Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.05.1984, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MAÍ 1984 47 slíkir samningar hafa ekki náðst. Hvað Norðmenn varðar, hafa þeir haft hér tiltölulega lítil réttindi og við höfum ekki útilokað það, að þeir geti haldið þeim áfram, ef við fáum eitthvað á móti og verður þá fyrst og fremst lögð áhersla á meiri hlutdeild í loðnunni. Hins vegar hafa þeir verið að tala um ein- hverjar veiðar niður í Norðursjó, sem við höfum engan áhuga á. Síð- an er oft verið að tala um hugsan- lega möguleika á stofnun fyrir- taekja í sjávarútvegi í öðrum ríkj- um, svo sem í Suður-Ameríku. Á því eru áreiðanlega möguleikar, en óvissan og áhættan er alltaf mikil og dregur úr áhuga manna á því að drífa sig af stað í slík ævintýri." Getum hafðið loðnu- vertíðina þegar hagkvæmt þykir Dugir okkur það magn af loðnu, sem samkomulag varð um á fundi norsk-íslensku fiskveiðinefndar- innar, 200.000 lestir í okkar hlut? „Þessi ákvörðun er byggð á ákveðnum niðurstöðum rannsókn- ar, sem fór fram í vetur og við er- um mjög vongóðir með það að rannsóknir í haust sýni, að veiða megi mun meira á næstu vertíð. En það mikilvægasta við þessa niður- stöðu er, að við getum hafið vertíð- ina, þegar við teljum okkur það hagkvæmt. Því gætu veiðarnar til dæmis hafist um mánaðamótin september/október og síðan lægju fyrir nýjar niðurstöður um næstu mánaðamót þar á eftir og þá gæt- um við tekið nýjar ákvarðanir. Á síðasta ári gátum við ekkert gert fyrr en niðurstöður haustleiðang- urs lágu fyrir um mánaðamótin október/nóvember, sem var mjög bagalegt. Þetta er nægilegt magn til þess að við getum hafið veiðarn- ar og loðnan er verðmætust fyrri hluta haustsins." Lausa- og vanskila- skuldir útgerðarinnar allt að þrír milljarðar Hvernig er fjárhagsstaða útgerð- arinnar og hvaða möguleikar eru á lausn rekstrarvanda hennar? „Við erum nú loksins komnir nokkuð áleiðist með skuldbreyt- ingu vanskilaskulda við stofnlána- sjóðina, sem Fiskveiðasjóður hefur forystu um. Ég vonast til, að málsmeðferð verði hröð á næstunni samkvæmt þeim reglum, sem hafa verið settar. Á mánudag voru sam- þykkt lög, sem heimila Fiskveiða- sjóði að taka veð í allt að 90% af vátryggingaverði skipa og næstu daga verður gefin út reglugerð þess efnis. Hvað lausaskuldirnar varðar er dæmið erfiðara og það hefur gengið illa að fá fjármagn til að greiða fyrir skuldbreytingu vegna þeirra. Það er ekkert launungar- mál, að bæði ég og fleiri erum mjög óánægðir með hvernig tókst til að rétta af halla ríkissjóðs á þessu ári. Það þýðir einfaldlega, að það verð- ur mun erfiðara fyrir atvinnulífið og atvinnuvegina og ríkissjóður tekur það mikið fjármagn á pen- ingamarkaðnum, að það er til mik- illa óþæginda fyrir sjávarútveginn og skerðir möguleika hans á skuld- breytingu lausaskulda. Ég er hins vegar að vonast til þess, að við get- um fengið hluta af þeim 300 millj- ónum, sem talað er um í lögunum um ráðstafanir í ríkisfjármálunum til breytinga á lausaskuldum sjáv- arútvegsins. Það er aðeins til að greiða fyrir því, að skuldbreytingin geti átt sér stað og ég mun leggja áherslu á það á næstunni, að skrið- ur komist á þetta mál. Það hefur verið stofnað til samstarfs milli bankanna og okkar, er sá hópur að störfum og mun væntanlega geta lagt fram línur um framkvæmdina á næstunni. Við höfum satt best að segja ekki nægilegar upplýsingar um það á þessu stigi