Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.05.1984, Blaðsíða 44
MORGUNBL'ACflÖ, MlÖVlKtrDAGUR 16. MAt " t EIVIND CHRISTIANSEN, lést 13. maf sl. í Landssjúkrahúsinu f Færeyjum. Gróa Björnsdóttir og dætur. t Maöurinn minn, EINAR HELGASON frá Bjarnabæ, Hólabraut 8, Hafnarfirói, andaðist á heimili sínu 14. maí. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og annarra vandamanna, Ragnheióur Guólaugsdóttir. t ÁRNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, Brávallagötu 44, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 17. maí kl. 13.30. Ragnar Kristjánsson, Siguróur Ragnarsson, Unnur Ragnarsdóttir, Jóhanna Ragnarsdóttir, Ragnar Finnsson. t Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, ÁSGERÐUR SIGRÍDUR SÓFUSDÓTTIR, Reynimel 92, veröur jarösungin frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 17. maí kl. 15.00. Guöjón Á. Pálsson, Sófus Guðjónsson, Ingibjörg R. Vigfúsdóttir, Ásmundur örn Guðjónsson, Gylfi Geir Guðjónsson, Páll Sævar Guöjónsson og barnabörn. t Útför RAGNARS KRISTJÁNSSONAR, Hátúni, Djúpavogi, veröur gerö frá Djúpavogskirkju laugardaginn 19. maí kl. 14.00. Álfheiöur Ákadóttir, Rut Ragnarsdóttir, Eóvald Ragnarsson, Drífa Ragnarsdóttir, Ólafur Ragnarsson, Kristján Ragnarsson. t Útför mannsins míns, fööur okkar og tengdafööur, SIGURGEIRS GUDMUNDSSONAR, fyrrverandi skólastjóra, fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 17. maí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuö. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Kristín Magnúsdóttir, börn og tengdasonur. t Þökkum innilega vináttu og samúö viö andlát og útför móöur okkar, ömmu og langömmu, JÓNfNU R. MAGNÚSDÓTTUR frá Mófellsstaöakoti. Vigdís Eiríksdóttir, Guörún Eiríksdóttir, barnabörn og langömmubörn. t Alúöarþakkir til frændfólks og vina sem sýndu okkur hlýhug vegna andláts MARKÚSAR JÓNSSONAR frá Skeiöflöt, Silfurteigi 4, Reykjavík. Grímheiöur Jónsdóttir, Auöbjörg Jónsdóttir, Guöjón Heiöar Jónsson, Kristín Olafsdóttir, Ólafur Þorsteinn Jónsson, Jóhanna Sigursveinsdóttir. Sigríður K. Halldórs- dóttir — Minning Fædd 21. mars 1932 Dáin 9. maí 1984 Með örfáum orðum langar mig til þess að minnast vinkonu minn- ar, sem í dag er kvödd. Hér verður ekki ættartala rakin eða farið út í nákvæmar lýsingar á viðfangsefn- um lífsdagana alla. Aðeins látin í ljós sú skoðun, sem vinátta allt frá árinu 1958 styður og styrkir, að þar sem Sigga hans Varða fór, hafi gengið slík öndvegismann- eskja, að leitun sé á öðrum slíkum. Við hjónin söknum því ekki aðeins vinkonu, sem ætíð hafði á því lag að strá um sig geislum glaðværðar og innilegrar hlýju, heldur er landið okkar á einhvern hátt svo miklu fátækara, þegar þessi kona er horfin héðan. Og sú er ástæða þessarar fullyrðingar minnar, að svo sem hún var gagnvart mér og okkur, þannig reyndist hún hverj- um þeim einstaklingi, sem á vegi hennar varð. Upphaflega kynntumst við árið 1958 þegar við urðum vinnufélag- ar, ég og maður hennar, Þorvarður Guðjónsson. Ýmislegt hefur drifið á dagana síðan hjá báðum fjöl- skyldum, sem reynt hefur á um stillingu og vináttu, og aldrei hef- ur hjá því farið, að brosið hennar Siggu hefur bægt frá hverjum þeim skugga, sem með drungalegri nálægð sinni ógnaði okkur með því að svifta sólarsýn. Sjálf