Tíminn - 01.09.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.09.1965, Blaðsíða 5
ME9VIKUDAGUR 1. september 1965 Otgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benedlktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug lýsingastj : Steingrímur Gjslason Ritstj skrifstoíur i Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 90.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA b.f Ráðherraskipti Þau mannaskipti, sem tilkynnt hefur verið, að fara muni fram í ráðuneyti Bjarna Benediktssonar þessa dag- ana, munu ekki hafa í för með sér neina breytingu á stefnu stjórnarinnar eða stjórnarfari. Hér er aðeins um það að ræða, að Guðmundur í. Guðmundsson óskar að draga sig í hlé frá ráðherrastörfum, en hyggst tryggja sér sendiherraembætti í Lundúnum. Er þar farin slóð, sem fleiri Alþýðuflokksráðherrar hafa gengið. Guðmund- ur hefur verið utanríkisráðherra í níu ár, eða lengur en nokkur maður annar. Þótt Emil Jónsson taki við utanríkismálunum, mun horfi Guðmundar vafalaust verða haldið nokkurn veg- inn, en meiri reisn mætti þó færast yfir þau mál. Eggert Þorsteinsson er enn ungur maður og hefur ekki staðið í pólitískum stórræðum. Skal því engu spáð um það, hversu honum muni farast æðsta stjórn þeirra málaflokka, félagsmála og sjávarútvegsmála, sem hon- um verða falin. Þótt hann sé að ýmsu leyti sæmilega farsæll í daglegu starfi, er varla að vænta af honum þeirra átaka, sem til þess þarf að lyfta þessum málum úr því íhaldsfari, sem þau sitja nú í, enda ræður þar hinn sterki ófarnaðarandi allrar ríkisstjórnarinnar. Kalhjálpín Kalnefndin svonefnda mun hafa skilað tillögum sín- um til landbúnaðarráðuneytisins eftir könnun mála á Austurlandi- Þótt álit nefndarinnar hafi ekki verið birt opinberlega enn, er ljóst, að hún leggur til, að bændum eystra sé útvegað það hey, sem þeir þurfa til þess að sjá borgið bústofni sínum, svo að ekki þurfi að koma til verulegrar skerðingar. Ekki er þó enn alveg ljóst, hve mikið þetta heymagn sem vantar, er, en það mun vera mikið. Þetta er eðlileg niðurstaða, en að henni hefðu stjórn- arvöld landsins þurft að komast fyrr og hefja markviss- an undirbúning að framkvæmdum. Svo virðist af frásögn Morgunblaðsins í gær, að fyrstu viðbrögð landbúnaðar- ráðherra við tillögum kalnefndarinnar hafi verið þau að biðja Búnaðarfélag íslands að kanna út um sveitir hv-> mikið hey bændur vilja gefa til Austurlands. Þótt ekki sé við því amazt, að þetta sé kannað, er hætt við, að það verði nokkuð seinvirk hjálp. sem byggð yrði eingöngu á slíkum úrræðum. Þess ber að minnast, að bændur á Austurlandi verða að hafa fengið um það skýr svör um miðjan september, hvaða úrræði þeir eiga vís af opinberri hálfu, því að um það leyti verður að taka ákvörðun um slátrun. Færi t.d. svo, að bændur yrðu að fækka mjög fé, er það raunar of seint fjnir sláturhúsin eystra að búast til svo mikillar slátrunar, sem þá hefði þurft að hefja fyrr. Það, sem fyrst og fremst vantar nú þegar af hálfu landbúnaðarráðherra, er skýlaus yfirlýsing um það, hvaða hjálp ríkið ætlar að veita, og að það hey verði út- vegað með kaupum, ef þarf. Þess er líka að minnast, að heyflutningar austur mega ekki dragast úr hömlu, því að enginn veit, hvenær vetur lokar leiðum, hvort sem er frá höfnum eystra eða landleiðina austur. Hér þarf skjót- ari úrræða en nú virðast tiltæk, ef vel á að fara. TÍMINN Sven’Erik Tychsen: Setur brezka stjórnin höml- ur á innflutning þeldökkra? Þeldökkir íbúar í Bretlandi eru um ein milljón að tölu, negrar, Pakistanar, Indverjar og Kínverjar. Langflestir þeirra eru innfluttir frá Sam- veldislöndunum. Innflytjend- urnir hafa flykkzt svo ört að á undanförnum árum, að sér- fræðingar hafa spáð, að Þel- döfckir þegnar yrðu orðnir 3 milljónir talsins um aldamót. En þessu var spáð áður en ríkisstjórn Verkamannaflokks- ins gaf út sína hvítu bók um Eólksinnflutninginn. Takist ríkisstjórninni að framkvæma fyrirætlanír sínar ætti að draga það mikið úr innflytj endaflóðinu að það mætti heita seitl eitt- Þá yrðu ekki þrjár miUjónir þeldökkra manna í landinu um aldamót, heldur aðeins tvær miljónir, ef ekki minna. Verkamannafl.stjórnin hyggst minnka innflutning þeldökka fólksum nálega tvo þriðju.