hve miklar upphæðir er þarna um að ræða, en heildin gæti numið allt að þremur milljörðum króna. Gert er ráð fyrir því, að vanskil skipa við stofnlána- sjóði og þá, sem eru fyrir utan þá, nemi allt að tveimur milljörðum króna og lausaskuldir hafa verið áætlaðar nokkuð innan við einn milljarð." Vandanum dreift meö skuldbreytingunni Hvaða möguleikar eru á því, að bæta rekstrargrundvöll útgerðar- innar og ganga á skuldasöfnunina? „Ég hef því miður ekki trú á kraftaverkum í þeim efnum. Við getum ekki leyst málið nema með því að taka nægilega langan tíma í það. Það er engin leið að reikna með því að útgerðin geti staðið skil á öllu þessu fé við núverandi að- stæður og því verður að skipta því skynsamiag niður á mörg ár og skapa útgerðinni þau skilyrði á næstu árum, að hún geti staðið í skilum. Þannig er vandanum dreift með skuldbreytingunni. Skuld- breytingin kemur ekki beint fram í auknum erlendum lántökum, held- ur því, að við borgum minna af lán- unum en samningar gerðu ráð fyrir. Sumir túlka þetta sem nýjar lántökur og þeir um það. Við höfum safnað allt of miklum skuldum og flotinn er illa staddur. Við sjáum ekki fram á neinar verulegar kostnaðarlækkanir. Stærstu liðirn- ir eru olían, veiðarfærin og við- haldið og litlar breytingar á þeim til bóta sjáanlegar. Þetta ráðum við lítið við og síðan kemur að sjálfsögðu aflahluturinn, en af- koma sjómanna er að mínu mati slæm, þannig að ekki er hugsanlegt að reka íslenska útgerð með því að skerða hlut þeirra, en vonandi skapast skiiyrði til að bæta þeirra hag.“ Stofnun „markaðsráðs“ Hefur hið opinbera tekið nægan þátt í markaðsöflun og markaðs- könnun? „Það er nú alltaf spurning hvað hið opinbera á að gera í þessum málum. Við höfum allsterk félög, sem hafa sinnt markaðsmálunum vel. Ég er hins vegar þeirrar skoð- unar, að við gætum gert mun meira af opinberri hálfu með því að styrkja utanríkisþjónustu okkar og starfið hér heima fyrir. Ég tel að við þyrftum að koma upp meira samstarfi milli aðila, til dæmis með stofnun „markaðsráðs", þar sem aðilar frá sölusamtökum kæmu saman ásamt fulltrúum hins opinbera, frá sjávarútvegsráðu- neyti, viðskiptaráðuneyti og utan- ríkisráðuneyti. Þessi vettvangur væri notaður til að stilla samam kraftana og leggja línur um það á hvað skuli lögð áhersla, þannig að við reyndum að samræma kraftana eins og unnt er.“ Neytandinn og mark- aðurinn hljóta að móta stefnuna við veiðar og vinnslu Hefur verið tekið nægilegt mið af markaðsstöðunni við veiðar og vinnslu? „Nei, ég er ákveðið þeirrar skoð- unar að það hafi ekki verið gert. Ég get tekið það dæmi, að við veiddum mjög mikið 1981 og þessi mikli afli fór að verulegu leyti í skreið og saltfisk. Ég tel að það hefði verið betra út fra markaðsaðstæðum að veiða mun minna það ár og meira árin á eftir. Við finnum það vel, þegar við erum komnir með eins lítinn afla og nú, að við rétt náum því að viðhalda verðmætustu mörkuðum okkar. Ef veiðin minnk- ar eitthvað frá þessu setjum við stöðu okkar á mikilvægustu mörk- uðunum í stórkostlega hættu. Ætti þorskveiðin að rjúka upp, til dæmis í 450.000 lestir, yrðum við ekki viðbúnir því á mörkuðum okkar í dag. Það er því allt, sem mælir með því, að við reynum að halda veið- inni nokkuð jafnri og miða hana í mun meiri mæli við markaðinn en við höfum gert áður. Þar mega ekki ríkja skammtímasjónarmið. Við megum ekki freistast til að van- rækja frystimarkaðina í