL PERFORMANCE f samvinnu við samstarfsaðila Stjómunarfélagsins í Englandi hefur tekist að fá hinn þekkta stjómunarráðgjafa Dr. Alec McKenzie til íslands til að halda hér námskeið. Dr. McKenzie hefur síðastliðin 20 ár starfað við stjómunarráðgjöf og námskeiðahald í 30 löndum hjá mörgum stærstu fyrirtækjasamstæðum í heimi. Hann hefur ritað bækur og tímaritsgreinar um stjómun. og hann er höfundur hinnar þekktu bókar ,,The time trap“ sem þýdd hefur verið á 9 tungumál. Efni námskeiðsins erm.a.: - Overview of Management and Leadership • Yfirlit yfir stjóm- un og störf stjórnandans - Decesionmaking • Ákvarðanataka - Planning • Áætlanagerð - Organizing • Skipulagning - Staffing • Starfsmannahald - Leading • Leiðtogastörf - Controlling • Eftirlit - Communicating • Samskipti - Conclusion Ályktun A námskeiðinu er lög áhersla á að skilgreina hlutverk stjóm- andans í skipulagsheildinni og mikið lagt upp úr samræmdum vinnubrögðum stjórnandans. A hverju starfssviði stjómandanser áhersla lögð á greiningu aðalatriða, og lagt er mat á frammistöðu stjórnandans. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að virkja þátt- takendur með verkefnum. umræðuhópum og sýningu stjómunar- mynda. Námskeið þetta er ætlað öllum sem sinna ábyrgðarmiklum stjóm- unarstörfum. STAÐUR OG TÍMI Námskeiðið verður haldið 30. apríl -1. maí 1984 í Kristalsal Hótels Loftleiöa. ATH: Starfsmenntunarsjóður Starfsmannafelags rikisstofnana styrkir félaga sína á þetta námskeið og skal sækja um það til skrifstofu SF'R. TILKYNNIÐ ÞÁTTTÖKU í SÍMA 82930 STJÓRNUNARFÉLAG ^ÍSIANDS lyS)23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.