Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.07.1984, Blaðsíða 32
OPIÐ ALLA DAGA — ÖLL KVÖLD AUSTURSTRÆTI22 INNSTRÆTI. SIMI 11340 OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45 - 23.30 ' ~Á US TURSTRÆ ~T 23 INNSTRÆTI. SlMI 1833 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. AXIS fær pöntun frá Harrods í London HARRODS í London hafa sent Hús- gagnaverslun Axels Eyjólfssonar pöntun á húsgögnum frá fyrirtækinu. Unnið hefur verið að markaðsmálum í Vestur-Evrópu fyrir ýmis (slensk fyrir- tæki og hefur Þráinn Þorvaldsson átt drýgstan þátt í því að þessi pöntun er til komin. Eyjólfur Axelsson, framkvæmda- stjóri AXIS, sagði þetta merkan áfanga í útflutningi íslenskra hús- gagna. Húsgögnin verða kynnt í október ásamt öðrum iðnaðarvör- um frá íslandi, m.a. frá Hildu hf. Vandamálið við útflutning hús- gagna hafa einkum verið mark- aðsmálin. Sjá nánar viðtal við Eyj- ólf Axelsson og Pétur B. Lúthersson á bls. 37. Bikarleiknum frestað í 5. sinn Mbl./Friéþjófur. Leikmenn Akraness-liðsins í knattspyrnu „spá í veðrið“ á Reykjavíkurflugvelli í gær. Þeir áttu að fara til Vestmannaeyja og leika þar við heimamenn í bikarkeppni KSÍ, en fresta varð förinni til Eyja í fimmta sinn vegna veðurs. Flugleiðir íhuga kaup á tveggia hreyfla þotum „VIÐ HÖFUM verið að íhuga kaup á tveggja hreyfla þotum og þá helst Boeing 767 eða Boeing 757, en sú síðarnefnda virðist henta okkur betur,“ sagði Erling Aspelund, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Flugleiða, í samtali við blm. Mbl. í gær. En eins og fram kom í frétt Mbl. í gær, vinnur bandaríska flugmálastjórnin (FAA) nú að því að heimilt verði næsta sumar að hefja beint farþegaflug yfir Atlantshafið á tveggja hreyfla þotum. Hyggja nokkur stór flugfélög, þ.á m. Trans World, El Al og Air Canada á þann kost, en þau eiga Boeing 767-þotur. Flugvélar í eigu Flugleiða, sem eru í millilandaflugi nú, eru hins vegar allar þriggja eða fjögurra hreyfla. „Boeing 757 er nýkomin á mark- aðinn og verðið er eitthvað um 40 milljónir dala. Þetta er möguleiki, sem við höfum verið að velta fyrir okkur og það lítur út fyrir að þess- ar vélar henti okkur mjög vel að mörgu leyti. Endanleg ákvörðun um hvort við kaupum þær, frekar en breiðþotur, hefur þó ekki verið tekin," sagði Erling. Hann kvað stærð Boeing 757 vera hagstæða, en hún tekur mest um 218 farþega, og sagði Erling stefnu Flugleiða í flugvélakaupum um þessar mund- ir vera þá, að fjölga vélum en hafa þær smærri. „Við höfum ekki áhyggjur af aukinni samkeppni í kjölfar beins Atlantshafsflugs annarra flugfé- laga á tveggja hreyfla þotum. Við erum í stöðugri samkeppni allt ár- ið við eina fjörutíu aðila, sem fljúga á Atlantshafsleiðum og þetta myndi að mínu áliti ekki breyta þeirri mynd til eða frá ef af yrði,“ sagði Erling. Fáist þeim reglum breytt, að ekki megi fljúga í meiri fjarlægð frá flugvelli en svo, að það taki 60 mín. að komast til hans og tíma- mörkin verði hækkuð í 120 mín. verður Keflavíkurflugvöllur næsti varaflugvöllur véla á hinni nýju, beinu leið yfir Atlantshafið. Erl- ing Aspelund var inntur eftir því hvort aukin umferð um Keflavík- urvöll myndi ekki hafa nein vand- kvæði í för með sér og svaraði hann því neitandi. „A.m.k. ekki eftir að nýja flugstöðin verður tekin í notkun. Öll þau lönd, sem við fljúgum til, hafa heimild til þess að lenda sínum vélum hér,“ sagði hann. „Og æski þau þess verðum við að verða við því.