Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.05.1984, Blaðsíða 31
, ^ORqUNBlAÐip, FÓSTUDAGUR 4. MAÍ 1984 Æ. • Lárus er undir smásjánni hjá belgísku liði. Belgískt lið býóur betur en Uerdingen — spilar Lárus Guðmundsson áfram í Belgíu? „ÞAÐ SEM gerst hefur í mínum málum varðandi félagaskiptin er það að í gærkvðldi klukkan 20.00 setti belgískt 1. deildarliö sig í samband við mig og lýsti miklum áhuga á aö fá mig. Félagið, sem ég get ekki nafngreint aö svo stöddu, var þá búiö að ræöa viö forseta og stjórn Waterschei og bjóöa félaginu hærri upphæö en Uerdingen. Staöan er því núna sú að for- ráöamenn Waterschei eru aö hugsa sinn gang og ég líka. Þaö kom mér mjög á óvart aö þetta belgíska liö skildi gera Waterschei tilboö. A því átti ég ekki von. Ég mun ræöa þetta allt ítarlega viö stjórn félagsins og hugsa mig vel um áöur en ég ákveö hvaö ég geri. Þaö er svo ótal margt sem spilar inn í svona samninga. Peningamál, bónusgreiöslur, húsnæöi og margt fleira," sagöi Lárus Guðmundsson viö Mbl. í gær er blaðið innti hann eftir því hvort hann væri búinn að gera upp viö sig til hvaöa félags hann færi. Lárus sagöi aö ekki væri ólíklegt aö Uerdingen myndi núna bjóöa hærri upphæö og ef Waterschei tæki henni þá gæti vel fariö svo aö hann myndi skrifa undir samning við liöiö á mánudaginn. En ef belg- íska liöiö myndi bjóöa betur þá myndi sjálfsagt vera pressa á sig frá Waterschei aö gera samning við þaö lið og vera áfram í Belgíu. Eins og fram kom þá vill Lárus ekki greina frá því hvaöa liö í Belgíu er á eftir honum. Máliö er á viökvæmu stigi og ekkert má spyrjast út. En Mbl. rennir í grun aö þaö sé eitthvert af eftirtöldum liðum: Beveren, Club Brúgge, And- erlecht eöa Standard. En þaö á eftir aö koma í Ijós um helgina. — ÞR TBR MEISTARAMÓT TBR í tvíliöa- og tvenndarleik í badminton verður haldiö í TBR-húsinu viö Gnoöar- vog sunnudaginn 6. maí nk. kl. 14.00. Keppt veröur í Meistaraflokki, A-flokki og B-flokki karla og kvenna, ef næg þátttaka fæst. Þátttökugjald er kr. 200 pr. mann í hvora grein. Þátttökutilkynningar skulu ber- ast til TBR í síöasta lagi föstudag- inn 4. maí nk. Háskólinn sigraði Framhaldsksólamót Borötenn- issambands fslands fór fram ný- verió. Eftir spennandi keppni léku loks til úrslita A-lið Háskól- ans og A-lið lönskólans í Reykja- vík, sem lauk meö sigri A-liös Hó- skólans, 3—1. Fyrir hönd Háskól- ans léku Gunnar Finnbjörnsson og Guömundur Maríusson, en fyrir hönd Iðnskólans léku Bjarni Kristjánsson og Gunnar Birkis- son. Um þriöja sætiö léku síöan B-liö Háskólans og A-liö Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti, sem lauk meö sigri B-liðs Háskólans, 3—2. Fyrir hönd Háskólans léku Gylfi Pálsson og Albricht Ehemann, en fyrir hönd Fjölbrautaskólans Kristinn M. Emilsson og Óskar Ólafsson. MÍ í 25 km hlaupi íslandsmeistaramótið í 25 kíló- metra götuhiaupi veröur haldið næstkomandi sunnudag, 6. maí, og hefst hlaupið á Laugardals- velli klukkan 10 fyrir hádegi. Hlaupinu lýkur þar einnig eftir að hlaupnir hafa veriö þrír hringir í borginni austanveróri. öllum er heimil þátttaka í hlaupinu og fer skráning og greiösla þótttöku- gjalds fram á staönum aö morgni keppnisdags. SVARIÐ Fjárfestingahandbókin svarar ótal spurningum einstaklinga og fyrirtækja um ☆ Hagkvæmni og arðsemi fjárfestinga ☆ Ávöxtun sparifjár ☆ Möguleika í veröbréfaviöskiptum ☆ Skattameðhöndlun Bók sem ALLIR geta haft gagn af. FJÁRFESTINGAHANDBÓKIN ER BÓK SEM ÞÚ NOTAR Fjárfestingarfélag íslands h/f. ...á fjórum síðum í Lesbók Morgunblaðsins á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.