hafði hún mátt kynnast því, hvernig örlög geta leikið og mannlegt vit hrekk- ur skammt, þegar hún árið 1963 var nærri gripin þeim tökum af manninum með ljáinn, að henni var vart hugað afturkomu til fjöl- skyldu og vina. En sú reynsla lýsti sér aðeins í meiri viðkvæmni og ríkulegri þátttöku í kjörum vin- anna, heldur en þó hafði verið fyrr, og var þó mikið og mikils metið. En þannig var hún í hví- vetna, að hún lét aldrei ágjöf, sem minni mann en hana hefði gegn- vætt, svo að aðrir hefðu goldið, verða til þess að myrkva samfélag sitt við samferðafólkið. Hún skildi alla svo vel, og hún vildi létta und- ir með öllum. Fyrir þessa sönnu vináttu og ríkulegan skilning, sem hún átti og við höfum fengið að njóta, vil ég nú á þessum kveðjudegi mega þakka, um leið og ég votta eigin- manni og ástvinum öllum samúð- ar. Birgir Ágústsson Hér er lítil kveðja til ömmu frá okkur barnabörnum hennar. Það er margs að minnast, dásamlegra gleðistunda á heimili hennar og afa, og heimsóknum þeirra til okkar og ekki má gleyma alúð þeirra við val á fötum fyrir okkur og öðrum gjöfum, að ógleymdu öllu því sem amma prjónaði og saumaði. Við vorum eitt barn í hugum ömmu og afa og hvergi mismunað. Það verður erfitt að hugsa sér lífið án ömmu okkar, en við eigum dýrmæta minningu, sem ekki mun gleymast, þótt við séum ung að ár- um. Tónar frá lífshörpu ömmu okkar munu hljóma okkur um ókomin ár. Barnabörn í dag fer fram frá Kópavogs- kirkju útför Sigríðar Halldórs- dóttur, er lést aðfaranótt miðviku- dagsins 10. maí sl. Það var fyrir rúmum fjórum árum að hún kenndi þess sjúkdóms er nú tók sig upp aftur og lagði þessa ungu konu að velli. Það sem ef til vill lýsir best Sig- ríði heitinni er hve lítið hún talaði um veikindi sín og flíkaði lítt. Þó að hún vissi best sjálf að til enda- loka kynni að draga þá minnst varði. Sigríður fæddist 21. mars árið 1932 á Svartahamri í Álftafirði við ísafjarðardjúp, dóttir Rann- veigar Benediktsdóttur og Hall- dórs Ásgeirssonar sjómanns, sem þar bjuggu. Hún var næstyngst bama þeirra hjóna. Sigríður var sjö ára gömul þegar foreldrar hennar fluttu til Isafjarðar þar sem þau bjuggu legngst af. Að skyldunámi loknu lauk hún gagn- fræðaskólaprófi og vann eftir það við innanbúðarstörf. Sigríður gift- ist árið 1953 eftirlifandi manni sínum, Þorvarði Guðjónssyni deildarstjóra og flutti Sigríður al- farin til Reykjavíkur 1954. Þau Þorvarður og Sigríður eignuðust þrjú börn, þau Ásgeir Hinrik, sem er fiskmatsmaður, kvæntur Sól- veigu Hrólfsdóttur, Sveinfríði Guðnýju, gift Herluf Melsen bif- vélavirkja, og Rannveigu Svan- hvíti sem býr í heimahúsum. Ég kynntist Sigríði svilkonu minni og Þorvarði á þeim árum er þau bjuggu á Laugarnesvegi 108 hér í borg. Við hjónin höfðum þá fest kaup á íbúð í sama stigahúsi, en þar bjuggu þá einnig tengda- foreldrar okkar Sigríðar. Þrátt fyrir svo náið sambýli féll aldrei skuggi á þessa stóru fjölskyldu. Er ég lít til baka og rifja upp kynni mín af Sigríði eru mér efst í t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför SIGURFINNS GUÐMUNDSSONAR. Maren Eyvindsdóttir, Svanhildur Sigurfinnsdóttir, Grímur Davíösson, Eyvindur Sigurfinnsson, Anna Garöarsdóttir, Guömundur Rafn Sigurfinnsson, Laufey Sigurfinnsdóttir, Haraldur Haraldsson, Birgir Sigurfinnsson, Marfa Svava Andrésdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega vináttu og samúö vegna andláts og útfarar foreldra okkar og tengdaforeldra, STEINUNNAR GÍSLADÓTTUR GUDMUNDAR^TÓMASSONAR frá Steinum f Grindavfk. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Keflavíkur og Sólvangs í Hafnarfiröi. Eyrún Guömundsdóttir, Sigmundur Guömundsson, Tómas Guömundsson, Margrét Guömundsdóttir, Steinunn Guömundsdóttir Helgi Jónasson, Þórdís Eggertsdóttir, Inge Guömundsson, Guömundur Eggertsson, og barnabörn. huga fjölmargar ánægjulegar samverustundir, sem við og börn okkar áttum á heimili þeirra fyrr og síðar. Sigríður fékk snemma orð fyrir frábæran hagleik en hún hafði yndi af útsaumi og liggur mikið eftir hana af listilega gerð- um myndverkum og öðrum út- saumi er prýða heimili þeirra hjóna. Eftir að börnin voru upp- komin vann Sigríður í fjölda ára hjá Vinnufatagerð íslands við fatasaum, en eftir að heilsu henn- ar tók að hraka vann hún þar hlutastarf. Þorvarði mági mínum, börnum þeirra og öldruðum foreldrum Sig- ríðar, svo og öðrum ættingjum og vinum sendum við samúðarkveðj- ur. Orð eru lítils megnug í dýpstu sorg. Þá er það trúin ein sem gefur styrk. Halldóra Sölvadóttir „Hve sæl, ó hve sæl er hver leikandi lund en lofaðu engan dag fyrir sólarlagsstund." (M. Joch.) Sannarlega megum við fjöl- skyldan í Dunhaganum hugsa um þetta vers, þessa dagana er við kveðjum kæra vinkonu okkar, Sig- ríði Halldórsdóttur. Kysst er á kinn og þökkuð kvöldstund í hópi ættingja og vina okkar hjóna, en snemma morguns dregur ský á loft, Sigga hefur kvatt þessa jarðvist, sorg og tregi fyllir huga okkar og við leitum huggunar í sálminum „Hvað er hel, öllum líkn sem lifa vel“. Þann- ig var hennar lífsferill, hljóðlát og fáguð framkoma með reisn sem við bárum virðingu fyrir. Sigríður Katrín Halldórsdóttir var fædd að Svarthamri í Súða- víkurhreppi 21. mars 1932, næst- yngsta barn þeirra hjóna Rann- veigar Benediktsdóttur og Hall- dórs Ásgeirssonar og lifa þau dóttur sína í hárri elli. Sigríður var 7 ára gömul þegar þau fluttu til ísafjarðar. Um jólin 1954 gekk Sigríður gæfuspor er hún giftist Þorvarði Guðjónssyni frá Hesti í önundar- firði og eignuðust þau fjögur börn. Elstur er Ásgeir Hinrik, giftur Sólveigu Hrafnsdóttur, næst Sveinfríður Guðný, gift Herluf Melsen, og Rannveig Svanhvít er býr í foreldrahúsum. Yngsta barn þeirra hjóna dó við fæðingu. Barnabörnin eru fjögur. Fallega heimilið að Laufbrekku 25 ber vitni listrænna hæfileika hennar. Fyrir 15 árum hóf hún störf hjá Vinnufatagerð íslands og átti hún þar góða vinnufélaga er reyndust henni vel er hún fór í hjartaaðgerð til London 1979. Fyrir 25 árum hóf ég störf hjá Norðurleið og kynntumst við hjón- in þá Siggu og Varða. Þau kynni hafa varað síðan og verið okkur til góðs. Minningarnar hrannast upp. Við fórum saman í ferðalög jafnt innanlands sem erlendis og í þeim ferðum áttum við saman dýrmæt- ar stundir. í fjölskyldusamkvæm- um, fermingum, giftingum barn- anna og á sorgarstundu var gott að njóta samveru þeirra. Að enduðum þessum fátæklegu kveðjuorðum biðjum við góðan guð að varðveita Siggu vinkonu okkar, gefa Þorvarði og börnum þeirra og ástvinum öllum styrk á þessari sorgarstund. Rósa og Steini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.