“ Allar „Airbus“-flugvélar, sem verið er að framleiða um þessar mundir, eru tveggja hreyfla og vitað er, að a.m.k. eitt þýskt flug- félag, Haback Loyd, hefur flogið leiguflug á slíkum vélum beint yf- ir Atlantshafið. Það myndi hins vegar engu breyta um flugleiðir íslenskra véla þó að tveggja hreyfla vélar yrðu teknar í notkun. En þegar lón R. Steindórsson, yfirflugstjóri Flug- leiða, var inntur eftir því hvað slík breyting hefði í för með sér, sagði hann að ef hún kæmi til, þyrfti að stórbæta varaflugvallaraðstöðu hér á landi. Boeing 767 (nær) og Boeing 757, sem Flugleiðir hafa íhugað kaup á, en að sögn Erling Aspelund virðist sú síðarnefnda henta félaginu betur. Timburhús reist í Drangey Bæ, Höfðaströnd, 12. júlí. ALVEG einstæð heyskapartíð hefur verið frá byrjun sláttar, sem alltaf er nokkuð misjafnt á milli bæja, sem var nú síðari hluta júní til síðustu mánaðamóta. En undir miðjan júlí í fyrrá var byrjað að slá í það skiptið. Heyskapur sumstaðar er kominn þannig á veg núna, að hérumbil er búinn heyskapur. Þetta heyrir þó til ýmissa undantekninga því sums stað- ar er nýbyrjað. Öll hey eru með óvenju góðri nýtingu og spretta með bctra móti. Útlit með kartöflusprettu er gott og afkoma og útungun fugla virðist vera ágæt og sjást nú rjúpur, endur og svanir og aðrir villtir fuglar með hóp af ungum, sem er fátítt á þessum tíma árs. í Drangey fara ferðahópar eins og áður og virðist mér eyjan hafa gróið mjög vel síðan ég kom þar síðast. Nú er verið að byggja timb- urhús í Drangey, en það hefur aldrei verið gert fyrr í sögu þjóðar- innar. Á það að verða skýli fyrir þá, sem þar dvelja lengri eða skemmri tíma. Stendur Skagafjarðarsýsla aðallega að þeirri byggingu. Þeir sem gist hafa Drangey nú, telja, að lífríki við eyna hafi nokkuð spillst síðustu árin, þar sem geldfugl færir sig æ meira upp í bjarg, og hrekur í burtu varpfugl af hreiðrum. Hægt er að veiða svartfugl á fleka við eyj- una og segja mér þvf kunnugir menn, að þarna sé gengið á lífríki náttúrunnar. Áta í sjó er talin töluverð hér í Skagafirði, en enginn fiskur nema á djúpmiðum fyrir utan fjörðinn. Umferð um vegi er talin meiri en oft áður og fer það eins og vant er nokkuð eftir tíðafari á hverjum stað. Björn. Vestmannaeyjar: Lundaveiði með betra móti Vestmannaeyjum, 12. júlí. NÚ ER lundatími í Vestmannaeyj- um og eru fjölmargir lundaveiði- menn fluttir út í hinar ýmsu úteyj- ar, með háfana sína, og munu dvelja þar í góðu yfirlæti, fjarri heimsins glaumi, næstu vikurnar. Búa þeir í veiðikofum og sólar- hringurinn gengur ekki eftir nein- um föstum tímasetningum hjá þeim á „sælueyjunni“. Margir hafa beðið eftir þessum lundatíma, allt frá því þeim síðasta lauk í fyrrasumar, og hjá þeim er það ekkert mál, að fórna öllu sumar- fríinu í úteyjarveru. Lundatíminn hefst í lok elleftu viku sumars og stendur yfir í sjö vikur. Mjög góð lundaveiði hefur ver- ið það sem af er veiðitímabilinu og skilyrði til veiða verið hag- stæð, bæði í úteyjum og á heima- landinu. Sem dæmi um góða veiði má geta þess, að Jóel Sig- urðsson, sem á Iaugardaginn var við veiði í Ystakletti, veiddi rúmlega eitt þúsund lunda yfir daginn. Þetta þykir afbragðs veiði og ekki langt frá veiðimet- inu, sem er rúmlega 1200 lundar á einum degi, en það met á Sig- urgeir Jónasson, ljósmyndari Morgunblaðsins í Eyjum. h.k.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.