Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.05.1984, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. MAÍ 1984 * ____ Arsskýrsla Framkvæmdastofnunar 1983: Ný flóðbylgja flutninga af landsbyggðinni að rísa BYGGÐAÞRÓUN á íslandi frá ár- inu 1980 er uggvKnleg sarakvæmt því sem fram kemur í ársskýrslu Framkvæmdastofnunar ríkisins fyrir árið 1983. Landsbyggðin hefur tapað 2.419 manns til Suðvesturlands á fjórum árum og segir í skýrslunni að ekki verði betur séð en að flutningar þessir séu í vexti. Þá segir að baldi svo áfram virðist ný flóðbylgja flutn- inga af landsbyggðinni til Suðvestur- lands vera að rísa, í líkingu við þá sem skall á höfuðborgarsveðinu og Suðurnesjum á sjötta áratugnum. A Suðvesturlandi búa nú yfir 142 þús- und manns sem eru Uep 60% þjóðar- innar. í skýrslunni er sérstaklega fjall- að um vandamál byggðaþróunar og segir m.a. að eftir áratuga byggðaröskun hafði loks náðst jafnvægi í fólksflutningum á milli landsbyggðar annarsvegar og Suð- vesturlands hins vegar um miðjan síðasta áratug. Þetta tímabil hafi verið stutt eða fimm ár. Á árunum 1975 til 1979 fluttust samtals 21.411 manns til landsbyggðarinn- ar, en 21.405 fluttu af landsbyggð- arsvæðinu til Suðvesturlands. Tímabili þessu lauk á árinu 1980 og síðan hafa fólksflutningar frá landsbyggð til Suðvesturlands aukist ár frá ári, eins og eftirfar- andi tölur sýna: 1980 127 manns, 1981 621 manns, 1982 722 manns og 1983 949 manns. í árslok 1979 voru íbúar landsbyggðarsvæðisins 93.163. Þessi brottflutningstala svarar til 2,9% þess fjölda. Um ástæður þessa segir m.a. að rekja megi þær annars vegar til þess hversu „miðsækin" öll þjón- ustustarfsemi er til allsherjar- þjónustumiðstöðvar landsmanna, höfuðborgarsvæðisins, og vaxandi byggingarstarfsemi og mann- virkjagerð suðvestanlands, sem tengist þjónustustarfseminni. Þjónustustarfsemi úti á landi sé yfirleitt það lítil og eigi það erfitt uppdráttar að á móti grunngrein- um komi einungis eitt til tvö störf í þjónustugreinum úti á landi. Þá segir að þessi byggðaþróun sé hvorugs hagur, Suðvesturlands né landsbyggðar og sizt af öllu hagkvæmt fyrir þjóðarheildina. Slík þróun geti komið upp víta- hring sem erfitt geti verið að rjúfa og kunni að leiða til þess að sífellt verði erfiðara að manna hinar þýðingarmiklu fiskvinnslustöðvar úti á landi og öllu mannlffi á landsbyggðinni hraki. Hins vegar leiði slík þróun til vaxandi þenslu suðvestanlands og aukins tilkostn- aðar á fjölmörgum sviðum. Lík- legt sé að mikil byggðaröskun dragi verulega úr hagvexti. Samgönguráðherra í Markarfljótskönnun Fyrir nokkru var ákveðið að hefjast handa við stefnumörkun á framkvæmd- um við Markarfljót til þess að stemma stigu við landbroti og sífelldri hættu af völdum flóða í þessu vatnsmikla og erfiða fljóti. Matthías Bjarnason samgönguráðherra fór um svæðið ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi og vegamálastjóra. Myndin er tekin á Seljaiandsgarði, en eins og sjá má, virðist samgönguráðherra hafa þótt vissara að vera væddur gúmmí- stígvélum, enda vanur að hafa vaðið fyrir neðan sig. Á myndinni eru frá vinstri: Þorsteinn Pálsson alþingismaður og formaður Sjálfstæðisflokksins, Matthías Bjarnason samgönguráðherra, Sæbjörn Jónasson vegamálastjóri og Eggert Haukdal alþingismaður. Laddi verður meðal þeirra, sem koma fram á skemmtuninni í Háskóla- bíói á laugardaginn. Frændi hans Eiríkur Fjalar verður ekki langt undan. Sumarhátíð í Háskólabíói — break-dansarar, hljómsveitir, Eiríkur Fjalar og fleiri koma fram „ÆÐISLEG sumarhátíð" er heiti fjölbreyttrar skemmtunar, sem haldin verður í Háskólabíói kl. 14 á laugardaginn, 26. maj. Ágóði rennur til styrktar fyrstu alþjóðlegu barnasumarbúðunum á íslandi, Children’s International Summer Village, sem haldnar verða í Hlíðardalsskóla