Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984 27 Lögreglumenn ffkniefnadeildar lögreglunnar leita að fíkniefnum í bifreiðinni, sem stöðvuð var í Álfabakka. Morgunblaðiö/Júlíus. Fíkniefnin láta ekki mikið yfir sér, en áætla má að verðmæti þeirra á markaði hér á landi sé hátt í 10 milljónir króna. \ skipverjar á íðnir smyglið unum var komið fyrir um borð í Eyrarfossi. Fíkniefnadeildin hefur fylgst með ferðum mannanna um nokk- urra mánaða skeið. Fjórir þeirra hafa dvalið í Evrópu og lék grunur á að þeir væru að kaupa fíkniefni til sölu hérlendis. Fyrir skömmu komu tveir þeirra hingað til lands og hafa þeir verið „skyggðir" = lögreglan hefur fylgst með ferðum þeirra úr fjarlægð. Eyrarfoss kom hingað til lands klukkan 23 á mánudagskvöldið. Grunur hefur leikið á, að fíkni- efnasmyglarar hafi komið fíkni- efnum fyrir um borð í skipum í erlendum höfnum án vitundar skipverja. Þó eru einnig dæmi þess, að skipverjar hafi verið í vit- orði og verið fengnir til þess að smygla fíkniefnum til landsins, samanber smyglmálin sem komu upp í Karlsefni og Lagarfossi síð- astliðinn vetur, þegar skipverji á Karlsefni var tekinn með 11,3 kíló af hassi á hafnarbakka í Reykjavík og skipverji á Lagarfossi tók að sér að flytja 5 kíló af hassi og 240 grömm af amfetamíni til landsins. Skipverjinn á Lagarfossi mun hafa borið við yfirheyrslur, að hann hafi átt að fá 150 þúsund krónur fyrir að koma „pakkanum" í land. Lögreglumenn fylgdust með ferðum mannanna við Eyrarfoss á mánudagskvöldið. Laust upp úr miðnætti óku tveir menn frá Eyrarfossi á lítilli fólksbifreið og lék grunur á að þeir hefðu sótt fíkniefnin um borð. Lögreglan veitti þeim eftirför inn Kleppsveg, suður Elliðavog og áfram upp Reykjanesbraut. Við bensínstöð Olís við Álfabakka stöðvaði lög- reglan bifreiðina. Mennirnir reyndu að komast undan, en þá var annarri bifreið ekið aftan að þeim, þannig að þeir komust hvorki afturábak né áfram. Þeir brugðu þá á það ráð að keyra útaf en festu bifreiðina. Við leit í bifreiðinni fundust fíkniefnin; um 700 grömm af amfetamíni og um 400 grömm af hassolíu. Erfitt er að segja til um verðmæti þessara fíkniefna á markaði hér fyrr en styrkleikapróf liggur fyrir. Þó er talið að amfeta- mínið sé tiltölulega hreint og megi drýgja það allt að fimm sinnum. Grammið af amfetamíni er selt á um 2.500 til 3.000 krónur á mark- aði hér og grammið af hassolíu á um 1.500 krónur. Því má gera ráð fyrir að markaðsverð amfeta- mínsins sé um 9 milljónir króna og hassolíunnar um 600 þúsund krón- ur — að markaðsverð fíkniefn- anna, sem tekin voru í fyrrinótt, sé hátt í 10 milljónir króna. Ekki er enn vitað hve mikið mennirnir gáfu fyrir fíkniefnin í Evrópu. Nýja póstmiðstöðin á Suðurlandsbraut 28. Ljósm. Mbl. RAX. Ný póstmiðstöð við Suðurlandsbraut NÝ póstmiðstöð Pósts- og símamálastofnunar var opnuð af samgönguráð- herra, Matthíasi Bjarna- syni, á Suðurlandsbraut 28 í gær. Með tilkomu hinnar nýju póstmiðstöðvar flyst starfsemi bréfapóststofu, bögglapóststofu, tollpóst- stofu og blaðadeildar til póstmiðstöðvarinnar, og er það í fyrsta skipti sem aðal- deildir Pósts- og síma- málstofnunar starfa undir sama þaki. Nýtt póstútibú er staösett á annarri hæð í hinni nýju byggingu, en það er götuhæð við Armúla. Póstútibúið ber heitið R-8 og er inngangur þess frá Ármúla. Við opnun póstmiðstöðvarinn- ar skýrði Jón Skúlason, póst- og símamálstjóri, í stuttu máli frá framkvæmdum nýju byggingar- innar. Kom þar meðal annars fram að stærð hússins er 19 þús- und rúmmetrar og gólffletir alls 4.500 fermetrar. Bygging póst- miðstöðvarinnar hófst í október 1979 og lauk nú í maí. Að því loknu flutti samgöngu- ráðherra, Matthías Bjarnason, ávarp og afhenti því næst Birni Björnssyni, póstmeistara í Reykjavík, lykilinn að hinni nýju póstmiðstöð. í ávarpi samgöngu- ráðherra kom meðal annars fram að verkefni póstþjónust- Matthías Bjarnason, samgöngumilaráðherra. Frá opnun póstmiðstöóvarinnar. unnar hafi þróast og vaxið á undanförnum árum og í kjölfar bættra póstsamgangna, aukins frelsis í viðskiptum og íbúafjölg- unar hafi orðið mikil aukning á póstmagni. Hin nýja póstmið- stöð væri því vel tímabær og öll vinnuaðstaða þar væri í sam- ræmi við nútímakröfur varðandi hollustuhætti starfsfólks. Ennfremur tóku til máls Björn Björnsson, póstmeistari í Reykjavík, Þorgeir Ingvason, formaður Póstmannafélags Is- lands, og Kristinn Ólafsson, tollgæslustjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.