Árið sem leið var 20824 þeldökk- um mönnum veitt atvinnuleyfi, en framvegis á ekki að veita nema 7500 slík atvinnuleyfi á ári. Innflytjendum er leyft að taka eiginkonur sínar með, ásamt börnum innan 16 ára aldurs. Heildartala Þeldökkra innflytjenda ætti því í sam- ræmi við þetta að lækka úr 75 þúsundum á árí í 25—30 þúsund. í HINNI hvítu bók er að vísu ekki getið um hörunds- dökka innflytjendur, heldur innflytjendur frá Samveldis- löndunum. En í framkvæmd er enginn munur á þessu tvennu, þar sem heita má, að engir hvítir innflytjendur komi frá Samveldislöndunum. Verði tillögur stjórnarinnar gerðar að lögum eru Bretar þar með í raun og veru búnir að reisa varnarmúr gegn innflutningi þeldökkra manna. Fyrirætlanir stjórnarinnar hafa sætt harðri gagnrýni. í vikublaðinu Spectator, sem fylgir fhaldsmönnum að mál um, eru þær nefndar „hræsni og uppgjöf fyrir kynÞáttafor- dómunum." Nokkur kurr er einnig meðal fylgjenda Verka mannaflokksins sjálfs og tveir af þingmönnum flokksins í neðri málstofunni hafa hótað að greiða atkvæði gegn tiUög um ríkisstjómarinnar, þegar þær verða lagðar fyrir þing ið. Andmælum rignir einnig yfír frá Samveldislöndunum. Til dæmis kom stjórnarnefnd frá Jamaica til London 16- þessa mánaðar til þess að and mæla stefnu Verkamannaflokks ins í þessum málum. Þegar deilt var um fyrstu innflytjendalögin í neðri mál- stofunni haustið 1961 sagði Hugh Gaitskell, leiðtogi Verka nannaflokksíns: „íhaldsmenn vilja verjast innflytjendunum if því að þeir eru dökkir á hörund og af Því að þeir ótt- ast kynþáttaóeirðir" En nú íefir Verkamannafiokkurinn tekið upp stefnu íhaldsmanna. VÍÐA hefir verið á það bent, að Bretland hafi ekki efni á að hindra innflutning þel- Þannig var oft aS Ijta yfir hóp innflyt|enda, sem komu sklpum eða flugvélum frá samveldislöndunum til Bretlands. dökkra. Farin eru að koma í ljós ýmis einkenni of mikillar atvinnu og James Gallaghan fjármálaráðherra hefir látið svo um mælt, að skortur verði á vinnuafli á næstu árum. Marg ir aðrir sérfræðingar gera ráð fyrir, að eftir 5 ár vanti orðið 300 þús. verkamenn. f ritstjórnargrein brezka viku blaðsins The Economist 7. ágúst var að Þessu atriði vikið og sagði þar m. a.: „Gert hafði verið ráð fyrir að Samveldíslöndin bættu að nokkru úr þessum skorti og efldu brezkt athafnalíf til sams konar grózku og innfluttir menn hafa valdið annars stað ar í Evrópu. Senilega hafa önn ur lönd tryggt sér forgangs- rétt að fáanlegu vinnuafli frá Miðjarðarhafsströnd Evrópu og SÍÐARI HLUTI frá Litlu - Asíu, jafnvel þó að líðast kynni að leggja til, að hvítleitum verkamönnum leyfð íst að koma til Bretlands, þó að blakkir eða brúnleitir menn megi það ekki. Satt er að vísu, að vinnuafl er illa nýtt í Bretlandi. En þetta snertir ekki meginatriði rökræðnanna um ínnflytjend- urna frá Samveldislöndunum- Jafnvel þó að 100 þúsund verkamenn kæmu á ári frá Sam veldislöndunum væri það efna hagslega mikilvægasta atriðið í sambandi víð þá, hve hreyfan legt vinnuafl þeir eru, eða vilji þeirra til að flytjast held ur til staða, þar sem skortur er á vinnuafli, en að sætta sig við rétt sinn eftír númeraröð til takmarkaðra:- vinnu, þar sem atvinna er of lítil fyrir 21 milljón vinnufærra manna.“ Báðir stóru stjórnmálaflokk arnir staðhæfa, að þeir séu fylgjandi tílveru margra þjóð- erna í Bretlandi og geri aðeins ráð fyrir takmörkunum inn- flutnings sem hentugum var- meS úðarráðstöfunum, meðan ekki eru til íbúðir, skólar og sjúkra hús fyrir alla þá Afríku og Asíubúa, sem vilja koma og setjast að í landinu. Reynslan hefir leitt í ljós, að torvelt er að gera hömuds dökka innflytjendur að Bret- um Þeim hættir til að vera út af fyrir sig, og sama er að segja um Bretana sjálfa. Inn- flytjendurnir hópast saman í ákveðnum borgum, til dæmis London, Birmingham og Manc hester og búa þar í fátækra- hverfum, sem aðrir íbúar forð ast. FJÖLMENNUSTU kynþætt- irnír Þrír, Vestur-Indíamenn, (um hálf miUjón að tölu), Pak istanar og Indverjar, eru jafn frábrugðnir hver öðrum og hin um hvítu íbúum. Samt sem g áður er til sameiginleg stofn un innflytjenda, „samtök gegn kynþáttamisrétti", sem stofnað var til þegar Martin Luther Kíng var á ferðinni í Bretlandi í fyrra haust. Þessi samtök fylgja hófsamlegri stefnu í anda Martin Luther King. Eftir atburði þá, sem orðið hafa síðustu vikumar, hafa margir blökkumenn, eínkum þó Vestur-Indíamenn, tekið að hallast að öðrum og herskárri samtökum, undir forustu negra eíns frá Vestur-Indíum, Mic- hael de Freitas að nafni. Hann var áður góðvinur hins banda- 8 ríska leiðtoga Svartra múham- eðstrúarmanna, Malcolm X, og áhangendur hans nefna hann því stundum Michael X. Hvort verður svo ofan á? Flykkjast hörnudsdökkir íbúar Bretlands um hina hógværu leiðtoga, sem starfa í anda Martin Luther King, eða leita þeír trausts hjá mönnum eins og Michael X? Nýjustu viðburð irnir í Los Angeles hafa fært mönnum heim sanninn um mikilvægi þessarrar spuming ar og í framtíðinni veltur sam- búð kynÞáttanna í Bretlandi á svarínu við henni. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.