í Ölfusi í næsta mánuði. Meðal þeirra, sem fram koma á skemmtuninni, eru Break- bræður, Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar, Eiríkur Fjalar, dansflokkurinn Crazy Crew, hljómsveitin Dúkkulísurnar, Viktor og Baldur, Kiddi sóló- breikari, Laddi, nokkrir break- dansarar og e.t.v. fleiri. Kynn- ingar annast Arnþrúður Karls- dóttir og Valdís Gunnarsdóttir. Allir listamennirnir gefa vinnu sína. Sumarbúðir CISV eru haldnar á hverju sumri í 25 löndum i öll- um heimsálfum. Upphafsmaður þeirra var bandariski barnasál- fræðingurinn Doris T. Allen, sem lengi hafði velt því fyrir sér hvernig stuðla mætti að friði í heiminum. 1951 komst hún að þeirri niðurstöðu, að heppilegast væri að byrja á grunninum, þ.e. börnum. Þau væru laus við for- dóma og hömlur hinna fullorðnu og gætu starfað saman og leikið sér án tillits til trúarbragða, stjórnmálaskoðana og litarhátt- ar. íslensk börn tóku þátt í fyrstu alþjóðlegu sumarbúðun- um 1954, síðan 1971 og ’72 og árlega frá 1978. Börnin, sem taka þátt í Al- þjóðlegum sumarbúðum á ís- landi í sumar, verða frá ellefu löndum: Costa Rica, Bretlandi, Spáni, Bandaríkjunum, Frakk- landi, Mexíkó, Noregi, Dan- mörku, Færeyjum og Islandi. Áætlaður kostnaður við rekstur sumarbúðanna hér í sumar er um 400 þúsund krónur og gera aðstandendur skemmtunarinnar á laugardaginn sér vonir um að ná inn um þriðjungi þeirrar fjár- hæðar. Aðgöngumiðaverð verður 180 krónur. JilPðSÍUC á morgun Guðspjall dagsins: Jóh. 16.: Biójió í Jesú nafni. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugar- dagur 26. maí, félagsvist í safn- aöarheimilinu kl. 3.00. Sunnu- dagur, messa kl. 11.00. Ólafur Haukur Árnason, áfengisvarnarráöunautur, pré- dikar. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Bœnadagurinn DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00 á bænadaginn. Sr. Hjalti Guö- mundsson prédikar, sr. Þórir Stephenssen þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur, organleikari Marteinn H. Friöriksson. Sr. Hjalti Guömundsson. ÁRBÆ J ARPREST AK ALL: Bænaguösþjónusta í safnaöar- heimili Árbæjarsóknar kl. 11.00 árd. Organleikari Jón Mýrdal. Fermd veröur í messunni Arndís Björk Bjargmundsdóttir, Gufu- nesvegi 1. Altarisganga. Sr. Guö- mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIÐHOLTSPREST AKALL: Kirkjudagur Breiöholtskirkju. Guösþjónusta í kirkjubygging- unni kl. 14.00. Formaöur bygg- ingarnefndar flytur ávarp. Kaffi- veitingar. Fjáröflun til kirkjubygg- ingarinnar. Söngstjóri Daníel Jónasson. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTADAKIRK JA: Guösþjón- usta kl. 2.00. Sr. Kristinn Ágúst Friöfinnsson messar. Organleik- ari Guöni Þ. Guömundsson. Sr. Ólafur Skúlason. ELLIHEIMILID GRUND: Messa kl. 10.00. Sr. Árelíus Níelsson. FELLA- OG HÓLAPRESTA- KALL: Guðsþjónusta í Menning- armiöstööinni viö Geröuberg kl. 11.00. Aöalsafnaöarfundur verö- ur haldinn aö lokinni guösþjón- ustunni. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN i REYKJAVÍK: Al- menn guösþjónusta kl. 11.00. Ath. breyttan messutíma. Frí- kirkjukórinn syngur undir stjórn organleikarans Pavel Smid. Þriöjudagur 29. maí, barna- hljómleikar kl. 20.30. Skóla- hljómsveit frá Osló leikur ásamt hljómsveit Tónlistarskóla Sel- tjarnarness undir stjórn Jakobs Hallgrímssonar. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11.00. Organleikari Árni Arinbjarnarson. Mánudagur: Aö- alfundur Grensássóknar kl 20.30. Fimmtudagur: (uppstign- ingardagur). Almenn samkoma kl. 20.30. Sr. Halldór S. Gröndal. Þriöjudagur, fyrirbænaguösþjón- usta kl. 10.30, beöiö fyrir sjúkum. Miövikudagur, 30. maí, Nátt- söngur kl. 22.00. Uppstigningar- dagur, messa kl. 11.00. Sr. Karl Sicjurbjörnsson. HATEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Flutt veröur Messa mod- ale fyrir sópran og altrödd ásamt strengjakvartett og flautu eftir Jehan Alain. Sr. Arngrímur Jónsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11.00. Sr. Þorbergur Kristjánsson. LANGHOLTSKIRKJA: Guös- þjónusta á bænadegi kl. 14.00. (Ath. breyttan messutíma). Prest- ur: sr. Siguröur Haukur Guö- jónsson, Organleikari Jón Stef- ánsson. Sóknarnefndin. Söng- skemmtun kórs Langholtskirkju. Á efnisskrá veröur m.a. ætt- jaröarlög, þjóölög, lög flutt úr þáttunum „Tökum lagiö", þáttur úr argentísku messunni „Misa criola", tónleikagestir taka lagiö. Einsöngvarar úr hópi kórfélaga. Hljómsveit: Jón Sigurösson, Vilhjálmur Guöjónsson og Reynir Sigurösson. Stjórnandi Jón Stef- ánsson. LAUGARNESKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 2.00 á bænadegi. Þriöjud. bænaguösþjónusta kl. 18.00. Sr. Ingólfur Guömunds- son. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14.00. Orgel og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. Miövikudagur, fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Guö- mundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Guösþjónusta í Ölduselsskólanum kl. 11.00 árd. Ágúst Guöjónsson, Vigdís Jónsdóttir og Vilborg Schram ræöa um bænina á bænadegi. Altarisganga. Fimmtudagur 31. maí, uppstigningardagur, fyrir- bænasamvera Tindaseli 3, kl. 20.30. Sóknarprestur. SELTJARNARNESSÓKN: Guös- þjónusta verður í sal Tónlistar- skólans kl. 11.00 árd. Sr. Guö- mundur Óskar Ólafsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfía: Almenn guösþjónusta kl. 20. Ræöumaöur Gunnar Bjarna- son. Fórn til kirkjunnar. DÓMKIRKJA Krista konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14.00. Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 18.00 nema á laugar- dögum, þá kl. 14.00.1 maímánuöi er lesin Rósakransbæn eftir lág- messuna kl. 18.00. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11.00. HJÁLPRIEÐISHERINN: Bæn kl. 20.00 og hjálpræöissamkoma kl. 20.30. Peter Cooke talar. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2b: Bænastund kl. 20.00. Sam- koma kl. 20.30. Ræöumaöur Margrét Hróbjartsdóttir. Söngur, viötal viö ísl. safnaöarsystur frá Flórída. Eftir samkomu veröur sýnt myndband frá Akranesferö félaganna og Biblíuhátíö í Lækj- argötu. LAGAFELLSKIRKJA: Messa kl. 14.00. Organisti Guömundur Ómar Óskarsson. Aöalsafnaöar- fundur veröur aö messu lokinni. Sr. Guömundur Örn Ragnarsson. GARÐA- OG VÍÐISTAÐASÓKN- IR: Guösþjónusta í Garöakirkju kl. 11.00. Sr. Siguröur Helgi Guö- mundsson. KAPELLA St. Jósefssystra í Garóabæ: Hámessa kl. 14.00. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guösþjónusta kl. 14.00. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirói: Guös- þjónusta kl. 14.00. Aöalsafnaö- arfundur aö lokinni guösþjónust- unni. Safnaöarstjórn. KAPELLA St. Jósefsspítala: Messa kl. 10.00. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8.00. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guós- þjónusta kl. 14.00. Sr. Ólafur Skulason vígslubiskup Skál- holtsstiftis prédikar. Systra- og bræörafél. sér um kaffisöiu eftir messu. Allur ágóöi rennur til líkn- arsjóös kirkjunnar. Sóknarprest- ur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Ferm- ingarguösþjónusta kl. 14.00. Sóknarprestur. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 14.00. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Guósþjón- usta í dag, laugardag, kl. 17.30. Lionsklúbburinn Þór í Reykjavík kemur í heimsókn. Organisti Glúmur Gylfason. Á morgun, sunnudag, almenn guösþjónusta kl. 14.00. Organisti Einar Sig- urðsson. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 14.00. Ari Gíslason kennari flytur stólræöu og minnist 100 ára af- mælis Góötemplarareglunnar á islandi. Sr. Björn Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.