Banda- ríkjunum vegna þess að við getum fengið stundargróða með skreið- arsölu til Nígeríu. Það er sjálfsagt að nýta slíka markaði, en það má ekki gerast með þeim hætti, að við köstum frá okkur því, sem við höf- um verið að vinna upp jafnvel ára- tugum saman. Það má segja, að markaðurinn og neytandinn ráði því, hve mikið við veiðum hér og hvernig við vinnum aflann. Þar má til dæmis taka kúfiskinn. Það er nóg til af honum, en hann er ein- skis virði nema við finnum neyt- endur. Þorskurinn er líka einskis virði nema við finnum neytendur. Við höfum fundið það vel með hið ágæta lambakjöt okkar, að það er lítils virði í útflutningi vegna þess, að við höfum ekki neytendur, sem vilja borga nægilega fyrir það. Þessu megum við aldrei gleyma, en okkur hættir til þess í sjávarútveg- inum að ganga út frá því sem vísu að það sé alltaf hægt að selja fisk.“ Ný reglugerö um meðferð rækju Hver er afstaða ráðuneytisins til gámafrystingar og frystingar afla um borð? „Það eru nú væntanleg ný lög um ríkismat sjávarafurða og í fram- haldi af því verða gefnar út reglu- gerðir, sem hafa verið lengi í undir- búningi. Hér er vissulega um vandasamt mál að ræða. Frysting um borð í skipum er á margan hátt ágæt. Hún gefur viðkomandi skip- um góða afkomu og þau sinna ákveðnum markaði, en hins vegar er jafnljóst, að það geta ekki allir farið út í hana. Það er einnig mikil- vægt að ýmsir smærri aðilar geti sinnt ýmiskonar sérverkun og framleiðslu á ýmsum nýjungum, ef til vill fyrir litla markaði í smáum stíl. Ef það gerist, að þeim fjölgi um nokkur hundruð sem frysta fisk við ófullkomnar aðstæður, leiðir það til öngþveitis. Þess vegna vil ég leggja á það áherslu, að ákveðið verði haldið við faglegar kröfur og þeir einir geti sinnt þessari fram- leislu, sem uppfylla skilyrði til þess. Nú fer mjög í vöxt rækju- frysting um borð í skipunum og rækjan þá stundum þídd upp að nokkrum hluta, þegar komið er í land. Við ætlum okkur alveg á næstunni að gefa út nýja reglugerð um meðferð á rækju vegna þess, að okkur sýnist, að þarna hafi komið fyrir óhöpp, sem hefði mátt koma í veg fyrir með ákveðnari faglegum kröfum og styrkara eftirliti. Gáma- frysting getur verið í fullkomnu lagi, sé hæfilegt magn fryst í hverj- um gámi. HinS vegar er mönnum hætt við, að setja allt of mikið inn í gámana, sem þýðir það, að það verður engin mynd á framleiðsl- unni.“ Skemmt hráefni veröur hvorki lagað í mati né vinnslu Nú hefur frumvarpið um ríkis- mat sjávarafurða sætt talsverðri gagnrýni og hefur verið talað um of mikil afskipti ríkisins í matinu. „Framleiðslueftirlit sjávaraf- urða hefur ekki, og vart verið hægt að ætlast til þess, getað komið í veg fyrir, að gölluð framleiðsla kæmist á erlenda markaði. Það sjáum við til dæmis í skreið og saltfiski. Hins vegar hafa frystihúsin byggt upp öflugt eftirlit í tengslum við mark- að þeirra. Við þetta starfa hjá frystihúsunum á milli 30 og 40 menn. Það hefur gefið mjög góða raun hjá SÍF, að taka upp svipað eftirlit. Þetta nýja frumvarp gerir ráð fyrir, að aðilar séu skyldugir til að hafa eigið gæðaeftirlit, en hins vegar verði það hlutverk ríkismats sjávarafurða að hafa eftirlit með störfum eftirlitsmanna, afurða- mati þeirra og samræma störfin og forðast að gera nákvæmlega það sama og þeir eru að gera. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir þvi, að styrkja eftirlit við ferskfiskmat, áður en fiskurinn fer inn í fram- leiðsluna og þar er talið, að fyrst og fremst sé þörf á úrbótum og að stuðla beri að bættri meðferð hrá- efnisins, því að sjálfsögðu getur enginn matsmaður lagað skemmd- an fisk og því síður verður það gert í vinnslunni. Því hefur verið haldið fram í umræðunni um þetta mál, að það sé verið að leggja niður óháð mat ríkisins. Það er rangt, það sem þarna er verið að reyna að gera með stofnun fiskmatsráðs, er að koma á eðlilegum samskiptum við hagsmunaaðila, en þaðan verða valdir fjórir menn af sjö. Ég er þeirrar skoðunar, að slíkt samstarf geti dregið úr árekstrum, sem allt- af hafa verið á þessu sviði. Það mun á engan hátt draga úr því að um óháð mat verði að ræða, sem er að sjálfsögðu nauðsynlegt til þess að gefa neytendum á erlendum mörkuðum tryggingu fyrir því, að hér sé framleidd gæðavara undir opinberu eftirliti eins og öll gæð- aframleiðsla í heiminum byggir á, bæði í sjávarútvegi og öðrum greinum." Verö ekki var við það, að ég sé valdamikill Hefur sjávarútvegsráðherra of mikil völd? „Ég verð nú ekkert var við það sjálfur, að ég sé valdamikill. Ég tel að það sé nauðsynlegt, ef hægt á að vera að taka á erfiðum málum, að menn hafi vald yfir því, sem verið er að gera. Það er algjör forsenda þess, að árangur náist. Það er svo aftur annað mál, að það verður aldrei tryggt fyrirfram, að vel tak- ist til. Lögin um stjórnun fiskveiða gilda aðeins fyrir þetta ár og við höfum leitast við að hafa um flest- ar ákvarðanir samstarf við hags- munaaðila í sjávarútvegi. Það hef- ur tekist þannig til fram að þessu, að ekki hafa orðið neinir teljandi árekstrar. Við höfun reynt að setja okkur inn í einstök vandamál og leysa þau eftir því, sem við höfum getað og re.vnt að gera það án þess að tala mikið um það. Ég er að minnsta kosti mjög ánægður með það hvernig til hefur tekist. Þetta var talið meiriháttar mál fyrir ára- mótin og þjóðinni myndi stafa mik- il hætta af völdunum, sem sjávar- útvegsráðune.vtið fengi í hendur og það væri eitt það versta, sem nokk- urn tíma hefði gerst í íslensku þjóðfélagi. Sömu aðilar tala gjarn- an um það, að það yrði að taka á vandamálunum og sögðu í fram- haldi af því, að nú væri verið að byrja á vitlausum enda og farið al- rangt í hlutina. Hins vegar var ekkj bent á neina leið í staðinn, þannig að mér fannst þetta vera hálfgert nagg og nöldur.“ Hvert er álit þitt á stöðunni í öryggismálum sjómanna „Það er nú alltaf erfitt að meta þau mál, það er eins og ekkert geti komið í veg fyrir slysin. Hins vegar er það nú svo, að þarna hefur orðið veruleg framþróun. Hana eigum við mikið að þakka þeim mönnum, sem hafa lagt sig fram um að sinna þeim málum. í því tilefni vil ég sér- staklega nefna Sigmund í Vest- mannaeyjum og ég tel, að hann eigi miklar þakkir skilið fyrir frum- herjastörf sin í sambandi við björgunarbáta og sleppibúnað. Við sjáum meðal annars á þvi, hve það er mikils virði, að þarna séu menn stöðugt á varðbergi. Hins vegar er það nú svo, að þrátt f.vrir góðan búnað eru það mennirnir sjálfir og vaka þeirra í þessum málum, sem mestu máli skiptir. Það hafa átt sér stað verulegar framfarir í ör- yggismálum sjómanna en hins veg- ar er því ekki að neita, að mörg af skipum okkar eru gömul og bjóða ekki upp á nægilegt öryggi. Það er því langt frá því, að sjómenn hafi hlotið það öryggi, sem við hljótum að keppa að,“ sagði Halldór Ás- grímsson. — HG.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.